Morgunblaðið - 14.01.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 14.01.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, svona, nú geturðu hætt að væla, Villi litli. Málstofa um áhrif smáríkja innan ESB Auka breidd og víðsýni nema MÁLSTOFA umstöðu smáríkja íEvrópusamband- inu og áhrif á ákvarðana- töku verður haldin í hátíð- arsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu á morgun klukkan 12.15. Málstofan er haldin í tengslum við kennslu á námskeiðinu stjórnskipunarrétti og ágripi af þjóðarrétti sem er kennt á fyrsta ári laga- náms við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen, sem er fundarstjóri á málstof- unni og Morgunblaðið ræddi við, sagði, að í stjórnskipunarréttinum væri fjallað um stjórnar- skrá Íslands og meginein- kenni íslenskrar stjórn- skipunar, m.a. um þýðingu fullveldisins. Einnig væri þar fjallað um nokkur grunnatriði þjóðaréttar og tekist á við álita- efni um framsal fullveldisréttar- ins til alþjóðastofnana. – Segðu okkur aðeins frá tilefni og efni málstofunnar... „Með samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið gekkst ís- lenska ríkið undir víðtækar þjóð- réttarskuldbindingar um að lög- festa réttarreglur sem sprottnar eru frá stofnunum Evrópusam- bandsins, án þess þó að samning- urinn fæli í sér framsal löggjaf- arvalds. Staða íslenska ríkisins í þessari alþjóðasamvinnu og möguleikar þess að hafa áhrif á efni þessara réttarreglna er því mjög raunhæft álitaefni og er það markmið málstofunnar að varpa ljósi á það.“ – Hverjir taka til máls? „Málshefjendur á málstofunni verða Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ, og Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við félagsvísinda- deild HÍ, en báðir hafa þeir sér- hæft sig í rannsóknum er tengjast Evrópurétti og málefnum Evr- ópusambandsins. Stefán mun fjalla um það hverjir yrðu mögu- leikar Íslands til að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar hags- muni þess hjá stofnunum ESB ef það gengi í sambandið og hver yrðu helstu vandamál í því sam- bandi. Baldur mun fjalla um það hvaða leiðir smáríki innan Evr- ópusambandsins nota í dag til að hafa áhrif á ákvarðanatöku sam- bandsins og bera saman við þær aðferðir sem stærri ríkin beita. Einnig munu þeir leita svara við spurningunni hvort áhrif og hags- munir Íslands verði betur tryggð- ir með ESB-aðild og framsali full- veldis til stofnana sambandsins en með núverandi aðild að samningn- um um Evrópska efnahagssvæð- ið.“ – Þetta er ekki eina málstofan? „Á síðasta skólaári hóf laga- deild HÍ að halda opnar málstofur af þessu tagi í tengslum við kennslu í stjórnskipunarrétti og voru þær mjög fjölsóttar. Mark- miðið með þeim er að víkka sjóndeildarhring bæði laganema og ann- arra háskólanema með því að tengja stjórn- skipunarréttinn við aðrar fræðigreinar, t.d. stjórn- málafræði, sagnfræði eða heim- speki, þar sem fjallað er um sömu grundvallarhugtök út frá öðru sjónarhorni. Það er ekki síður markmið með málstofunum að vekja áhuga og umræðu almenn- ings á þjóðfélagslegum málefnum sem tengjast grunnstoðum ís- lenskrar stjórnskipunar og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það er því vert að árétta, að málstofan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu.“ – Verða fleiri málstofur á næst- unni og ef svo er, um hvað munu þær fjalla? „Fyrirhugaðar eru fleiri mál- stofur í tengslum við stjórnskip- unarrétt og þjóðarrétt sem munu m.a. fjalla um atriði tengd alþing- iskosningum, starfsemi og hlut- verk Öryggisráðs SÞ og mann- réttindaákvæði stjórnarskrár- innar. Ég vil vekja athygli á nýbreytni sem lagadeild hyggst brydda upp á, að halda opna fundi um athyglisverða hæstaréttar- dóma skömmu eftir uppkvaðningu þeirra. Þar munu kennarar eða aðrir sérfræðingar kryfja nýja dóma og stjórna umræðum um efni og áhrif þeirra. Loks langar mig að nefna að framundan eru ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar á vegum Lagastofnunar, sem starf- ar innan vébanda lagadeildarinn- ar. Hinn 7. febrúar nk. verður til dæmis haldinn fundur á sviði um- hverfisréttar um nokkur atriði sem tengjast svokölluðum þátt- tökuréttindum. Þar verður fjallað um rétt almennings til að taka þátt í undirbúningi ákvarðana sem geta haft áhrif á umhverfið.“ – Hver er tilgangurinn með þessum málstofum og hverju skila þær? „Allt er þetta liður í því að opna lagadeildina með því að tengja laganámið við aðrar fræðigreinar og raunhæf álitamál í þjóðfélags- umræðunni. Þannig er hægt að gefa laganám- inu meiri breidd og auka víðsýni nemenda og hvetja lögfræðinga til að bæta við sig meiri þekkingu. Ekki síður þjóna þessir opnu fundir og fyrirlestrar þeim tilgangi að vekja almenning til vit- undar um margvísleg viðfangsefni lögfræðinnar og auka möguleika manna til að kynna sér svör lög- fræðinnar og annarra fræðigreina við ýmsum grundvallarspurning- um. Viðtökurnar hafa verið afar góðar og málstofurnar greinilega fallið í góðan jarðveg.“ Björg Thorarensen  Björg Thorarensen er fædd í Reykjavík 1966. Stúdent frá MR 1985 og lagapróf frá HÍ 1991. Fulltrúi í dóms- og kirkju- málaráðuneyti 1991–92, lauk M.Sc. í lögum frá Edinborgarhá- skóla í stjórnskipunarrétti og mannréttindum 1993. Stunda- kennari í þeirri grein við HÍ til 2002. Lögfræðingur í dóms- málaráðuneytinu frá 1995 og skrifstofustjóri löggæslu- og dómsmálaskrifstofu 1996–2002. Prófessor við lagadeild HÍ frá mars 2002. …meiri breidd og auka víð- sýni nemenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.