Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 17 AÐGERÐIR Norður-Kóreu- manna undanfarnar vikur flækja mjög svokallaða Íraksdeilu fyrir ráðamönnum í Bandaríkjunum. Svo mikill skrið- ur er engu að síður kominn á þau mál að hugs- anlegt er að leið- togar arabaríkj- anna leggi allt kapp á það á næstu vikum að fá Saddam Hussein, forseta Íraks, til að víkja. Hugsanlegt er líka að undirmenn Saddams ákveði að steypa honum af stóli til að forða Írak frá hörmungum stríðs. Þetta segir Gary Sick, prófessor í Mið-Austurlandafræðum við Col- umbia-háskóla í New York, í sam- tali við Morgunblaðið. „Auðvitað gæti þetta líka verið óskhyggja,“ bætir Sick við. Hann bendir hins vegar á að öll nágrannaríki Íraks hafi ríka ástæðu til að vilja koma í veg fyrir stríð í heimshlutanum. Ekki sé útilokað að málinu ljúki með hætti, sem enginn sá fyrir. Það myndi hins vegar gerast m.a. vegna þess þrýstings sem liðssafn- aður Bandaríkjahers á Persaflóa- svæðinu setur á hlutaðeigandi. Barist á nóttunni í sumar? Sick segir vel hugsanlegt að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hafi mælst til þess við George W. Bush Bandaríkjafor- seta að mögulegri hernaðarárás verði frestað fram á haust, líkt og breskt dagblað hefur haldið fram. Á sama tíma hafi því hins vegar verið lekið í fjölmiðla vestra að Bandaríkjaher hafi verið að búa sig undir að heyja stríð við Írak í sum- ar – en jafnan hefur verið gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn vildu ekki heyja stríðið í sumarhitunum. Myndu áætlanir þá miðast við að bardagar færu fram að nóttu til en Sick segir að það myndi gefa Bandaríkjamönnum ákveðna yfir- burði, enda séu þeir vel tækjum búnir til þess háttar hernaðar. Sick er spurður að því hvort Bandaríkjastjórn geti ákveðið að efna til stríðs án þess að vopnaeft- irlit Sameinuðu þjóðanna hafi fyrst leitt í ljós „skýlaus brot“ af hálfu Íraka á samþykktum öryggisráðs SÞ um vopnaáætlanir þeirra. „Þú verður að muna að í ágúst sl. virtist nánast útilokað að öryggis- ráð SÞ myndi samþykkja ályktun um málefni Íraks. Engin merki voru um að hægt væri að fá önnur ríki í ráðinu til að skrifa upp á stefnu Bandaríkjanna, nema e.t.v. Breta. Í október samþykkti örygg- isráðið hins vegar einróma álykt- un. Hlutirnir breytast því hratt og það væru mistök að líta til næstu vikna með því hugarfari að úr því að engar órækar sannanir séu fyrir hendi [um brot Íraka] sé útilokað að hægt verði að fylkja þjóðum saman um að hefja slíkt stríð. Raunveruleikinn er sá að þjóðir heims, ekki síst nágrannaríki Íraks, eru sannfærðar um að það muni draga til tíðinda. Aðgerðir þeirra núna miðast við þetta. Þetta má ráða af því að lönd, sem fyrir skömmu síðan voru afar gagnrýnin í garð Bandaríkjanna, eru nú að reyna að búa þannig um hnútana að þau séu örugglega ekki í röngu liði þegar til tíðinda dregur.“ Bendir Sick m.a. á að Frakkar hafi tekið að búa sig undir stríð, þó að þeir hafi verið hugmyndum um slíkt mjög mótfallnir í haust. Þá séu Sádí-Arabar hættir að beita sér og Íranar hafi ekki heldur fyrir því að mótmæla hugsanlegu stríði. Staðan er óneitanlega þrengri en ella vegna atburða í Norður- Kóreu og Sick segir þróun mála raunar álitshnekki fyrir Bush Bandaríkjaforseta, enda hljóti af- staða stjórnar hans gagnvart Norður-Kóreu að teljast í ósam- ræmi við stefnuna varðandi Írak. „Eins og einn vina minna hefur orðað það: við sjáum nú að fæling- arstefna virkar, hún virkar bara öf- ugt núna. Það erum semsé við [Bandaríkin] sem látum fælast af Norður-Kóreu. Misráðin stefnumörkun Þessi greining er