Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ T vær bækur tengdar hestamennsku rak á jólafjörurnar; Reið- tygi á Íslandi um aldaraðir (svo heitir bókin á kápu, en Íslensk reiðtygi um aldaraðir inni í bókinni) eftir Þórð Tómasson í Skógum og Sam- band hests og knapa – Gagn- kvæmur skilningur manns og hests eftir Rikke Mark Schultz. Fyrrnefnda bókin var gefin út í tilefni af opnun Samgöngusafns- ins í Skógum og fjallar Þórður Tómasson, safnajöfur og fræða- þulur, þar um flest það er lýtur að reiðtygjum; hnakka, söðla, beizli og ístöð, reiðföt, spora, svipur og keyri, drykkjar- horn og ferðadalla, hófa og hár, skeifur og skeifna- smíði og einnig segir hann frá nokkrum þekktum söðlasmiðum á fyrri hluta síðustu aldar. Þórður fjallar um efniviðinn á léttan og glaðan máta, eins og hans var von og vísa. Kunnátta hans og ást á viðfangsefninu dylst ekki og gæðir textann elskulegum tóni, sem ljúft er að lesa. Hann seilist langt aftur um efni og þeg- ar nær dregur og hann þekkir til manna og muna, skreytist frásögn hans mjög af persónulegum toga. Bókin er ríkulega myndskreytt. Þessi bók er stútfull af skemmtilegum fróðleik, ekki ein- asta fyrir hestamenn, heldur og alla þá sem unna þjóðlegum fróð- leik. Það vekur athygli, þegar bók- inni er flett, hversu mikið menn hafa lagt í reiðtygi sín, margt er þar sannkallaðir listmunir og skartgripir. Af reiðskapnum má riddarann kenna segir gamall málsháttur, sem Þórður velur að einu kaflaheiti sínu. Bíllinn hefur nú leyst hestinn af hólmi sem samgöngutæki. Það má líka sjá margt líkt með höfð- ingjahnökkunum og jeppunum; hvoru tveggja öðrum þræði stöðu- tákn síns tíma. Einn þeirra söðlasmiða, sem Þórður fjallar um í sérstökum kafla, er Markús í Borgareyrum. Markús Jónsson í Borg- areyrum var um langt árabil fréttaritari Morgunblaðsins og einn þeirra, sem ég kynntist og man sérstaklega. Listfengið handbragð hans leyndi sér ekki, svo Markúsarhnakkar þekktust í einni sjónhending. Markús var ekki einasta lista- smiður, heldur einnig listaskáld: Sumir tigna tölt og skeið með tæran blæ í fangi. Aðrir laumast ævileið á yfirgangi. Í viðtal við Markús, sem Þórður birtir í bókinni, kemur fram, að Markús var tólf ára, þegar hann kom fyrst að viðgerð á hnakki og ári síðar smíðaði hann hnakk að öllu leyti. Markús segir m.a. svo: „Ég hef lifað mikla breytingatíma. Í æsku minni riðu allar konur í söðlum. Upp úr 1930 hverfa þeir ár frá ári úr notkun. Ég held að sumir séu nú ákaflega fegnir að vera búnir að brenna gömlu söðlana. Hnakk- arnir gáfu mér nóg að starfa. Frá 1928 og fram að 1950 var söðla- smíðin aðalstarf mitt. Milli 1930 og 40 ræktaði ég smábletti í tún til þess að geta haft eina til tvær kýr og fá mjólk í heimili. Staðbundin réttindi til söðlasmíði fékk ég 1930. Fram að því fann þó enginn maður að starfi mínu. Eftir 1950 var á tímabili ekkert að gera í söðlasmíði, þá voru menn bara á jeppunum sínum og þurftu ekkert á hnakki að halda. Upp úr því komu hestamannafélögin, ný bylgja reis í reiðmennsku og ég hef haft nóg að starfa.“ Markús var að til hinztu stund- ar. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 28. júlí 1988; orðinn 83ja ára. Rikke Mark Schultz er dýra- læknir, starfaði hálft sjötta ár í Skagafirði, en starfar nú í Dan- mörku. Hún hefur átt íslenzka hesta frá sex ára aldri. Auk hefð- bundins dýralæknisnáms hefur hún sótt námskeið í nálastungum og smáskammtalækningum. Á bókarkápu segir, að gagn- kvæmur skilningur hests og knapa sé grundvöllur þess að samskipti þeirra og samvinna séu góð. Það geti verið erfitt að skilja, hvað liggi að baki þeim merkjum, sem hesturinn gefur, t.d. þegar hann rýkur, slær til taglinu, geng- ur ekki hreint eða er órólegur, þegar stigið er á bak. Í bókinni fer höfundurinn yfir táknmál hestsins og samskipti hans og knapans og fjallar um kvilla, sjúkdóma og að- stæður, sem valda því að hest- urinn er ekki fær um að fram- kvæma það sem knapinn ætlast til. Líkt og hjá Þórði fer kunnátta Rikke Mark Schultz og ást henn- ar á viðfangsefninu ekki á milli mála. Hins vegar hefði texti henn- ar betur fengið meiri athygli og málfræði, þegar hann var þýddur á íslenzku. Þótt allt megi skilja stinga vitleysurnar í augun og fæla lesendur frá bókinni. En efnið stendur fyrir sínu. Kaflarnir heita; Skapgerð og táknmál, Skert hæfni, Tennur, Hryggsúlan, Vöðvar, Helti, Hóf- ar, tálgun og járning, Aðrir kvill- ar, Knapinn, Hnakkurinn, Mélin – samskiptatæki, Tamningar, Læknisskoðun, Meðferð og lækn- ing og Að kaupa hest. Aftast eru svo einkennalisti, heimildalisti og atriðisorðaskrá. Rikke Mark Schultz er tals- maður hinna mjúku gilda í hesta- mennskunni. Það er ekki einasta að hún hjálpi lesandanum til að skilja hestinn betur, heldur leiðir hún honum líka fyrir sjónir hans hlut í sambandinu. Öfugt við það sem margur vill meina, liggur meinið nefnilega ekki alltaf hjá hestinum, heldur er maðurinn líka orsök erfiðleika. Rikke Mark Schultz fær les- andann til þess að líta líka í eigin barm, en einblína ekki á hestinn. Þar með er fenginn lykillinn að gagnkvæmum skilningi manns og hests. Tak hnakk þinn og hest Hér segir af tveimur bókum, tengdum hestamennsku. Önnur segir frá reiðtygj- um á Íslandi um aldaraðir og hin fjallar um samband hests og knapa. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is MYNDUN og mótun hreyfingar vinstri-grænna er meðal þess mik- ilvægasta sem gerst hefur í íslensk- um stjórnmálum á síðustu áratug- um. Ef vel tekst til um uppbyggingu VG getur flokkurinn og stuðnings- menn hans valdið straumhvörfum til góðs í þjóðfélaginu. Með VG eignuðust vinstrimenn tæki sem tekur skýra afstöðu í orði og verki með öllum helstu viðhorfum vinstrimanna. Sterk andspyrna gegn einkavæðingarstefnu og kaldri markaðshyggju sem er svo ríkjandi um þessar mundir. Þeir sem fara verst út úr þessari stefnu eru lág- launafólk, öryrkjar og aldraðir. Á þingi eiga þessir hópar fyrst og fremst stuðning meðal vinstri- grænna. Landsbyggðin öll þjáist undir einkavæðingarstefnunni og markaðshyggjunni og kvótabrask- inu. Á Alþingi eru VG einir til varnar gegn þeirri stefnu, en berjast hvar- vetna fyrir uppbyggingu á lands- byggðinni. Á þingi gerir VG einn flokka kröfu um gerbreytta utanrík- isstefnu, þeir einu sem mótmæla landvinningastefnu Bandaríkjanna og árásarstríðum í fátækum löndum, þeir einu sem vilja herinn burt, þeir einu sem reka friðarstefnu. VG er eini flokkurinn sem berst fyrir sjálf- stæði gagnvart Evrópusambandinu. VG er eini flokkurinn sem undan- bragðalaust hefur barist fyrir vernd- un umhverfisins. Vinstrimenn mega ekki fyrir nokkurn mun láta af stuðningi við VG og kjósa Samfylkinguna í staðinn út af því að Ingibjörg Sólrún verður þar á lista. Án þess að leggja hér nokkurt mat á hana sem stjórnmála- mann, vil ég benda á að menn eru að kjósa stefnu Samfylkingarinnar með því að kjósa hana í kosningunum að vori. Menn eru að kjósa áframhald- andi einkavæðingarstefnu yfir sig. Menn eru að kjósa yfiir sig Evrópu- sambandið, en Samfylkingin er ein- arðasti