Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VARNARMÁLARÁÐHERRA Ísr- aels, Shaul Mofaz, varaði í gær við því að Palestínumenn myndu herða árásir sínar á Ísraela fyrir þing- kosningarnar í landinu eftir hálfan mánuð. Átök Ísraela og Palestínu- manna hörðnuðu á sunnudag og ell- efu manns létu þá lífið, þar af níu Palestínumenn. Tveir vopnaðir Pal- estínumenn voru síðan skotnir til bana í gær þegar þeir hlupu að ísr- aelskri rútu á Gaza-svæðinu. Mofaz sagði að Ísraelar þyrftu að vera viðbúnir enn mannskæðari árásum. „Við ættum ekki að trúa áskorunum Yassers Arafats um að árásunum verði hætt fyrir kosning- arnar. Í rauninni hefur hann komið í veg fyrir að hægt verði að binda enda á ofbeldið,“ sagði varnarmála- ráðherrann. „Við stöndum frammi fyrir enn meiri blóðsúthellingum.“ Mofaz sagði að lögreglan og leyni- þjónusta Ísraels gerðu það sem þyrfti í baráttunni gegn hryðjuverk- um og herinn væri að undirbúa viða- miklar aðgerðir gegn „innviðum hryðjuverkasamtakanna“. Alls 1.500 palestínskir „hryðjuverka- menn“ hefðu verið handteknir og margir aðrir vegnir á síðustu tveim- ur mánuðum. Níu Palestínumenn og tveir Ísr- aelar biðu bana í átökunum á sunnu- dag. Á meðal þeirra sem létu lífið voru tveir palestínskir unglingar sem urðu fyrir flugskeyti frá ísr- aelskri herþyrlu. Skjóta átti flug- skeytinu að bíl félaga í Hamas- hreyfingunni en það missti marks. Tveir vopnaðir Palestínumenn urðu ísraelskum hermanni að bana í Suður-Ísrael og féllu síðan í skot- bardaga. Tveir palestínskir ung- lingar voru einnig skotnir til bana eftir að þeir réðust inn í ísraelskt þorp nálægt Jenín á Vesturbakkan- um og urðu einum íbúa þess að bana. Fylgi Likud eykst Ný skoðanakönnun bendir til þess að Likud, flokkur Ariels Shar- ons forsætisráðherra, hafi aukið fylgi sitt á ný eftir að hafa átt undir högg að sækja vegna ásakana um spillingu. Ef marka má könnun dagblaðsins Yediot Aharonot fengi Likud 32–33 þingsæti af 120 ef kosið væri nú. Í vikunni sem leið var flokknum spáð 28 þingsætum eftir að Sharon og synir hans voru sakaðir um að vera viðriðnir fjármálahneyksli. Verkamannaflokkurinn fengi að- eins 20 þingsæti ef kosið væri nú en í vikunni sem leið var honum spáð 21–22 sætum. Varað við enn mann- skæðari árásum Jerúsalem. AFP. Palestínskir menn halda á líki Abdels-Rahmans al-Najars, sem féll í árás- um ísraelska hersins. Útför al-Najars fór fram í Khan Younis-flótta- mannabúðunum í gær. Þrettán manns falla í átökum Ísraela og Palestínumanna Reuters MIKLIR kuldar hafa leikið Bangla- desh, Nepal og hluta Indlands afar grátt undanfarna daga og hafa 1.200 manns dáið á þessu svæði frá því um jól. Milljónir til viðbótar eru að krókna úr kulda, sbr. fólkið á þessari mynd en þarna má sjá hóp heimilislausra íbúa Bangladesh orna sér við eld í höfuðborginni Dhaka. Veturinn í Bangladesh hefur ver- ið sá kaldasti í manna minnum og þar hafa 540 dáið síðan um miðjan desember. Um ellefu stiga hiti var í Dhaka í gær en lægst fór hitinn í 6,4 gráður í Pabna-héraði. Heim- ilislausir verða illa úti í slíkri veðr- áttu og jafnframt eru híbýli manna almennt í samræmi við þá stað- reynd, að jafnan er talsvert hlýrra í áðurnefndum löndum. AP Orna sér við eldinn JAMES Kelly, einn af aðstoðarutan- ríkisráðherrum Bandaríkjanna, ítrekaði í gær, að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld í Norður-Kóreu og sagði, að hún kynni að aðstoða þau við að leysa úr alvarlegum orkuskorti. Norður-Kóreustjórn hótaði hins vegar Bandaríkjamönnum á sama tíma „þúsundfaldri“ hefnd, reyndu þeir að ráðast á N-Kóreu og neitaði því einnig að hafa skýrt bandarísk- um embættismönnum frá því í októ- ber, að hún hefði á laun unnið áfram að kjarnorkuáætlun sinni. Kelly, sem ræddi við s-kóreska ráðamenn í Seoul um helgina, sagði, að viðræður Bill Richardsons, ríkis- stjóra í Nýju Mexíkó, við n-kóreska sendinefnd í síðustu viku hefðu lítinn árangur borið en hann ítrekaði, að Bandaríkjastjórn væri samt sem áð- ur tilbúin til samninga með það fyrir augum, að N-Kóreustjórn legði kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Það myndi síðan opna fyrir aðstoð við landið, einkanlega í orkumálunum. Viðræður Kellys í Seoul snerust ekki síst um að draga úr vaxandi ágreiningi með S-Kóreumönnum og Bandaríkjamönnum en þeir fyrr- nefndu telja, að ríkisstjórn George W. Bush forseta hafi kynt undir kjarnorkudeilunni með ósveigjan- legri afstöðu. Hefur það ásamt öðru kynt undir vaxandi óvild í garð Bandaríkjanna í Kóreu og það hefur stjórnin í Pyongyang reynt að nýta sér. Á sama tíma og Kelly greindi frá tilslökunum Bandaríkjastjórnar og lýsti yfir, að hún væri tilbúin til