Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 SVARTSÝNN Á VIÐRÆÐUR Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra er svartsýnn á gang við- ræðna við Evrópusambandið um að- lögun EES-samningsins að stækkun ESB og telur ástæðulaust að halda að samningar náist fyrir tilsettan tíma í apríl. Segir hann ESB ekkert hafa dregið úr kröfum sínum um aukin framlög í þróunarsjóði. Blair hótar Saddam Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að séð yrði til þess að Saddam Hussein Íraks- forseti afsalaði sé gereyðingar- vopnum sínum. Margir liðsmenn Verkamannaflokksins vilja gera að skilyrði fyrir þátttöku Breta í árás á Írak að Sameinuðu þjóðirnar sam- þykki hana en Blair tók ekki undir það sjónarmið. Frekari fjárfesting 2007? Jake Siewert, talsmaður Alcoa, sem hyggst reisa álverksmiðju á Reyðarfirði, útilokar ekki frekari fjárfestingar hér á landi eftir að ál- verið tekur til starfa árið 2007. Segir hann Alcoa munu eiga talsverð við- skipti við verktaka og þjónustufyr- irtæki á Austfjörðum og víðar. Flugumferð minnkar Flugumferð um íslenska flug- stjórnarsvæðið var 9% minni í fyrra en árið 2001. Mikil aukning varð samt í nóvember, 26%, borið saman við nóvember 2001. Talsmaður Flug- málastjórnar segir margt benda til þess að umferðin fari nú að aukast á ný. Yardbirds til Íslands Breska hljómsveitin The Yard- birds heldur tónleika í Reykjavík 20. mars. Sveitin var upphaflega stofn- uð 1963 og endurreist 1992. Gítar- leikararnir Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page störfuðu allir með Yardbirds á sínum tíma. Offitan dýr fyrir kerfið Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna offitu hefur margfaldast en meðferðarúrræði eru fá hér á landi. Fólk er farið að borða meira og hreyfa sig minna. Eina ráðið gegn vandanum er breyting á lífsstíl, að sögn sérfræðinga sem taka þátt í fundum Læknadaga. Þriðjudagur 14. janúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað C Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta Kaupþing býður þér persónulega ráðgjöf um skipulag lífeyrissparnaðar. Bankinn hefur í vörslu sinni fjölbreytt úrval lífeyris- og séreignarsjóða. Kaupþing er því sann- kallaður stórmarkaður í lífeyrismálum. Þar færð þú allt á einum stað: viðbótarlífeyrissparnað, fjölbreyttar fjár- festingarleiðir, sérfræðiráðgjöf og persónulega þjónustu. Hafðu samband í síma 515 1500 eða komdu við í Ármúla 13 og kynntu þér víðtæka þjónustu okkar á sviði lífeyris- mála. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Stórmarkaður í lífeyrismálum –fyrir þína hönd Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Góðsala ífyrra Rætt við Guðrúnu Árnadóttur 26 Meiralíf ígarðinn Sveigjanleg hitaveiturör Fóðurstaður fyrir fuglana 37 Athyglisverð skýrsla á vegum Orkuveitunnar 42                                                                             ! "# $! "#      %&'()* %&' ( )*       !  "# $# %&&" ,$-#."# $!.**$ /0$12* 345"/ * '0*0.6* * 7*12* &$!8* !  9#*: $!9#*: # *$-*  9#*: $!9#*:     ;  '     '$<( !$!*# =$*.)0!$(>>>0*              =! .?*@;;A ) ) ) ) !+  "+ #$   ()   .?@A     *+ % * , - * . ,% .#$+$ %,/- % %"/& ../0 ;;  1 !  2   ! # -# .%# %&&" 7$!*"#  %! $!!* ! "  %!