Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í YFIRLITSSKÝRSLU um sjó-
varnir sem út kom í október 2002
frá Siglingastofnun Íslands kemur
í ljós að veittar hafa verið 3 millj-
ónir króna vegna rannsókna og
undirbúnings fyrir hugsanlega
grjótvörn utan á flóðvarnargarð í
Vík í Mýrdal. Ströndin sunnan við
Vík er að langmestu leyti mynduð
af sandi sem hefur komið með
Kötluhlaupum og á því sjórinn
auðvelt með að færa sandinn fram
og til baka, það eru aðallega slæm
suðvestanveður sem valda land-
broti.
Í yfirlitsskýrslunni segir að árið
1995 hafi verið gerður flóðvarn-
argarður framan við kauptúnið og
er garðurinn um 1,6 km að lengd.
Garðurinn sjálfur var kostaður af
sjóvarna fé en Landgræðslan kost-
aði landgræðsluframkvæmdir. En
strax þegar þetta var framkvæmt
var farið að huga að næsta skrefi
ef landbrot héldi áfram og var
sett ákveðin viðmiðunarlína fram-
an við garðinn. Er línan um 40 m
frá varnargarðinum vestast, um
70 m við Víkurá og áfram austur
úr að austurgafli húss Vegagerð-
arinnar. Byggingarfulltrúi Mýr-
dalshrepps hefur mælt ströndina
framan við Vík að minnsta kosti
einu sinni á ári frá árinu 1994.
Nú er svo komið að sjórinn er
komin 5–10 m inn fyrir eftirlits-
línu á 150–200 m kafla og sjórinn
er aðeins í um 60 m fjarlægð frá
hesthúsunum og er sjávarkamb-
urinn þar svo lágur að sjór flæðir
nánast að húsunum við lága sjáv-
arstöðu. Ekki er ennþá talin þörf
á róttækum aðgerðum en það gæti
orðið á næstu fjórum árum ef sjór-
inn heldur áfram að færa sandinn.
Ef til kæmi að grjótverja þyrfti
allan garðinn og líklega lengja
hann um rúma 200 m vestast í
þorpinu, yrði þetta framkvæmd
upp á um 200 til 350 milljónir
króna allt eftir því hvað langt
þyrfti að sækja grjótið.
Að sögn Sveins Pálssonar, sveit-
arstjóra Mýrdalshrepps, hvetur
sveitarstjórnin til þess að fyrir-
hugaðar rannsóknir hefjist nú
þegar og að reynt verði að ganga
frá sjóvörnum við Vík þannig að
land ofan þjóðvegar austan við
Vík teljist öruggt byggingarland
eins og gert er ráð fyrir í gildandi
skipulagsáætlun.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sjórinn hefur tekið mikið land suður af Vík í Mýrdal.
Landbrot í Vík
veldur áhyggjum
Fagridalur
ALLT að þriggja
klukkutíma gamlar
upplýsingar geta
mögulega verið á upp-
lýsingaskiltum Vega-
gerðarinnar. Þetta get-
ur verið bagalegt þar
sem þessi upplýsinga-
skilti gefa oftast upp-
lýsingar um vindátt,
vindhraða og eftir at-
vikum vindstyrk í
mestu hviðum á helstu
fjallvegum landsins.
Að sögn Gísla M.
Auðbergssonar, hér-
aðsdómslögmanns á
Eskifirði, kom þetta
fram þegar hann var að
vinna að vörn í máli
ákæruvaldsins gegn
rútubílstjóra þegar
rúta hans fauk út af
veginum á Fagradal og valt fyrir nær
ári.
Nú er nýgenginn héraðsdómur í
þessu máli þar sem rútubílstjórinn
var sýknaður af ákærunni, meðal
annars vegna þess að gamlar upplýs-
ingar voru á upplýsingaskilti við
vegamót Norðfjarðarvegar þar sem
hann liggur upp á Fagradal niður á
Reyðarfirði, en á skiltinu stóð að
vindhraði á Fagradal væri 12 metrar
á sekúndu þegar rútan fór framhjá
því skömmu áður en rútan fauk út af
veginum, eins og sagt var frá í frétt
Morgunblaðsins.
Það gefur auga leið að vont er ef
upplýsingar á þessum skiltum eru
beinlínis rangar og gera bílstjórum
ókleift að meta aðstæður á vegum
sem þeir ætla að fara að aka um, sér-
staklega þar sem veðrabrigði eru
skörp ein og títt er um fjallvegi á Ís-
landi.
