Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 25 FYRIR helgi átti sér stað örlaga- þrungin gerð, sem kann að marka mikil hvörf um framtíð þjóðríkisins Íslands. Undirritaðir voru samning- ar um afsal þjóðarinnar á hluta há- lendisins, sem þýðir að erlendum upplaukst óheftur aðgangur til um- fangsmestu náttúruspjalla í sögu landsins. Um aldir hafa landsmenn búið við hamfarir náttúrunnar; jarð- skjálfta, eldgos og kuldatímabil, og þó lifað af. Umsnúningurinn er að nú bjóða lítilþægir erlendum að rífa jarðmöttulinn upp, umbylta, sökkva og misþyrma, svo sem þeir sjá sér hag af. Fljótlega eftir þessa gjörð fór fram ný tegund fánahyllingar sem heimildir kunna ei heldur frá að herma í sögu landsins, jafnfjar- stæðukennd og sú athöfn má vera hverjum þjóðhollum Íslendingi. Þó ekki verið að draga að hún og hylla fána erlends þjóðríkis heldur mark- ar hún lofsöng og undirlægjuhátt við Mammon, jafnfram stigið afgerandi spor til burtkústunar sjálfsforræðis. Þá gerist það hremmilega, að þeir sem valist hafa til forystu um mál þjóðarinnar meta slíkan gjörning; gríðarlegan árangur, að þjóðin sé loks komin á beinu brautina, útlitið bjart …, svo vitnað sé orðrétt í um- mæli þeirra. Þó mun raunin að setja á þjóðina óspurða í spennitreyju skuldasöfn- unar um langa framtíð, skuldsetja skuli sérhvert heimili á landinu og tæma alla lífeyrissjóði landsmanna til að gera þetta mögulegt. Svo undr- ast ráðamenn að til skuli menn sem mótmæla þróttmiklum rómi, vildu helst leggja slík stórmál undir dóm þjóðarinnar líkt og fiskveiðistefn- una, það heitir með þjóðaratkvæða- greiðslu. Um náskyld mál að ræða; orsök og afleiðingu. Undrast einnig, að þeir skuli til sem sannfærðir eru um að Íslendingar séu svo vel úr garði gerðir, að þeir geti lifað góðu lífi á þeim sýnilegu landsins gæðum, sem flestar þjóðir heims öfunda okk- ur af er svo er komið, staðið á eigin fótum. Orðrómur hermir að áhrifa- ríkir stjórnmálamenn í Evrópu telji Ísland auðugast af orku og óspilltum landgæðum í allri álfunni, flestu því sem aðrar þjóðir geta aðeins látið sig dreyma um, hér þurfi þó að veita hugviti öllu meira brautargengi, afl- vaka framfara. Hins vegar fer minni sögum af aðdáun þeirra á íslenzkum stjórnmálamönnum þótt óaðfinnan- legir séu um ytri byrði. Allt þetta gerist á sama tíma og í útlandinu eru menn löngu farnir að átta sig á að náttúrufriðun beri í sér öllu meiri ávinning til lengri tíma lit- ið en stórvirkjanir, einnig í bein- hörðum peningum. Að þeirri niður- stöðu komust meðal annars Þýðverjar eftir miklar nákvæmis- rannsóknir fyrir nokkrum árum og heimsþekktir vísindamenn hafa sagt í fúlustu alvöru, að komi ekki til um- skipta um eyðingu náttúrunnar, muni þurfa fjóra hnetti til viðbótar í framtíðinni, annars muni allt líf þurrkast út. Ekki alveg út í bláinn að víkja að því hér, að vísindamönnum hefur loks tekist að beisla andstæðu efnis- ins, eða það sem fengið hefur heitið, antistoff, and-efni, (anti-atom), sem er áfangi sem sagt er að marki stór- kostleg tímamót í þróunarsögu mannsins. Mikið kapphlaup hefur átt sér stað milli vísindamanna um allan heim að ná utan um skilgrein- anlega og hagnýta þekkingu á fyr- irbærinu allt frá því enski eðlis- og stærðfræðingurinn Paul Dirac sagði fyrir um tilvist þess árið 1930. Næstu ára rannsóknir skutu stoðum undir kenningu Diracs og færðu honum Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 1933. Það var alþjóðlegt teymi við há- skólann í Árósum undir stjórn Jeffr- ey Hangs sem tókst að búa til kalt and-atóm, sem mögulegt er að nota til könnunar á grundvallarlögmálum alheimsins, lífsins og alls. Til að út- skýra fyrirbærið inniber and-rót- eind neikvæða hleðslu, en venjuleg róteind inniber jákvæða hleðslu, og samsvarandi eru and-rafeind (öreind) með jákvæða hleðslu. Bæði efnin geta starfað óháð hinu en ef þau mætast eyðast þau í orkuaf- hleðslu. Gera má því skóna, sam- kvæmt kenningu Diracs, að hnött- urinn og þar með allt sólkerfið innihaldi yfirþunga af neikvæðum rafeindum og jákvæðum róteindum, hann sá fyrir sér heilu heimana byggða á and efnum. Ekki leik- manns að spá, hvað þessi tímamót- andi uppgötvun í Árósum ber í sér. Hún er þó sögð muni gera ósennileg- ustu ímyndunarskáldverk líkt og Star Trek að raunveruleika í fram- tíðinni. Hlýtur einnig að gera mann- inum kleift að leysa nýja orku úr læðingi, einnig ber að vísa til og minna á, að í sívaxandi mæli hafa menn leitað að orku í efnisheimin- um, til að mynda sólarorku og vind- orku, og þótt sólin skíni satt að segja ekki of mikið á okkur hér á útnára veraldar, ættum við að hafa yfrið nóg af vindorku, og nú bætist vænt- anlega and-efnið við að ógleymdu vetninu. Orka til eigin þarfa og þjóð- inni til blessunar þannig allt um kring. Beislun and-efnisins hefur einnig leitt í ljós að tíminn mun afstæður á þann veg að við stöndum frammi fyrir þeim möguleika, að hann hreyfi sig ekki endilega fram á við, heldur einnig aftur á bak, jafnvel að tíminn sé ekki til, standi kyrr og að lífið sé spegilmynd annars lífs. Þá er mað- urinn trúlega á villigötum á tímum hraðans, þar sem hið varanlega, endingargóða og sjálf framvindan er það sem máli skiptir um viðhald lífs … – Til umhugsunar, að á meðan aðrar þjóðir meginlandsins hafna stórvirkjunum á kostnað landgæða hyggjast Íslendingar enn einu sinni kalla yfir sig óvissuævintýri, þrátt fyrir að þjóðin beri þunga skulda- bagga af mörgum hinna fyrri. Ganga hér í raðir þjóða þriðja heimsins sem í fátækt og volæði reyna í örvænt- ingu að finna lífi sínu einhvern grundvöll, lifa af. Enginn er hér á móti virkjunum í þágu landsmanna og Austurlandsins ris og fegurð ein hin mesta á land- inu, íbúarnir merkilegt fólk, en hér ber að fara að öllu með mikilli gát því um rússneska rúlletu kann að vera að ræða. Landsvæðið allt glat- ast ókomnum kynslóðum, kann þó að bera í sér margfalt meiri orku og auðævi en nokkurn tíma næst með stórvirkjun á kostnað náttúrunnar. Þetta gerist á sama tíma og við fylgjumst með baráttu þjóðarbrota um allan heim, hvar öllu er kostað til, lífi og limum fórnað fyrir frelsið. Þar vilja menn frekar sitja sælir að litlu en lifa á ölmusum, háðir erlendu valdi. Við í svonefndu allsnægtalandi hins vegar á harðahlaupum í stund- arskjól erlendra auðhringa, til að viðhalda öfugsnúinni velferð, hvaðan óvíst er að við eigum nokkurn tíma afturkvæm ef svo heldur fram. Hvar er nú ást Íslendinga á eigin landi, viljinn til að vernda og hlúa að sinni gömlu og góðu móður eins og Fjölnismenn orðuðu það? Síst var það draumur þeirra að þjóðin skyldi viðhengi annarra, vongleðin yfir- borð, sýndarmennska og hégóma- girni, – innihaldið vindur. Ódæði Eftir Braga Ásgeirsson Höfundur er listmálari og gagnrýnandi. „… á meðan aðrar þjóðir meginlands- ins hafna stórvirkj- unum á kostnað land- gæða hyggjast Íslend- ingar enn einu sinni kalla yfir sig óvissu- ævintýri …“ OFANGREIND orð Hallgríms Péturssonar koma í hugann þegar ákvarðanir eru teknar um stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi sem umturna þeim landshluta, ekki að- eins náttúrufari heldur einnig fé- lagslegu umhverfi. Nú stefnir í að hálendið norðan Vatnajökuls, austan frá Hraunum og vestur á Brúarör- æfi, verði vettvangur tröllaukinna virkjunarframkvæmda, vatn Jöklu verði fært til Lagarfljóts, dölum og heiðum frá Fljótsdal niður til Reyð- arfjarðar gjörspillt með raflínum af stærstu gerð og umhverfi Reyðar- fjarðar lagt undir mengandi risa- verksmiðju. Fyrr en varir bætist við raflína þvert yfir hálendið. Hluti þessara framkvæmda mun