Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 36
HESTAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir heimsmeistaramótið í Herning Við bjóðum eftirfarandi: Bílaleigubílar á ótrúlega hagstæðu verði. Hafið samband í síma 456 3745 eða á heimasíðu okkar fylkir.is Fylkir • Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa. www.fylkir.is Á mótssvæði •Húsbíla og hjólhýsi, 2ja til 7 manna. • Höfum tryggt stæði fyrir húsbíla og hjólhýsin á besta stað mótssvæðis. Í Herning •Hótelherbergi fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Í nágrenni við Herning • Sumarhús af öllum stærðum og gerðum. •Bjóðum auk þess úrval sumarhúsa fyrir hópa sem vilja vera saman í götu eða hverfi. Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI Í UMFJÖLLUN um vígslu nýju reiðhallarinnar á Hólum í Hjaltadal fyrir skömmu var sagt að með til- komu Hólahallarinnar væru reiðhall- irnar orðnar fimm talsins á Norð- vesturlandi sem ekki er allskostar rétt því í upptalningu hefði reiðhöllin á Þingeyrum gleymst en hún var byggð um svipað leyti og eldri höllin á Hólum og hefur verið mikið notuð. Þá bárust einnig upplýsingar um að búið væri að byggja reiðskemmu á Siglufirði og væri það hestamanna- félagið Glæsir þar í bæ sem ráðist hefði í það stórvirki. Er það í rauninni athyglisvert framtak því félagið er með þeim minnstu á landinu. Að sögn Sævalds Gunnarssonar, gjaldkera félagsins, höfðu þeir um nokkurn tíma velt því fyrir sér hvort ekki væri brýn þörf fyrir þá að fá einhverja inniaðstöðu til þjálfunar hrossanna því eins og menn vita geti verið mjög snjóþungt á Siglufirði og fyrir komið að menn hafi jafnvel þurft nánast að grafa hrossin upp úr snjónum eins og Sæ- valdur orðaði það. „Það var svo fyrir tæpum tveimur árum að við uppgötvum að til voru stálbitar í skemmu hjá fyrirtæki hér í bæ og kviknaði þá sú hugmynd að byggja reiðskemmu. Voru menn ekkert að tvínóna við hlutina og í júní eða júlí 2001 var hafist handa við framkvæmdir og í október sama ár var skemman tilbúin eitthvað um 14 metrar á breidd og 25 metrar á lengd. Allt var þetta unnið í sjálf- boðavinnu,“ segir Sævaldur og upp- lýsir aðspurður að útlagður kostnað- ur við skemmuna hafi verið eitthvað innan við tvær milljónir króna. Hann segir að þótt skemman sé ekki stór nýtist hún prýðilega til dæmis í tamningar en vissulega hamli það fullkominni nýtingu að menn kunni ekki nægjanlega að vinna með hross við slíkar aðstæður. Var fenginn reiðkennari frá Akur- eyri til að leiðbeina þeim um notkun skemmunar og hefði áhugi fyrir henni glæðst nokkuð eftir það. Skemman var sambyggð litlu félags- heimili og einnig hefur verið byggt gerði tengt skemmunni. Í sumar voru haldnir Hátíðisdagar hestmanna á Tröllaskaga en það er sameiginleg skemmtun hestamanna- félaganna Gnýfara á Ólafsfirði, Svaða í Fljótum og Hofsósi og Glæsis á Siglufirði og upplýsir Sæ- valdur að þá hafi verið haldinn ágæt- ur dansleikur í skemmunni. „Þá var einnig byggður hringvöllur á svæði félagsins og þegar við höfum rétt úr kútnum eftir þá framkvæmd stendur til að gera skeiðbraut samhliða hon- um,“ upplýsir Sævaldur og hann heldur áfram „það er góð uppsveifla í félaginu um þessar mundir. Fyrir nokkrum árum voru að ég held þrír sem stunduðu hestamennsku hér á Siglufirði að einhverju ráði en í dag segjum við á hátíðis- og tyllidögum að félagar séu um 60. Það er mikið af nýju fólki í félaginu sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref í hesta- mennskunni og því óhætt að segja að góður uppgangur sé í hestamennsk- unni á Siglufirði um þessar mundir. Og svo má geta þess að við héldum firmakeppni á árinu og leituðum til fyrirtækja í bænum