% % ;              #  #  ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar þekkt húsnæði í miðborg Reykjavík- ur kemur í sölu eða leigu. Hjá fast- eignasölunni fasteign.is er nú til leigu stærsti hluti Hressingarskál- ans í Austurstræti 20. Þetta hús- næði var áður í eigu KFUM & K, en skipti nýlega um eigendur. Nýir eig- endur eru eignarhaldsfélagið Sund. Um er að ræða 460 ferm. húsnæði á götuhæð. Húsnæðið skiptist í þrjá veitingasali, það er tvo aðalsali og einn minni, sem er salur til einka- samkvæma. Auk þess fylgir vel búið eldhús og snyrtingar. Garðurinn bak við húsið tengist veitingasölum hússins, en hann er mjög fallegur með timburveröndum og góðri að- stöðu. Búið er að endurnýja m.a. allt raf- magn, ofna og lagnir, glugga, gler ásamt öllum innviðum o.fl. „Nýir eigendur þessa sögufræga og fallega húss óska nú eftir leigu- tökum,“ segir Ólafur B. Blöndal hjá fasteign.is. „Óskað er eftir tilboði í leiguverð, en húsnæðið er laust til afhendingar um næstu mánaðamót.“ Hús með sögu Fá hús í miðbæ Reykjavíkur geta státað af jafn merkilegri sögu og þetta hús. Það var upphaflega reist árið 1805 fyrir sýslumann Gull- bringu- og Kjósarsýslu, en húsið var flutt tilhöggvið frá Svíþjóð og upp- haflegt nafn, „Svenska húsið“, af því dregið, en það mun hafa haldizt nokkuð lengi. Fyrstur bjó þar H. W. Kofoed Hansen sýslumaður, tengdasonur Bjarna riddara Sívertsens, en síðan áttu húsið hver fram af öðrum ýmsir mektarmenn í sögu lands og þjóðar. Í hópi þeirra var Árni Thorsteins- son, land- og bæjarfógeti. Hann lét stækka húsið og ræktaði mikinn skrúðgarð sunnan við það, sem nefndur var Landfógetagarðurinn. Þessi garður þótti lengi einn feg- ursti garðurinn í Reykjavík. Húsið var í eigu ættmenna Árna fram yfir 1930, en þá keypti KFUM það. Árið 1932 hófst rekstur Hress- ingarskálans og hafði húsinu þá ver- ið breytt mjög. Síðan var þetta lengi afar vinsæll veitingastaður, ekki sízt vegna garðsins, þar sem veitingar voru bornar fram á góðviðrisdögum. Eftir gagngerar breytingar á hús- inu 1985 var tekin upp að nýju veit- ingasala í garðinum, þegar veður leyfir en hún hafði lagzt af um hríð. Margir hafa áhuga Ólafur B. Blöndal kveðst bjart- sýnn á að þetta húsnæði leigist fljót- lega. „Það er strax mikið um fyr- irspurnir og þá aðallega frá aðilum í veitingarekstri, en þetta húsnæði hentar afar vel fyrir þess konar rekstur,“ sagði Ólafur. „Annar rekstur kemur líka vissu- lega til greina og einn aðili hefur þegar haft samband við mig með það í huga að setja upp verzlun í húsnæðinu.“ Að sögn Ólafs er húsnæðið í mjög góðu ástandi, en síðast var McDon- alds með húsnæðið á leigu og hafði látið endurnýja það allt. Garðurinn bak við húsið er mjög fallegur nú sem áður og þar eru sólpallar og góð útiaðstaða í tengslum við veitinga- reksturinn. Ólafur tók það fram, að KFUM&K verður áfram í húsinu með kaffistofuna Ömmukaffi og einnig með aðstöðu fyrir æskulýðs- starf sitt í miðbæ Reykjavíkur. Stærsti hluti Hressingarskálans íAusturstræti til leigu Til leigu hjá fasteign.is er götuhæðin, sem er um 460 ferm. og skiptist í þrjá veitingasali, það er tvo aðalsali og einn minni, sem er salur til einkasamkvæma. Auk þess fylgir eldhús og snyrtingar. 