Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 34

Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Áslaug Siggeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvem- ber 1917. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 3. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- geir Helgason, bóndi í Teigi í Fljótshlíð, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir. Bræður hennar voru tveir, Ólafur og Helgi. Áslaug giftist 7. nóvember 1936 Frið- jóni Sigurðssyni, f. 16. mars 1914, d. 14. október 1997. Synir þeirra voru fimm: 1) Ásgeir Bergur héraðsdómari, f. 22.5. 1937 í Reykjavík, d. 29.9. 1992. Eftirlifandi kona hans er Kolfinna Gunnarsdóttir fulltrúi og eignuð- ust þau þrjú börn: Gunnar Má, Friðjón og Kolfinnu Mjöll. 2) Sig- urður Hólmgeir Ph.D., f. 4.5. 1943 á Hólmavík. 3) Jón Gunnlaugur prófessor við HÍ, f. 24.8. 1944. Kona hans er Herdís Svavarsdótt- ir hjúkrunarfræð- ingur og eiga þau þrjá syni: Friðjón Ei- rík, Bergstein Þór og Egil Bjarka. 4) Ingólfur hdl., f. 11.5. 1951. Kona hans er Sigrún Benedikts- dóttir hdl. og eiga þau tvær dætur: Ás- laugu Björk og Ólöfu Björk. Dætur Sig- rúnar af fyrra hjóna- bandi eru þær Bjarn- ey og Berglind Ásgeirsdætur. 5) Friðjón Örn hrl., f. 19.5. 1956. Kona hans er Margrét Sigurðardóttir kennari og eiga þau fjögur börn: Áslaugu Írisi, Tómas Sigurð, Kristínu Maríellu og Alexander Örn. Þau hjón bjuggu fyrst í Sigtúni 59 en síðan í Skaftahlíð 14 í Reykjavík. Frú Áslaug hélt þar heimili til dauðadags. Útför Áslaugar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli. Þetta erindi úr Dalvísu eftir Jónas Hallgrímsson lýsir ef til vill vel þeim hug er tengdamóðir mín bar til æsku- stöðva sinna í Fljótshlíðinni. Hún fæddist í Reykjavík en fluttist 6 mán- aða gömul að Teigi í Fljótshlíð þar sem foreldrar hennar hófu búskap og var það heimili hennar fram á ung- lingsárin. Sveitin og náttúran höfðu mótandi áhrif á tengdamóður mína. Þegar hún minnist æskuáranna sagði hún oft: „Ég saknaði þess mjög að flytja úr Fljótshlíðinni, ég var svo mikið náttúrubarn.“ Hún minntist æskuáranna þegar hún horfði á litlar óhreinar dugnaðarhendur barna- barna sinna og þau mættu skilningi hennar: „Ég faldi hendur fyrir aftan bak þegar gestir komu heim því að þær voru svo oft óhreinar,“ sagði hún. Hún var móðir fimm kraftmikilla drengja, húsmóðir á stóru heimili þar sem vinir sona hennar voru alltaf vel- komnir. Áslaug tók virkan þátt í starfi mannsins síns, Friðjóns Sig- urðssonar, sem gegndi ábyrgðar- miklu starfi sem skrifstofustjóri Al- þingis. Hún hélt oft veislur fyrir erlenda gesti sem ekki var alltaf auð- velt samhliða því sem hún sinnti stóru og barnmörgu heimili. Hún tók vel á móti mér sem tengdadóttur sinni og greiddi götu okkar þegar fyrsta barnið okkar Jóns fæddist. Áslaug gerði mér kleift að ljúka hjúkrunarnámi mínu með því að passa Friðjón, elsta son okkar, fyrsta æviárið hans. Barnabörnin hennar urðu fleiri og Áslaug var þeim öllum góð amma. Hún gat miðlað af dýrmætri reynslu æskuáranna úr sveitinni sinni af nálægð við dýrin, sögum um skemmtilega sveitunga og frásögnum um horfna búskapar- hætti. Hún var stóra mamman í fjöl- skyldunni og þau voru ófá boðin í Skaftahlíðinni með ógleymanlegum veislukosti, fjörugum umræðum og skemmtilegum sögum. Þannig stuðl- aði hún að samheldni fjölskyldunnar. Áslaug kom mér fyrir sjónir sem greind kona með ágæta kímnigáfu. Hún var vel máli farin og fylgdist mjög vel með allri þjófélagsumræðu. Hún var sjálfmenntuð því að ekki fékk hún tækifæri til þess að ganga í skóla. Tengdamóðir mín las mikið af góðum bókmenntum og þær voru ófáar vísurnar og kvæðin sem hún hafði á hraðbergi. Hún hafði mikið yndi af verkum nóbelskáldsins okkar en einnig voru ættfræðirit og fróð- leikur um íslenska þjóðhætti í miklu uppáhaldi hjá henni. Síðustu mánuðir ævi hennar voru henni erfiðir og var hún farin að þrá hvíldina. Hún vildi sættast við guð og menn og