um þátttöku og voru viðtökurnar slíkar að segja má að við höfum komið hálfgrátklökkir af fundi þeirra,“ segir Sævaldur og kímir í lok viðtalsins. Sjö hallir á Norðvesturlandi HÚN var sláandi fréttin um jörpu hryssuna sem bókstaflega var sprengd út í buskann fyrsta laugar- dagskvöld ársins þegar eigandinn, Axel Jón Birgisson, fór í léttan útreið- artúr niður að Elliðaárstíflunni og hugðist æja um stund við „löggiltan“ áningarstað við enda stíflunnar þegar sprengd var svokölluð tívolíbomba, í þann mund er hann hugðist stíga af baki skammt frá nærliggjandi íbúðar- húsi. Sagði Axel að hryssan hefði bók- staflega ærst við þessi ósköp. Og með það sama var hún horfin út í myrkrið. Síðan þetta gerðist hefur staðið yf- ir linnulaus leit að heita má að hryss- unni. Eftir því sem næst verður kom- ist rauk hún Vatnsendaveginn meðfram uppistöðulóninu ofan stífl- unnar, yfir gömlu brúna yfir Elliða- árnar og yfir Breiðholtsbrautina. Sást til hennar þegar hún rauk stjórnlaust í átt að Rauðavatni þar sem menn reyndu að stöðva hana sem reyndist gersamlega útilokað, að sögn Axels og þar með var hún horfin. Búið er að fínkemba svæðið frá Kald- árseli í suðri og alveg norður Mos- fellsheiði og allt svæðið vestur að Fákssvæðinu. Þá hefur verið flogið yfir svæðið en allt hefur þetta verið án árangurs. En þessi leiða frétt er því miður ekkert einsdæmi og um nýliðin ára- mót hafa borist fregnir af því að hest- ar og hundar hafi horfið, væntanlega í ofsahræðslu vegna flugelda. Þrjú hross fórust í Skagafirði, slys urðu á fólki og bifreiðar skemmdust undir Hafnarfjalli sem kunnugt er af frétt- um. Hér eru ótalið allt „minniháttar“ ónæði sem hestamenn hafa hlotið af sprengingum þar sem fólk er að detta af baki og skráma sig eða hestar að rjúka með fólk og svo framvegis en það yrði langur listi. Tíu hross dauð uppi á jökli Þá eru í fersku minni dæmi þegar hross hurfu frá Oddsstöðum í Lund- arreykjadal og fleiri bæjum fyrir tveimur árum. Sigurður Oddur Ragn- arsson, bóndi þar á bæ, telur sig hafa misst tíu hross sem ruku stjórnlaust upp á Ok þar sem þau drápust. Hrossin fundust ekki fyrr en komið var fram í mars og hafði þá verið eytt ómældum tíma í að eltast við hross og leita víða á þessu svæði milli upp- sveita Borgarfjarðar og Oks. Telur Sigurður tímabært orðið að setja ein- hverjar hömlur á þessa sprengi- gleidd. Sem dæmi nefndi hann að glöggt megi greina bæði sprengi- drunur og glampa frá höfuðborgar- svæðinu upp í Lundarreykjadal þeg- ar sprengingar standa sem hæst um áramótin. Nýjar fjáraflaleiðir fyrir björgunarsveitir „En þetta er erfitt við að eiga, okk- ur dýraeigendum finnst við vera í minnihluta, fjöldinn virðist vilja taumlausar sprengingar og því meiri sprengingar því meiri gleði,“ segir Sigurður og bætir við að finna þurfi nýjar leiðir til að fjármagna rekstur björgunarsveita, þetta séu hálfgerð öfugmæli orðin og benti hann á nýlegt dæmi þar sem brennd var ný jeppa- bifreið í eigu björgunarsveitar á „vel heppnaðri“ flugeldasýningu sveitar- innar. „Þetta er held ég farið að verða hálfgerð villimennska og ekki í nein- um takti við alla þá dýraverndarhug- sjón og umhverfisvænleika sem auknu fylgi á að fagna og ræður ríkj- um í orði en ekki alltaf á borði,“ sagði Sigurður. Um þessi áramót voru hross einnig á ferðinni í Lundarreykjadal og sagð- ist Sigurður vita til þess að á Gull- berastöðum hafi hross hlaupið í gegn- um tvennar girðingar og væru nú einhvers staðar á svæðinu milli Lund- arreykjadals og Oks og væri verið að leita að þeim. Þá er eflaust mörgum í fersku minni þegar hross ruku upp á Skarðs- heiði og enduðu þar í sjálfheldu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þurfti