Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 21 MUN ódýrara er að vera með barn á leikskóla í Sandgerði en í hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Þá eru leikskólagjöldin almennt lægri á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæð- inu og getur munað umtalsverðum fjárhæðum. Það kostar 17.800 krónur á mánuði að hafa eitt barn á leikskóla í Sand- gerði. Er þá miðað við átta tíma vist- un og að keypt sé morgunhressing, hádegismatur og síðdegishressing. Eins og fram kemur á meðfylgjandi töflu er sambærilegt gjald 4.400 til 5.000 krónum hærra í Garði, Grinda- vík og Reykjanesbæ. Hæst er gjaldið í Vogum, 23.700 krónur sem er nærri því sex þúsund krónum hærra en í Sandgerði. Vegna mismunandi systk- inaafsláttar er munurinn meiri þegar fleiri börn frá sama heimili eru á leik- skóla, eins og fram kemur á töflunni. Svokallaðir forgangshópar, það er að segja einstæðir foreldrar og fleiri, greiða sama gjald og aðrir foreldrar í Garði og eru því leikskólagjöldin hæst fyrir þann hóp í Gerðahreppi. Tekið skal fram að við þennan ein- falda verðsamanburð er ekki unnt að taka tillit til gæða þjónustunnar sem sveitarfélögin veita. Lægri en á höfuð- borgarsvæðinu Nokkrir breytingar urðu á gjald- skrám sveitarfélaganna um áramót- in. Þannig hækkuðu gjöld í leikskóla Reykjanesbæjar um 5 til 11% frá árinu á undan. Við það tækifæri kom fram hjá Árna Sigfússyni bæjar- stjóra að breytingar á gjaldskrá Reykjanesbæjar miðaði að því að þjónusta og þjónustugjöld væru vel samkeppnisfær við það sem algeng- ast er á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin fylgja svipaðri stefnu nema hvað Sandgerðisbær hefur sín gjöld töluvert lægri, eins og fram hef- ur komið. Virðast leikskólagjöld í sveitar- félögunum á Suðurnesjum almennt mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau eru gjarnan á bilinu 24 þúsund (Mosfellsbær) til 27 þúsund (Reykjavík) krónur fyrir eitt barn á mánuði. Samkvæmt þessu er það rúmlega 70 þúsund krónum ódýrara á ári að vera með eitt barn á leikskóla í Sand- gerði en í Vogum en 110 þúsund krónum ódýrara en í Reykjavík. Þá má geta þess að það kostar 135 þús- und krónum meira á ári fyrir tvö syskini að vera á leikskóla í Vogum en í Sandgerði og munurinn er rúmlega 160 þúsund þegar börnin eru orðin þrjú. Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps, segir að sveitarfélagið veiti meiri þjónustu í sínum leikskóla en hin sveitarfélögin á svæðinu. Hún segir að foreldrum standi til boða að setja eins árs börn á leikskóla og þar séu engir biðlistar. Þá séu skólarnir opnir frá því klukkan hálfátta á morgnana til hálfsex á kvöldin. Ekki sé ætlast til að börnin séu lengur í skólanum held- ur að foreldrarnir hafi meira svigrúm til að nýta þjónustuna eftir sínum þörfum enda vinni margir annars staðar, til dæmis á höfuðborgarsvæð- inu. Segir Jóhanna að dýrara sé að veita þessa góðu þjónustu en þá sem einfaldari er í sniðum. Erfiðara er að bera saman önnur þjónustugjöld til sveitarfélaganna. Þjónustan er svo mismunandi. Þó má nefna að Grindavíkurbær greiðir mest niður vistun barna hjá dag- mæðrum, eða um rúmar 9 þúsund krónur fyrir fimm tíma vistun svo dæmi sé tekið. Hin sveitarfélögin greiða 6.000 til 6.500 fyrir jafnlangan vistunartíma. Sund og matur Það kostar 200 krónur fyrir full- orðna að fara í sund í öllum sveitar- félögunum nema Sandgerði þar sem gjaldið er 140 krónur. Einstakur sundmiði barna kostar 100 krónur nema 90 kr. í Garði og 70 kr. í Sand- gerði. Tíminn í ljósabekk og þreksal kostar 400–450 kr. í íþróttamiðstöð- inni í Grindavík en 550–600 kr. í Vog- um og Garði. Fyrir fullt nám í tónlist- arskóla í Reykjanesbæ og Garði eru innheimtar 42–43 þúsund krónur en 26.500 kr. í Sandgerði. Grunnskóla- börnum í Vogum er boðið upp á heit- an hádegismat fyrir 3.300 krónur á mánuði en í Reykjanesbæ kostar maturinn 4.400 krónur og 6.500 kr. í Grindavík. Ekki er boðið upp á þessa þjónustu í Sandgerði og Garði. Gjöld fyrir vistun barna á leikskólum eru lægst í Sandgerði en hæst í Vogum Getur munað 70 þúsund krónum á ári Reykjanes Morgunblaðið/Ómar   ! " #$ !