Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Berg-mann Elímund- arson fæddist í Dvergasteini á Hell- issandi 28. desember 1921. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi um Laug- ardal sunnudaginn 5. janúar síðastlið- inn. Ólafur var næst- yngstur ellefu barna Sigurlaugar Cýrus- dóttur og Elímundar Ögmundssonar sem lengi var formaður á bát frá Hellissandi. Eftirlifandi systkini Ólafs eru Hallbjörn og Svandís, en látin eru Anna, Guðrún, Björn, Kristjáns- ína, Ögmundur, Hallgrímur, Sæ- mundur og Hallbjörg. Foreldrar Elímundar voru Ögmundur Jó- hannesson bóndi í Einarslóni og Anna Elísabet Jóhannsdóttir. Foreldrar Sigurlaugar voru Cýr- us Andrésson bóndi að Öndverð- arnesi og eiginkona hans, Guð- rún Björnsdóttir. Árið 1970 kvæntist Ólafur eft- irlifandi konu sinni Viktoríu Daníelsdóttur frá Önundarfirði. Foreldrar hennar voru Jónína Guðbjörg Loftsdóttir og Daníel Benediktsson. Ólafur hóf ungur að vinna fyrir sér, ýmist sem vinnumaður í sveit eða til sjós. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1940-41 og vann síðan um nokkurra ára skeið í Stál- smiðjunni í Reykjavík. Mikil vinna í lok stríðsár- anna gerði honum kleift að setjast á skólabekk að nýju. Hann sótti Sam- vinnuskólann vet- urna 1945-46 og 1946-47 og varð síð- an starfsmaður Út- vegsbanka Íslands þar sem hann vann hátt á fjórða áratug. Ólafur var frá unga aldri afar fróð- leiksfús maður, minnugur og víðles- inn, sérstaklega um sögu, atvinnuhætti og ættfræði. Stofnun Öldungadeildar Mennta- skólans við Hamrahlíð opnaði nýja möguleika, og árið 1978 hóf hann þar nám jafnhliða starfi sínu við Útvegsbankann. Haustið 1982 lét Ólafur af störfum við Útvegsbankann og innritaðist í Háskóla Íslands þar sem hann lagði stund á sagnfræði og lauk BA-prófi í þeirri grein vorið 1986. Cand.mag.-prófi lauk hann haustið 1988. Fyrir tveimur árum kom út fyrra bindið af umfangsmiklu rit- verki hans, JÖKLU HINNI NÝJU. Sú bók fjallaði um sögu kirkna og sókna í Breiðavíkur- hreppi og Neshreppi utan Ennis þar sem raktar eru sögulegar heimildir frá upphafi byggðar og langt fram á síðustu öld. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar góður vinur er kvaddur er hætt við að minningarnar snúist jafnt um þann sem þær ritar og hinn látna. Veldur þar mestu að vináttan byggist á gagnkvæmum samskipt- um. Ég kynntist Ólafi Elímundarsyni með óvæntum hætti. Árið 1974 var ég kjörinn í stjórn Kínversk-ís- lenska menningarfélagsins. Ég var ekki á landinu þegar aðalfundur fé- lagsins var haldinn. Nokkru eftir að ég kom heim var ég beðinn að at- huga hverjir væru í stjórn félagsins. Formaðurinn var ekki við og sá sem ég þekkti í stjórninni vissi nöfn flestra stjórnarmanna en taldi að Ólafur væri Jensson. Hringdi ég því til allra Ólafa Jenssona en enginn þeirra var í stjórn Kím. Að lokum beindi yfirlæknir Blóðbankans mér á rétta braut. Þá stóð þannig á hjá Ólafi Elímundarsyni og konu hans að boð átti að halda á heimili þeirra þá um kvöldið þegar ég hringdi og var mér umsvifalaust boðið. Ég þá boðið og hófst þar með vinátta okk- ar. Ólafur Elímundarson var einn af stofnendum Kínversk-íslenska menningarfélagsins haustið 1953. Hann var kjörinn í stjórn þess árið 1962 og starfaði sem gjaldkeri fé- lagsins í tæpa þrjá áratugi. Lengst af bjó félagið við þröngan kost en um miðjan 8. áratuginn rýmkaðist