leitaði í smiðju Hallgíms Péturssonar eftir visku og huggunar- orðum sem gæti verið henni farar- nesti til frelsara síns – heim í sveitina. Með þessum orðum þakka ég sam- fylgdina með tengdamóður minni með bæn, lokaorðum eftir Hallgrím Pétursson: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Herdís Svavarsdóttir. Það er erfitt að kveðja jafnstóra konu og tengdamóður mína. Áslaug var geislandi greind og gædd góðum frásagnarhæfileika. Hún var næm á umhverfi sitt og samferðafólk og mikill húmoristi. Þá hafði hún stál- minni svo af bar. Þessum eiginleikum hennar er vel lýst með hennar eigin orðum í skráðum endurminningum. Ég gríp niður í frásögn af messudegi. „Þar söng bókstaflega hver með sínu nefi, og sá þóttist beztur sem hljóðaði hæst. Ég man sérstaklega eftir ein- um karli, sem Erlendur hét. Hann söng það sem hann kallaði „príma- bassa“. Sem betur fer fyrir hann þekktist ekki hljóðupptaka, en kannski var það þó skaði. Oftast fylgdu söngnum miklar andlitsgrett- ur og líkamsfettur. En engum þótti það athugavert. Það þekktu svo fáir annað.“ Og nokkru síðar: „Karlar hugsuðu minna um útlit sitt. Þó man ég, að afi minn átti nokkurs konar hálstau. Var það skyrtubrjóst og flibbi úr gúmmíi og bindi og tölur málaðar á í dökkum lit. Þetta var kallað húmbúkk.“ Þegar ég fyrst kom í fylgd sonar Áslaugar á heimili þeirra Friðjóns í Skaftahlíðinni ásamt dætrum mínum Bjarneyju og Berglindi, var tekið á móti okkur af þeim hjónum af mikilli reisn og hlýju. Sú framkoma einkenndi Áslaugu ætíð síðan. Þegar heyrn og sjón voru farin að gefa sig náðum við best saman í gegnum síma. Var víða borið niður í löngum samtölum. Varð mér enn ljósar en áður hve vel menntuð Ás- laug var þó svo að skólagangan væri takmörkuð. Báðar gátum við verið fastar á meiningu okkar og opinská- ar. Vafalaust hafa þessir þættir í fari beggja átt sinn þátt í því hve vel við náðum saman. Blessuð sé minning þín, mín kæra vinkona, og hafðu þökk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Sigrún Benediktsdóttir. Elsku amma. Þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú væri dáin varð mér brugðið. Innst inni vissi ég að þessi dagur kæmi, en ekki svona fljótt. Þegar ég, Birna og Emilía Ósk heim- sóttum þig á aðfangadag hvarflaði það ekki að mér að það yrði í seinasta skiptið sem við hittumst, en ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem þér líður vel, í faðmi afa og pabba. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eyða með þér mörgum góðum stundum í Skaftahlíðinni sem barn, og enn þann dag í dag verður mér oft hugsað til þessara gömlu góðu daga. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til þín og aldrei voru sparaðar veitingarnar sem í mann voru bornar. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og alltaf varstu jafn vel að þér í öllum sköpuðum hlutum og ekki brást minnið þó að heilsan hafi farið versnandi. Örlæti þitt og gjafmildi áttu sér enga líka og alltaf var þér efst í huga að gleðja aðra. Ég er svo þakklátur að hún Emilía Ósk fékk að hitta þig og kynnast þér og munu myndirnar af ykkur saman verða henni dýrmæt eign í framtíðinni. Elsku amma, tengdaamma og langamma, þín verður sárt saknað. Guð veri með þér að eilífu. Friðjón, Birna og Emilía Ósk. Aldrei brást það að amma tók vel á móti okkur bræðrunum þegar við heimsóttum hana í Skaftahlíðina sem var reyndar æði oft. Heimsóknirnar hófust gjarnan á faðmlagi. Oftar en ekki bakaði amma pönnukökur og síðan settist stórfjölskyldan niður við sannkallað allsnægtaborð, hlaðið veitingum. Síðan voru ýmis mál rædd af gamni og alvöru og tók amma þátt í þeim samræðum af lífi og sál, ávallt standandi. Hún hafði í nógu að snúast við að bera í okkur hin veitingar. Á okkar yngri árum var það jafnan mikið tilhlökkunarefni að fá að fara í pössun til ömmu. Það þýddi að sá dagur var nammidagur. Sælgæti og aðrar veitingar eru kannski það sem við munum fyrst eftir úr Skaftahlíð- inni. Þegar