Morgunblaðið - 14.01.2003, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÍÐASTA ári voru 40 skip og
bátar úr íslenska flotanum seld til út-
landa, þar af 26 þilfarsskip og 14
opnir bátar. Þetta er rúmlega helm-
ingi fleiri skip en seld voru úr landi
árið á undan, en þá voru 19 skip seld
til útlanda. Árið 2000 voru 20 skip
seld úr landi og 19 skip árið 1999.
Siglingastofnun Íslands afskráði
alls 116 skip og báta á síðasta ári og
var um þriðjungur þeirra seldur úr
landi, langflest til Færeyja. Árið
2001 voru afskráð 46 skip og bátar
og 70 skip og bátar árið 2000. Sam-
kvæmt lögum ber Siglingastofnun að
afskrá skip hafi það ekki verið fært
til skoðunar í 5 ár ef um opinn bát er
að ræða, eða ef það hefur legið ónot-
að í höfn eða skipalægi eða staðið á
landi í 3 ár samfleytt. Alls voru 28
skip afskráð vegna þess á síðasta ári,
aðallega smábátar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Siglingastofnun var að-
eins 5 skipum og bátum fargað á síð-
asta ári.
Afleiðing kvótakerfisins
Það sem af er ári hafa að minnsta
kosti þrjú skip verið seld úr landi,
netabáturinn Hraunsvík GK til Suð-
ur-Afríku, togarinn Ýmir HF til
Rússlands og Suðurey VE til Nor-
egs. Skipasalan Álasund ehf. í
Reykjanesbæ hefur verið umsvifa-
mikil í sölu á skipum að undanförnu.
Þórarinn S. Guðbergsson, skipamiðl-
ari hjá Álasundi, segir einkum þrjár
ástæður liggja að baki söluaukningu
á skipum til útlanda og að þær séu
afleiðingar af kvótakerfinu.
Í fyrsta lagi hafi sameining út-
gerðarfyrirtækja þau áhrif að skip-
um fækki. Samhliða hagræðingu í
rekstri færist kvótinn á færri skip.
Við hverja sameiningu verði 1 til 4
skip verkefnalaus. Í öðru lagi hafi
skipin stækkað, séu afkastameiri en
áður var og þá þurfi að selja minni
skip í staðinn. Til dæmis hafi stærsta
uppsjávarveiðiskipið árið 1997 verið
um 1.500 tonn og fá skip verið stærri
en 1.000 tonn. Nú séu mjög fá skip
undir 1.000 tonnum og þau stærstu
komin vel yfir 2.000 tonn. Í þriðja
lagi hafi rækjuveiðarnar dregist
mikið saman á undanförnum árum.
Verð á rækju hafi verið mjög lágt og
því tiltölulega fá útgerðarfyrirtæki
sem telji rækjuveiðar arðbærar.
Þórarinn segir að verð á skipum
hafi lækkað mikið, enda framboð á
kvótalausum skipum meira en áður.
Útgerðarfyrirtæki vilji ekki liggja
með skip sem hafi ekki kvóta.
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Hraunsvík GK hefur verið seld til Suður-Afríku og fer á túnfiskveiðar.
Þriðjungur
afskráðra skipa
seldur úr landi
LEIGUSAMNINGAR verslana í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa ver-
ið framlengdir til 1. október nk. en
samningarnir áttu að renna út um
síðustu áramót.
Höskuldur Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri flugstöðvarinnar seg-
ir að ástæða framlengingarinnar sé
sú að kæra sem lögð var fram af Ís-
lenskum markaði hf. til Samkeppn-
isstofnunar vegna forvals sem efnt
var til sl. haust um val á nýjum
rekstraraðilum í Flugstöðina, sé enn
í vinnslu hjá Samkeppnisstofnun.
„Stjórnin tók þá ákvörðun í haust að
fresta úrvinnslu forvalsins þangað til
úrskurður Samkeppnisráðs væri
kominn en von er á honum nú í lok
janúar,“ segir Höskuldur.
Logi Úlfarsson framkvæmdastjóri
Íslensks markaðar segir að rekstr-
araðilar séu í stórum dráttum sáttir
við stöðu mála nú þó tímabundinn
samningur sé óþægilegur. Menn séu
þó tiltölulega sáttir miðað við það
hvernig hlutirnir voru að þróast.
Leigusamningar í flug-
stöðinni framlengdir
JÓN Scheving Thorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Baugs ID og jafn-
framt stjórnarmaður í Bonus Stores
í Bandaríkjunum, segir að tekið hafi
lengri tíma en gert hafi verið ráð fyr-
ir að snúa við rekstri Bonus Stores.