held- ur fjárhagur þess. Ávaxtaði Ólafur pund félagsins ætíð vel enda mátti hann vita hvernig fara ætti að því, starfsmaður Útvegsbankans til margra ára. Ólafur var einn af þessum góðu kommúnistum sem vildi hag alþýð- unnar sem mestan og taldi að sem jöfnust skipting lífsgæða væri for- senda félagslegra framfara. Um það leyti sem ég kynntist honum hafði hann lesið rit Mao Zedongs í íslensk- um og enskum þýðingum, fylgdist vel með menningu og stjórnmálum í Kína og var fjölfróður um samskipti Kínverja við aðrar þjóðir. Ólafur var einn þeirra sem hreifst af þeim eldmóði sem menningarbylt- ingin hafði í för með sér. Beitti hann eitt sinn þeirri alkunnu aðferð Kín- verja að festa upp veggspjöld til þess að mótmæla yfirgangi og rang- læti. Skömmu áður en hann lét af störfum hjá Útvegsbankanum í lok 8. áratugarins sótti hann um stöðu innan bankans. Gengið var fram hjá honum og var honum stórlega mis- boðið. Festi hann þá upp veggspjald á áberandi stað þar sem hann gagn- rýndi stjórnendur bankans. Fór það mjög fyrir brjóstið á þeim og var spjaldið tekið niður. Fylgdu stjórn- endur bankans þar fordæmi Kín- verja sem höfðu bannað veggspjöld á opinberum vettvangi skömmu áð- ur. Þegar Ólafur lét af störfum hóf hann nám við öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð. Að stúdents- prófi loknu lá leið hans í sagnfræði við Háskóla Íslands. Mátti það telj- ast eðlilegt því að hann hafði mikinn áhuga á hvers konar fróðleik og ekki síst efni sem tengdist heimabyggð hans. Hafði hann reyndar ritað frá- sagnarþætti sem birtust í bókum og tímaritum og eftir að hann lauk námi stundaði hann m.a. rannsóknir á verslunarsögu Snæfellinga. Ólafur skrifaði einnig leikrit, þar á meðal um baráttu Kolbeins og Kölska. Dreymdi hann um að leikritið yrði flutt í útvarp. Hefði með nútíma hljóðvinnslu verið hægt að hljóðsetja það með þeim hætti að atburðurinn er þeir kváðust á, Kolbeinn og Kölski, hefði verið hverjum þeim í minni sem á hlýddi. Ólafur giftist fremur seint á æv- inni og hlaut góða konu, Viktoríu Daníelsdóttur sem hann unni hug- ástum. „Ég get ekki óskað þér neins betra en að þú eignist góðan lífs- förunaut eins og mér hlotnaðist,“ sagði hann við mig þegar hann sá fram á að piparsveinslífi mínu væri senn lokið. Ólafur var fús til félagsstarfa. Fé- lagar hans í Kím munu sakna þess að eiga hann ekki lengur að. Eiginkonu hans, Viktoríu Daníels- dóttur, votta ég einlæga samúð. Arnþór Helgason, formaður Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Það er ekki öllum gefið að geta verið verið miðpunktur heillar ætt- ar. Fylgjast með öllu því sem gerist í ævi tuga fólks, giftingum, barnsfæð- ingum, afmælum, útskriftum, skóla- göngu, erfiðleikum, atvinnu, búsetu, heilsufari, andlátum. Þannig var Ólafur frændi okkar. Ætíð nálægur og tilbúinn til að rétta hjálparhönd og gefa góð ráð á sinn hljóðláta og prúðmannlega hátt. Sífellt vakandi yfir velferð skyldmenna sinna. Í hans tilviki var full ástæða til að skrifa frændi með stórum staf. Auk þess að vera ættrækinn og góður vinur skyldmenna sinna þótti honum afar vænt um fæðingarstað sinn, Hellissand, og allt sem honum tengist. Hann naut þess að ferðast um Snæfellsnesið, skoða undrafyr- irbæri náttúrunnar þar frá sífellt nýjum hliðum og tengja þau sögum og sögnum sem hann var allra manna fróðastur um. Saga Nessins var