Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 41
KIRKJUSTARF
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla.
Barna- og unglingadeildir á laugardögum.
Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma í kvöld kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Loft-
salurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.
Biblíurannsókn og bænastund á fimmtu-
dögum kl. 20.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs-
þjónusta kl. 11.
Biblíurannsókn og bænastund á föstudög-
um kl. 20.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11.
Biblíurannsókn og bænastund að Breiða-
bólstað í Ölfusi á miðvikudögum kl. 20.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.30.
Safnaðarstarf
HNÍFUR er stórhættulegur í hönd-
um margra, svo sem alþingismanna,
sem hamast við að nota aðstöðu sína
til að skera niður þær mikilvægu
greiðslur, sem fólk hefur unnið sér
rétt á með því að leggja fjármuni
sína til hliðar í gegnum árin til elli-
áranna.
Hér er átt við skerðingar á
greiðslum frá Lífeyrissjóði sjó-
manna.
Nú síðast réðust alþingismenn á
makagreiðslur. Það er að segja á líf-
eyri sjómannskonunnar, sem hefur
eytt mestri ævi sinni sem heima-
vinnandi húsmóðir, vegna þeirra að-
stæðna, sem henni eru búnar, þar
sem eiginmaðurinn er alltaf úti á
sjó, og hún hefur ekki átt þess kost
að fara á vinnumarkaðinn og byggja
upp sinn eigin lífeyrissjóð.
Andsvör alþingismanna eru þau,
að stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna
hafi lagt þetta til.
En hvers vegna?
Jú, fjárhagsstaða sjóðsins er það
slæm að þörf er á aðgerðum til að
bjarga henni.
Hverjar eru ástæðurnar?
Tvær aðalástæður eru svik al-
þingismanna á fjármögnun 60 ára
reglunnar og hins vegar hið háa
álag á sjóðinn vegna örorkubóta.
Oftar en ekki hefur Alþingi Ís-
lendinga skipt sér af kjaradeilu sjó-
manna og útgerðarmanna. M.a. með
loforðum um framlög til að milda
réttlátar kröfur sjómanna til útgerð-
armanna. En útgerðarmenn eru
þeir einu vinnuveitendur, sem hefur
tekist að láta grátstafi sína ná inn að
hjörtum stjórnarmanna lýðveldis-
ins.
Samkvæmt útreikningi stjórnar
Lífeyrissjóðs sjómanna hefur hún
krafist 1,4 milljarða, sem er kostn-
aður vegna 60 ára reglunnar, sem
ríkisstjórnin lofaði en sveik.
Málaferli hafa gengið um þennan
lið, sem eru komin inn á borð al-
þjóða dómstóla.
Þetta er ekki sú eina aðferð
stjórnvalda sem verið hefur beitt til
að rýra kjör aldraða, heldur má
einnig benda á þá tvísköttun, sem
varð 1988 þegar staðgreiðsla skatta
varð að veruleika.
Eins og menn rekur minni til
urðu launþegar að borga skatt af ið-
greiðslum til lífeyrissjóðanna til árs-
ins 1994. En þá loksins tókst að
sannfæra stjórnvöld um ranglætið,
og lögunum var breytt í þá veru að
frádráttur varð af iðgreiðslum laun-
þega.
Á þessu 7 ára tímabili voru
greiðslur sjómanna til Lífeyrissjóðs-
ins ca. 3,5 milljarðar, og af því var
greiddur skattur um það bil 1,4
milljarðar.
Þar sem lagbreytingin var ekki
afturvirk verður þessi upphæð end-
urkrafin af lífeyrisþegum, er þeir fá
greiðslur úr sjóðnum.
Það er merkilegt við þetta að hér
er sama upphæð, sem Lífeyrissjóð-
ur sjómanna gerir kröfur til vegna
60 ára reglunnar.
Örorkubætur Lífeyrissjóðs sjó-
manna eru 43% útgjalda sjóðsins,
sem segir okkur að tryggingabætur
þær, sem útgerðarmaður kaupir til
að annast tryggingu á högum slas-
aðra og veika sjómanna, eru alltof
lágar.
Sú þjóð sem dottar dáðlaus og viljasljó
og dillar þeim er ljúga, blekkja og svíkja
skal fyrr en varir hremmd í harða kló.
Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja.
Þannig kvað Jón Helgason. Hann
bendir okkur á það að barátta gegn
ranglæti, svikum og mismunun
þegna þjóðfélagsins má aldrei dvína.
Allir eiga að berjast gegn ranglátum
gjörðum, hvort sem þær verða til
hjá ríkisstjórn landsins eða í sölum
Alþingis.
