Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ er gamla árið liðið og eins og venjan er komu áramótaávörp okkar þriggja vitringa eins og rúsínan í pylsuendanum. Þó þykir mér einn þeirra hafa misstigið sig, jafnvel brugðist. Leiðtogi helstu trúar- bragða hér á Íslandi, Karl Sigur- björn biskup, gleymdi sér í forn- eskjulegri hræðslu yfir annarri trú og sagði hana heimsógn sem yrði að útrýma. Trú þessi er trúleysið sem hann í orðum hæddi. Ljóst er að Karl gerir sér ekki grein fyrir því að hinn fullkomni afneitari er nær sannri trú en sá, sem gerir hvorki að játa né neita. Orðið trúleysi hefur því miður blekkt margan og leitt þá á sömu villuslóðir og Karl biskup. Trúlausir hafa valið að leggja sína trú á það sem hægt er að treysta á í stað þess trúa í efa á eitthvað sem hugsanlega mun bregðast. Við leggjum því trú okkar á samfélagið og á náungann. Þar er eina himnaríkið að finna, það verðum við að skapa, og þangað get- urðu leitað huggunar. Þegar við hættum að elska tóma ímynd, heil- aga bók og viðarkross þá myndast loks nægilegt pláss í hjartanu til að elska hvort annað. Því er það ekki trúleysi sem ógnar mannlegu sam- félagi heldur einmitt trúin; trúin á trúarbrögð. Það er sú trú að þegar þú tilheyrir einhverju ákveðnu trúarbragði, einhverju ákveðnu liði, þá sértu í raun æðri en hinir. Eins og margoft hefur verið bent á eru trúar- brögð, í mörgum tilfellum, rót heims- vandans. Trúarbrögð skapa fordóma og án fordóma gætu stríð vart geng- ið. Við sem erum trúlaus trúum því að allir menn séu jafnir, og erum trú þeirri sannfæringu. Það gerir Karl Sigurbjörnsson ekki, hvorki í orði né hugsun. Hann talar um það að flestir myndu að vel athuguðu máli velja trúna. Því hafa þeir sem enga trú bera valið trúleysi í einhverjum æðibunugangi eða eru einfaldlega ekki nógu skarpir til að sjá hina réttu lausn. Því telur Karl okkur óæðri samfélagsþegna og það sem meira er; stórhættulega. Ég hef ávallt ver- ið hrifinn af hinu kristna hugarfari og tileinka mér það enn, því þykir mér það miður ef það hefur rykast eitthvað hjá biskupi okkar. Þó munu trúlausir ætíð fyrirgefa þér þennan misskilning, en hvenær ætlarðu að biðjast fyrirgefningar? Dýrð sé náunganum… GUNNAR GUNNARSSON, Reykjasíðu 1, 603 Akureyri. Vitringarnir þrír Frá Gunnari Gunnarssyni ÉG hef leitað þín að undanförnu. Ég hef flett dagblöðum, horft á sjón- varpið og hlustað á útvarp. Mér hef- ur gengið illa að finna þig á þeim vettvangi. Ég hef hugsað mikið um ástæðu þess að illa gekk í prófkjör- inu og hvers vegna þú ert ekki fengin í viðtal í fjölmiðlum þegar verið er að ræða þjóðfélagsmál. Konur hafa skoðanir á mál- efnum líðandi stundar. Þær hafa sínar hug- myndir um þjóð- félagið sem þær búa í og hvernig framtíð þær vilja. Þeirra skoðanir og umræða ná einhverra hluta vegna ekki í nægilegum mæli inn í opin- bera umræðu. Raddir kvenna heyr- ast mun síður en raddir karla þegar kemur að þjóðfélagsmálum. Það er með ólíkindum að þurfa að velta þessu fyrir sér á árinu 2003 og má segja að þessi þróun sé hálfvand- ræðaleg fyrir lýðræðisþjóðfélagið. Í gamlársþætti Silfurs Egils taldi ég 13 karla og 3 konur sem sögðu álit sitt á stjórnmálum ársins sem var að líða. Í umræðuþáttum er oft að sjá eingöngu karlmenn eða kannski eina konu, en helst alls ekki fleiri. Ef þær eru fleiri er vísast verið að ræða svo- kölluð „kvennamál“ sem ég kann ekki að skilgreina hver eru. Skortur á þátttöku kvenna í þjóð- málaumræðu á Íslandi er svo áber- andi og augljós að um tilvist þessa vandamáls verður varla deilt. Þetta er verðugt viðfangsefni fyrir fé- lagsvísindafólk sem gæti reynt að komast að hvað veldur. Það er nauð- synlegt að hvetja konur áfram og reyna að auka veg þeirra í opinberri umræðu. Það ætti ekki að vera óyf- irstíganlegt því konur hafa áhuga og skoðun á því sem viðkemur okkar samfélagi. Þær hafa skoðanir á virkjunarframkvæmdum, kvótakerf- inu, hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið, o.s.frv. Kröftug- ar konur koma að ýmsum þjóðþrifa- málum sem snerta samtíma okkar og móta hann. Þær eru t.d. öflugir þátttakendur í störfum fjölmargra frjálsra félagasamtaka og hafa þann- ig áhrif á umhverfi sitt (Mæðra- styrksnefnd, Íslandsdeild Amnesty International, Hringurinn o.fl.). Þær láta einnig til sín taka á vettvangi at- vinnulífsins og munu vonandi halda ótrauðar áfram að skipa sér í ríkari mæli í framvarðasveit þess. Ekki er vanþörf á því ef haft er í huga hversu fáar þeirra hafa komist í valdastöður innan stærri fyrirtækja. Það væri til verulegra bóta og upplyftingar að fá konur meira inn í umræðuna. Þann- ig yrði hún áhugaverðari og eðli- legri. Ég ákalla konur þessa lands. Stíg- ið fram og látið í ykkur heyra. Ef ekki heyrist í ykkur, hækkið rödd- ina! Einstaklingar eiga að segja skoðun sína og hafa áhrif á samfélag sitt. Ég hvet konur sérstaklega til góðra verka á nýju ári og megi þátt- taka þeirra í þjóðmálaumræðunni skila sér í spennandi kosningum. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Kona, hvar ertu? Frá Guðrúnu Ólafsdóttur Guðrún Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.