Að sögn Gísla voru það 35 mínútna
gamlar upplýsingar frá því klukkan
18.30 sem rútubílstjórinn las af skilt-
inu þegar hann fór fram hjá því
klukkan 19.05.
Gísli segir að samkvæmt upplýs-
ingum frá Vegagerðinni þá var hringt
í veðurstöðina 35 míútum yfir heila
tímann og fengnar upplýsingar um
veður á veðurstöðinni fimm mínútum
fyrr og þremur mínútum seinna eru
upplýsingarnar komnar á skiltið.
Hins vegar mælir veðurstöðin
veðrið á tíu mínútna fresti en þær
upplýsingar fara bara í gagnasafn
Vegagerðarinnar. Standi hins vegar
sömu upplýsingar á skiltinu vegna
þess að ekki næst í veðurstöðina
vegna tilfallandi aðstæðna, birtist að-
vörunin bilun á skiltinu eftir 3
klukkutíma, svo allt að þriggja
klukkustunda upplýsingar geta verið
á skiltinu en það mun vera mjög fátítt
að þess háttar bilanir verði.
Hringt á
klukkutíma fresti
Að sögn Nicolai Jónassonar hjá
Vegagerðinni rekur Vegagerðin um
50 veðurstöðvar meðfram þjóðvegum
landsins. Hringt er í allar veðurstöðv-
ar á klukkutíma fresti og upplýsingar
frá þeim settar á skiltin. Nicolai stað-
festi að framkomnar upplýsingar
væru réttar en sagði að unnið væri að
því að uppfæra skiltin oftar.
Veðurgögnunum er safnað á tíu
mínútna fresti af veðurstöðvunum og
gefa upplýsingarnar vitneskju um
meðalveður hverjar tíu mínútur.
Þegar hringt er í veðurstöðvarnar
fást sex tíu mínútna pakkar frá við-
komandi veðurstöð að sögn Nicolai.
Upplýsingaskilti Vegagerðarinnar
Allt að þriggja
tíma gamlar
upplýsingar
Norður-Hérað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
NÝLEGA tók Magnús B. Jónsson
rektor við lyklum að nýjum nem-
endagörðum úr hendi Péturs Jóns-
sonar, húsasmíðameistara og verk-
taka.
Verkið hófst við skólaslit landbún-
aðarháskólans í vor og núna er verið
að afhenda fyrri hluta þess, það er að
segja, tólf litlar íbúðir og eina stærri.
Byggingin er í heild 1.092 fermetrar
að stærð og í seinni hlutanum verða
sex stærri íbúðir og geymslur fyrir
allar íbúðirnar.
Húsið og íbúðirnar er glæsilegar
og frágangur og smíðavinna eru til
fyrirmyndar enda voru lokaorð í út-
tektarskýrslu íbúðalánasjóðs þessi:
„Verkgæði og frágangur eru mjög
góð og til sóma fyrir þá sem verkið
unnu.“
Áætlað er að heildarkostnaður
vegna byggingar nemendagarðanna
muni verða nálægt 150 milljónum
króna.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Afhend-
ing nem-
enda-
garða
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Frá vinstri: Jón Ágúst Guðmundsson verkfræðingur, Magnús B. Jónsson,
rektor LBH, Pétur Jónsson verktaki, Svava S. Kristjánsdóttir, eiginkona
Péturs, og Magnús H. Ólafsson arkitekt.
Skorradalur
SALA
hreindýra-
veiðileyfa
fer vel af
stað að
sögn Kar-
enar Erlu
Erlings-
dóttur sem
sér um sölu
leyfanna.
Fyrstu
fjóra dagana sem leyfin hafa
verið til sölu hafa selst 200 af
800 leyfum, eða um fjórðung-
ur þeirra leyfa sem í boði eru.
Karen segir að þetta sé
mun meiri sala fyrstu dagana
en á síðasta ári, að vísu hafi
leyfin verið meira auglýst
núna en í fyrra. „Mér sýnist
leyfin ætla að seljast fljótt
upp,“ sagði Karen. Sölu
hreindýraveiðileyfa lýkur
hinn 15. febrúar.
Sala hrein-
dýraveiði-
leyfa fer
vel af stað
Norður-Hérað
Karen Erla
Erlingsdóttir