Einnig skal barist gegn afli vinnu-
veitandans, sem gerir allt sem hann
getur til að varna því, að hinir al-
mennu launþegar, öryrkjar sem og
eldri borgarar hafi þau laun, sem
þeir geta lifað af.
Svo ég víki að skerðingu á maka-
lífeyri frá Lífeyrissjóði sjómanna fer
ég að velta fyrir mér hlut alþing-
iskvenna að þessu máli. Er einhver
alþingiskona dóttir sjómanns og
hefur í sinni barnæsku staðið við
hlið móður sinnar niðri á bryggju og
beðið komu skipsins, sem faðirinn er
á?
Jafnræði meðal alþingiskvenna og
íkvenréttindafélagi hefur verið bar-
áttumál þeirra.
Ég hlýt að spyrja. „Er það jafn-
ræði í hugum þeirra kvenna sem
komast í áhrifastöður að níðast á
sínum kynsystrum og jafnvel mæðr-
um?“
Áramótaræður þjóðhöfðinga
þessa lands beindust að fátækt og
trausti.
Forseti Íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, ræddi um þann
blett á velferðarríki Íslands, sem er
aukin fátækt.
Er hér ekki ein aðgerð stjórn-
valda til að stækka þann blett?
Forsætisráðherra minnist á
traust. Ég vil spyrja hann „Er það
traustsins vert, ef annar aðilinn er
með krosslagða fingur fyrir aftan
bak í hvert sinn er hann tekur í
framrétta hönd?“
INGVI R. EINARSSON,
fyrrverandi skipstjóri og fyrrver-
andi formaður Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Kára í
Hafnarfirði.
„Einn komma
fjórir milljarðar“
Frá Ingva R. Einarssyni:
www.nowfoods.com
C vítamín 400 mg
með sólberjabragði
Bragðgóðar tuggutöflur.
Eflir varnir.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Ísak og Helga Dögg
DANS ER SKEMMTUN
FYRIR ALLA, Á ÖLLUM ALDRI!
Dansfélagið Hvönn
HK-húsinu við Digranesveg,
200 Kópavogur,sími 862 6168,
Netfang:
hvonn@islandia.is
danshusid@islandia.is,
www.islandia.is/danshusid
Hildur Ýr
danskennari
Samkvæmisdansar, barnadansar,
gömlu dansarnir, línudansar, kántrýdansar,
salsa, tjútt og swing, hóptímar, einkatímar,
sérnámskeið fyrir fyrirtæki, hópa og þroskahefta.
Kennarar og leiðbeinendur á vorönn:
Hildur Ýr, Óli Geir, Arna Björg, Helga Dögg og Ísak
Innritun stendur til 12. janúar,
Kennsla hefst
laugardaginn 11. janúar
Tilboð í barnadansa 20% afsl.
ef tveir skrá sig saman.
„Námið í Rafiðnaðarskólanum hefur nýst mér
mjög vel, mun betur en ég átti von á. Í starfi mínu
hjá Umferðarstofu nýtist öll sú þekking og færni
sem ég öðlaðist hjá Rafiðnaðarskólanum.
Ég mæli hiklaust með þessu námi.“
Eva Gunnarsdóttir
nemandi í Tölvu- og rekstrarnámi 1999
Tölvu- og rekstrarnám hjá Rafiðnaðarskólanum
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · www.raf.is
Afmælisþakkir
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á 90
ára afmæli mínu, 3. janúar síðastliðinn, með
heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Bergþóra Þorsteinsdóttir.
KYNNING á stefnu og
starfi Guðspekifélagsins
laugardaginn 11. janúar
kl. 15 í húsi félagsins að
Ingólfsstræti 22.
Guðspekifélagið er 128 ára félags-
skapur, sem helgar sig andlegri
iðkun og fræðslu.
Félagið byggir á skoðana og trú-
frelsi ásamt hugsjóninni um bræð-
ralag alls mannkyns.
Starfsemi félagsins fer fram yfir
vetrartímann og felst m.a. í opinber-
um erindum, opnu húsi, námskeið-
ahaldi, námi og iðkun.
Einnig býður bókaþjónusta þess
mikið úrval sölubóka og bókasafnið
bækur til útláns fyrir félaga.
Íslandsdeild félagsins býður áhuga-
fólki um andleg mál að kynnast
starfi félagsins.
Einkunnarorð félagsins eru:
„Engin trúarbrögð eru sannleik-
anum æðri.“
www.gudspekifelagid.is
Hugræktarnámskeið Guðspeki-
félagsins hefst fimmtudaginn
16. janúar kl. 20.30.