Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GERT er ráð fyrir að tekjur af úr-vinnslugjaldi á bifreiðar í landinugeti numið í kringum 160 milljónumkróna á ári, að því er fram kemur í umsögn fjármálaráðuneytisins um kostn- aðaráhrif laga um úrvinnslugjald. Samkvæmt tölum Skráningastofunnar hf. voru 181.566 bifreiðar á skrá í árslok 2001, þar af 153.813 15 ára eða yngri. Á árunum 1999–2001 voru að meðaltali um 7.300 bifreið- ar afskráðar umfram endurskráðar. Miðað við þessar tölur yrðu tekjur af úrvinnslugjaldi 160 m. kr. á ári, þar af yrði 73 m. kr. varið til end- urgreiðslna en 87 m. kr. yrðu til ráðstöfunar til greiðslu kostnaðar vegna úrvinnslu. Einnig þarf að losa ökutæki við spilliefni og hjólbarða sem fara í þar til gerðar rásir. Tekjur af heyrúlluplasti 40 m. kr. Miðað við að árlega séu notuð um 1.600 tonn af heyrúlluplasti yrðu tekjurnar af því um 40 milljónir króna á ári, sem standa myndu undir endurnýtingunni, að því er fram kemur í umsögn ráðuneytisins. Árleg notkun á samsettum pappaumbúðum er áætluð 1.600 tonn og tekjur af þeim 38 m. kr. Gert er ráð fyrir 596 milljónum króna í tekjur af skila- gjaldi og umsýsluþóknun Endurvinnslunnar h a f a t m l a k Úrvinnslusjóður mun f velta yfir einum millja SIV Friðleifsdóttir umhverf-isráðherra segir að mark-mið með lögum um úr-vinnslugjald sem tóku gildi um áramót sé að nota hagræna hvata til að draga úr úrgangi sem fellur til og bæta meðferð á honum. Brýnt sé í því sambandi að ná tölu- legum markmiðum um endurnýt- ingu úrgangs. Í lögunum er gert ráð fyrir endurnýtingarkostnaði strax við verðmyndun vöru, n.k. umhverf- isgjaldi. Þá er gert ráð fyrir að mengunarbótareglan verði virk, þ.e. að sá sem mengar standi straum af kostnaði við endurnýtingu. Lögin taka yfir lög um spilliefna- gjald auk þess sem gjald er nú lagt á fjölmarga nýja vöruflokka. Um áramót tók Úrvinnslusjóður til starfa sem er ríkisstofnun með sérstakri stjórn þar sem meirihluti stjórnarmanna kemur úr atvinnulíf- inu. Að sögn Sivjar er hugmyndin að baki sjóðnum að leggja gjald á ákveðna vöruflokka, s.s. umbúðir er verða að úrgangi, sem fluttir eru til landsins eða sem framleiddir eru hér á landi sem síðan rennur í sjóðinn sem standa á undir endurnýtingar- kostnaði. Framleiðandinn muni þ.a.l. reyna að draga úr kostnaðinum sem fylgi gjaldtökunni með því að minnka magn umbúða. Ráðherra segir ekki ólíklegt að stjórnvöld þurfi síðar meir að leiðrétta gjaldið ef í ljós kemur að endurnýtingin kosti minna eða meira en gert er ráð fyrir nú. Að sögn ráðherra munu spilliefna- nefnd og Endurvinnslan hf. fram- vegis heyra undir Úrvinnslusjóð. Mun Endurvinnslan fá fimm ára aðlögunartíma áður en hún samein- ast sjóðnum í síðasta lagi árið 2008. Þar með verði til heildstætt kerfi fyrir endurnýtingu í landinu sem heyri undir hinn nýja sjóð. 67% af úrgangi til urðunar Reynt verður að ná ákveðnum tölulegum markmiðum hvað snertir endurnýtingu, að sögn Sivjar. Í dag fara í heildina um 67% af úrgangi til urðunar og um 28% fara í eins konar endurnýtingu. Ákveðin skref verða nú tekin í endurnýtingu ákveðinna vöruflokka, t.d. í nokkrum flokkum af umbúðum; bæði plastumbúðum, pappa- og pappírsumbúðum, kartoni og samsettum umbúðum svo dæmi séu nefnd en undir síðastnefnda flokkinn heyra drykkjarumbúðir, s.s. mjólkur- og drykkjarfernur. Með endurnýtingu, er bæði átt við endurvinnslu s.s. þegar úrgangi er breytt í nytsamlega vöru og endur- notkun, það er þegar varan sjálf er endurnotuð óbreytt. Endurnýting á sér stað þegar úrgangur er brennd- ur og orkan nýtt til upphitunar eða rafmangsframleiðslu. Siv segir að stefnt sé að því að ná 40–65% endur- nýtingu á tilteknum vör sem bera úrvinnslugjald og urvinna eigi a.m.k. 15% af inum í hverjum flokki fyrir unum sé m.a. miðað skuldbindingum Íslands um vinnslu og endurnýtingu úr fullnægt samkvæmt tils Evrópusambandsins. 