við- ræðna, herti N-Kóreustjórn á her- skáum yfirlýsingum sínum. Hótaði hún Bandaríkjunum „ragnarökum elds og eimyrju“ reyndu þau að ráð- ast á N-Kóreu og varaði þau við „þúsundfaldri hefnd“. Þá sagði á sunnudag í Rodong Sinmun, opin- beru málgagni N-Kóreustjórnar, að það væri „tilbúningur Bandaríkja- stjórnar“, að n-kóreskir embættis- menn hefðu skýrt Kelly frá því í október, að N-Kóreustjórn hefði brotið samninginn frá 1994 og ynni að kjarnorkuáætlunum. Vilja útskrift Raunar virðist það ekki alveg vera á hreinu hvað sagt var á október- fundinum með Kelly og Kang Sok Ju, fyrsta aðstoðarutanríkisráðherra N-Kóreu. Sumir S-Kóreumenn, þar á meðal ráðgjafar Roh Moo-Hyuns, væntanlegs forseta, telja, að N-Kór- eumenn hafi ekki fullyrt, að þeir hafi brotið samninginn frá 1994 og vegna þess hefur S-Kóreustjórn ítrekað beðið bandaríska utanríkisráðuneyt- ið um útskrift á viðræðunum. Kelly hefur hins vegar ekkert tjáð sig um þessar efasemdir S-Kóreumanna. N-Kóreustjórn tilkynnti síðastlið- inn föstudag, að hún hefði sagt upp samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og daginn eftir hót- aði hún að hefja á ný tilraunir með langdrægar eldflaugar. Bandaríkjamenn reyna að draga úr vaxandi ágreiningi við S-Kóreumenn Ítreka vilja til samninga við Norður-Kóreu Seoul, Washington. AFP, Los Angeles Times. JOSEPH Lieber- man, öldungadeild- arþingmaður frá Connecticut, til- kynnti í gær að hann sæktist eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosning- unum sem fara fram haustið 2004. Lieb- erman er fimmti demókratinn sem lýsir yfir framboði sínu vegna forvals flokksins en hann er sagður eiga góða möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Lieberman er sextugur að aldri og var varaforsetaefni Als Gore í forsetakosningunum árið 2000. Hann hefur setið í öldungadeild Bandaríkjaþings síðan 1988 og þar áður gegndi hann embætti dóms- málaráðherra í Connecticut-ríki um fimm ára skeið. Lieberman lýsti framboði sínu yfir í ræðu sem hann hélt í gamla menntaskólanum sínum í Stam- ford í Connecticut. Hann hafði áð- ur sagt að hann yrði ekki í fram- boði ef Gore, sem var varaforseti Bandaríkjanna 1993–2001, gæfi aftur kost á sér. Gore hefur hins vegar nú tilkynnt, að hann verði ekki í framboði, og því var Lieb- erman ekkert til fyrirstöðu lengur að blanda sér í slaginn. Lieberman er miðjumaður í pólitík, þ.e. hvorki of íhaldssamur né frjálslyndur. Hann þykir í hópi íhalds- samra demókrata hvað varðar trúmál og áherslu á svonefnd fjölskyldugildi en Lieberman hefur m.a. barist fyrir því að sett- ar verði strangari reglur um birtingu of- beldis- og klámkennds efnis í fjölmiðlum og í kvikmyndum. Lieberman er gyð- ingur og ef hann næði kjöri sem forseti yrði hann fyrsti gyðing- urinn til að gegna því embætti í Bandaríkjunum. Lieberman hefur óflekkað mannorð og nýtur virðingar fyrir sterka siðferðiskennd sína. Var hann m.a. fyrstur málsmetandi demókrata til að gagnrýna Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir ósæmilega hegðun þegar Lew- insky-málin stóðu sem hæst vestra. Lieberman þykir engu að síður tiltölulega frjálslyndur í skoðunum hvað varðar fóstureyðingar og byssueign. Hann hefur jafnframt verið stuðningsmaður hernaðar- íhlutunar í Írak, neiti Saddam Hussein að láta vopn sín af hendi. Þá er hann afdráttarlaus stuðn- ingsmaður þess, að hvaðeina verði gert til að ráða niðurlögum al- þjóðlegra hryðjuverkahópa. Lieberman er einn áhrifamesti demókratinn á þingi og m.a. er hann einn þeirra, sem stýra rann- sókn þingnefndar á málefnum orkurisans Enron, sem varð gjald- þrota í fyrra. Flestir vilja Hillary Lieberman þykir sigurstrang- legastur af þeim fimm, sem hafa þegar tilkynnt að þeir sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum á næsta ári. Nýleg skoðanakönnun sýndi þó að Hillary Clinton, fyrrverandi for- setafrú og núverandi öld- ungadeildarþingmaður, naut mests fylgis, en hún hyggst ekki sækjast eftir forsetaembættinu að þessu sinni. Sýndi könnunin að 30% demó- krata vildu helst sjá Hillary sem forsetaefni flokksins, en Lieber- man kom næstur, með 13%. Auk Liebermans hafa Richard Gephardt, þingmaður í full- trúadeildinni, John Edwards, öld- ungadeildarþingmaður frá Norð- ur-Karólínu, John Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, og Howard Dean, fráfarandi ríkisstjóri í Vermont, gefið kost á sér. Yrði fyrsti gyðingur- inn í embætti forseta Joseph Lieberman tilkynnir framboð vegna forvals Demókrataflokksins í Bandaríkjunum Washington. AFP. ’ Liebermann er sagður eiga góða möguleika á að tryggja sér útnefninguna. ‘ Joseph Lieberman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.