reyndar ekki fjarri lagi. Hernaðarmáttur Norð- ur-Kóreumanna er slíkur að þeir gætu lagt Seoul [höfuðborg Suður- Kóreu] í rúst á augabragði, drepið hundruð þúsunda manna, hugsan- lega beitt kjarnorkusprengjum og jafnvel gert árás á Japan með flug- skeytum eða gereyðingarvopnum. Og einmitt vegna þessa er komið öðruvísi fram við þá [Norður-Kór- eumenn] en Íraka. Þeir eru ein- faldlega öflugra hernaðarveldi. Ég leit alltaf svo á að það hefðu verið mistök af Bush-stjórninni að setja fram þá kenningu, að hún áskildi sér réttinn til að ráðast á ríki sem „fyrirbyggjandi“ aðgerð [e. preemptive attack]. Með því var verið að gefa mönnum hvatningu til að koma sér upp gereyðingar- vopnum svo þeir gætu beitt fæling- armætti þeirra til að koma í veg fyrir „fyrirbyggjandi“ árás. Og það er að sýna sig [með tíð- indum frá N-Kóreu] að þetta skilar tilætluðum árangri. Ég tel að ríki, sem andstæð eru Bandaríkjunum, hafi meiri ástæðu og hvatningu til þess núna en nokkru sinni fyrr að reyna að koma sér upp eigin kjarn- orkuvopnabúri,“ segir Sick. „Við erum ekki aðeins að tala um Norð- ur-Kóreu heldur líka Indland og Pakistan, en það er komið öðruvísi fram við þau núna – eftir að þau komu sér upp kjarnorkuvopnum.“ „Bush er ekki sam- kvæmur sjálfum sér“ Gary Sick, prófessor í Mið-Austurlanda- fræðum við Columbia-háskóla, telur aðgerðir N-Kóreumanna flækja mjög Íraksdeiluna Gary Sick TALSMAÐUR stærsta stjórnarand- stöðuflokksins í Zimbabwe neitaði í gær fréttum breskra fjölmiðla um að flokkurinn væri viðriðinn áætlanir um, að Robert Mugabe, forseti landsins, færi í útlegð og mynduð yrði þjóðstjórn í landinu. Það gerði einnig talsmaður stjórnarflokksins en margt bendir þó til, að verið sé að vinna að þessu á bak við tjöldin. The Times of London sagði í gær, að háttsettir menn í Zanu, stjórnar- flokki Mugabes, ynnu að því, að hann færi í útlegð og yrðu um leið gefnar upp allar hugsanlegar sakir. Hafði blaðið það eftir Morgan Tsvangirai, leiðtoga Hreyfingarinnar fyrir lýð- ræðislegum breytingum, að flokkur hans væri reiðubúinn að veita Mug- abe friðhelgi og í viðtali við fréttarit- ara BBC, Breska ríkisútvarpsins, sagði hann, að um leið yrði að binda enda á óöldina í landinu og efna til frjálsra kosninga. Sagði hann, að Emmerson Mnangagwa, forseti þingsins, og Vitalis Zvinavashe, hershöfðingi og yfirmaður heraflans, hefðu rætt við sig um þessa áætlun og fullyrt, að Mugabe myndi segja af sér. The Times sagði, að stjórnvöld í Malasíu hefðu gefið í skyn, að þau væru fús til að veita Mugabe hæli og einnig, að bresk stjórnvöld hefði ver- ið upplýst um málið. Paul Tempa Nyathi, talsmaður flokks Tsvangirais, sagði í gær, að þessar fréttir væru ekki réttar, að- eins vangaveltur, og Tsvangirai dró einnig í land og sagði, að um ein- hvern misskilning væri að ræða. Talsmaður Zanu, flokks Mugabes, sagði, að fréttirnar væru bara ósk- hyggja og tilbúningur, Mugabe væri ekki á förum. Efnahagur Zimbabwe er í kalda- koli, verðbólgan 175% og hungurs- neyð ýmist hrjáir eða vofir yfir tveimur þriðju landsmanna. Hefur þurrkum verið kennt um en margir segja Mugabe eiga mesta sök á ófarnaðinum með því að hafa eyði- lagt landbúnaðinn með því að taka bújarðir af hvítum bændum og af- henda þær svörtum stuðningsmönn- um sínum. Áætlun um afsögn og útlegð Mugabes? Jafnt stjórn sem stjórnarandstaða í Zimbabwe vísa fréttinni á bug Harare. AFP. Reuters Hungursneyð vofir yfir tveimur þriðju íbúa Zimbabwe og æ fleiri eiga allt sitt undir aðstoð al- þjóðlegra hjálparstofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.