Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ljóðinu Svartá. En það mun merkja sama sem eldisfiskar ef rétt er skilið. Varla stendur það fyrir jákvæð um- mæli. Ljóð frá Sikiley lýsa heimþrá fremur en útþrá. Friðsæl veðrátt- an á sólgylltri strönd gerir skáldinu að sönnu hughægara. En upp- runinn og heimahag- arnir fylgja skáldinu sem tekur að skyggnast eftir þeim einu kenni- merkjum sem tengja suðrið við átthagana, það er að segja himin- tunglunum. Skáldið er ekki í rónni fyrr en hann hefur komið auga á pól- stjörnuna sem sýnir sig þarna lágt á lofti með daufu skini. Trillukarlarnir, sem róa til fiskjar, minna sömuleiðis á sams konar manngerðir og lífshætti í átthögunum. Aflinn er þó snöggtum rýrari. Þeir landa honum sem sé í vatnsfötum. Síðasti kaflinn tengist Dalvísum að efni nema hvað ádeilan víkur að mestu fyrir tilfinningu einsemdar og hverfleika. Skáldið, sem komið er með gránað hár, finnur til smæðar sinnar í óravídd rúms og tíma en minnist þess að hinu leytinu að hann hefur átt sér samastað í tilverunni og sættir sig þannig við agnarsmátt hlutskipti sitt. Ljóðin Haustin og Ljósaskipti leiða hugann að þeirri staðreynd að lífshaustið nálgast. Og meira um haustið því bókin endar með sonnettu sem einnig ber yfirskriftina Haust. Það er reyndar eina ljóð bókarinnar sem ort er með rími og ljóðstöfum. Má að öllum lík- indum skoða það sem eins konar kveðjustef. Skáldið finnur sig í spor- um ferðamanns sem leggur frá sér léttvæga byrði og skoðar jafnframt spegilmynd sína – það er að segja liðna ævi sína og hlutskipti sitt í lífinu – í lygnum hyl. Sumarið er liðið en við blasir »haustsins skuggalind« og »héluð vitin anda í kaldan vind«. Nið- urstaðan er því dapurleg eins og hvergi er ótítt þegar ævintýri á gönguför lífsins er að baki en kvöld- skugginn færist nær. Sonnettuformið má auðvitað hæfa þvílíku efni. En kynslóð Finns Torfa, sem gerðist svo blákalt og vísvitandi fráhverf hefðbundinni ljóðlist, á skiljanlega erfitt með að endurvekja þá íþrótt; gengur oft bág- lega að leyna fyrirhöfn sinni, svo vægt sé til orða tekið. Nútímaljóðlistin er í eðli sínu sjálfhverf. Því er meira en algengt að skáld leiti með þessum hætti inn í eiginn hug- arheim þar sem maður- inn er einn með sjálfum sér. Finnur Torfi kynn- ir sig sem einfara í þessum ljóðum sínum. Svo er að skilja sem hann njóti sín best á sjáv- arströnd, einn með hundi sínum (Með sjó), eða ofar brúnum með byssu um öxl (Frelsi). Sjálfsvitund hans, sem svo mjög tengist ósnortinni náttúru og fyrri tíðar lifnaðarháttum, má líkja við endurskin frá veröld sem var. ÞETTA er lítil bók. Ljóðin, sem eru þrjátíu og átta talsins, eru að einu undanteknu stutt og þar með fljótles- in, efni kunnuglegt, líkingar og myndmál aðgengilegt. Bókin skiptist í þrjá kafla: Dalvísur, Ljóð frá Sikiley og Milli fjalls og fjöru. Yfirskrift fyrsta kaflans er auðvitað þegin frá Jónasi sem að vísu nefndi kvæði sitt Dalvísu. Finnur Torfi horfir þó ekki til hans sem fyrirmyndar nema hvað hann yrkir um náttúruna, sem hann ann og þráir með sama hætti og lista- skáldið forðum. Hugljómun róman- tíkurinnar með miðaldablámann í bakgrunni en þjóðlega endurreisn að markmiði telst vitanlega til löngu liðna tímans og verður tæpast end- urvakin í bráð. Þetta eru persónuleg ljóð þar sem skáldið lýsir reynslu sinni, en jafnframt hughrifum sínum, en allra helst söknuði og leiða – ef ekki óbeit hreint og beint – vegna þeirrar röskunar sem hann telur að fylgt hafi vélaöldinni og spillt hafi landinu. Lífshættir þeir, sem komið hafa með tæknivæðingunni, eru hon- um sömuleiðis þyrnir í augum. Skrölt í dráttarvélum og þeysireið á vélhjól- um blandast illa röddum vorsins. Ljóðin Foldir, Landnám, Grenlægja, Fjórhjólakvöld, Ótemja og Lands- kvöl lýsa öll ádeilu sem er oftar en ekki ódulbúin og beinskeytt. Land- spjöllin gera skáldinu svo dimmt fyrir augum að fyrirgefning er ekki á dag- skrá. Ádrepur hans geta minnt á heimsósómakvæði siðskiptaaldar, enda þótt ósóminn birtist í annarri og raunar harla ólíkri mynd, nú á tölvu- öld. Hitt vísar til þjóðtrúar og æv- intýra að stíllinn er oftar en ekki kryddaður með persónugervingum. Áin er ótemja, vélarnar urra, kjarrið er félagslynt, vindurinn er þýður í at- lotum svo dæmi séu tekin. Líkinga- mál af því taginu er auðvitað vand- meðfarið, ekki síst fyrir þá sök að það er orðið svo útþvælt. Sumt hvað er þó hamrað og mótað í smiðju skáldsins sjálfs, t.d. orðið fjármagnsfiskar í Lífið í náttúrunni BÆKUR Ljóð og fleiri ljóð eftir Finn Torfa Hjörleifsson. 52 bls. Útg. höfundur. Prentun: Prent- smiðjan Litróf ehf. Borgarnesi 2002. DALVÍSUR Erlendur Jónsson Finnur Torfi Hjörleifsson ÓPERAN er það afl sem hefur lokk- að íslenska söngvara til starfa er- lendis. En það eru ekki allir sem kjósa óperuna. Jóhanna Halldórs- dóttir mezzósópran hefur getið sér gott orð í Þýskalandi og víðar í Evr- ópu fyrir söng á miðalda- og barrokktónlist. Nú fyrir jól söng hún í uppfærslu Lukas-Barokkensemble Stuttgart á Messíasi eftir Händel í Maríukirkjunni í Reutlingen. Upp- færslunni var vel tekið og hrósuðu gagnrýnendur sérstaklega söng Jó- hönnu. Í Reutlingen Zeitung var skrifað: „Jóhanna Halldórsdóttir býr yfir hljómfagurri altrödd. Hún náði fram mikilli dýpt í tónmyndun sinni og túlkun, ekki síst í aríunni Er ward vershmähet (He was despised).“ Í Münzinger Alb var skrifað: „Jó- hanna Halldórsdóttir býr yfir at- hyglisverðri legato-söngtækni og altrödd hennar hefur einstaklega hlýjan og innilegan blæ. Það er vert að gefa henni góðan gaum í framtíð- inni.“ Jóhanna er nú að undirbúa tón- leikaferð til Zürich og fleiri borga í Sviss, þar sem hún syngur í Jóhann- esarvesper eftir Monteverdi. Á næstunni heldur hún einnig ein- söngstónleika með ítalskri barrokk- tónlist í Crailsheim í Þýskalandi og vonast til að geta sungið það hér heima líka áður en langt um líður. Þá fer hún í tónleikaferð til Austurríkis, þar á meðal Vínarborgar, með tón- listarhópnum Est, sem sérhæfir sig í flutningi miðaldatónlistar. Jóhanna var ráðin söngkona hópsins fyrir réttu ári. Með Est-hópnum hefur Jó- hanna verið að vinna að útgáfu geisladisks. Þótt hún hafi ekki hug á að eltast við óperuhúsin þá hefur hún næg verkefni, og þegar er búið að ráða hana til að syngja í Jólaóratór- íunni að ári. Jóhanna Halldórsdóttir mezzósópransöngkona. Íslenskur miðalda- mezzó í Mið-Evrópu SKIPAÐ hefur verið í Kvik- myndaráð til þriggja ára í sam- ræmi við ný kvikmyndalög sem tóku gildi 1. janúar. Formaður ráðsins er Óskar Magnússon og varaformaður Þór Sigfússon. Aðrir í ráðinu eru Björn Br. Björnsson, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, Ari Kristinsson, tilnefndur af Fram- leiðendafélaginu – SÍK, Friðrik Þór Friðriksson, tilnefndur af Samtökum kvikmyndaleikstjóra, Björn Sigurðsson, tilnefndur af Félagi kvikmyndahúsaeigenda og Tinna Gunnlaugsdóttir, tilnefnd