honum hugleikin og telja má víst að hann vissi meira en nokkur annar um sögu kynslóðanna í Neshreppi utan Ennis. Einnig var hann mál- kunnugur mörgu fólki á Nesinu, sem naut þess að hitta þennan mikla áhugamann um sögu þess og nátt- úru. Ólafur var sögufróður maður með afbrigðum. Hann fékk ungur áhuga á sögulegum efnum og birti oft greinar í tímaritum. Síðustu árin vann hann að umfangsmiklu ritverki um sögu svæðisins vestan og norðan Snæfellsjökuls, það er Breiðavíkur- hrepps og Neshrepps utan Ennis, sem hann gaf nafnið Jökla hin nýja. Hann gaf út fyrra bindi þess verks á eigin kostnað árið 2000, en Háskóla- útgáfan tók að sér frágang umbrots og umsjón með prentun og dreif- ingu. Hlaut bókin nafnið Kirkjur undir Jökli – Vísitasíur o.fl. að Ingj- aldshóli, Hellnum, Knerri, Laugar- brekku, Einarslóni og Saxahóli 1200-1998. Þar eru raktar heimildir um kirkjur og sóknir þessara staða allt frá fyrstu tíð. Vísitasíurnar lýsa umhirðu og ástandi kirknanna í sjö til átta aldir og ekki síst kjörum al- mennings og presta í fátækum sókn- um. Æði margir einstaklingar koma þarna við sögu, biskupar og fylgd- armenn þeirra, prófastar og prestar í hverri sókn. Getið er æviatriða fjölda manna og birtar myndir af um fimmtíu einstaklingum og litmyndir af kirkjum og kirkjumunum. Þetta ritverk er einstakt í sinni röð, og var mjög vandað til útgáfunnar. Við and- látið hafði Ólafur nær lokið síðara bindi þessa verks sem fjallar um sögu, atvinnuhætti og lífskjör íbúa þessa svæðis svo langt aftur sem heimildir ná og fram til miðrar síð- ustu aldar. Vonir standa til að takast megi að ljúka verkinu og koma því út, því það geymir eins og fyrri bók- in ómetanlegt safn frumheimilda. Ólafur skilur einnig eftir sig vandað handrit að ættarsögu foreldra sinna, Sigurlaugar Cýrusdóttur og Elí- mundar Ögmundssonar. Öll fræða- störf hans einkenndust af frábærri vandvirkni og dæmafárri elju við leit að frumheimildum þar til öll von virtist úti um að fleira fyndist. Ólafur hafði, einkum á yngri ár- um, mikinn áhuga á félagsmálum. Þar birtist sterk réttlætiskennd hans og samhugur með þeim sem lít- ils máttu sín og sem hann hafði num- ið í foreldrahúsum á Sandi og þróað og mótað með sér. Hann var virkur félagi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur og Kínversk-íslenska menningar- félaginu, en í stjórn þess síðarnefnda sat hann um langt skeið. Þótt hljóð- látur væri og sérlega stilltur maður var Ólafur mikil félagsvera og naut þess að taka þátt í þörfum fé- lagsskap með góðu fólki. Í áratugi var hann virkur félagi í AKÓGES og sat oft í stjórn þess, m.a. sem for- maður. Ólafur var líka maður heimilisins. Í kringum hann var alltaf fegurð, virðuleiki og góður smekkur. Hann hélt lengi fallegt heimili upp á eigin spýtur, en um fimmtugt kynntist hann yndislegri konu, Viktoríu Daníelsdóttur, og kvæntist henni. Saman áttu þau Ólafur og Viktoría fagurt heimili að Stóragerði 7. Hún færði inn í líf hans mikla hamingju og gleði, og heimili þeirra varð gjarnan miðpunktur ættmenna og vina. Ólafur lést daginn áður en Sæ- mundur, bróðir hans og náinn vinur, var jarðsettur. Með Ólafi er genginn óvenju vandaður maður, fræðimaður að eðlisfari og einstakt prúðmenni sem ættingjar hans og aðrir að- standendur munu syrgja og minnast að verðleikum svo lengi sem þeir lifa. Við færum eftirlifandi