flokkurinn í baráttu fyrir inn- limun í það. Menn eru að kjósa yfir sig óbreytta utanríkisstefnu því Samfylkingin hefur lagt blessun sína yfir öll nýjustu landvinningastríð Bandaríkjanna. Menn eru að kjósa yfir sig áframhaldandi eyðingu landsbyggðarinnar, því þetta er sá flokkur sem ásamt forvera sínum Al- þýðuflokknum hefur mest barist fyr- ir samþjöppun alls valds og auðs á Reykjavíkursvæðinu, ef ekki í Brussel. Vinstrimenn eru að kjósa til forystu flokk sem kallar sig ekki einu sinni sjálfur vinstriflokk heldur miðjuflokk. Fyrir hverju er barist með því að kjósa Samfylkinguna núna? Hið mikla baráttumál er að fella Davíð Oddsson. Ekki af því að sett sé fram önnur stefna. Nei, „hann er leiðin- legur og búinn að vera allt of lengi“, segja þeir. Niðurstaðan virðist vera sú að menn hætti við að kjósa vinstri- græna, eina vinstri flokkinn í land- inu, til að geta kosið Samfylkingu sem menn vita mest lítið hvað vill. Og Sjálfstæðisflokkurinn fitnar og eflist eins og púkinn á fjósbitanum horfandi kankvís á valdasprell Sam- fylkingarinnar. Stór Samfylking og lítil samtök vinstri-grænna ýtir sannarlega ekki undir sókn vinstri sjónarmiða í þjóð- félaginu. Ekki eykur það líkur á myndun vinstri stjórnar, hafi menn búist við slíku. Samfylkingin sem berst bara fyrir völdum en er stefnu- laus að flestu öðru leyti, fer í stjórn með þeim flokki sem gefur þeim mest í aðra hönd í áhrifastöðum, og það getur helst verið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur. Þeir geta ekki myndað ríkisstjórn með VG nema hugsanlega með því að leggja niður eina skýra stefnumið sitt, sem er að Ísland sé innlimað í Evrópusam- bandið. Höldum áfram að styðja og byggja upp vinstri-græna, í kosningum, í skoðanakönnunum og í félagslegu starfi. Efling vinstri-grænna er leið til að breyta stefnu íslenskra stjórn- mála, til góðs. Vinstrimenn kjósa vinstri-græna Eftir Ragnar Stefánsson „Vinstri- menn mega ekki fyrir nokkurn mun láta af stuðningi við VG og kjósa Samfylkinguna í staðinn.“ Höfundur er jarðskjálftafræðingur. AF OG til skýtur umræða um hegðunarvanda barna upp kollinum í fjölmiðlum, sérstaklega þann sem á fagmáli kallast bæði ofvirkniröskun og athyglisbrestur með ofvirkni eða einfaldlega ofvirkni. Í þeirri umræðu kemur stundum fram ótti við að vandi barnanna skuli greindur, sér- staklega ef niðurstaðan leiðir til lyfjameðferðar. Aukin notkun örv- andi lyfja í kjölfar þess að fleiri eru greindir veldur mörgum áhyggjum, aukning sem einnig tengist þeirri staðreynd að farið er að greina og meðhöndla fullorðna með ofvirkni í vaxandi mæli. Þær áhyggjur eru vel skiljanlegar í ljósi þess að upp hafa komið tilvik þar sem þessi lyf eru misnotuð í tíu til hundrað földum skömmtum af vímuefnamisnotend- um. Þá eru langtíma áhrif meðferðar með örvandi lyfjum ekki fyllilega þekkt en þó benda nýlegar rann- sóknir til að lyfjameðferð við ofvirkni í bernsku dragi úr áhættu á fíkni- efnamisnotkun á unglings- og full- orðinsárum. Skammtímanotkun er hins vegar mjög vel rannsökuð og talin örugg og áhrifarík meðferð við ofvirkni þegar lækningalegir skammtar eru notaðir. Margt bendir til að ofvirkni sé álíka algeng hér og í nágrannalönd- unum en aðeins ein rannsókn hefur verið gerð hér á landi um algengi of- virknieinkenna sérstaklega. Tölur um algengi eru hins vegar á breiðu bili vegna þess hve mismunandi greiningarskilyrðin eru en ofvirkni er algengust hjá 7 til 10 ára strákum ( 2 til 6% ) en sjaldgæfari hjá stelpum og í öðrum aldurshópum