af Bandalagi íslenskra lista- manna. Skipað í Kvikmyndaráð Slagverkshópurinn Benda, sem í eru slagverksmennirnir Eggert Pálsson, Frank Arnink og Steef van Oosterhout og píanóleikararnir Hrefna Eggertsdóttir og Jóhannes Andreasen, stóðu fyrir skemmtileg- um tónleikum í Salnum sl. sunnu- dagskvöld. Fyrsta verkið var inn- gangur og rondó í skoplegum stíl, fyrir tvö píanó, eftir Benjamin Britt- en, hressilegt verk, er var mjög vel flutt af Hrefnu og Jóhannesi, t.d. þar sem nokkuð reyndi á í glæsilegu nið- urlagi verksins. Slagverkshópurinn Benda stóð að flutningi tveggja næstu verka, eftir John Cage. Það fyrra var þriggja þátta tríó fyrir slaghljóðfæri, að mestu útfærð fyrir litlar blokkir, tónvaktar með hörðum sleglum, ákaflega nett tónlist, er var fallega útfærð. Á sínum tíma hefur þetta tónverk trúlega vakið furðu en fyrir hljóðvönu núfólki eru slík verk hlý og ómblíð. Sama má segja um næsta verk, sem var Forever and sunsmell, fyrir söngrödd og slagverk, sem sungið var mjög fallega af Eggerti Pálssyni, sem sýndi sig vera allgóður söngmaður, þótt tónmálið sé einfalt og að mestu bundið við fimmundar tónbil framan af. Kvæðið, eftir Cumming, og einfalt tónmálið, bjó yfir hinum eilífa sólarilmi, fallegum og ilmandi í hljóman. Mazurka Elegiaco eftir Britten, er sakleysislegt verk, samið í minningu Paderewskís. Þar mátti heyra tón- brot píanósnillingsins og var þetta hugljúfa verk vel flutt af Hrefnu og Jóhannesi. Lokaverk tónleikanna var sónata fyrir tvö píanó og slagverk, eftir Bartók, en þetta verk er betur þekkt í umritun höfundar fyrir tvö píanó, slagverk og hljómsveit. Þetta er „vírtúósískt“ verk, í þremur þáttum, þar sem tónmálið er fjölradda (kontrapunktískt), mjög krefjandi í hryn, útheimtir kraftmikinn og líf- legan flutning, liðlega útfærslu hljóma, er sem sagt verk sem gerir mjög miklar kröfur til píanistanna. Hrefna og Jóhannes léku margt vel, þó nokkuð væri „fúgato“-kaflinn þungfær. Minni notkun pedals hefði gert tónmálið greinilegra og einnig vantaði í erfiðustu köflunum á fullan hraða og hrynræna skerpu, sem hafði og áhrif á útfærslu slagverks- leikaranna. Í þessu erfiða verki var margt fallega gert af flytjendum og tónleikarnir í heild forvitnilegir, einkum flutningurinn á verkum John Cage. Forvitnilegur flutningur á Cage TÓNLIST Salurinn Slagverkshópurinn Benda og píanistarnir Hrefna Eggertsdóttir og Jóhannes Andreasen fluttu verk eftir Britten, Cage og Bartók. Sunnudagurinn 12. janúar 2003. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson ÞÓRARINN Eldjárn er skáld mánaðarins að þessu sinni hjá Skáldi mánaðarins, en það er samvinnuverkefni Þjóð- menningarhúss, Skóla- vefsins ehf. og Lands- bókasafns Íslands- Háskólabókasafns þar sem kynntir eru ís- lenskir rithöfundar og verk þeirra. Í tengslum við verkefnið var opnuð sýning á verkum hans í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag, þar sem skoða má handrit, vinnuferli og mynd- skreytingar úr fórum skáldsins. Einnig er reglulega boðið upp á upp- lestur höfundar á sýningunni, næst sunnudaginn 19. janúar, og til stend- ur að haldin verði málstofa í tengslum við verkefnið þar sem rætt verður um samvinnu listamanna og rithöfunda, með þátttöku Þórarins. Skólavefurinn heldur auk þess út heimasíðu á slóðinni www.skolavef- urinn.is, þar sem skoða má verk Þór- arins og alls kyns ítarefni honum tengt. Svarar fyrirspurnum á Netinu Þórarinn er fyrsta núlifandi skáld- ið til þess að vera valið Skáld mán- aðarins. Morgunblaðið hafði sam- band við hann og spurði hvernig honum litist á verkefn- ið. „Jú, ég er víst fyrsti núlifandi höfundurinn, en þótt þessi skáld sem hafa verið á und- an mér í verkefninu séu ekki hér lengur eru þau auðvitað lif- andi. Það sem ég hef fyrst og fremst fram- yfir þau er að vera á staðnum. Ef það telst þá kostur.