2003  ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SCOTTIE PIPPEN TIL LIÐS VIÐ LOS ANGELES LAKERS? / B4 Íslandsmótið í golfi fer fram í Eyjum ÍSLANDSMÓTIÐ í höggleik í golfi fer fram að þessu sinni á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Stjórn Golfsambands Íslands og mótshaldarar í Eyjum hafa ákveðið að færa Íslandsmótið fram um hálfan mánuð og fer það fram vikuna fyrir verslunarmannahelgina. Það hefst fimmtudag- inn 24. júlí og lýkur sunnudaginn 27. júlí. Eins og undanfarin ár verður keppt í Toyota- mótaröðinni og verða mótin alls sex. Það fyrsta á Grafarholtsvelli 24. maí og það síðasta í Hvaleyr- inni í Hafnarfirði 13. september. GSÍ og sjónvarpsstöðin Sýn hafa skrifað undir samning um útsendingar frá mótaröðinni og þar mun Sýn gera mótunum skil eins og síðustu ár. EYJÓLFUR Sverrisson, knatt- spyrnumaður hjá þýska liðinu Hertha Berlín, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann leiki hér á landi í sumar en farsælunum ferli Eyjólfs með liði Herthu lýkur í vor. Vitað er að Fylkir og Grindavík hafa verið í sambandi við Eyjólf með það fyr- ir augum að fá hann til liðs við sig rétt eins og fyrir síðustu leik- tíð en þá ákvað hann að láta und- an þrýstingi forráðamanna Herthu Berlín og framlengja samning sinn um eitt ár sem lýk- ur í lok maí. „Ég hef ekki ákveðið eitt né neitt og ekki einu sinni hvort ég yfir höfuð spili eftir að ég flyt heim. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða þessi mál en ég hef ekki verið í neinum samninga- viðræðum við lið heima. Ég veit af áhuga hjá Fylki og Grindavík alveg eins og í fyrra en fyrst af öllu þarf ég að gera það upp við mig hvort ég ætli að spila og í hvernig formi ég verð í vor,“ sagði Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið. Eyjólfur er ásamt félögum sín- um í Tyrklandi en þangað komu þeir á sunnudag og verða þar í æfingabúðum í vikutíma og spila æfingaleiki við þýsk og tyrknesk lið. ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, tók í gær á móti viðurkenn- ingu sem kylfingur ársins en und- anfarin ár hefur GSÍ í samvinnu við Sjóvá-Almennar staðið að útnefning- unni. Ólöf fékk gullhúðaðan pútter í viðurkenningarskyni en hún átti sér- lega góðu gengi að fagna á síðast- liðnu ári. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik og náði þeim frábæra ár- angri að tryggja sér þátttöku í Fut- ure-mótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett og er hún fyrsta íslenska konan sem reynir fyrir sér sem atvinnumaður sem keppandi. Ólöf María hélt til Bandaríkjanna í gær en í marsmánuði hefur hún keppni á Future-mótaröðinni og með þátttöku á þeim mótum stefnir hún að því að öðlast keppnisrétt á LPGA- mótaröðinni, sem er sterkasta móta- röð kvenna í heiminum, en þar er keppt um háar verðlaunafjárhæðir. „Það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá mér. Ég tel mig vera tilbúna að takast á við þetta verkefni og tel raunhæfa möguleika á að kom- ast inn á LPGA-mótaröðina. Það verður auðvitað gríðarlega erfitt en ég kem til með að undirbúa mig og taka þátt á minni mótum áður en stóra keppnin fer af stað. Atvinnu- mennskan hefur heillað mig og nú er sá draumur að rætast,“ sagði Ólöf María í samtali við Morgunblaðið í gær á blaðamannafundi sem Golf- samband Íslands efndi til í gær. Á fundinum skrifaði Ólöf María undir styrktarsamning við Búnaðar- bankann sem kemur til með að hjálpa henni að fjármagna keppnis- haldið. „Þetta er mjög kostnaðarsamt og mér reiknast til að heildarkostnaður- inn við að taka þátt í Future-móta- röðinni í tvö ár verði í kringum 10 milljónir