eiginkonu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Kristinn Sæmundsson, Erlendur Grétar Haraldsson. Á nú nýbyrjuðu ári um miðjan dag á fyrsta degi þess hringdi Ólafur Elímundarson til mín. Umræðuefn- ið, var staðan hjá honum við að ljúka heimildasöfnun og undirbúningi að úgáfu annars bindis af Jöklu hinni nýju. Hann taldi að nú væri ekki mikið eftir annað en yfirlestur á efn- inu og val mynda. Ólafur var í hópi þeirra mörgu brottfluttu Sandara sem héldu mik- illi tryggð við byggðina. Komu til Hellissands árlega, héldu kynnum við fólk og fylgdust með framvindu mála. Að lokinni hefðbundinni starfsævi og námi í sagnfræði hóf Ólafur söfn- un gagna um mannlífið í hinum fyrr- um Neshreppi utan Ennis og Breiðuvíkurhreppi. Stefndi hann að því að skrásetja og gefa út upplýs- ingarit yfir þau gögn og skjöl sem tiltæk væru og tengdust sögu þessa svæðis. Ritverk þetta nefndi Ólafur „Jöklu hina nýju“ og vísar nafngiftin til „Jöklu“ prestþjónustubókar Nes- þinga 1785–1836 sem er á Lands- skjalasafni. Árið 2000 kom út fyrsta bindi þessa verks, „Kirkjur undir Jökli“. Glæsileg bók að efni og útliti. Ólafur ólst upp í Dvergssteini á Hellissandi. Móðurforeldrar hans voru Guðrún Björnsdóttir og Sýrus Andrésson en þau voru síðustu ábú- endur á Hólahólum og bjuggu síðar á Öndverðarnesi. Föðurforeldrarnir voru Anna Jóhannsdóttir og Ög- mundur Jóhannesson bóndi í Ein- arslóni. Rætur hans lágu því vítt um sögusvæðið. Hann fór oft í göngu- ferðir. Sl. sumar gekk hann ásamt frænda sínum, Erlendi Haraldssyni prófessor, gömlu þjóðleiðina frá Öndverðarnesi í Beruvík. Sumarið 1989 var hann, ásamt Sæmundi Magnússyni, að ganga um forn- minjasvæðið á Gufuskálum. Þá fannst Írskrabrunnur og er nú áhugaverður skoðunarstaður. Sæ- mundur sem hafði í æsku verið hjá ömmu sinni á Gufuskálum benti á staðinn. Við hér undir Jökli kveðjum Ólaf með söknuði og virðingu. Þökkum tryggð hans og fyrir arfinn sem hann skilar okkur með sínu merka ritverki „Jöklu hinni nýju“. Við Hrefna og fjölskylda okkar sendum Viktoríu konu Ólafs og aðstandend- um samúðarkveðjur. Skúli Alexandersson. ÓLAFUR BERGMANN ELÍMUNDARSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA GUÐRÚN ÞORBJARNARDÓTTIR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 12. janúar. Ásdís Kristjánsdóttir, Sævar Þórjónsson, Gunnar Kristjánsson, Auðbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. Faðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURJÓN HJÁLMARSSON bóndi, frá Grænhól, Barðaströnd, Suðurhvammi 4, Hafnarfirði, lést laugardaginn 11. janúar. Guðmundur Snorri Guðmundsson, Ásta Jónsdóttir, Samúel Jón Guðmundsson, Guðfinna Sigurðardóttir, Hjálmar Jón Guðmundsson, Linda Halldórsdóttir, Ingi Gunnar Guðmundsson, Gróa Guðmundsdóttir, Hugrún Ósk Guðmundsdóttir. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Brandsbæ í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 10. janúar. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. janúar kl. 10.30. Þórunn Pálmadóttir, Þorsteinn Pálmar Einarsson, Kristinn Bernhard Kristinsson, Íris Björg Kristinsdóttir, Pálmi Þór Kristinsson. Ástkær frænka okkar, KATRÍN ELLERTSDÓTTIR, Sólheimum 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 15. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Gunnarsdóttir, Guðjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.