Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 31 ✝ Anna JóhannaÓskarsdóttir fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 20. des- ember 1929. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 3. janúar síðastliðinn. Anna var dóttir hjónanna Óskars Níelssonar, hrepp- stjóra og bónda í Svefneyjum á Breiða- firði, f. 1895, d. 1985 og Önnu Jóhönnu Magnúsdóttur hús- móður, f. 1894, d. 1930. Móðir Önnu lést 16 dögum eftir fæðingu hennar og gekk þá Ingibjörg Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 1883, d. 1958, henni í móðurstað. Seinni kona Óskars var Guðríður Sveinbjarnardóttir húsmóðir, f. 1912 d. 1988. Alsystir Önnu er Guðný Jóhanna, f. 1927. Hálfsystkini samfeðra eru Jón, f. 1937, Þórkatla, f. 1939, Ólafur, f. 1942, d. 1953 og Níels, f. 1944. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er Elís Kristjánsson, húsasmíða- meistari, f. 8.5. 1926. Þau gengu í hjónaband 8. nóvember 1952. Börn Önnu og Elísar eru: 1) Ólafur, sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyj- um, f. 24.7. 1953, kvæntur Stellu Skaptadóttur, f. 11.9. 1953. Börn þeirra eru: Sjöfn, f. 1976, Skapti Örn, f. 1980 og Hlín, f. 1989. 2) Anna Björg kennari, f. 10.2. 1959, gift Stefáni Jóhanni Björnssyni, f. 10.11. 1957. Börn þeirra eru: Stef- án Jóhann, f. 1997 og Anna Mar- grét, f. 1998. 3) Atli Þór, f. 10.5. 1964. Sonur hans er Óskar Máni, f. 1992, en heimili Önnu og Elísar hefur verið annað heimili hans. 4) Hlynur, fjármála- stjóri Flugfélags Ís- lands, f. 22.11. 1965, kvæntur Arndísi Ólafsdóttur, f. 11.5. 1972. 5) Trausti, deildarstjóri tölvu- deildar VÍS, f. 25.11. 1966, í sambúð með Sif Þórsdóttur, f. 6.9. 1966. Sonur þeirra er Elís Þór, f. 2002. Anna ólst upp til níu ára aldurs í Svefneyjum á Breiðafirði hjá föður sínum og stjúpu, en þá flutti fjölskyldan til Flateyjar og er Anna þar til 15 ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Vetur- inn 1945–46 stundaði Anna nám við Húsmæðraskólann í Hvera- gerði. Að námi loknu vann Anna við saumaskap hjá saumastofunni Feldinum í Reykjavík en hélt síðan utan til Englands 1948 og var þar au-pair í eitt ár. Er Anna kom heim til Íslands hóf hún aftur störf hjá Feldinum. Fljótlega veiktist hún af berklum og fór á Vífilsstaði, þar sem hún var á árunum 1950– 1951 og síðar á Reykjalundi á ár- unum 1951–1953. Á Reykjalundi kynntist Anna eftirlifandi eigin- manni sínum og gengu þar í hjóna- band árið 1952. Anna var alla tíð mikil barna- kona og unni fjölskyldu sinni ákaf- lega mikið. Hún var heimavinn- andi þar til yngstu strákarnir voru komnir á unglingsár, eftir það starfaði hún um árabil á leikskól- anum Bakkaborg í Breiðholti. Útför Önnu verður gerð frá Breiðholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það voru vissulega forréttindi að fá að kynnast þér, Anna mín, og fæ ég þér ekki fullþakkað fyrir þá ást og umhyggju sem þú gafst mér. Ég minnist þess ætíð er ég hitti þig fyrst á afmælisdegi þínum fyrir sex árum. Þessum óvænta gesti tókst þú opnum örmum og frá þér streymdi kærleikur og hlýja sem fékk mig fljótt til að gleyma taugaóstyrk mín- um. Síðar áttaði ég mig á því að þessi stund var lýsandi fyrir þig, svo opinská, einlæg og hjartahlý. Fjölskyldan var þér afskaplega mikilvæg og komstu fram við börnin þín með ást og umhyggju, barna- börnin áttu alltaf samastað hjá þér og tengdabörnunum tókstu sem þín- um eigin. Þú fylgdist áhugasöm með lífi fjölskyldumeðlimanna, áttir allt traust þeirra og til þín var gott að leita ráða – þú aðstoðaðir okkur hjónin þegar við fluttum í nýtt hús- næði og af þinni smekkvísi gafstu okkur góð ráð. Ánægjulegar minn- ingar streyma fram, ótal stundir við