setja óafmáanlegt mark sitt á náttúru Austurlands, jafnvel þótt vilji stæði til þess síðar að færa umhverfið í samt lag. Félagslegar afleiðingar verða ekki síður þungbærar en náttúruspjöllin. Skammsýnir reyna að réttlæta her- virkin með því að verið sé að efla byggð á Austurlandi. Ekkert er fjær sanni til lengri tíma litið. Í mínum huga eru þessar aðgerðir hliðstæðar því þegar her á flótta skilur eftir sig sviðna jörð. Framtíð fólks og byggð- ar verður tengd einu stórfyrirtæki undir stjórn fjarlægs valds eins af stærstu auðhringum veraldar. Ákvarðanir um rekstur og tilvist verksmiðjunnar verða háðar aðstæð- um sem Austfirðingar og íslensk stjórnvöld fá engu um ráðið. Óvíst er að mörg íslensk ungmenni kjósi sér framtíð í kerskálum á Reyðarfirði, en skörðin yrðu fyllt af erlendu far- andverkafólki. Enginn hefur svarað því hverjir skuli eiga og reka allt að 700 íbúðir sem fullyrt er að reisa þurfi, hvort sem íslenskir eða útlend- ir koma til starfa. Óbilgirnin sem beitt hefur verið af forgöngumönnum stóriðjustefnunn- ar heima fyrir boðar ekki gott. Nátt- úruverndarfólk hefur verið hrakyrt leynt og ljóst af þeim hinum sömu og nú veifa fána Alcoa. Slík framganga er dapurlegt tákn um hugarfar manna sem gefið hafa sig gullkálf- inum á vald og sjást ekki fyrir. Verstur er þó hlutur stjórnmála- manna sem knýja fram ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir með ríkis- ábyrgð og ætla óbornum að greiða reikninginn. Menn vaða í villu og svíma Eftir Hjörleif Guttormsson „Óbilgirnin sem beitt hefur verið af forgöngu- mönnum stóriðjustefnunnar heima fyrir boðar ekki gott.“ Höfundur er fv. alþingismaður. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir um skilafresti á árinu 2003 fyrir launaskýrslur og fleira skv. 92. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Skilafrestur eftirtalinna gagna vegna ársins 2002 hefur verið ákveðinn sem hér segir: I. Til 27. janúar 2003: 1. Launamiðar RSK 2.01 ásamt almennu launaframtali RSK 1.05. Á launamiðum komi meðal annars fram sundurliðaðar upplýsingar um hvers konar greiðslur í formi launa og hlunninda, styrkja, bóta eða annarra tekna svo og greiðslur til verk- taka fyrir efni og vinnu, svo sem áskilið er. 2. Greiðslumiðar vegna lífeyris, tryggingabóta og atvinnuleysisbóta. 3. Hlutafjármiðar RSK 2.045 ásamt samtalningsblaði RSK 2.04. 4. Stofnsjóðsmiðar RSK 2.065 ásamt samtalningsblaði RSK 2.06. Ofangreindur frestur er framlengdur til 7. febrúar 2003, sé gögnum skilað á tölvu- tæku formi samkvæmt færslulýsingu RSK. II. Til 14. apríl 2003: 1. Gögn frá lífeyrissjóðum, líftryggingafélögum og fjármálastofnunum um iðgjöld og framlög launagreiðenda til lífeyrissjóða og til viðbótar-lífeyristryggingar. 2. Greiðslumiðar RSK 2.02 yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981. 3. Greiðsluyfirlit RSK 2.025 yfir hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi, og skattskyldar eru skv. 3. og 6. tölul. 3. gr. laga nr. 75/1981 sem ekki er gerð grein fyrir á þeim skilagreinum RSK, sem taldar eru upp hér að framan. Hér er m.a. átt við þóknanir fyrir þjónustu og greiðslur fyrir afnot eða hagnýtingu einkaleyfa og hvers konar annarra leyfa, rétt- inda eða sérþekkingar. 4. Bifreiðahlunnindamiðar RSK 2.035. 5. Sjávarafurðamiðar RSK 2.055 ásamt samtalningsblaði RSK 2.05. 6. Afurða- og innstæðumiðar RSK 2.075 ásamt samtalningsblaði RSK 2.07. 7. Upplýsingar viðskipti með hlutabréf RSK 2.08 frá fjármálastofnunum. 8. Upplýsingar hlutafélaga um kaupréttarsamninga RSK 2.085. Upplýsingum þessum skal, ef unnt er, skilað á tölvutæku formi samkvæmt færslulýs- ingu ríkisskattstjóra. Sé það ekki gert skal þeim skilað á tilsvarandi eyðublöðum RSK. Reykjavík 3. janúar 2003 Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.