Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ sundlaug í Salahverfi í Kópa- vogi verður tekin í notkun í sept- ember næstkomandi en bæjarstjóri Kópavogs og framkvæmdastjóri ÓG-bygg ehf. hafa undirritað verk- samning um fullnaðarfrágang á sundlauginni og öðrum íþrótta- mannvirkjum í tengslum við hana. Áfast sundlauginni verður 35 x 63 metra íþróttasalur sem verður sér- staklega útbúinn fyrir frjálsar íþróttir. Íþróttamannvirkin verða staðsett við hlið Salaskóla í Kópavogi og að sögn Stefáns L. Stefánssonar, deild- arstjóra framkvæmdadeildar Kópa- vogsbæjar, verður sundlaugin opin almenningi auk þess sem hún verð- ur nýtt til sundkennslu í skólanum. Um er að ræða tvær sundlaugar, annars vegar 25 x 15 metra útilaug og 17 x 10 metra innilaug. Þá verða pottar, svokölluð iðu- laug, vatnsgufa og vatnsrennibraut á útisvæði laugarinnar. Stefán segir uppsteypu laugarhússins og laug- arkeranna lokið en gert er ráð fyrir að taka laugarnar í notkun í sept- ember næstkomandi. Frjálsíþróttahús og knattspyrnuvellir Íþróttasalurinn verður sérstak- lega útbúinn fyrir frjálsar íþróttir auk þess sem sérstakur salur verð- ur fyrir þrekæfingar. Að sögn Stef- áns er íþróttahúsið hugsað sem að- staða fyrir Gerplu jafnframt því sem það verður nýtt til íþrótta- kennslu í Salaskóla. Búið er að steypa sökklana á íþróttahúsinu og er áætlað að taka það í notkun í júní árið 2004. Loks verða knattspyrnuvellir byggðir á útisvæði vestan við sund- laugina en búningsaðstaða og þjón- usta verður samnýtt með sundlaug, íþróttahúsi og útivöllum. Framkvæmdir við fyrsta áfanga mannvirkjanna hófust í október 2001 en ÓG-bygg ehf. var verktaki að þeim áfanga. Sem fyrr segir var einnig samið við ÓG-bygg um annan áfanga verksins en fyrirtækið reyndist lægstbjóðandi í það þegar útboð voru opnuð í október síðast- liðnum. Bauð fyrirtækið 407 millj- ónir króna í framkvæmdina en kostnaðaráætlun annars áfanga var 455 milljónir. Áætlaður heildar- kostnaður er um einn milljarður króna. Hönnuðir mannvirkisins eru Benjamín Magnússon arkitekt og Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sen hf. Sundlaug í Sala- hverfi opnuð í haust Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Ólafur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri ÓG-bygg, við undirritun í síðustu viku. Tölvumynd/Onno Útisvæði laugarinnar en innilaugin verður í byggingunni til vinstri á myndinni. Kópavogur ÞRJÁR tillögur að staðsetningu grunnskóla fyrir Ása-, Grunda- og Strandhverfi í Garðabæ eru nú til um- fjöllunar bæjaryfirvalda. Þeir tveir kostir, sem helst koma til greina að mati arkiteks Strandhverfisins, gera ráð fyrir uppkaupum eigna eða lóða. Önnur þessara lóða er Héðinslóðin en nýjar hugmyndir ganga út á að hægt sé að byggja þar skóla án þess að rífa verksmiðjuhúsið sem á lóðinni er. Björn Ólafs arkitekt hefur gert samanburð á þremur tillögum að staðsetningu skólans. Tillaga A gerir ráð fyrir að skólinn verði staðsettur við Arnarnesvoginn, á lóð austan til í hinu nýja strandhverfi. Segir í um- sögn Björns að lóðin sé miðsvæðis í skólahverfinu og falli vel að hugmynd um tengsl miðbæjarins og strand- hverfisins. Gallinn við staðsetninguna sé að bærinn þurfi að kaupa upp tvær byggingar til niðurrifs, verði af bygg- ingu skólans á þessum stað. Tillaga B gerir ráð fyrir að skólinn verði staðsettur nærri Arnarneslæk og bendir Björn á að þannig yrði leik- svæði hans í sjóngeira frá Hafnar- fjarðarvegi að sjónum. Lóðin sé óbyggð og í eigu bæjarins. Helsti gall- inn er að mati Björns fjarlægð lóð- arinnar frá Ásahverfinu en meira en 1,5 kílómetra gönguleið yrði til hans frá vestustu húsunum þar. Verði skólalóðin hins vegar flutt til vesturs geti hún takmarkað möguleika á stækkun miðbæjarins. Síðasta tillagan, tillaga C, gerir hins vegar ráð fyrir að skólinn verði staðsettur á lóð Héðins. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var mælt með þeirri staðsetningu skólans á íbúaþingi sem haldið var í Garðabæ í haust enda er hún miðsvæðis í skóla- hverfinu. Gallinn við staðsetninguna er hins vegar sá að mati Björns að bæjarfélagið þurfi að kaupa lóðina. Kostnaður við A og C svipaður Að mati Björns kemur tillaga B, staðsetning nærri Arnarneslæk, varla til greina. Eftir standi lóðir A og C og segir Björn að kostnaður við uppkaup á lóðum og tilheyrandi sé metinn svipaður í báðum tilfellum. Lóð C, Héðinslóðin sé þó eðlilegri að því leyti að byggðin sem skólinn þjóni sé nær fullgerð á því svæði. Fram kom í Morgunblaðinu að kaupverð Héðinslóðarinnar auk verk- smiðjunnar yrði í kringum 450 millj- ónir. Að sögn Ásdísar Höllu Braga- dóttur bæjarstjóra hefur nú komið fram ný hugmynd sem sýnir fram á að hægt sé að byggja skóla á lóðinni án þess að rífa verksmiðjuna. Það hefði í för með sér að einungis þyrfti að kaupa hluta af lóðinni sem myndi þýða verulega lægri upphæð fyrir bæjarfélagið en þá var rætt um. Yrði þetta niðurstaðan yrði skólinn byggð- ur þannig að hann myndaði skjólvegg að verksmiðjunni og skólalóðin lægi hvergi að henni. Ásdís segir ekki búið að taka af- stöðu til málsins en það verði rætt á bæjarráðsfundi í dag. Búast megi svo við að ákvörðun verði tekin á næsta eða þarnæsta bæjarstjórnarfundi. Héðinslóðin enn inni í myndinni Garðabær &  '  134567 189:              436436;7                                  STEFNT er að því að opna nýjan einkarekinn leikskóla sem byggir á svokallaðri Reggio-stefnu á Ár- túnsholti í byrjun mars. Húsnæði leikskólans, sem hefur hlotið nafn- ið Regnboginn, er langt komið í byggingu. Það er Lovísa Hallgrímsdóttir, sem er aðalhvatamaðurinn að stofnun leikskólans auk þess sem hún mun starfa sem leikskólastjóri í skólanum. „Hugmyndafræði Reggio byggist á skapandi og rannsakandi vinnu og að börnin séu í eðli sínu flink og frjó,“ segir hún. „Þau séu tilbúin að takast á við þau verkefni sem boðið er upp á en ekki staðlaðar lausnir. Það er einnig geysilega mikil áhersla lögð á virðingu gagnvart barninu sem mikilhæfum einstaklingi. Þetta byggist líka á uppgötvunarnámi og hægt sé að rannsaka hlutina frá mörgum sjónarhornum.“ Lovísa segist tvisvar sinnum hafa farið til Ítalíu á námskeið til að kynna sér þessa hugmynda- fræði við rekstur leikskóla. Regg- io-stefnan eigi rætur að rekja til borgarinnar Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. „Þar eru reknir ungbarnaskólar, sem eru fyrir börn eftir að fæðingarorlofi for- eldra lýkur og fram til tveggja ára aldurs. Síðan tekur við leikskóli fyrir þriggja, fjögurra og fimm ára börn en það er einmitt leik- skóli fyrir þann aldurshóp sem ég er að byggja upp,“ segir hún. Um 30 börn á biðlista Þrjár deildir verða starfræktar í leikskólanum. Hann verður að sögn Lovísu með stærri einkarekn- um skólum en um miðlungsstór ef miðað er við leikskóla í eigu sveit- arfélaga. Reykjavíkurborg tekur þátt í stofnkostnaði við byggingu skólans en reksturinn er á ábyrgð eigenda. Borgin greiðir svo ákveðna upphæð með hverju barni, eftir fjölskylduaðstæðum, en síðan þurfa foreldrar að greiða aukalega. Þær greiðslur verða eitthvað hærri en foreldrar þurfa að greiða hjá leikskólum borg- arinnar. Lovísa segir að nú þegar séu um 30 börn á biðlista eftir plássi. Á fyrsta starfsárinu geri hún ráð fyrir að taka inn börn frá tveggja ára aldri. Hún segist vera að ráða leikskólakennara til starfa og þeir sem útskrifast hafi seinustu tíu ár- in þekki til þessarar stefnu. Nám- skeið verði haldin til að þjálfa nýtt starfsfólk. Nú þegar séu kennarar í starfsliðinu sem hafa kynnt sér Reggio-stefnuna vel. Verið er að vinna að uppbygg- ingu og frágangi skólahúsnæðisins en um er að ræða finnskt eininga- hús sem var hannað hér á landi og hafði Lovísa hönd í bagga með í hönnun hans. Hún segir umhverfið taka mið af hugmyndafræðinni eins og hægt er. „Það er reynt að fylgja þeirri stefnu að skólarnir séu fallegir og umhverfið vel skipulagt. Meðal annars er hiti í öllum gólfum og áhersla lögð á hlýlegt og notalegt umhverfi fyrir börn, foreldra og starfsfólk,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýi leikskólinn hefur hlotið nafnið Regnboginn og segir Lovísa Hallgrímsdóttir leikskólastjóri að þar verði mikil áhersla lögð á notalegt umhverfi fyrir börn og fullorðna. Framkvæmdir við leikskólahúsnæðið eru langt komnar. „Ekki staðlaðar lausnir“ Ártúnsholt Nýr einkarekinn leikskóli byggður á Reggio-stefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.