Félagið rekur um 350 lágvöruverðs-
verslanir og var rekið með 892 millj-
óna króna tapi á fyrstu 9 mánuðum
yfirstandandi rekstrarárs.
Jón segir að búið sé að gera margt
til að laga reksturinn. Nýr fram-
kvæmdastjóri, Jack Koegel, hafi tek-
ið til starfa í nóvember. Búið sé að
loka verri verslunum keðjunnar og
það skýri afkomuna að hluta til, enda
sé allur lokunarkostnaður verslana
gjaldfærður þegar í stað í Bandaríkj-
unum. Þá hafi birgðir verið færðar
niður bæði í öðrum og þriðja fjórð-
ungi ársins og það komi niður á af-
komunni. Vægi matvöru hafi verið
aukið og verslanirnar séu ekki leng-
ur dollarabúðir sem þýði að meira
svigrúm sé í verðlagningu. Að mörgu
leyti sé verið að nýta þá þekkingu
sem Baugur Group hafi aflað sér
með rekstri Bónusverslana hér á
landi og í Færeyjum og því séu að
nást meiri samlegðaráhrif innan fyr-
irtækisins.
Jón segir að það sé stórt og erfitt
verkefni að snúa við rekstrinum, en
það sé ánægjulegt og unnið sé að því
á kerfisbundinn hátt eins og öðrum
verkefnum innan Baugs Group. Sjá
megi að afkoma fyrir afskriftir hafi
batnað og áætlanir stjórnenda geri
ráð fyrir áframhaldandi bata þeirrar
stærðar. Sala hafi jafnframt aukist,
en gert sé ráð fyrir litlum vexti
vegna efnahagsástands í Bandaríkj-
unum, þótt það sé almennt svo að
erfitt efnahagsástand hjálpi lágvöru-
verðsverslunum.
Jón segir að það sé tímafrekt
verkefni að koma verslunarfyrir-
tækjum á góðan skrið og því sé enn
tap af rekstrinum, en stefnt sé að því
að Bonus Stores verði reknar með
hagnaði á næsta rekstrarári, sem
hefst í byrjun maí.
Spurður að því hvort rætt hafi ver-
ið um að Baugur selji verslanirnar í
Bandaríkjunum, segir Jón að ekki sé
verið að hugsa um það nú að selja.
Nýbúið sé að setja inn nýtt hlutafé
og endurfjármagna félagið. Nú sé
unnið mjög náið með stjórnendum að
endurskipulagningu félagsins. Lögð
sé áhersla á að auka veltuhraða
birgða og handbært fé frá rekstri.
Verslanir Baugs í Bandaríkjunum
Tekur tíma að
bæta reksturinn
TILBOÐSSTRÍÐ er hafið í Bret-
landi um stórmarkaðskeðjuna Safe-
way en að minnsta kosti þrjár stór-
markaðskeðjur; Sainsbury, WM
Morrisson og ASDA, sem er í eigu
stærstu stórmarkaðskeðju í heimi
Wal Mart, eru byrjaðar að bjóða eða
hafa hug á tilboði í keðjuna, að því að
fullyrt er í breskum fjölmiðum.
WM Morrisson, fimmta stærsta
stórmarkaðskeðja Bretlands, hefur
lagt fram tilboð upp á 2,65 milljarða
sterlingspunda, og Sainsbury, önnur
stærsta stórmarkaðskeðja landsins,
er sagt hafa í hyggju að bjóða rúma 3
milljarða sterlingspunda, eða meira
en 300 pens á hlut. Þessu til viðbóðar
er talið að ASDA leggi fram tilboð
síðar í vikunni, en ASDA og Sains-
bury ræddu saman í fyrra um að
kaupa Safeway í sameiningu.
Á vef BBC er jafnframt sagt frá
því að von sé á enn einu tilboði frá
ótilgreindu félagi sem hafi í hyggju
að skipta Safeway upp og selja í bút-
um til nokkurra stórmarkaðskeðja.
Mikil samlegðaráhrif
„Við erum mjög áfram um þetta
tilboð.Við ætlum að fara fram á nán-
ari upplýsingar frá Safeway til að
mögulegt verði fyrir okkur að skoða
hvar er hægt að spara og hve mikil
samlegðaráhrif nást,“ sagði Sir Pet-
er Davis, forstjóri Sainsbury, á vef-
miðlinum FT.com.
Þegar WM Morrisson tilkynnti
um tilboð sitt í síðustu viku sagði Sir
Ken Morrisson, stjórnarformaður
félagsins, að samlegðaráhrif yrðu
250 milljónir punda árlega á næstu
þremur árum yrði af kaupunum.