í því tilfelli að kalla út björg- unarsveitir og dýralækni til að ná hrossunum niður. Voru þau sprautuð með deyfilyfi áður en reynt var að hefja niðurgönguna. Á Snæfellsnesi hefur margsinnis komið fyrir að hross hafi rokið til fjalla og í einu til- felli fundust þau ekki fyrr en sumarið eftir. Þá hafa hross frá Höfnum í Melasveit rokið upp í Hafnarfjall þar sem ekki var stingandi strá að finna og hírðust þar við sult í einhvern tíma. Ónefnd eru öll þau óþægindi sem hestar og hestamenn verða fyrir í hesthúsahverfum í eða við þéttbýli á þessum tíma sem sprengingar standa yfir. Þar eru sjálfar áramótaspreng- ingarnar ekki stóra vandamálið. Þá eru hrossin lokuð inni í húsi og hafa hestamenn gjarnan kveikt ljós til að minnka áhrif af glömpum sprenging- anna og gott þykir einnig að hafa hátt stillt útvarp í gangi sem dregur úr há- vaðanum frá sprengingunum. Það eru hinar stöku sprengingar sem byrja að heyrast jafnvel fyrir jól og skjóta öðru hvoru upp kollinum allt fram yfir 6. janúar. Áhættusamt get- ur verið að bregða sér á bak á þessum tíma því aldrei er að vita hvar eða hvenær verður sprengt. Reglur segja að einungis megi sprengja frá 27. desember til og með 6. janúar og þykir mörgum hesta- manninum orðið tímabært að setja mun þrengri skorður á þau tíma- mörk. Það mun ekkert launungarmál að sprengigleði Íslendinga hefur aukist verulega síðustu árin þótt heldur hafi dregið úr sölu síðustu tvö árin en á ár- unum frá 1990 til 2000 átti sér stað veruleg söluaukning ár frá ári. Hvergi í heiminum virðist notkun á flugeldum yfir áramót almennari en hér á Íslandi og upplýsti Ólafur Jóns- son hjá Landsbjörg að milli 60 til 70% landsmanna keyptu sér sprengitól í einhverri mynd og væri það margfalt meira en í öðrum löndum. Það er því engum blöðum um að fletta að Íslend- ingar vilja sprengjuregn um áramót en að sama skapi þykir mörgum orðið nóg um og þar eru dýraeigendur vafalaust í meirihluta. Það er vissulega viðkvæmt mál að stór hluti ágóðans af flugeldasölu skuli renna til björgunarsveita sem að sögn fjármagna lungann af sínum tækjakaupum með þessum fjármun- um. Það veitir landsmönnum vissu- lega öryggiskennd að vita af vel bún- um björgunarsveitum en fer ekki sú góða kennd að verða blendin þegar fylgifiskur þessarar fjáröflunar er eins og fréttir síðustu daga bera með sér? Flugeldar valda stórum skaða hjá hesteigendum Morgunblaðið/RAX Hross geta bókstaflega ærst þegar þau fælast flugelda og geta vaðið svo tugum kílómetra skiptir stjórnlaust fram. Leita þau þá ávallt upp á við, eins og myndin hér sýnir þegar hross ruku upp í Skarðsheiði fyrir nokkrum árum og voru handsömuð í sjálfheldu við fjallstopp. Hestar og flugeldar eiga litla samleið og um hver áramót berast fréttir af atvikum þar sem hross og önnur dýr ærast af flugeldum. Valdimar Kristinsson velti því fyrir sér eft- ir fréttir undanfarna daga hvort ekki sé nóg komið af sprengjugleði landans og tíma- bært sé að stemma stigu við þessum öfgum. vakri@mbl.is BOÐIÐ verður til veglegrar veislu á bænum Ármóti í Vestur-Land- eyjum á laugardag þegar vígð verður formlega glæsileg uppbygg- ing á staðnum sem staðið hefur í tvö ár. Og það er hvorki meira né minna en öllum landsmönnum sem verður boðið til veislunnar og að sögn Haf- liða Halldórssonar, sem veitir staðnum forstöðu, verður opnað klukkan 14 og mun veislan standa til klukkan 22. Formleg dagskrá hefst klukkan 17 með því að Guðni Ágústsson opnar staðinn með form- legum hætti en síðan verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði og að sjálfsögðu veglegar veitingar. Vígsluhátíð á Ármóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.