Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert gædd/ur ríkri ábyrgðartilfinningu, en kannt þó vel að gera að gamni þínu á græsku- lausan máta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Óvæntir atburðir breyta mörgu í dag og nú er bara að vera við öllu búinn. Óvænt heimsókn kryddar daginn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Aðrir geta hjálpað þér við að takast á við skapbresti þína. Leitaðu leiða til að breyta þessu með hjálp góðra manna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú fyllist mikilli ferða- og ævintýraþrá af ókunnum ástæðum. Fáðu góðan vin til að slást í för með þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Haltu þig við jörðina og þá verða engin ljón á vegin- um. Aðalatriðið er þó að halda sjálfum sér í jafn- vægi og tilbúnum til að takast á við hlutina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur verið á stöðugum hlaupum daginn út og dag- inn inn. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Varastu að láta draga þig inn í annarra deilur um málefni sem koma þeim einum við. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú myndir spjara þig vel í sviðsljósinu kanntu betur við þig í rólegheitum að tjaldabaki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert listelskur persónu- leiki og gæddur næmu feg- urðarskyni en þyrftir að ná tökum á orku þinni í stað þess að dvelja í drauma- landinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ekkert að fólki þótt það snúist í kringum þig og vilji dekra við þig þessa dagana. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvænt tækifæri mun bjóð- ast þér og það ríður á að þú kunnir að bregðast rétt við. Sýndu kurteisi og gerðu þitt besta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ráðleggingar þínar koma sér vel fyrir samstarfs- mann þinn. Þú hefur lagt hart að þér og átt hrós skilið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. gafst upp enda fátt hægt að gera til að varna máti. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Jonas Bark- hagen 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.–4. Arthur Jussupov (2.622), Tom Wedberg (2530) og Tomi Nyback (2.445) 7 v. 5.–10. Juan Bellon (2.428), Stell- an Brynell (2.524), Eman- uel Berg (2.535), Evgeny Gleizerov (2.581), Ekat- erina Kovalevskaya (2.466) og Harriet Hunt (2.406) 6½ v. Hannes Hlífar Stef- ánsson fékk 6 vinninga og lenti í 11.–18. sæti. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. d3 Bc5 8. a4 0-0 9. Bg5 h6 10. Bh4 g5 11. Bg3 d6 12. c3 Hb8 13. axb5 axb5 14. d4 Bb6 15. Dd3 Kg7 16. Rbd2 Rh5 17. Bd5 Rxg3 18. hxg3 exd4 19. Bxc6 Bxc6 20. cxd4 Df6 21. b4 Hfe8 22. d5 Bd7 23. Rb3 Ha8 24. Ra5 g4 25. Rd2 Staðan kom upp á Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Hinn óvænti sigurvegari, sænski alþjóð- legi meistarinn Jonas Barkhag- en (2.458), hafði svart gegn Florian Handke (2.504). 25. … Bxf2+! 26. Kh2 hvítur yrði skiptamuni und- ir eftir 26. Hxf2 Dxa1+. 26. … He5 og hvítur SUÐUR spilar sex lauf. AV hafa ekkert skipt sér af sögnum, nema hvað austur doblaði fyrir- stöðusögn norðurs í spaða. Norður ♠ Á64 ♥ K9 ♦ K32 ♣K9872 Suður ♠ K7 ♥ ÁG5 ♦ ÁG86 ♣ÁG54 Vestur spilar út spaða- tíu. Hvernig viltu standa að verki? Þetta er eina útspilið sem ekkert hjálpar þér, en eigi að síður er spilið sterkt. Þú tekur á spaða- kónginn og leggur niður laufásinn. Það er sjálf- sögð byrjun til að verjast fjórlitunum í trompi í vestur. En á því reynist engin þörf, því báðir fylgja lit. Þú spilar næst trompi á kónginn og austur hendir spaða. Vestur á sem sagt slag á trompdrottning- una. Hvað nú? Annar rauði gosinn verður að skila slag. Einn möguleiki er að taka ÁK í tígli og svína síðan hjartagosa ef tígul- drottningin fellur ekki. En það er ótímabært. Fyrst er rétt að taka spaðaásinn og trompa spaða: Norður ♠ Á64 ♥ K9 ♦ K32 ♣K9872 Vestur Austur ♠ 105 ♠ DG9832 ♥ 87632 ♥ D104 ♦ D105 ♦ 974 ♣D106 ♣3 Suður ♠ K7 ♥ ÁG5 ♦ ÁG86 ♣ÁG54 Þegar í ljós kemur að vestur á aðeins tvo spaða er óhætt að leggja upp. Vestur mun fá næsta slag á laufdrottningu og verður þá að spila upp í annan gaffalinn. Spilið er frá fjórðu um- ferð Reykjavíkurmótsins og Haukur Ingason í sveit Þriggja frakka spil- aði á þennan hátt. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Árnað heilla Skugginn, Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Björg Finnbogadóttir og Ástmundur Níelsson. Skugginn, Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Há- teigskirkju af sr. Sigurði Grétari Helgasyni þau Borghildur Erlingsdóttir og Viðar Lúðvíksson. LJÓÐABROT Há þótti mér hlæja höll um Noreg allan – fyrr var eg kenndr á knörrum – klif, meðan Ólafr lifði. Nú þykir mér miklu – mitt stríð er svo – hlíðir – jöfurs hylli varð eg alla – óblíðari síðan. Sighvatur Þórðarson Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. september sl. í Digraneskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni þau Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Heimir Guðmunds- son. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí sl. í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Þór- halli Heimissyni þau Sús- anna Helgadóttir og Steinn Jóhannsson. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík „Námið hefur gagnast mér afar vel og hefur opnað margar dyr í lífi mínu. Þegar ég var hálfnaður með MCSA braut fékk ég starf hjá einu af stóru tölvufyrirtækjunum.” Daníel F. Jónsson nemandi á MCP, MCSA og MCSE braut 2001-2002 MCSE braut hjá Rafiðnaðarskólanum Fyrir þá sem vilja ná árangri Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · www.raf.is Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi í vor. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 30. janúar, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Vorið í Prag frá kr. 25.450 með Heimsferðum Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. janúar. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Eyþór Kristjánsson, sjúkraþjálfari, B.Sc., sérfræðingur í Manuell Terapi MNFF hefur hafið störf sem fagstjóri Hreyfigreiningar ehf. Höfðabakka 9, 110 Rvík, sími 511 1575 Afmælisþakkir Innilegar þakkir sendi ég öllum sem heiðruðu mig með heimsókn og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 15. desember sl. Ida Ingólfsdóttir, Droplaugarstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.