Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 11 BRESKA leiguflugfélagið Astraeus, sem annast mun flug fyrir Iceland Express milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar og London, var stofnað í apríl á síðasta ári. Það hefur nú fjór- ar þotur í rekstri og bætir þeirri fimmtu við á næstunni. Flestir starfsmanna hafa langa reynslu úr fluginu og gengust sex stærstu hlut- hafarnir fyrir stofnun þess eftir að margir höfðu misst vinnu hjá öðrum flugfélögum í kjölfar samdráttar í flugi eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Einn stofnendanna, John Mahon, er flugrekstrarstjóri og yfirflugstjóri félagsins en hann var áður yfirflug- stjóri hjá breska lágfargjaldaflug- félaginu Go. Byrjuðu með tvær þotur „Við hófum starfsemi í apríl á síð- asta ári eftir undirbúning frá því í desember 2001, byrjuðum með tvær þotur og bættum fljótlega tveimur við,“ segir John Mahon í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að eftir uppsagnir og samdrátt í flugi hafi margt sérhæft starfsfólk verið verk- efnalaust og talsvert framboð á flug- vélum. Menn hafi hóað sig saman og úr varð að ráðast í stofnun félagsins og leigja vélar. Var það gert með að- stoð fjárfestingarfélags, sem hann sagði ekki hafa komið nálægt flug- rekstri áður, og taldi það frekar kost en galla. Hann segir hluthafana sex ráðgera að bjóða fleiri starfsmönn- um aðild að félaginu enda hafi sumir starfsmanna jafnvel yfirgefið örugg- ar stöður og gengið til liðs við hið nýja félag. „Okkur tókst að fá nauð- synleg leyfi flugyfirvalda á fimm vik- um, sem yfirleitt tekur þrjá mánuði, og er skýringin einkum sú að við er- um með reynt fólk á öllum sviðum sem kann sitt fag.“ Eingöngu í flugrekstri John Mahon segir ráðgert að bæta einni þotu við fljótlega eftir að Ís- landsflugið hefst í lok febrúar og síð- an tveimur til viðbótar síðar á árinu. Flugvélarnar eru af gerðinni Boeing 737, bæði 300- og 700-gerðirnar, og taka þær 148 farþega. Starfsmenn Astraeus eru 192 og þar af eru flug- liðar um 140. Félagið sinnir ein- göngu flugrekstri fyrir ferðaheild- sala eða ferðaskrifstofur, þ.e. er ekki sjálft með sölustarfsemi, heldur út- vegar vélar og áhafnir og sér um við- hald og tryggingar þeirra. Iceland Express hefur eigið flugþjónustufólk en hjá öðrum aðilum sem Astraeus flýgur fyrir eru flugfreyjur og flug- þjónar starfsmenn flugfélagsins. „Höfuðstöðvar okkar eru í Eng- landi og við fljúgum mest til landa við Miðjarðarhafið, m.a. Portúgals, Spánar, Ítalíu, Egyptalands og lítils háttar til Tyrklands og svo má nefna Gambíu í Vestur-Afríku,“ segir yfir- flugstjórinn og bætir við að nokkrar ferðir hafi verið farnar til Múrmansk með lax- og silungsveiðimenn. „Það er fyrir ferðaskrifstofu í Bretlandi sem sérhæfir sig í slíkum ferðum og þegar þeir vissu að við myndum fljúga til Íslands veit ég að hann hef- ur áhuga á að þreifa fyrir sér með að selja veiðimönnum Íslandsferðir.“ Yfirflugstjórinn dvaldi hér á landi í nokkra daga í síðustu viku til að ganga frá ýmsum atriðum varðandi flugreksturinn hér en félagið setur í raun upp stöð í Keflavík þegar flugið hefst og þar verður heimahöfn einn- ar þotu félagsins. Flugmenn munu þá dvelja hér nokkra daga í senn og sinna fluginu til Kaupmannahafnar og London. Ólík uppbygging flugfélaga En hver er skýringin á því að sum flugfélög, oft ný svonend lágfar- gjaldafélög, geta boðið lægri fargjöld en rótgróin flugfélög? John Mahon segir það einkum vegna þess að uppbygging þeirra sé ólík. Rótgrónu félögin reki umfangsmikla