Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOVUS B 225 Gatar 25 blöð.. Með kvarða og læsingu Verð 635 kr Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Kjölmiðar með ártali Skilblöð af öllum gerðum og góðum verðum STABILO kúlupenni 10 í pakka á 299 kr/pk „ÞAÐ mun taka tólf ár í viðbót að koma á bundnu slitlagi á milli Ísa- fjarðar og Reykjavíkur,“ segir Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa- firði. Sjálfstæðisflokkurinn í Ísa- fjarðarbæ fékk hann og Einar K. Guðfinnsson, alþingismann Vest- fjarða, til að fjalla um vegamál á al- mennum fundi á Hótel Ísafirði um síðustu helgi. Tilefnið var ný sam- gönguáætlun, sem Sturla Böðvars- son samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til ársins 2014. Mættu um 60 manns á fundinn. Halldór segist hafa fjallað um tengingu sunnan- og norðanverðra Vestfjarða við þjóðveg eitt. Vestfirð- ir séu ekki eitt samgöngusvæði þar sem erfitt sé að komast á milli Pat- reksfjarðar og Ísafjarðar um vetur þegar færð sé vond. Mikilvægt sé að tengja þessar byggðir við hringveg- inn með bundnu slitlagi. Hann segir að í fyrirliggjandi sam- gönguáætlun taki þetta of langan tíma. Gert sé ráð fyrir að það klárist að leggja bundið slitlag á vegi í Ísa- fjarðardjúpi og á Barðaströnd árið 2014. Áður hafði verið áætlað að ljúka því árið 2007. „Það á eftir að leggja bundið slit- lag á 119 kílómetra af þeim 450 sem liggja á milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar. Mikil umferð er um þessa vegi og þetta er mikilvæg samgöngu- bót fyrir íbúa á norðanverðum Vest- fjörðum, sem eru um 5.500. Þetta tekur of langan tíma miðað við fyr- irliggjandi samgönguáætlun,“ segir Halldór. Óviðunandi framkvæmdahraði Í ályktun fundarins segir að ekki verði við það búið að þetta taki svo langan tíma. Ekkert annað svæði búi við jafnslök skilyrði í vegamálum. Þetta sé eini landshlutinn með svip- aðan íbúafjölda sem ekki er kominn með bundið slitlag við hringveginn. „Þótt vissulega séu áætluð fjár- framlög til vegamála á Vestfjörðum hlutfallslega rífleg á tímabilinu er áætlaður framkvæmdahraði óviðun- andi. Skorað er á þingmenn Vest- fjarða, samgönguráðherra og Al- þingi allt, að breyta forgangsröðun áætlunarinnar þannig að bundið slit- lag verði komið á alla aðalþjóðvegi á Vestfjörðum fyrir 2008,“ segir jafn- framt í ályktuninni. Bundið slitlag við hringveg- inn eftir 12 ár Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Fjölmargir mættu á fund um vegamál á Vestfjörðum á Hótel Ísafirði. Vegamál á Vestfjörðum Skoðanakönnun Fréttablaðsins Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með álíka mikið fylgi ustu viku. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 39,5% nú en 37% fyrir viku og fylgi Samfylkingarinnar 39% nú en 39,3% í síðustu könnun. Þá fær Fram- sóknarflokkur 11,1% nú en fékk 10% fyrir viku. Fylgi Frjálslynda flokksins er 3,3% nú en var 2,1% í síðustu könn- un. Samkvæmt Fréttablaðinu fellur fylgi VG meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Mældist það tæp 15% fyrir viku en mælist nú rúm 7%. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 2,8% frá síðustu könnun blaðsins. Samfylkingin fær 4% minni stuðn- ing frá körlum nú en bætir það upp með fylgisaukningu meðal kvenna. Samkvæmt niðurstöðu Fréttablaðs- ins bætir Samfylkingin við sig níu þingmönnum. Framsóknarflokkurinn myndi missa fimm þingmenn samkvæmt þessari könnun og er enn langt undir kjörfylgi síðustu kosninga. Í könnun- inni bætir Framsókn við sig 2% á landsbyggðinni en sáralitlu í þéttbýli. Stjórnarflokkarnir tveir bæta litlu fylgi við sig samkvæmt þessu og halda þingmeirihluta með 33 þing- menn væri þetta niðurstaða kosninga. Hringt var í 600 manns og skiptust þeir jafnt á milli kynja og hlutfallslega á milli kjördæma eftir áætluðum fjölda á kjörskrá í vor. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birti í gær, fer fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs minnkandi. Fylgi flokksins mældist 6,9% í könnuninni en var 11,1% í könnun sem blaðið birti í síð- ÞAÐ er algjör óþarfi að flýta sér heim úr skólanum, sérstaklega þegar veðrið er sæmilegt og mað- ur hefur félagsskap á göngunni. Ekki er verra ef einhver fæst til að halda á skólatöskunni. Þá skipta áhyggjur af heimanámi litlu máli og hægt er að njóta þess að spígspora um göngustíga, labba undir hraðbrautir og velta því fyrir sér hvenær byrji eigin- lega að snjóa. Morgunblaðið/Kristinn Afslapp- aðar á heimleið Eggjaframleiðendur segjast neyddir til að hætta að gefa afslátt Ekki leng- ur útsala á eggjum TVEIR helstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja að hækkun á heildsöluverði eggja megi rekja til þess að fram- leiðendur hafi neyðst til að hætta að gefa gífurlegu afslætti sem tíðkast hafi undanfarin ár. Þeir vilja því meina að ekki sé um hreina verð- hækkun að ræða eins og Finnur Árnason framkvæmdastjóri Hag- kaupa sagði í Morgunblaðinu í gær. Geir Gunnar Geirsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnueggja ehf., og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Nesbús, vildu meina að það verð sem hækkunin væri reiknuð útfrá væri hreint útsöluverð. Geir Gunnar líkir verðhækkuninni við það sem tíðkast á almennum útsölum. Hann telur ekki sé um beina hækkun að ræða þar sem fyrra verð var út- söluverð. „Það rekstrarumhverfi sem við búum í er einfaldlega mun dýrara en erlendir kollegar okkar búa við,“ sagði Geir Gunnar. „Egg hafa verið seld að minnsta kosti síðastliðin þrjú ár niður undir og undir kostnaðar- verði þannig að framleiðslan hefur ekki staðið undir sér svo nú er svo komið að því að hækka verður verð- ið aftur. Þegar talað er um 28% hækkun er verið að miða við verð sem hvorki er sanngjarnt né eðlilegt að miða við,“ bætti Geir Gunnar við. Hann sagði ekkert samráð um verð- lagningu milli framleiðenda. Framleiðsla stóð ekki undir sér Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Nesbús, vísaði því einnig al- farið á bug að samráð væri milli framleiðenda í verðlagningu. „Það er alrangt að samráð milli manna í verðsetningu séu viðhöfð. Menn fikra verð í takt við framboð og eft- irspurn,“ sagði Björn. Björn sagði að nú væru eggjaframleiðendur að reyna að leiðrétta þá gífurlegu af- slætti sem þeir gáfu fyrir um einu og hálfu ári sökum mikillar offram- leiðslu og samkeppni á markaðnum. „Það hefur orðið ákveðin samþjöpp- un á smásölumarkaðnum, sem hefur gert það að verkum að sumir fram- leiðendur komust ekki að með vörur sínar. Verðið var orðið það lágt að framleiðslan stóð ekki undir sér. Nú hefur framleiðendum fækkað og því er meira jafnvægi á markaðnum.“ Tímabundin verðlækkun Jón Pétur Líndal, framkvæmda- stjóri Félags eggjaframleiðenda, tók í sama streng og þeir Geir Gunnar og Björn. Hann sagði verð á eggjum hafi alls ekki hækkað um 28% und- anfarna sex mánuði. Hann segir Hagkaup og eggjaframleiðendur hafa samið tímabundið um verð- lækkun og Hagkaupsmenn hafi ólm- ir orðið er framleiðendur hækkuðu verðið að nýju. Hægir á fækkun kúabúa FÆKKUN kúabúa var mun hægari á síðasta ári en undanfarin ár. Um áramót voru 953 kúabú með skráð greiðslumark í mjólk, en um áramót- in 2001/2002 voru búin 972. Fækk- unin nemur því um 2%, sem er mun minni fækkun en undanfarin ár. Síð- an árið 1998, í kjölfar gildandi mjólk- ursamnings, fækkaði kúabændum hratt en sl. tvö ár hefur hægt veru- lega á þessari þróun. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi kúabænda fækkaði kúabúum um 1,6 á viku árið 2000, 1,3 á viku árið 2001 en ekki nema 0,4 á viku sl. ár. ♦ ♦ ♦ Athugasemdir vegna fasteigna- og bruna- bótamats Afgreiddu 8.600 erindi á 16 mán- uðum FASTEIGNAMAT ríkisins hefur af- greitt um 8.600 af þeim þrettán þús- und athugasemdum sem bárust vegna endurmats fasteigna- og brunabótamats í júní 2001. Fast- eignaeigendur höfðu andmælarétt til 1. september 2001 þannig að rúma 16 mánuði hefur tekið að afgreiða þessi 8.600 erindi. Það mat sem gilti fyrir 15. júní 2001 gildir uns búið er að af- greiða viðkomandi athugasemd. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, segir að menn stefni að því að ná að afgreiða þær 4.400 athugasemdir sem eftir eru fyrir miðjan júní í sumar. Hann segir að langflestar athugasemdir sem eftir á að afgreiða varði einvörð- ungu brunabótamat. Haukur segir að nauðsynlegt hafi verið að fjölga starfsmönnum lítils háttar vegna verkefnisins. „Við verð- um auðvitað að halda áfram að skrá nýjar eignir og meta þær og eins eldri eignir, sinna brunabótamati o.fl. Þannig að þetta varð hrein við- bót við dagleg störf hér á Fasteigna- matinu. En við erum vissulega farin að sjá fyrir endann á þessu núna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.