stráka. Ein- kennin sem greiningin miðast við eru nánast óbreytt í greiningarkerfum frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar þó að greiningarskilmerkin hafi þróast þannig að þau greina mis- munandi hópa og hlutföll barna. Vegna þess hve lítið við vitum um or- sakir ofvirkni, þrátt fyrir gífurlegar rannsóknir á því sviði, annað en að líffræðilegir erfðaþættir vega þyngst einstakra orsakaþátta, getum við lít- ið gert til að fyrirbyggja ofvirkni. Við vitum hins vegar heilmikið um áhrif mismunandi meðferðar á ofvirkni- einkenni og má í því sambandi benda á Uppeldishandbókina, bók banda- rísku barnageðlæknasamtakanna sem var þýdd, staðfærð og útgefin hér árið 2000 sem og Ofvirknibók Rögnu Freyju Karlsdótttur sér- kennara. Þá er rétt að benda á að ein- kennin eru ekki nærri alltaf viðvar- andi heldur dvína þau í 20-40% tilvika þegar fram á unglingsár kem- ur. Margar áreiðanlegar rannsóknir sýna virkni lyfja til skemmri tíma við ofvirknieinkennum, sérstaklega eru örvandi lyf áhrifarík í þessu sam- bandi og hafa valdið straumhvörfum til hins betra í lífi margra ofvirkra barna. Það vakna hins vegar ýmsar spurningar um þá auknu notkun sem á sér stað hér á landi síðustu ár eins og tölur hafa sýnt og fram komu meðal annars í svari heilbrigðisráð- herra á alþingi 10. desember síðast liðin. Þó að lyfin virki hlutfallslega best á ofvirknieinkenni þarf að hafa í huga að þau geta líka að vissu marki aukið athygli og úthald barna og full- orðinna sem ekki eru ofvirk og með- ferðarsvörun ein því ekki endilega staðfesting á réttri greiningu. Lík- legasta skýringin á aukinni notkun örvandi lyfja er þó sú að fleiri séu greindir og meðhöndlaðir en áður ekki síst vegna aukinnar þekkingar foreldra og annarra sem að uppeldi ofvirkra barna koma, það er fólk leit- ar sér frekar aðstoðar en áður. Þó að þekking geti skýrt aukna lyfjameðferð að hluta er ýmislegt sem bendir til að eitthvað í nánasta umhverfi barna og unglinga, hvort sem um er að ræða líffræðilega eða félagslega þætti, hafi breyst á síð- ustu árum þannig að einkenni sem falla undir skilmerki hvatvísi, óró- leika og athyglisbrest hafi aukist. Þol hinna fullorðnu gagnvart slíkum háttum kann líka að hafa breyst auk þess sem skólaumhverfið og heimilin eru öðruvísi stofnanir en áður. Það er því ekki ástæðulausu að staldrað sé við þá aukningu sem orðið hefur í notkun lyfja á þessu sviði. Hætt er við að vægi lyfjameðferðar við of- virknieinkennum aukist enn frekar sem kann að vera óæskilegt nema hjá þeim hópi barna sem á við alvar- legan athyglisbrest með ofvirkni að stríða. Mörg önnur áhrifarík úrræði eru til fyrir hinn stóra hóp sem sýnir einkenni en þarf ekki á lyfjameðferð að halda. Nauðsynlegt er að rannsaka far- aldsfræði ofvirkni og annarra geð- og þroskaraskana hér á landi, ekki ein- öngu af faglegum ástæðum heldur ekki síður af samfélagslegum ástæð- um. Ein slík rannsókn hefur verið í undirbúningi undanfarin ár af hópi fagfólks, rannsókn sem mun tengjast 5 ára skoðun barna á þremur heilsu- gæslustöðvum í fyrstu. Slíkar rann- sóknir eru sá grundvöllur sem frek- ari þekking byggir á og hjálpa okkur öllum í að gera umræðuna uppbyggi- legri en stundum vill brenna við. Rannsóknar er þörf Eftir Ólaf Ó. Guðmundsson „Margt bendir til að ofvirkni sé álíka algeng hér á landi og í nágrannalönd- unum …“ Höfundur er yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss við Dalbraut og sjálfstætt starfandi barnageðlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.