Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... STAÐA miðborgarinnar hefurverið mikið til umræðu á und- anförnum árum og mikið verið rætt um mikilvægi þess að endurlífga gamla miðbæinn. Þrátt fyrir það virðist sem enn haldi áfram að síga á ógæfuhliðina. Fyrir skömmu var ákveðið að loka verslun Topshop í Lækjargötu en koma þeirrar versl- unar var einmitt á sínum tíma talin til marks um að miðbærinn væri að lifna við á nýjan leik. Víkverji er einn af þeim fjölmörgu sem ber hlýjan hug til miðborgarinn- ar enda má segja að þar sé hið eina sanna hjarta miðborgarinnar. Hon- um þykir því sárt að sjá hversu illa gengur að blása lífi í verslunarrekst- ur á þessum slóðum. Hina erfiðu stöðu miðborgarinnar má rekja til fjölmargra þátta en auð- vitað hefur uppbygging risavaxinna verslunarmiðstöðva á borð við Kringluna og Smáralind haft mikil áhrif á stöðu verslana á Laugavegi og í Kvosinni. Líkt og svo margir aðrir stendur Víkverji sig að því að fara þangað oftar en í miðborgina þegar líta þarf í verslanir. Þar þarf hvorki að hafa áhyggjur af bílastæð- um eða veðri og vindum og hægt er að finna flest það sem hugurinn girn- ist á mjög afmörkuðu svæði. Hins vegar lenti Víkverji í því nú fyrir jólin að ákveðin vara sem hann var að leita að, nánar tiltekið mynd- diskar, voru hvorki til í verslunum í Kringlunni né Smáralind. Af- greiðslumaður fletti hinum uppselda mynddiski í tölvu og tjáði Víkverja að myndirnar væru til í verslun á Egilsstöðum og væru einnig vænt- anlegar á nýjan leik eftir jól. Það varð því úr að Víkverji skellti sér á Laugaveginn að kvöldi Þor- láksmessu. Greiðlega gekk að fá stæði í bílastæðahúsi á Hverfisgötu og nokkrum mínútum síðar var hann kominn í hina einstöku stemningu sem einkennir jólaverslunina á Laugaveginum. Ekki spillti fyrir að myndirnar sem Víkverji var að leita að í jólapakkana voru fáanlegar í verslun Skífunnar á Laugaveginum og var því aðfangadegi bjargað, þar sem hægt var að uppfylla tiltekna ósk ungrar dóttur. x x x VEÐURBLÍÐAN upp á síðkastiðhefur verið einstök. Á sama tíma og nágrannaþjóðirnar búa við vetrarríki aka Íslendingar enn um á sumardekkjum og þurfa vart á skjól- flíkum að halda. Víkverji sem býr í vesturhluta borgarinnar ákvað því einn daginn að rölta heim af vinnu- stað sínum í Kringlunni, sem hann gerir gjarnan á sumrin. Var stefnan tekin á Laugaveginn og verður að segjast eins og er að það voru blendnar tilfinningar sem börðust um í brjósti Víkverja. Þessi lífæð miðborgarinnar er farin að láta á sjá verulega, ekki síst efri hluti hennar. Einnig er leiðinlegt að sjá þau göt sem myndast hafa í götumyndinni, t.d. þar sem Stjörnubíó var eitt sinn. Þar hafa nú verið malbikuð bílastæði og óneitanlega setur þetta leiðinleg- an svip á umhverfið. Gatið eftir stór- brunann í desember er einnig lýti á umhverfinu og vonandi að sem fyrst verði farið í að hefja þar uppbygg- ingu á nýjan leik. Neðri hluti Lauga- vegarins er hins vegar einstaklega skemmtilegur og Víkverji sá þar fjöl- margar nýjar og skemmtilegar verslanir. Þá er Skólavörðustígurinn orðinn einhver skemmtilegasta gata borg- arinnar og virðist lítið listagallerí vera þar í öðru hverju húsi. Miðborg- in er vissulega í kreppu en hvergi annars staðar er hægt að finna hið einstaka andrúmsloft sem einkennir ákveðna hluta hennar. Vonandi mun hún öll vakna upp úr Þyrnirósar- svefni sínum á næstu árum. „NÚ er svo komið að ég sár- skammast mín fyrir að hafa verið í skátafélagi,“ sagði kunningi minn sem var eins og undirritaður á göngu um Kópavoginn á góðum degi. Hann kenndi hjálparsveit- um skáta og öðrum ámóta um djöfulskapinn og ónæð- ið af sprengjum og flugeld- um frá því á jólum og sem stendur enn. Ég maldaði í móinn og benti á að það væru fleiri en skátar sem seldu þennann ófögnuð. „Já, það eru líka flugbjörg- unarsveitirnar,“ samþykkti hann. „Þessir svokölluðu hjálparsveitarmenn sem rjúka af stað að leita þótt engin hætta sé á ferðum. Ég er viss um að þetta er ferðagleði og þorsti í ævin- týri og löngun í að þrælast um á stór-jeppunum frekar en að þeir eða þær ætli að bjarga einhverju eða ein- hverjum. Og svo eru slysin bæði á mönnum og skepn- um.“ Hann benti á slysið við Hafnará undir Hafnarfjalli þar sem hross fældust og fólk slasaðist auk þess sem bílar urðu ónýtir. „Allt er þetta helvítis flugeldasölun- um að kenna,“ sagði þessi kunningi minn. Hann sagði líka að þessar svokölluðu sprengitertur væru stór- hættulegar og ætti alfarið að banna. Undirrótin er samt sem áður sú árátta Ís- lendinga að fara ekki eftir reglum, hvorki um flugelda né annað. Þótt leyft sé að skjóta skrauteldum frá 27. desember til 6. janúar virð- ist sá tími ekki nægja. Þeir skotglöðu hefja prumpið á jóladag og hætta ekki fyrr en á þorra. „Það er kominn tími til að taka fyrir inn- flutning á þessu flug- eldafargani,“ sagði kunn- ingi minn áður en hann kvaddi. Sv. S. Þiggur hann biðlaun? NÚ hefur Vilhjálmur Egils- son sagt af sér þing- mennsku og hverfur til ann- arra starfa á vegum ríkisins. Skyldi hann þiggja bið- laun? 051037-2789. Ekkert jákvætt EKKI er hægt að koma auga á neitt jákvætt við þetta brölt Landsvirkjunar fyrir austan annað en það að Framsóknarflokkurinn mun heyra sögunni til eftir næstu kosningar. Þeir fáu sem enn eru munstraðir á þá skútu eru að grafa sína eigin gröf mér til mikillar ánægju. Ólafur Örn hafði þó vit á því að yfirgefa sökkv- andi skipið í tíma enda á hann ekki heima með þeim sauðum er skipa þann flokk. Svavar Þorsteinsson, Hafnarfirði. Tapað/fundið Nokia-sími og seðlaveski týndust NOKIA GSM-sími og svart seðlaveski týndust hugsan- lega á leiðinni frá Shell- stöðinni við Laugaveg að Veitingahúsinu Pottinum og pönnunni. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 552 8560. Fundarlaun. Digital-myndavél týndist MYNDAVÉL af gerðinni Kodak LS420 tapaðist á gamlárskvöld í Grafarvogi, í Fannafold eða Hesthömr- um. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa samband í síma 553 7047. Ragna (ragnahar- alds@hotmail.com) Svört kápa týndist á Players SÍÐ, svört kápa týndist á Players sl. föstudagskvöld. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 893 3300. Fund- arlaun. Dýrahald Kettlingur fæst gefins Gulbröndóttur kettlingur (fress) fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 566 7019. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Flugelda- fargan K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 íhald, 8 viljugur, 9 há- vaxið, 10 bors, 11 tvínón- ar, 13 frjóanga, 15 byrgi, 18 slagi, 21 snák, 22 lipur, 23 tunnuna, 24 mann- kostir. LÓÐRÉTT: 2 einföld, 3 ýlfrar, 4 eink- um, 5 belti, 6 helmingur heilans, 7 spil, 12 máttur, 14 rengja, 15 hæð, 16 hamingja, 17 skrökvuð, 18 jurt, 19 flöt, 20 straumkastið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hætta, 4 hugur, 7 íláti, 8 lotin, 9 not, 11 deig, 13 óður, 14 erfið, 15 stór, 17 afar, 20 æra, 22 laust, 23 nýrað, 24 gónir, 25 ausan. Lóðrétt: 1 hvíld, 2 tjáði, 3 alin, 4 holt, 5 gætið, 6 ranar, 10 offur, 12 ger, 13 óða, 15 sálug, 16 ókunn, 18 fargs, 19 ráðin, 20 ætar, 21 anga. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Geysir og Brúarfoss koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmánun kl. söngstund, stjórnandi Kári Frið- riksson. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13– 16.30 opin handavinnu- og smíðastofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13– 16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 9 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Vatns- leikfimi er í Grafarvogs- laug á þriðjudögum kl. 9.45. Nýir félagar vel- komnir. Upplýsingar gef- ur Þráinn í síma 545 4500. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9. vinnu- hópur gler, 10.30 les- hringur, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13. málun, kl. 13.30 tréskurður. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður, umsjón Helga Vilmund- ardóttir, kl. 13. boccia, allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 skilkmálun, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17 heitt á könnunni. Kl. 9.15 postu- línsmálun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9 gömlu dansarnir, Sigvaldi. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunaferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Spænsk- unámskeið, fyrir byrj- endur og lengra komna á þriðjudögum kl. 14.15. Skráning á skrifstofunni og í síma: 588 9335. Fóta- aðgerðir hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur og postulíns- málun. kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 13– 16 frjáls spilamennska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir, kl. 11. 30 matur, kl. 13 handmennt – al- mennt og postulínsmáln- ing, kl. 14 félagsvist, kl. 14. 30 kaffi. Postulíns- námskeið hefst í dag, skráning í s. 561 0300. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Sinawik. Fundur í kvöld hjá Sinawik í Sunnusal Hótel Sögu kl. 20. Háteigskirkja, kirkju- starf. Á morgun stutt messa og fyrirbæna- stund kl. 11, súpa og brauð kl. 12, brids kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, félagsheimilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vest- mannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skóverslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Írisi, Aust- urvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorláks- höfn: hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grinda- vík: í Bókabúð Grindavík- ur, Víkurbraut 62, s. 426- 8787. Í Garði: Íslands- pósti, Garðabraut 69, s. 422-7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Ís- landspósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafn- arfirði: í Bókabúð Böðv- ars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Penn- anum-Eymundssyni, Strandgötu 31, s. 555- 0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS, Suðurgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552-4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akra- nesi: í Bókaskemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brák- arhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd., Höfðagrund 18, s. 431- 4081. Í Grundarfirði: í Hrannarbúðinni, Hrann- arstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436-1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suður- eyri: hjá Gesti Krist- inssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jónínu Högnad., Esso- versluninni, s. 456-3990 og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolungarvík: hjá Krist- ínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588-9390. Í dag er þriðjudagur 14. janúar, 14. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1Pt. 3, 13.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.