Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnheiður Guð-mundsdóttir fæddist í Geirshlíð í Miðdölum 28. nóv- ember 1919. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 5. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Sigríður Sigurðardóttir hús- freyja, f. 16. mars 1879, d. 9. nóvember 1968, og Guðmundur Jónasson farkenn- ari, f. 6. júlí 1873, d. 12. nóvember 1952. Systkini Ragnheiðar eru Margrét Sigrún, f. 1. ágúst 1907, d. 16. maí 1997, Sigurður, f. 8. febrúar 1909, Una, f. 3. júlí 1910, og Ólöf, f. 17. mars 1913, öll búsett í Reykjavík. Ragnheiður giftist Guðmundi Þórarni Brynjólfssyni múrara, f. 17. október 1920, d. 31. ágúst 1963. Börn þeirra eru 1) Brynj- ólfur Guðmundsson, f. 30. júní 1950, sambýliskona Guðbjörg Torfadóttir, börn hans eru, Erna Ósk Brynjólfsdóttir, maki Óskar Daði Óskarsson, dóttir Ernu Óskar er Sandra, f. 4. janúar. 1994; Guðmundur Þór Brynjólfs- son, f. 15. apríl 1983, Örn Brynj- ólfsson, f. 29. apríl 1985, Ester Valgerður, f. 22. júlí 1987, fósturbörn Brynjólfs, börn Guðbjargar, Torfi Westman, f. 20. des- ember 1972, og Sig- urður Huldar, f. 8. janúar 1982. 2) Guð- rún Guðmundsdótt- ir, f. 16. september 1952, sambýlismað- ur Gustav Hannes- son, börn hennar eru, Erla Björg Guðrúnardóttir, f. 27. október 1972, maki Sigurður Ágústsson, dætur þeirra eru Snædís Sif Benediktsdóttir, f. 3. júlí 1989, Klara Sól Sigurðar- dóttir, f. 30. janúar 1998, Ragnar Ingi Sigurðsson, f. 12. desember 1976, sambýliskona Arna María Geirsdóttir, dóttir þeirra Vikt- oría Huld, f. 25 ágúst 2002, Helga Rut Sigurðardóttir, f. 12. desember 1976, sambýlismaður Herbjörn Sigmarsson, dætur þeirra eru Ísabella Ösp, f. 29. janúar 2001, og Embla Rún, f. 9. september 2002, Hrefna Sigurð- ardóttir, f. 29. janúar 1983, sam- býlismaður Björn Finnbogason. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar. Minn- ingarnar eru margar og kannski flestar frá dvöl hennar á heimili okk- ar Brynjólfs í Noregi. Ragnheiður var alltaf hrein og bein og kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Oftar en ekki hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja og með sínum ákveðnu skoðunum og hnyttnu til- svörum kom hún okkur margoft til að hlæja. Elsku Ragnheiður, hvíldu í friði. Guð blessi þig. Guðbjörg. Sæl elsku amma mín, ég vona að þú hafir það gott í himnaríki og að þú sért nú þegar búin að hitta afa. Þú sagðir alltaf að dauðinn væri ekki verstur. Ég var ekki mjög gömul þegar ég lagði í ferð með rútu alla leið frá Laugarvatni til að vera hjá þér í viku á sumrin og upplifði mig mjög fullorðna enda lá mér töluvert á því. Það var alltaf tilhlökkunarefni að dvelja hjá þér, þar sem þú dekr- aðir mig alltaf upp úr skónum, keyptir coco puffs eða cheerios í morgunmat, sem ég fékk sjaldan. Ég fékk að ráða hvað var í matinn á hverju kvöldi og svo í lok annasams dags var keypt súkkulaði og annað góðgæti til að hafa uppi í sófa á með- an við kúrðum saman undir teppi að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjón- varpinu. Það var ótrúlega mikið ævintýri að vakna með þér á morgnana eða um miðjar nætur að mér fannst til að fara að bera út Morgunblaðið. Það var sama hvernig veður var, við fórum alltaf af stað, því fólkið varð að fá blaðið sitt áður en það fór til vinnu. Manstu hvað var gaman að fara í morgunkaffi til Möggu systur þinnar eftir útburðinn, fá heitt kaffi og kleinur? Já, ég var ekki meira en níu ára þegar þú kynntir mig fyrir kaffi og kandís, ég verð þó að segja að kandísinn heillaði meira en kaffið til að byrja með. Hreinskilnari manneskju en þig hef ég ekki þekkt um ævina. Ég man svo vel eftir því þegar haldnar voru veislur heima, og ég á mínum upp- reisnargjörnu unglingsárum, hvað ég hafði gaman af því að espa þig upp í umræður sem almennt áttu ekki við í slíkum veislum. Við höfð- um ótrúlega gaman af því að tala saman um allt milli himins og jarðar og mörg málefni sem unglingar eiga oft erfitt með að ræða við fullorðna. Ég vildi óska þess, amma, að ég hefði gefið mér meiri tíma fyrir þig en ég gerði síðastliðin ár. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér og ég geymi þig í hjarta mínu, ávallt. Ég elska þig, elsku amma mín. Megi guð og englarnir geyma þig þangað til að við hittumst á ný. Erla Björg. Sæl og blessuð amma. Við vorum ekki há í loftinu þegar við vorum að koma með leið 11 til þín til að þrífa. Þessu ferðalagi okkur úr Breiðholt- inu til þín niður í bæ fylgdu skýr fyr- irmæli um hvernig við áttum að komast, meðal annars áttum við að segja strætóbílstjóranum að hleypa okkur út hjá gamla sjónvarpshúsinu þar sem þú tókst á móti okkur fyrstu skiptin. Það að aðstoða þig við þrifin var mjög lærdómsríkt þar sem þú hafði sterkar skoðanir á hvernig yrði þrifið og hvernig við áttum að beita okkur við verkið til að forðast álagsmeiðsl. Vissir hlutir á heimilinu hjá þér