króna. Það er því mjög mik- ilvægt að fá styrktarsamning eins og þennan við Búnaðarbankann og hann gerir mér kleift að taka fyrstu skrefin. Ég hef notið velvilja hjá fyr- irtækjum og eins heppnaðist vel kvennakvöld sem haldið var fyrir mig,“ segir Ólöf. Ólöf mun eingöngu einbeita sér að golfinu í Bandaríkjunum en hún er búsett í Austin í Texas. Hún útskrif- aðist með B.Sc. próf í heilbrigðisvís- indum frá Háskólanum í Arkansas í Little Rock í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum og hún reiknar með að taka þátt í yfir 20 mótum á komandi ári. Draumur að rætast hjá Ólöfu Morgunblaðið/RAX Ólöf María Jónsdóttir með hinn gullhúðaða pútter sem hún fékk. GORDON Taylor, for- maður samtaka at- vinnuknattspyrnu- manna á Englandi. biður Eið Smára Guð- johnsen, landsliðsmann Íslands í knattspyrnu og leikmann með enska liðinu Chelsea, að leita sér hjálpar vegna spila- fíknar hans. Eiður Smári opin- beraði sem kunnugt er í blaðaviðtali við enska blaðið The People um helgina spila- fíkn sína og sagðist hafa tapað 52 milljónum króna á fimm mánuðum. Viðtalið hefur vakið mikla athygli á Bret- landseyjum og víða. „Spilafíkn og veðmál er vanmetið vandamál. Fólk ræðir um alkahól- isma og fíkniefna- vanda, en spilafíknin gleymist. Það er er auðvelt að missa tökin á henni,“ segir Taylor, en samtök atvinnu- knattspyrnumanna á Englandi hafa iðulega reynt að veita leikmönnum aðstoð sem hafa misstigið sig utan knatt- spyrnuvallarins. Biður Eið að leita sér hjálpar Eiður Smári Eyjólfur ekki búinn að gera upp hug sinn KRISTJÁN Halldórsson hand- knattleiksþjálfari hefur fengið frest fram í næstu viku til að svara þeim tilboðum sem hann er með. Karlalið Haslum í Nor- egi vill halda honum og kvenna- lið Skovbakken/Brabrand í Danmörku og Bækkelaget í Noregi vilja fá hann til sín. „Ég fer um helgina ásamt fjölskyld- unni til Danmerkur til að skoða aðstæður hjá Skovbakken/ Brabrand og ætla að gera upp hug minn í framhaldi af því.“ Kristján seinkar ákvörðun Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Hestar 36 Erlent 15/17 Umræðan 25/30 Höfuðborgin 18 Minningar 31/35 Akureyri 20 Bréf 40 Suðurnes 21 Dagbók 42/43 Landið 22 Fólk 44/49 Neytendur 23 Bíó 46/49 Listir 23/24 Ljósvakar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * myndarleg sumarhús, sem leigð eru út til ferðamanna í Eyjum. Almenn ánægja er með það í Vestmanna- eyjum að þessir öflugu útgerð- armenn hafa lagt sig fram um að efla atvinnuuppbyggingu í Vest- mannaeyjum þegar á brattann hefur verið að sækja í atvinnulífinu þar og á landsbyggðinni almennt. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gísli Valur það hafa tekið skamman tíma að ganga frá kaupunum á gistihús- unum og Hótel Þórshamri. Fjöl- skyldan stendur saman að kaup- unum og mun sonur þeirra, sem búið hefur á höfuðborgarsvæðinu, flytj- ast aftur til Eyja ásamt fjölskyldu sinni til að taka þátt í rekstrinum. Þess má geta að dóttir þeirra, Helga Dís, er að ljúka námi í ferða- málafræði á þessu vori á Hólum. Með 87 gistirými Á hótelinu og í gistihúsunum er samtals um að ræða gistingu fyrir 87 manns og er fjölskyldan með mest gistirými allra í Vestmannaeyjum. Hótel Þórshamar er 18 herbergja hótel, 16 tveggja manna herbergi og tvö eins manns herbergi. Hamar, sem áður var hótel Bræðraborg, er búið 14 tveggja manna