10 þús. kr. skilagjald fy Samkvæmt lögunum er f úar 2003 lagt úrvinnslugja tæki, 1.040 kr. á ári, og er heimt með bifreiðagjöldum fellur niður þegar 15 ár eru skráningu ökutækis. Það á undir kostnaði þegar bíl er endurvinnslustöðvar en þá andi greiddar 10 þúsund skilagjald. Hægt verður að um með þessum hætti frá o júlí. Frá og með 1. janúar vinnslugjald tekið af ra samsettum pappaumbúðum börðum og frá og með 1. jan leggst sama gjald á heyr plastumbúðir, pappaumbúð Í framtíðinni munu fleiri vö bætast í hópinn, t.d. raft bendir á að innlendir fram sem flytji vörur út, t.d. í Ný lög um úrvinnslugjald byggjast á hagræ notaðir eru til að draga úr úrgangi og bæta Endurnýta á 40 í sumum vöruflo Úrvinnslusjóður er um þessar mundir að kynna lög um úrvinnslugjald fyrir aðilum markaðarins. Mynd þjónustunnar á Grandhóteli. Við hlið Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra situr Elías Ólafsson, stj Um áramót tóku gildi lög um úrvinn gjald. Kristján Geir Pétursson rædd Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherr breytingarnar sem þau hafa í för með TIL MIKILS AÐ VINNA Ef til vill þykir sumum skjótaskökku við að byggja vetnisstöðfyrir 100 milljónir til þess að framleiða vetni fyrir eina bifreið. Og ekki er víst að breyti miklu þótt fylgi sögunni að þrír almenningsvagnar verði teknir í notkun síðsumars sem gangi líka fyrir vetni. Engu að síður markar þessi viðburður tímamót. Sumardaginn fyrsta eða 24. apríl nk. verður opnuð hér á Íslandi fyrsta vetnisstöð í heimi sem er byggð fyrir almenna viðskiptavini. Stefnt er að því að þetta verði fyrsta skrefið af mörg- um í þá átt að vetnisvæða íslenskt sam- félag. Ef árangurinn verður í samræmi við væntingar á vetni eftir að setja veru- legan svip á þjóðfélagið árið 2020. Á meðal þess sem horft er til er að vetnis- væða bíla- og skipaflotann. Þetta eru háleit markmið, ekki síst þegar haft er í huga að þótt tæknin sé fyrir hendi, þá er enn of dýrt að nýta vetni sem orkugjafa til þess að það geti nýst almenningi. Íslendinga hefur raun- ar lengi dreymt um að nýta vatnsaflið til að framleiða vetni og málið hefur oft komið upp í pólitískum umræðum. En niðurstaðan hefur reynst fjær heldur en menn hafa viljað. Á móti kemur að þörf mannkynsins á því að draga úr mengun veldur því að sett hefur verið meira afl í vetnisrannsóknir en ella myndi, af því að almenningsálitið rekur á eftir því að fundin verði lausn sem sé vistvæn. Þótt hafa beri í huga að vetnisverk- efnið er enn á byrjunarstigi og ekki út- séð um árangurinn enda áratugalöng þróun framundan þá er full ástæða til að fagna tilrauninni og taka hana alvarlega. Að henni standa fjársterkir og öflugir aðilar. Auk Evrópusambandsins eru bakhjarlarnir Shell og DaimlerChrysler, tvö stærstu fyrirtæki Evrópu, og annað stórfyrirtæki, Norsk Hydro, sem er á meðal 40 stærstu fyrirtækja Evrópu. Þá koma að verkefninu íslensk fyrirtæki og opinberir aðilar en þeir eru Íslensk ný- orka, Vistorka, Skeljungur, Iðntækni- stofnun, Háskóli Íslands, Ræsir og Strætó bs. Íslenskir aðilar bera um 30% af heildarkostnaðinum sem áætlaður er um 700 milljónir. Mikilvægt er fyrir Íslendinga að leita leiða til að nýta auðlindir þjóðarinnar sem felast í endurnýjanlegum orkugjöf- um, bæði vatnsafli og jarðgufu. Með því að nýta hluta af orkunni til að framleiða eldsneyti er ekki aðeins dregið úr þeirri mengun sem fylgir útblæstri á koltvísýr- ingi. Í því felst einnig efnahagslegur ávinningur að Íslendingar verði sjálfum sér nógir með orkugjafa. Það er til marks um þá heimsathygli sem verkefnið hefur vakið að í fyrra kom til landsins starfsfólk tólf erlendra sjón- varpsstöðva til að fjalla um vetnistil- raunina og 30 til 40 blaðamenn. Það má því búast við því að heimspressan fylgist með þegar fyllt verður á fyrsta vetnisbíl- inn en á sama tíma verður haldin alþjóð- leg