skrjáf og dundur í sumarbústaðn- um, ógleymanleg hundasleðaferð á Grænlandi, óborganleg helgarferð til Færeyja og sá yndislegi tími sem við áttum saman á Kanaríeyjum, auk óteljandi stunda í Fitjasmáran- um þar sem eftirminnilegir gullmol- ar þínir hljómuðu – ekki er hægt að laga kaffi án þess að hafa eftir þín fleygu orð „eigum við ekki að laga okkur gott kaffi“ eða kveðjuorð þín hvern sunnudag „síðan er það alvara lífsins á morgun“. Elsku Anna, þú gafst mér svo mikið, þú mótaðir ým- is viðhorf mín til góðs, gafst mér skilyrðislausa ást og sýndir mér í verki að fjölskyldan er það mikil- vægasta sem til er í lífinu. Alvara lífsins heldur áfram, þótt við sitjum eftir með tómleikatilfinningu í hjört- um okkar mun minningin um þig verma okkur þar til við að lokum komum öll saman á ný með viskuna um leyndardóm lífsins, og þá von- andi komumst við að því hvort gam- alt eða nýtt brauð ristist betur. Þín tengdadóttir, Arndís (Addý). Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Með þessum orðum kveðjum við ástkæra, hlýja og umhyggjusama tengdamóður og ömmu. Sif og Elís Þór. Hún elsku amma Anna er dáin. Ég á afar erfitt með að sætta mig við það að hún sé farin og ég trúi því varla. Ég átti dýrmæta stund með ömmu á gamlársdag sem ég mun aldrei gleyma. Við spjölluðum um jólin og heima og geima, eins og venjulega, svo faðmaði hún mig og kyssti og hvíslaði í eyra mitt að ég skyldi ekki gera neina vitleysu í líf- inu. Hefði ég vitað að þetta yrði síð- asta samtalið okkar ömmu þá hefði ég sagt henni svo margt, en ég geri það þegar við hittumst á ný. En ég mun hugsa mig vel um í hvert skipti sem ég tek einhverjar ákvarðanir varðandi lífið og ekki gera neinar vitleysur. Þegar ég hugsa um ömmu koma margar, fallegar minningar upp í huga mér. Við amma og afi áttum margar yndislegar stundir saman í Forna og Fitja sem ég mun aldrei gleyma og tilhugsunin um að amma muni aldrei hringja í mig til að spjalla eða bjóða mér í góðan kaffi- sopa til sín, er nánast óbærileg. En nú veit ég að hún amma Anna er hjá honum Óla litla bróður sínum sem hún talaði svo oft um og saknaði. Ég kveð elsku ömmu mína með miklum söknuði. Ég þakka fyrir allt sem hún gaf mér og allar stundirnar sem við áttum saman. Í minningunni eru þær ómetanlegar. Ég bið góðan guð að passa og styrkja elsku afa Ella minn á erfiðum tímum. Þín sonardóttir, Sjöfn. Elsku amma. Nú ert þú farin til englanna og hætt að vera veik. Okkur fannst allt- af svo gaman að fara í heimsókn til þín og afa. Við vitum að þú fylgist með okkur hjá Guði og englunum. Með þessu fallega ljóði viljum við kveðja þig. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Við söknum þín. Anna Margrét og Stefán Jóhann. Elsku amma mín. Núna ertu farin til Guðs, og ég veit að þér líður betur þar en hérna niðri hjá okkur. Það verður samt svolítið skrítið að koma í heimsókn til afa Ella í Fitjasmárann því þú verður ekki þar að prjóna, hekla eða bara að dunda þér eitthvað eins og þú varst alltaf vön að gera þegar við komum til þín. Mér finnst ég vera svo heppin að hafa fengið að kynnast þér svona vel því ég á eftir að geta montað mig af þér vegna þess að þú varst ein af merkilegustu manneskj- unum í lífi mínu. Þú varst svo flink í höndunum og það varst þú sem kenndir mér allan saumaskap. Þú munt alltaf vera fallegasta og flink- asta amman í öllum heiminum. Ég man þegar ég, mamma og pabbi komum í heimsókn til þín ann- an janúar áður en við fórum heim til Vestmannaeyja. Þá vorum við að tala við þig og þú brostir svo fallega til mín og horfðir á mig, það þótti mér mjög dýrmætt. Um nóttina fórst þú til himna. Þegar mamma sagði mér frá því varð ég rosalega sorgmædd og döpur. En svo hugsaði ég til allra góðu minninganna sem við áttum saman og þannig hugsa ég enn til þín. En núna verð ég að kveðja þig í síðasta sinn og geri ég það með söknuði í hjartanu mínu. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af hon- um afa Ella því við munum öll hugsa vel um hann. Góða ferð og sjáumst seinna elsku amma mín. Ástarkveðja. Þín sonardóttir. Hlín. Með hækkandi sól og nýju ári eru ákveðnar væntingar varðandi fram- tíðina í huga okkar mannanna. Við lítum jafnframt yfir farinn veg og minnumst lifandi og liðinna sam- ferðamanna. Þegar ég frétti að Anna Björg vinkona mín hefði misst elskulega móður sína og nöfnu 3. janúar setti mig hljóða um leið og ómetanlegar og sérstæðar minning- ar um Önnu sóttu á hugann. Ég kynntist fjölskyldu Önnu í uppvexti mínum í Breiðholtinu þeg- ar ég varð vinkona Önnu Bjargar dóttur hjónanna Önnu og Elísar. Á þeim árum bjó fjölskyldan fyrst á Tungubakka en síðar var tekið í hamar og sög og byggt hús við Fornastekk 3 og hvíldi þungi bygg- ingarinnar á Önnu og Elís sjálfum enda dugnaðarfólk og framsýnt. Þetta framtak þeirra hjóna kom síð- ar tveim elstu börnum þeirra vel þegar þau hófu búskap í lítilli kjall- araíbúð hússins. Átti ég sjálf eftir að eiga margar eftirminnilegar stundir með fjölskyldunni í þessu ágæta húsi enda ríkti einhugur og virðing meðal heimilisfastra. Anna var mikil móðir og húsmóðir enda afar óeigingjörn og kærleiks- rík. Á þessum árum var algengt að mæður væru heimavinnandi og nutu börn Önnu þess í ríkum mæli og við vinir þeirra líka. Það er mjög mikils virði og verður seint fullþakkað að eiga athvarf hjá góðu fólki. Anna var af þeirri kynslóð kvenna sem sá til- gang í húsmóðurhlutverkinu og vildi að börnin hennar ættu öruggt og friðsælt skjól í ylríkum móðurfaðmi á heimili þar sem ríkti samlyndi á milli foreldra og barna. Það er mik- ilvægt að gæta bús og barna og Anna og Elís skildu bæði tilgang þannig lífsstíls. Fjölskyldusamheldni og velferð barna þeirra var þeim hjónum mik- ilvægt kappsmál. Elís og Anna voru mjög samrýnd. Hann hæglátur og dulur, reyndar einstakt ljúfmenni auk þess að vera listasmiður og hag- ur mjög. Anna var einnig hæglát en hafði gaman af broslegum hliðum tilverunnar og listamaður í höndum þegar kom að hvers kyns hannyrð- um og listmunum. Anna hafði mikla yfirsýn enda afar skarpur og athug- ull einstaklingur. Bæði höfðu gaman af veru í góðra vina hópi og hin síð- ari ár áttu Anna og Elís það til að bregða sér til sólarlanda og nutu vel. Anna starfaði um tíma sem dag- móðir í uppvexti eigin barna auk þess að gæta barna á leikskóla eftir að hennar börn uxu úr grasi. Ást hennar og virðing við börn kom ekki bara fram við eigin börn heldur jafn- framt við þau börn sem henni var trúað fyrir eða komu á annan hátt inn í tilveru hennar. Í seinni tíð komu barnabörnin hvert af öðru og nutu kærleika Önnu og lífsþroska. Ég hitti Önnu á heimili Önnu Bjarg- ar og gat Anna ekki leynt gleði sinni yfir barnabörnunum Stefáni Jó- hanni og Önnu Margréti og naut hún þess að fylgjast með vexti þeirra og þroska. Ég minnist þess þegar ég hitti Önnu eitt sinni á gangi alsæla með Stefán Jóhann dótturson sinn í vagni að talið barst að Önnu Björgu. Anna trúði mér fyrir því að það hefði glatt sig meira en orð fá lýst þegar dóttir hennar hefði ákveðið að ger- ast kennari þar sem Anna áleit að hún hefði kannski ofboðið henni með öllum áhuga sínum fyrir börnum í gegnum tíðina. Þær mæðgur voru mjög nánar og miklar vinkonur enda ríkti á milli þeirra einstakur skiln- ingur og virðing. Sökum breyttra aðstæðna okkar allra hefur verið minna um heim- sóknir í seinni tíð en ég hefði