herbergjum og á Sunnuhóli eru 8 tveggja til sex manna herbergi. Gísli Valur segist bjartsýnn á framtíðina, fjölskyldan hafi kosið að nota krafta sína heima í Eyjum, þar sem þörf væri á öflugri uppbygg- ingu og jákvæðu viðhorfi til fram- tíðar, í stað þess að fara með af- rakstur útgerðarinnar í uppbygg- ingu á Reykjavíkursvæðinu. Hann segist ekki sjá eftir útgerðinni. „Sá þáttur er að baki og ekki þarf lengur að svekkja sig á misvitrum fiski- fræðingum, framtíðin er í ferðamál- unum,“ segir hinn nýkrýndi hótel- konungur Eyjanna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hjónin Gísli Valur Einarsson og Björg Guðjónsdóttir, nýbakaðir eigendur Hótels Þórshamars og tengdra gistihúsa í Vestmannaeyjum. Úr út- gerð í ferða- þjónustu Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. HJÓNIN Gísli Valur Einarsson og Björg Guðjónsdóttir ásamt fjöl- skyldu hafa keypt Hótel Þórshamar, Gistihúsið Hamar og Gistiheimilið Sunnuhól í Vestmannaeyjum, en hjóninvoru áður í útgerð. Gengið var frá kaupunum um helgina en þau taka við rekstrinum miðað við áramót. Hjónin áttu áður útgerðarfélagið Údínu, sem gerði út togbátinn Björgu VE til fjölda ára. Félagið var sameinað Vinnslustöð Vestmannaeyja nýlega og Björg VE var seld frá Eyjum. Gísli Valur og Björg eru ekki þau fyrstu sem söðla um og hætta útgerð en helga sig ferðamálum í Vest- mannaeyjum í staðinn. Áður höfðu útgerðarmenn Emmu VE selt út- gerð sína, en þeir hösluðu sér völl og efldu ferðamannaþjónustuna í Vest- mannaeyjum, annar keypti Flug- félag Vestmannaeyja en hinn reisti OFFITA eykst og kostnaður heil- brigðiskerfisins vegna hennar hefur margfaldast. Meðferðarúrræði eru fá hér á landi og langtímaárangur er lít- ill. Samfélagið er neysluhvetjandi, framboð á mat í vestrænum ríkjum hefur aldrei verið meira, pakkningar stækka og fólk er einfaldlega farið að borða meira og hreyfa sig minna í daglega lífinu. Lífsstílsbreyting er eina lausnin sem gæti skilað varan- legum árangri. Þetta var meðal þess sem fram kom á málþingi um offitu á Lækna- dögum sem nú standa yfir. „Á sama tíma og fituinnihald fæðunnar hefur minnkað og æ fleiri stunda líkams- rækt í frístundum hefur stjórnun þyngdar raskast hjá mörgum á und- anförnum árum,“ sagði Laufey Stein- grímsdóttir, næringarfræðingur hjá Manneldisráði, á málþinginu. Sagði hún því vandamálið liggja í því að fólk væri farið að borða meira og nefndi máli sínu til stuðnings að þvermál matardiska hefði aukist. Tiltók hún ótal dæmi um að stærð pakkninga hefur aukist, t.d. á gosdrykkjum og súkkulaðistykkjum. „Stóra Prins- pólóið er ekki lengur stórt því það er komið ennþá stærra Prinspóló á markaðinn.“ Þá væri hvatt til meiri neyslu með því að bjóða afslætti og tilboð ef keypt er t.d. stærri pitsa eða fleiri gosflöskur í einu. Árangur sjaldnast langvarandi Laufey sagði að það þyrfti mikla staðfestu til að grennast en það væri þó barnaleikur borið saman við það að halda þyngdinni í skefjum til fram- búðar. Kom þetta sjónarmið fram í máli fleiri fyrirlesara á málþinginu. Í máli Laufeyjar, Emils L. Sigurðsson- ar heimilislæknis og Guðlaugs Birg- issonar sjúkraþjálfara kom fram að þó að aðeins sé um 5% þyngdartap að ræða geti það bætt lífsgæði verulega og minnkað hættuna á sjúkdómum, t.d. sykursýki, um allt að 60%. Ludvig Guðmundsson, læknir á offitusviði á Reykjalundi, sagði að þar væru fimm pláss fyrir offitusjúklinga í fimm vikna atferlismeðferð. Það þýddi að um 50 sjúklingar geti komið á Reykjalund á hverju ári en árlega berast um 100–150 beiðnir um með- ferð. Því annaði Reykjalundur ekki eftirspurn. Ludvig sagði að fáar rannsóknir væru til á árangri atferl- ismeðferðar. „Árangur af atferlis- meðferð líkt og flestum öðrum með- ferðarleiðum við offitu getur þó ekki talist góður. Flestir hafa ríka til- hneigingu til að sækja í gamla farið aftur.