ráðstefna um hvernig hægt er að gera vetni aðgengilegt almenningi. Í ráðstefnunni kristallast hversu þungt á metunum það er fyrir Íslendinga að fá tækifæri til að vinna þróunarstarf með erlendum stórfyrirtækjum. Því samhliða vetnistilrauninni verða stund- aðar viðamiklar efnahags- og samfélags- rannsóknir til þess að meta efnahagsleg áhrif og viðtökur almennings á nýrri tækni og nýju eldsneyti. Enda er það einn af þeim kostum sem nefndur hefur verið við Ísland sem vettvang fyrir verk- efni af þessum toga að hér á landi er hátt menntunarstig og almenningur hefur verið fljótur að tileinka sér nýja tækni á borð við farsíma og Netið. Þess er langt að bíða að beinn ávinn- ingur af þessu verkefni fari að skila sér. En það er spennandi fyrir Íslendinga að vera í fararbroddi í þróun og innleiðingu á nýjum orkugjafa, en veigamesta skýr- ingin er að sjálfsögðu sú að Ísland er vel til þess fallið vegna þeirrar vistvænu orku sem hér er óbeisluð. GLOPPÓTT GSM-SAMBAND Helgi Hallgrímsson vegamálastjóriupplýsti í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins að Vegagerðin væri að hefja athugun á því hvar bæta þyrfti GSM- samband á stofnvegum landsins. Eins og allir vita, sem ferðast um landið, eru víða miklar eyður í GSM-sambandinu á þjóðvegunum, jafnvel á hringveginum og öðrum fjölfarnari vegum landsins. Segir Helgi að athyglin beinist ekki sízt að fjallvegum í þessu sambandi. GSM-farsímakerfið er orðið eitt helzta samskiptakerfi landsmanna og m.a. mikilvægt öryggisatriði. Brynjólf- ur Bjarnason, forstjóri Símans, segir í viðtali í sama tölublaði Morgunblaðsins að GSM-kerfið hafi ekki verið skilgreint sem öryggiskerfi og slík skilgreining gæti skapað falska öryggiskennd. Það breytir ekki því að farsímarnir hafa oft bjargað mannslífum og því víðar sem þeir ná sambandi, þeim mun auðveldara er að kalla eftir hjálp ef eitthvað fer úr- skeiðis. Það er því vel skiljanlegt að Vegagerðin vilji stuðla að góðu sam- bandi sem víðast á þjóðvegum landsins. Þar hljóta menn að horfa fyrst og fremst til GSM-kerfisins, enda dregur úr notkun á NMT-kerfinu og forstjóri Símans upplýsir að þar á bæ séu menn í vandræðum með að tryggja markaðnum nægilegt framboð af NMT-tækjum. Það þýðir að hinn alþjóðlegi símamarkaður telur kerfið ekki eiga framtíð fyrir sér. Helgi Hallgrímsson segir að kostnað- ur af þéttingu GSM-kerfisins muni nema hundruðum milljóna króna. Hins vegar sé alveg óvíst hver eigi að bera hann. Brynjólfur Bjarnason bendir á að ekki sé hægt að skylda símafyrirtækin til að setja upp GSM-senda á óarðbær- um stöðum og hefur þar auðvitað nokk- uð til síns máls. Í þessu máli er örðugt að treysta á að frjáls markaður sjái um þjónustu, sem fyrst og fremst snýr að öryggi vegfarenda en er ekki arðbær. Raunar hefur ríkisvaldið sjálft dregið úr líkunum á því að símafyrirtækin sjái sér nokkurn hag í því að stækka GSM- kerfi sitt frekar en orðið er. Með laga- ákvæðum um svokallaða innlenda reiki- samninga var keppinautum Símans hleypt inn á GSM-kerfi fyrirtækisins á strjálbýlli svæðum landsins. Þetta hefur án efa styrkt litlu fyrirtækin í sam- keppninni við Símann en fyrir notendur GSM-síma fylgir sá böggull skammrifi að hvati símafyrirtækjanna til að ná sér í samkeppnisforskot með því að bjóða sem víðtækast net er í raun afnuminn – um stóran hluta landsins nota þau í bróðerni sama kerfið. Ríkisvaldið þarf því með einum eða öðrum hætti að koma að þessu máli. Hægt væri að hugsa sér að Vegagerðin legði stofnfjárfestinguna í nýjum far- símasendum af mörkum, en farsímafyr- irtækjunum væru svo leigð afnot af sendunum fyrir sanngjarnt gjald. Svo mikið er víst að hér er nauðsynlegt að gera bragarbót og hugsanlega er orðið tímabært að líta á tryggt GSM-samband sem hluta af þeim kostnaði, sem því fylgir að viðhalda nútímalegu vegakerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.