Greinendur á markaði telja að
samruni Safeway og Sainsbury komi
til með að hafa mun meiri samlegð-
aráhrif í för með sér, eða á milli 300
og 400 milljónir punda. Að því gefnu
er talið að Sainsbury sé tilbúið að
borga töluvert meira en 300 pens á
hlut, jafnvel allt að 400 pens, þar sem
sameining félaganna kæmi nær
örugglega til kasta samkeppnisyfir-
valda, á meðan Morrison-tilboðið er
talið verða samþykkt af samkeppn-
isyfirvöldum með kröfu um lág-
marksfækkun búða.
Sir Peter Davis hefur þegar lýst
því yfir að komi til samruna Sains-
bury og Safeway þyrfti að fækka
búðum Safeway um allt að 90 vegna
samkeppnissjónarmiða, en í Bret-
landi er miðað við að markaðshlut-
deild yfir 25% teljist markaðsráð-
andi. Samanlögð markaðshlutdeild
þessara tveggja keðja er í dag 29%.
Ef af samruna Morrison og Safe-
way yrði, yrði til fyrirtæki sem réði
yfir 598 verslunum um allt Bretland
og 16,1% markaðshlutdeild, eða
sömu hlutdeild og ASDA, sem í dag
er þriðja stærsta matvöruverslana-
keðja Bretlands.
Tilboðsstríð
um Safeway
STEVE Case, stjórnarformaður
AOL Time Warner, stærsta fjöl-
miðlafyrirtækis í heimi, mun hætta
störfum sem stjórnarformaður í
kjölfar hluthafafundar í maí næst-
komandi. Í til-
kynningu frá fyr-
irtækinu segir að
hann muni starfa
áfram sem einn af
framkvæmda-
stjórum þess.
Frá því var
greint í frétt á
BBC í gær að
Case hafi átt stór-
an þátt í sameiningu netþjónustufyr-
irtækisins America Online og fjöl-
miðlarisans Time Warner. Þá segir
að erfiðleikar fyrirtækisins hafi verið
miklir eftir samrunann og að hluta-
bréf félagsins hafi fallið mikið í verði.
Bæði stjórn félagsins og ýmsir hlut-
hafar telji að Case eigi stóran þátt í
því hve slæm staða fyrirtækisins sé.
Flestir æðstu stjórnendur AOL
Time Warner, sem komu frá AOL,
hafa hætt störfum. Case er þar á
meðal en hann var stjórnarformaður
AOL þegar fyrirtækið sameinaðist
Time Warner.
Ýmsir af stærstu hluthöfum AOL
Time Warner hafa lagt að Case að
hætta. Í netútgáfu Financial Times í
gær sagði að þrýstingur á Case um
að hætta hafi stöðugt aukist.
AOL Time Warner
Stjórnar-
formaður
hættir
Steve Case
REBEKAH Wade var í gær
skipuð ritstjóri breska dag-
blaðsins The Sun. Hún er
fyrsta konan til að gegna því
starfi og tekur við því í dag af
David Yelland, sem hefur verið
ritstjóri blaðsins frá árinu 1998.
Wade, sem er 34 ára, var áð-
ur aðstoðarritsjóri The Sun, og
þar með aðstoðarmaður Yell-
and, þar til hún tók við starfi
ritstjóra News of the World í
maí árið 2000.
Frá því var greint á vefsíðu
breska blaðsins Independent í
gær að Wade sé eina konan
sem gegni starfi ritstjóra á
bresku dagblaði.
Tilkynnt með tölvupósti
The Sun er í eigu News Int-
ernational sem á einnig blöðin
The Times og The Sunday Tim-
es og sjónvarpsstöðina Sky.
Frá því var greint á vefsíðu
breska blaðsins Telegraph í
gær, að Les Hamilton, stjórn-
arformaður News Internation-
al, hefði um hádegisbilið í gær
tilkynnt starfsmönnum The
Sun í tölvupósti að Yelland
hefði sagt upp starfi sínu sem
ritstjóri The Sun. Þá sagði
Hamilton í tölvupóstinum að
Yelland myndi verða í fram-
kvæmdastjórn blaðsins auk
þess sem hann myndi setjast á
skólabekk og nema viðskipta-
fræði í Bandaríkjunum.
The Sun hefur, að því er
Telegraph segir, verið prentað
í svipuðu upplagi undanfarin
ár, eða í um 3,5 milljónum ein-
taka.
Rebekah Wade á þekktan
eiginmann en hún er gift leik-
aranum Ross Kemp, sem lék í
sjónvarpsþáttunum East End-
ers fyrir nokkrum árum.
Fyrsta
konan
ritstjóri
The Sun