höfðu ákveðin hlutverk, það voru t.d. ákveðin föt sem maður notaði við þrifin utanhús og gömul útburðarkerra sem maður fór með til að versla. Við vorum ekki alveg alltaf á því að fara í gamlar lufsur til að þrífa eða draga með okkur kerru út að versla þar sem okkur þóttu pokar meira við hæfi en að sjálfsögðu voru meiri þægindi í því að draga kerru en að halda á pokum, þetta vissi þú – þú varst með allt á hreinu, amma. Þú varst hálf- gerður bankastjóri, það var alltaf hægt að slá upp smá láni hjá þér og svo vann maður upp í það. Allt var þetta skráð vel og vandlega niður á blað og dregið frá í hvert skipti sem maður þreif fyrir þig en það var verk sem þú réðst okkur í eftir að Erla systir hætti því og svo að lok- um tók Hrefna við af okkur. Það sem stendur upp úr þessum heimsóknum til þín amma var þegar við settumst niður og skiptumst á kjaftasögum. Það var alltaf hægt að tala um öll heimsins mál við þig þar sem það fór ekkert lengra. Þar að auki varstu frábær hlustandi. Þú varst alin upp í Dölunum, amma, við fengum þann heiður að fara með þér, mömmu og Hrefnu í ferðalag um Dalina fyrir nokkrum árum. Þú sýndir okkur hvar þú ólst upp og bæinn sem þú bjóst á. Þetta var mikil upplifun fyrir okkur. Ef við vorum að fara eitthvað og við áttum að koma að sækja þig varstu alltaf tilbúin, beiðst á stól fullbúin í forstofunni. Þú hafðir gam- an af því að hitta fólk og varst ávallt hrókur alls fagnaðar í samræðum þar sem hreinskilni einkenndi svör þín. Amma vildi að við töluðum rétta íslensku og ekki með slettum, það átti að kveðja með því að segja vertu sæl eða bless en ekki bæ. Því kveðj- um við þig í bili, okkar ástkæra amma, vertu sæl. Helga Rut og Ragnar Ingi. Sæl amma. Ég minnist þess þegar ég var send í pössun til þín. Það var ávallt gaman þá, sérstaklega þegar við fórum út í sjoppuna í Sjálfs- bjargarhúsinu. Þá fékk ég að velja sjálf bland í poka. Það brást ekki að þegar ég kom í heimsókn til þín fékk ég að hengja upp róluna á snúru- staurinn mér til mikilar skemmtun- ar. Það var mikil ánægja að fá það eftirsótta starf að aðstoða þig við þrifin. Það veitti mér mikla ánægju að fá að kynnast þér og geta eytt tíma með þér. Vertu sæl að sinni. Hrefna. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Með þessu ljóði vil ég kveðja þig, Ragnheiður, með söknuði og þökk fyrir ánægjuleg kynni. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Arna María Geirsdóttir. RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, ástvina mín, tengda- móðir, amma og langamma, ODDLAUG VALDIMARSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu- daginn 6. janúar, verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga. Halldóra Ólafsdóttir, Alda Jóna Ósk Ólafsdóttir, Ólafur Svanur Gestsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Aðalsteinn Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuathöfn um ástkæra móður okkar og tengdamóður, ÞORGERÐI EINARSDÓTTUR frá Þórisholti, verður í Bústaðakirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Reyniskirkju laug- ardaginn 18. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðin, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarfélög. Fyrir hönd annarra vandamanna, Borghildur Kjartansdóttir, Ólafur Jóhannesson, Einar Kjartansson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, Kristinn Kjartansson, Guðrún Helgadóttir, Kjartan Kjartansson, Alda Ólafsdóttir. Sambýlismaður minn og faðir okkar, VIGFÚS DAGNÝSSON skósmiður, sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 19. desember 2002, var jarðsettur mánudaginn 6. janúar 2003 í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum samúð og vinarhug. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Hansdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GOLDU HELEN MONTGOMERY, Fálkagötu 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar með hlýhug og virðingu. Guð blessi ykkur öll. Hilda Marie Montgomery, Jón Þór Sveinbjörnsson, Margrét Jóna Sveinsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Hallbjörg Karlsdóttir, Jónína María Sveinbjarnardóttir, Haraldur Guðbjartsson, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Helgi A. Nielsen, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar, ÞORSTEINS HÁKONARSONAR, Brautarási 3, áður Skarphéðinsgötu 12. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Bjarkaráss. Hörður Hákonarson, Ragnheiður Edda Hákonardóttir, Guðbjörg Karólína Hákonardóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Anna Margrét Hákonardóttir, Guðborg Hrefna Hákonardóttir, Jón Hákonarson, Guðrún Sigurrós Hákonardóttir. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is! upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum. gardur.is Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein að- algrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.