sölu- starfsemi og þjónustu sem kosti miklar fjárfestingar. Boðið sé upp á mat og drykk í flugvélunum og far- þegar eigi kost á dvöl í þægilegum biðstofum á flugvöllum. Allt þetta kosti sitt. Einnig bendir hann á mikinn mun á bókunarkostnaði. Þegar sæti er bókað á Netinu segir hann kostnað vera kringum 260 krónur en þegar það sé gert með símtali við sölumann flugfélags sé kostnaðurinn um 1.500 krónur. Allt þetta skipti máli í rekstrarkostnaði. Telur hann að þró- unin verði sú næstu árin að öll flug- félög muni leggja mun meiri áherslu á að draga úr slíkum kostnaði og bjóða í staðinn lægri fargjöld. Þá segir hann að lággjaldaflugfélög hafi víðast hvar ekki tekið mjög mikið frá öðrum flugfélögum heldur miklu fremur gefið fleirum kost á að ferðast, ellilífeyrisþegum og tekju- lágu fólki sem ekki hefur getað veitt sér slíkan munað fyrr. Breska leiguflugfélagið Astraeus flýgur fyrir Iceland Express Morgunblaðið/Árni Sæberg Breski flugstjórinn John Mahon er yfirflugstjóri og flugrekstrarstjóri Astraeus, sem flýgur fyrir Iceland Express. Ein af fimm þot- um eingöngu í Íslandsfluginu EKKI er útilokað að íslenskir flug- menn geti fengið störf hjá flug- félaginu Astraeus. John Mahon, flugrekstrarstjóri og yfirflug- stjóri, segir að ráða þurfi nokkra nýja flugmenn síðar á árinu þegar tvær til þrjár flugvélar bætast í flotann. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá íslenskum flugmönnum. Um það bil 50 íslenskir flug- menn eru nú atvinnulausir og seg- ir Jóhann Þ. Jóhannsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, allsendis óvíst hversu mag- ir þeirra muni fá vinnu á ný í sínu fagi á næstunni. Tveir hafa ráðið sig til Grikklands og hann segir að með sumaráætlun Flugleiða muni fyrirtækið trúlega bæta við sig kringum 20 flugmönnum. Flug fé- lagsins til New York hefst eftir hlé 15. mars. Flestir þeirra sem nú eru atvinnulaustir störfuðu hjá Flug- leiðum. Jóhann segir að eftir fund með forráðamönnum Flugleiða í síðustu viku sé ekkert fast í hendi með ný verkefni í leiguflugi eða fraktflugi en þeirra sé leitað. Ráða hugs- anlega íslenska flugmenn Í FJÓRUM af tólf ráðuneytum íslensku stjórn- sýslunnar eru settir ráðuneytisstjórar við stjórnvölinn en ekki skipaðir. Munu menn vera settir í embætti ráðuneytisstjóra til að brúa tímabundið bil, t.d. þegar skipaður ráðuneyt- isstjóri hverfur til tímabundinna starfa erlend- is. Til að brúa slíkt bil hefur ráðuneytisstjóri í heilan áratug verið settur í embætti í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Kristján Skarphéðinsson er settur ráðuneyt- isstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti frá ára- mótum, þá er Hermann Sæmundsson settur ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti, Halldór S. Kristjánsson í samgönguráðuneyti og Guð- mundur Árnason í menntamálaráðuneyti. Ólafur Davíðsson, skipaður ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, segir að meginreglan sé sú að skipað sé í embætti ráðuneytisstjóra. Í öllum tilvikunum sem um ræðir sé um tímabundið fyr- irkomulag að ræða og ákveðnar ástæður liggi að baki. Tímabundin störf erlendis „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að setning sé takmörkuð í tíma. Sú staða getur komið upp ef starfsmenn hverfa tímabundið til starfa er- lendis að það þurfi að setja tímabundið í emb- ætti þeirra á meðan. Það er t.d. kveðið á um það í samningum um Norðurlandasamstarf að fari menn til starfa á norrænum vettvangi eigi þeir rétt á því að snúa aftur í sitt fyrra starf,“ segir Ólafur. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytis, var upphaflega skipaður ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Þegar hann fór til starfa hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel árið 1993 var Þorkell Helga- son, nú orkumálastjóri, settur ráðuneytisstjóri. Síðan hafa mannaskiptingar verið tíðar, Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka, var settur ráðuneytisstjóri árið 1996, Þórður Frið- jónsson, framkvæmdastjóri Kauphallar Íslands, tók við 1998 og ári síðar Þorgeir Örlygsson, nú dómari við EFTA-dómstólinn. Um áramótin var Kristján Skarphéðinsson loks settur ráðu- neytisstjóri og mun hann gegna starfinu út árið. Björn Friðfinnsson var færður í dómsmála- ráðuneyti um áramótin 1998–1999, en þá voru miklar tilfærslur gerðar í stjórnsýslunni. Þor- steinn Geirsson var færður úr dómsmálaráðu- neyti í sjávarútvegsráðuneytið og Árni Kol- beinsson, nú hæstaréttardómari, fór úr sjávarútvegsráðuneyti í fjármálaráðuneyti. Flutningur Björns í dómsmálaráðuneytið var til fimm ára og mun því tímabili ljúka um næstu áramót. Ólafur segir að Björn flytjist þá að óbreyttu aftur yfir í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti. Kristján Skarphéðinsson hafi verið settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, til að brúa bilið þarna á milli. Sam- kvæmt núgildandi lagaákvæðum eru ráðuneyt- isstjórar settir til fimm ára í senn, en Björn Friðfinnsson var skipður ráðuneytisstjóri áður en þau ákvæði tóku gildi og er skipun hans því ótímabundin. Lögum samkvæmt á að auglýsa stöður ráðuneytisstjóra og skipa í þær. Ólafur bendir á að setning Guðmundar Árna- sonar í embætti ráðuneytisstjóri í menntamála- ráðuneyti gildi eingöngu til 15. mars. Guðríður Sigurðardóttir, skipaður ráðuneytisstjóri menntamála, hafi tekið við stöðu forstöðumanns Þjóðmenningarhúss tímabundið í sex mánuði í haust og setning Guðmundar sé þannig tíma- bundin ráðstöfun. „Meginreglan er sú að ráðuneytisstjórar eru skipaðir í embætti og henni á að fylgja. Það verða að vera einhverjar raunverulegar ástæð- ur fyrir því að sett er í starf og ég tel að í þess- um tilvikum sem núna eru uppi séu raunveru- legar ástæður fyrir því. Það er fyrirsjáanlegt hvenær það breytist og þá verður skipað í þessi embætti,“ segir Ólafur. Óvenjumargir ráðuneytis- stjórar settir en ekki skipaðir Tímabundnar ráð- stafanir og ákveðnar ástæður að baki þeim VELFERÐARSJÓÐUR barna stefnir að því að koma upp hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn í Kópavogi. Ingi- björg Pálmadóttir, framkvæmda- stjóri sjóðsins, segir að búið sé að sé að fá styrk frá ríkinu til reksturs heimilisins. Enn eigi eftir að ganga frá samningum vegna húsnæðis en hún vonar að því ljúki fljótlega. Ingibjörg segir að húsnæðið sem um ræðir hafi áður tilheyrt Kópa- vogshæli en standi nú autt. „Það ætlum við að endurbyggja ef við fáum til þess tilskilin leyfi.“ Húsið stendur neðst niðri við voginn. „Þetta er fyrir börn sem eru langveik og þurfa hvíld og end- urhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ekki væri alltaf þörf á að þessi börn legðust inn á spítala. Bæði börn og foreldrar fengju þannig hvíld og endurhæfing væri fyrir hendi fyrir þau sem það þyrftu. Gert er ráð fyrir að tíu til fjórtán börn geti bú- ið á heimilinu samtímis. Stjórn sjóðsins hefur undirbúð verkið í samvinnu við Umhyggju, stuðningsfélag langveikra barna. Rekstrar- styrkur tryggður Húsnæði fyrir langveik börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.