%   ($)  * +, - . ,   + /00    $  , / 00#-+& *$#,&& **#**& 0*#&&& 0,#$&& * !  !     *.#"*& "-#&&& ".#,-& *&#%&& *"#&&& %%#,+& %%#"&& .,#+&& %%#%&& %"#,&& .+#%-+ .+#"&& .,#.-& %%#%&& .$#"&& $#$*& $#$&& ,#-0& $#,&& .&#%&& &' ( ) + !  ! !       + !  ! !      * + +# !  + ! ! !    , - ! !  %" #$ ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða sex verktökum að skila inn tilboðum í sprengingar á lóð væntanlegrar stál- pípuverksmiðju í Helguvík og flutn- ingum á efninu í sjóvarnagarða. Sjö fyrirtæki gáfu sig fram í forvali en ákveðið hafði verið að bjóða sex að gera tilboð. Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar hefur, að tillögu ráð- gjafarverkfræðings, valið sex þá hæf- ustu. Það eru hans mati Arnarfell ehf., Háfell ehf., Íslenskir aðalverk- takar hf., Ístak hf., SEES ehf. og Suð- urverk hf. Eina fyrirtækið sem ekki kemst þarna að er Héraðsverk hf. Verktökunum er gefinn frestur til 4. febrúar að skila inn tilboðum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sex fá að bjóða í lóð- arfram- kvæmd Helguvík NÝSTOFNAÐ Vélhjólaíþróttafé- lag Reykjaness hefur fengið vil- yrði bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir æfingasvæði á „Broadstreet“ á Njarðvíkurheiði. Um 40 félagar eru nú í Vélhjóla- íþróttafélagi Reykjaness sem stofnað var í nóvember og fer þeim fjölgandi. Tilgangur félagsins er að vinna að útbreiðslu og efl- ingu vélhjólaíþrótta og skapa með- limum þess aðstöðu til að stunda íþrótt sína á ákveðnum lokuðum svæðum, viðurkenndum af yfir- völdum. Félagið sótti um tímabundin af- not af landi sem kallað er „Broad- street“ til að iðka íþróttina. Þetta svæði er á Njarðvíkurheiði, nálægt vegamótum Grindavíkurvegar, en þar eru rústir bandarísks her- sjúkrahúss. Í áratugi hefur þar verið æfingasvæði fyrir aksturs- íþróttir og Litboltafélag Suður- nesja fékk nýlega leyfi Reykjanes- bæjar til að koma þar upp æfinga- og keppnisvöllum. Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti fyrir sitt leyti tímabundna notkun þessa lands enda uppfylli félagið lagaleg skilyrði. Gildir leyf- ið til 17. október 2005. Vélhjóla- menn fá æf- ingasvæði á Njarðvík- urheiði Reykjanesbær VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 MARBERT www.forval.is NÝTT NÝTT MARBERT eru sérfæðingar í farða, og hefur nú rannsóknarstofu MARBERT tekist að búa til nýja tegund farða sem sameinar kosti allra annarra farða sem þú hefur áður kynnst. Það er blautt viðkomu líkt og kökufarði en matt líkt og púðurfarði. Anti-age Compact Powder Foundation er fyrir allar húðgerðir. Þökk sé þeirra sérstöku vítamínbættu og kremkenndu, en þó 100% olíulausu formúlu, mattar það feita og blandaða húð og nærir þurra. Það endist vel á húðinni og jafnar út misfellur. Áhrifin eru einstök. Silkimött en jafnframt geislandi áferð og húðin verður mjúk og vel varin. Þessi einstaka nýjung frá MARBERT inniheldur vörn 15. Líttu við á næsta MARBERT útsölustað og prófaðu! G æ ð iá N e tt o ve rð i.. . Veggvifta, hvít eða svört/stál 5.900,- Veggháfur 60 cm stál kantaður 19.900,- Veggháfur 90 cm stál kantaður 25.900,- Veggháfur 60 cm stál rúnnaður 24.900,- Veggháfur 90 cm stál rúnnaður 29.900,- Eyjuháfur 65x90 cm stál 59.900,- OFNAR – HELLUBORÐ – VIFTUR ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 E L B A e ld a vé la r — o fn a r — h e ll u b o rð — vi ft u r g æ ð in ó tv ír æ ð ve rð ið fr á b æ rt … Þú þarft ekki að kaupa kolsíurnar aukalega, þær fylgja öllum ELBA viftum (eru innifaldar í verðinu). ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERSLA Í FRÍFORM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.