kosið. Síðast hitti ég þær mæðgur saman ásamt barnabörnunum og tengda- móður Önnu Bjargar á sólríkum vordegi í garðinum hjá Stefáni og Önnu Björgu. Við horfðum á börnin leika sér og spjölluðum um lífið og tilveruna. Ég frétti ekki af erfiðum veikindum Önnu fyrr en fyrir skömmu og því ekki ljós örðug eft- irmál þeirra. Mér datt því ekki íhug á þessum vordegi að þetta yrði í síð- asta skipti sem við tækjum tal sam- an. Þessi stund í garðinum var mér afar kær og ég mun geyma hana í minningunni eins og gull væri. Vegna mikilla anna minna leið oft langur tími á milli þess sem ég hitti Elís og Önnu. En það virtist ekki breyta gildi vináttu okkar. Þau tóku mér alltaf eins og ég hefði staðið á tröppunum hjá þeim síðast í gær. Þau sýndu mér óvenjulegt vinarþel og létu mig alltaf finna að til þeirra var ég velkomin, ekki einungis sem vinur og félagi Önnu Bjargar heldur þeirra líka. Fráfall Önnu breytir miklu í lífi Önnu Bjargar og föður hennar Elís- ar og fjölskyldunnar allrar. Anna var ósérhlífin og ástrík móðir og eig- inkona sem sá tilgang í því að vernda sitt lið og breiða úr kærleiks- vængjum sínum þeim til skjóls af reisn og umhyggju þess sem elskar maka sinn og afkomendur. Með Önnu er ekki einungis gengin ástrík móðir og maki heldur jafnframt ein- stök persóna. Anna var traustur og kærleiksríkur vinur vina sinna og góð fyrirmynd samferðafólki sínu og fjölskyldu. Ég vil gera þessar litlu ljóðlínur að mínum til Önnu við viðkvæman viðskilnað. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðarfaðmi um aldir alda. (Jóna Rúna Kvaran.) Ég óska Önnu blessunar Drottins og kveð hana þakklát en hnípin. Ég sendi fjölskyldu hennar mitt dýpsta samúðar- og vinarþel við fráfall ógleymanlegrar sálar. Jóhanna Björg Magnúsdóttir. Kynni okkar Önnu mömmu hófust áður en ég man eftir mér, því tengj- ast mínar fyrstu minningar henni Önnu mömmu eins og ég kalla hana alltaf. Hún var eins og klettur í hafi, svo traust og sterk en um leið svo hlý og góð. Hún náði fram því besta í öllum með sinni yndislegu nærveru. Fjölskyldan skipti hana miklu máli og leið henni aldrei betur en með hana í kring um sig. Heimilið hennar bar vott um einstaka smekkvísi og snyrtileika og þar náðu kraftar þeirra hjóna að njóta sín því natnari heimilisföður en Ella pabba hef ég aldrei kynnst. Þegar ég sit hér og hugsa um þessa samrýndu, sterku og heil- steyptu fjölskyldu hellast yfir mig góðar minningar liðinna daga og ára. Ánægjustundir eins og þegar verið var að taka eldhúsið í Forna- stekk í notkun, sólríkir dagar þegar lítil stelpa hljóp niður göngustíginn til hennar Önnu mömmu, fermingar strákanna, brúðkaup Önnu Bjargar, skemmtilegir páskar í leit að páska- eggjum, sunnudagsmorgnar með heitu kakói, fermingunni minni, brúðkaupinu mínu og þegar þú gekkst inn svo tignarleg og falleg á 30 ára afmælinu mínu og sást ný- fæddu stelpuna mína sem ber nú nafnið þitt. Elsku Anna mamma, ég sakna þín svo mikið, allra morgn- anna sem við áttum saman og spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar allt frá sjónvarpsdagskránni í okkar dýpstu tilfinningar og málefni. Ég vildi að allir væru jafn víðsýnir og réttsýnir á lífið og tilveruna og þú varst, þá væri heimurinn annar en hann er. Elsku Elli pabbi og þið öll hin. Ég og fjölskyldan mín sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi góður guð vera með okkur öllum. Elsku Anna mamma, það var gæfa mín að fá að kynnast þér. Takk fyrir allt, þín Soffía Dóra. ANNA ÓSKARSDÓTTIR Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is! upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum. gardur.is Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.