“ Skurðaðgerð neyðarúrræði Ýmsar tegundir skurðaðgerða hafa verið prófaðar við offitu. Í dag er framkvæmd á Landspítalanum magaminnkunaraðgerð þar sem tengt er framhjá yfir 80% magans. Aðgerðin er nokkuð örugg og hafa yf- ir 100 sjúklingar gengist undir hana á undanförnum árum. Árangurinn er góður að sögn Hjartar G. Gíslasonar skurðlæknis. Sjúklingar léttast um 10–20 kíló á mánuði fyrstu fimm mán- uðina eftir aðgerð en svo hægir á þyngdartapinu. Flestir losna við um 80% af umframþyngd og er árang- urinn varanlegur. Ýmsir fylgikvillar geta fylgt slíkum aðgerðum og eru þær aðeins neyðarúrræði þegar aðr- ar meðferðir hafa verið fullreyndar. Allir fyrirlesarar voru sammála um að lífsstílsbreyting væri óumflýjanleg vildum við ná tökum á offituvandan- um. „Vandamálið er ekki læknis- fræðilegt, það er þjóðfélagslegt,“ sagði Ragnar Bjarnason, læknir á Barnaspítala Hringsins. Benti hann á að hreyfing í daglega lífinu væri orðin sáralítil hjá fólki og undir orð hans tóku aðrir fyrirlesarar. Laufey benti á í erindi sínu og undir orð hennar tók Guðlaugur sjúkraþjálfari að mikil hreyfing væri ein aðalforsenda þess að fólk viðhéldi þyngd sinni. Tæknin, t.d. tölvur, lyftur og farartæki, hefði gert það að verkum að fólk sparaði orku, skrefin væru færri, húsin hlýrri og sömuleiðis fötin. Hreyfingarleysi væri versti óvinurinn og því allt eins hægt að skella skuldinni á tölvuna eins og skyndibitastaðina. Morgunblaðið/Kristinn Málþing um offitu var vel sótt en Læknadagar standa yfir fram á föstudag. Aukinn kostnað- ur vegna offitu Breyttur lífsstíll talinn eina lausnin sem skilað gæti varanlegum árangri KÚFISKSKIPIÐ Fossá frá Þórs- höfn fékk breskt tundurdufl úr seinna stríðinu í skelfiskplóg sinn er það var að veiðum síðdegis á sunnudag á Vöðlavík. Voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir á vett- vang til að gera duflið óvirkt. „Við vorum að toga inni á Vöðlavík í fyrsta sinn eftir að varðskipsmenn höfðu komið um borð til eftirlits hjá okkur og höfðum því strax samband við þá er duflið kom upp,“ sagði Þor- steinn Þorbjörnsson, skipstjóri á Fossá, við Morgunblaðið „Þeir settu sig í samband við sprengjusérfræðing sem mat eftir okkar lýsingum að þarna gæti verið um virka sprengju að ræða. Þetta var um fimmleytið í gær [fyrradag] og við sigldum inn á Norðfjörð til móts við sprengjufræðinginn í [gær]morgun og afhentum honum duflið með því að hífa það um borð í léttabát. Sigldum við svo beint heim til Þórshafnar þar sem við erum að landa fullfermi, 125 tonnum af skel, en við fórum út á mið- nætti á laugardagskvöld.“ Sprengjufræðingar Gæslunnar héldu austur á land í gærmorgun og eyddu duflinu en í því voru um 130 kíló af sprengiefni sem var óskemmt eftir rúma hálfa öld í sjónum. Fengu 130 kg af sprengiefni í netin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.