“ Og Þórar- inn verður viðstaddur í verkefninu með marg- víslegum hætti. Bæði verður fyrrnefndur upplestur á dagskrá þó nokkrum sinnum á næstunni, en einnig verður Þórarinn í sambandi við lesendur á heimasíðu Skólavefj- arins, þar sem hann mun svara fyr- irspurnum skólanemenda. Geta þeir þá spurt jafnt út í verkin sem og lífið og tilveruna? „Já, í raun og veru,“ svarar Þórarinn. „Þau geta spurt mig, en það er ekkert víst að ég geti svarað.“ Á heimasíðunni verður jafnframt mögulegt að skoða þau verk sem Þórarinn semur meðan hann er Skáld mánaðarins. „Hugmyndin er að frumbirting á því efni sem verður til hjá mér á þeim vikum sem verk- efnið stendur yfir verði á þessari heimasíðu. Þar hefur verið þróuð mjög skemmtileg flettibók, sem lítur í raun út alveg eins og maður sé að fletta bók, þar sem til stendur að sett verði inn nýtt efni,“ útskýrir hann. Myndir Sigrúnar til sýnis Á sýningunni í Þjóðmenningar- húsinu gefur að líta ýmislegt úr fór- um Þórarins, bæði eldra og nýrra efni. „Auðvitað er það ekkert sér- staklega áhugavert á tölvuöld að fylla allt af handritum – þetta lítur allt eins út. En mér tókst þó að finna eitthvað uppi á háalofti sem er af því tagi. Þetta eru fyrst og fremst bæk- urnar í ýmsum útgáfum fyrr og síð- ar, þýðingar, og ekki síst myndir sem Sigrún systir mín hefur gert við til dæmis barnaljóðabækurnar mín- ar. Það má sjá úrval af frummynd- unum á sýningunni,“ segir Þórarinn. Þórarinn segist velja hvað hann les á upplestrum þegar hann er mættur í salinn hverju sinni. „Ég er nú einusinni þannig innréttaður af því ég er svo mikill tækifærissinni, að geta aldrei ákveðið hvað ég les fyrr en ég sé fólkið sem á að hlusta. Hef bara með mér dálítinn haug af bókum og les það sem mér sýnist að smellpassi framan í fólkið sem situr og horfir á mig,“ útskýrir hann. Sýningin í Þjóðmenningarhúsinu verður opin út febrúar, en húsið er opið daglega kl. 11–17. Upplestrar Þórarins verða kynntir nánar eftir föngum og málþingið auglýst síðar. Les það upp sem smell- passar framan í fólkið Þórarinn Eldjárn Pabbi – bók fyrir verðandi feður er eftir Ingólf V. Gíslason félagsfræðing. Fjallað er um meðgöngu og fæð- ingu frá sjónarhorni feðra. Þetta er yfirlitsrit sem svarar spurn- ingum á borð við: Hvert er hlutverk föður meðan á meðgöngu stendur? Hvernig getur hann búið í haginn fyrir fjölgunina? Hvaða ráðstafanir þarf að gera vegna fæðingarorlofs? Hvað ber að gera þegar fæðingin nálgast? Hvernig gengur fæðingin fyrir sig og hvert er hlutverk föðurins þar? Hvern- ig eru fyrstu mánuðirnir með barninu? Bókin svarar ekki spurningunni hvern- ig sé að verða pabbi, en býr hinn verð- andi föður undir að það geti orðið býsna skemmtilegt. Ingólfur V. Gíslason er félagsfræð- ingur og hefur um nokkurra ára skeið kennt á námskeiðum fyrir verðandi foreldra. Hann byggir bókina á reynslu sinni þaðan – og á reynslunni af með- göngu, fæðingu og uppeldi þriggja barna. Útgefandi er Mál og menning. Fræðsla ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.