árin tóku að líða fórum við að fara í heimsókn vegna þess að það var líka svo gaman að tala við ömmu. Hún bar sem fyrr í okkur veitingar en að því loknu settist hún gjarnan hjá okkur. Maður furðaði sig stund- um á því hve vel hún gat sett sig inn í hvers kyns vandamál sem upp komu í okkar daglega lífi. Amma var þeim hæfileika gædd að geta hlustað. Hún hlustaði á það sem maður sagði og kom með hnitmiðaðar athugasemdir sem hittu í mark. Hvort sem það var skólinn eða vandamál af öðrum vett- vangi gat amma komið með tillögur um úrbætur. Allt frá fyrstu minningu okkar var amma alltaf jákvæð. Mað- ur fór líka alltaf í léttari lund úr Skaftahlíðinni en maður kom þangað. Hún fylgdist náið með okkur bræðr- unum, hvernig okkur gekk í skóla eða starfi og setti sig jafnvel inn í okkar áhugamál. Á unglingsárum gaf amma okkur stundum pening til þess að eiga fyrir bíói eða þeim áhugamál- um sem efst voru á baugi þá stund- ina. Við vorum ekki þeir einu sem nutu visku og gjafmildi hennar ömmu. Amma hafði gjarnan fréttir af ættingjum eða frændfólki sem maður hafði ekki hitt í svolítinn tíma. Það hefur verið okkur bræðrum ómetanlegt að eiga hana ömmu að. Þegar veikindi herjuðu á stóð amma eins og klettur við bakið á okkur. Nú er hún amma farin. Það er óneitan- lega skrýtið og sárt að segja bless í síðasta sinn við hana ömmu. En svona er lífsins gangur og það er okk- ur nokkurt huggunarefni að geta rifj- að upp allar þær sætu minningar sem við eigum úr Skaftahlíðinni. Guð geymi þig elsku amma. Bræðurnir Laugalæk 56. Elsku besta amma mín. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú skulir vera farin. Það er svo skrítið að geta ekki lengur hringt í þig og spjallað aðeins eða litið í heimsókn til þín. Það eru ófáar stundirnar sem við eyddum hjá þér í Skaftahlíðinni. Þar var okk- ar annað heimili. Þar vorum við alltaf velkomin. Þú fylgdist líka alltaf svo vel með okkur. Hvernig okkur gekk í skólanum, áhugamálunum okkar og vinum. Við gátum líka talað við þig um allt og leitað til þín. Þú varst okk- ar trúnaðarvinur. Það hefur verið erfitt að fylgjast með þér síðustu vik- urnar og sjá þig þjást. Þú barst þig samt alltaf vel og varst svo dugleg og sterk. Nú vitum við að þú ert komin ÁSLAUG SIGGEIRSDÓTTIR Maðurinn minn, GESTUR ÞORGRÍMSSON myndhöggvari, lést aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar á heimili sínu, Austurgötu 17, Hafnarfirði. Sigrún Guðjónsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR N. PÁLSSON, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni nýársdags. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristinn Páll Ingvarsson, Ástríður Sigvaldadóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Sverrir Friðþjófsson, Þórir Ingvarsson, Hjördís Tómasdóttir, Steinunn Björg Ingvarsdóttir, Brynjar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐBJÖRN ÞÓRHALLSSON, Hofsósi, lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga, Sauðárkróki, miðvikudaginn 8. janúar. Svanhildur Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI EINARSSON, Melum, Kjalarnesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 9. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. EIRÍKUR PÉTURSSON, Kvíabólsstíg 4, Neskaupstað, andaðist á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaups- stað þriðjudaginn 7.janúar. Fyrir hönd aðstandenda. Nanna Hlín Pétursdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, STEINUNN SIGURBORG GUNNARSDÓTTIR, Norðurbraut 27, Hafnarfirði, lést föstudaginn 20. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar heimahlynningu Karitas, starfsfólki 11E á Landspítalanum við Hringbaut og öllum þeim, sem hafa stutt okkur í erfiðum veikindum hennar. Sveinbjörn Guðmundsson, Hildur Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Sveinbjörnsson, Halldóra Einarsdóttir, Anna Lára Sveinbjörnsdóttir, Arnar Helgi Guðbjörnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.