Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 27 hf. í fjárlögum fyrir árið 2003 og er miðað við að tekjur af úrvinnslugjaldi verði óbreyttar. Í fjárlögum eru tekjur af spilliefnagjaldi áætl- aðar 162,8 m. kr. Þá er gert ráð fyrir að tekjur af úrvinnslugjaldi á rafhlöður verði 14 m. kr. á ári og af hjólbörðum 249 m. kr. á ári. Ekki liggja fyrir áætlaðar tekjur af pappírs- og pappaumbúðum og plastumbúðum sem leggst á frá og með 1. janúar á næsta ári. Að mati fjármálaráðuneytisins er miðað við að úrvinnslugjald á vöruflokkana verði í kringum 1.260 milljónir króna á ári og þá eru ótaldir þeir vöruflokkar sem gætu bæst við síðar meir. fljótlega rði ruflokkum g að end- f úrgang- sig. Í lög- við að m endur- rgangs sé skipunum fyrir bíl frá 1. jan- ald á öku- r það inn- m. Gjaldið u liðin frá að standa r skilað til á fær eig- krónur í ð skila bíl- og með 1. sl. er úr- afhlöðum, m og hjól- núar 2004 rúlluplast, ðir og net. ruflokkar ftæki. Siv mleiðendur plast- og pappaumbúðum sem fluttar voru inn til landsins og úrvinnslugjald greitt af, muni fá gjaldið endurgreitt. Úrvinnslusjóðs bíður nú það verk- efni að bjóða út einstaka þætti end- urnýtingarinnar eða ganga frá þeim með samningum. Miðað er við að fyrsta áfanga þeirrar vinnu verði lokið 1. apríl nk. Dagblaðapappír bætist við Um þessar mundir er Úrvinnslu- sjóður að kynna hið nýja fyrirkomu- lag fyrir aðilum markaðarins og á dögunum var efnt til kynningar á nýju lögunum fyrir starfsmenn Gámaþjónustunnar á Grandhóteli. Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustunnar hf., segir að nýju lögin snerti bæði beint og óbeint starfsemi fyrirtækisins. Í sumum vöruflokkum sé fyrirtækið ekki enda- viðtakandi úrgangs heldur milliliður. Hugmyndin sé að fyrirtækið verði í auknum mæli endaviðtakandi á úr- gangi eftir því sem úrvinnslugjaldið nær til fleiri vöruflokka. „Galdurinn við úrvinnslugjaldið er að það er smurolía á allt kerfið þann- ig að það verður virkara en það yrði án þess. Menn sjá ábata í því að gera hlutina rétt miðað við það sem áður hefur verið gert.“ Spurður um hvað hefði betur mátt fara í tengslum við nýju lögin nefnir hann að fleiri efnisflokkar hefðu mátt bætast fyrr í hópinn, t.d. dag- blaðapappír. Þá megi hugsanlega bæta timbri, brotajárni og múrbroti við. Múrbrotið megi t.d. nota í steypu eða malbik. ænum hvötum sem a meðferð á honum 0–65% okkum Morgunblaðið/Kristinn din er tekin á fundi með starfsmönnum Gáma- órnarformaður Gámaþjónustunnar. nslu- di við ra um ð sér. JAKE Siewert segir að álverFjarðaáls í Reyðarfirðiverði fullkomnasta og um-hverfisvænsta álver sem Alcoa hafi reist fram að þessu og í raun fyrsta álverið sem fyrirtækið hafi reist frá grunni í ein 20 ár. Það geti einnig orðið hið dýrasta sem reist hafi verið en áætlanir fyr- irtækisins gera ráð fyrir 1,1 millj- arðs Bandaríkjadala bygging- arkostnaði eða fyrir tæpa 90 milljarða króna miðað við núver- andi gengi. Reisa á álverið í einum áfanga og framleiðslugetan á að verða 322 þúsund tonn á ári. Fjarðaál mun veita 450 manns at- vinnu og talið að álverið skapi 300 önnur störf í tengdum iðnaði og þjónustu. Siewert er staddur hér á landi ásamt fleiri fulltrúum fyrirtækisins til viðræðna við ýmsa aðila, m.a. munu þeir eiga fund í dag með frá- farandi og verðandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Þórólfi Árnasyni, en borgarstjórn mun taka ákvörðun á fundi sínum á fimmtudag hvort borgin gangist í ábyrgðir fyrir lántöku Landsvirkj- unar vegna Kárahnjúkaverkefn- isins. Siewert og félagar munu til við- bótar eiga fundi með fulltrúum Landsvirkjunar, iðnaðarráðuneyt- isins, Alþingis, Verslunarráðs og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Fulltrúar Alcoa munu einnig eiga fundi með heimamönnum á Austfjörðum í næstu viku. Ekki fagnað of snemma þó að fleiri ákvarðanir séu eftir Varðandi fyrirhugaðan fund í dag með borgarstjóra segir Sie- wert að Alcoa vilji fá upplýsingar frá fyrstu hendi um stöðu mála inn- an Reykjavíkurborgar. „Við höfum verið að fylgjast með fréttum um borgarstjórnina og vilj- um fá að kynnast sjónarmiðum borgarstjóra. Líkt og á öðrum fundum sem við eigum munum við fara fram á stuðning við okkar áform. Við viljum að verkefnið nái fram að ganga eins hratt og mögu- legt er. Alcoa hefur tekið sína ákvörðun í málinu en eftir er að taka ýmsar ákvarðanir hér á landi, sem við viljum afla okkur upplýs- inga um. Til þessa höfum við orðið varir við mikinn stuðning við okkar áform en á endanum þarf sam- þykki íslenskra yfirvalda, bæði Al- þingis og eigenda Landsvirkjunar. Við viljum fá upplýsingarnar frá fyrstu hendi til að öðlast betri skilning á stöðunni,“ segir Siewert. Íbúar Fjarðabyggðar efndu til fagnaðar sl. föstudagskvöld ásamt fleiri Austfirðingum þegar tíðindin frá stjórn Alcoa bárust um að ráð- ast ætti í byggingu ál- vers í Reyðarfirði. Aðspurður hvort hann telji að Austfirðingar hafi fagnað of snemma telur Siewert svo ekki vera. „Við vitum sem er að eftir er að taka fleiri ákvarðanir áður en framkvæmdir við álverið eiga að hefj- ast. Við skiljum hins vegar vel sjónarmið Austfirðinga. Þeir hafa meðal annars þá reynslu að áform um álver Norsk Hydro voru langt á veg komin þegar fyr- irtækið hætti við. Líklega hefur það verið léttir fyrir íbúa Fjarða- byggðar að heyra fréttirnar af Al- coa og ég skil vel að þeir hafi efnt til fagnaðar. Vonandi verða fleiri tilefni til slíkra hátíðarhalda í fram- tíðinni.“ Finnum mikinn stuðning Stjórn Alcoa, sem alls er skipuð 11 manns, var einhuga í afstöðu sinni til álvers Fjarðaáls að því undanskildu að fulltrúi samtakanna World Wildlife Fund í Bandaríkj- unum sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Aðspurður hvað hafi ráðið mestu um ákvörðun stjórnarinnar segir Siewert mörg atriði hafa komið þar til. Eitt hið mikilvægasta hafi þó verið hve hratt og vel samn- ingaviðræður við Íslendinga hafi gengið. Samningamenn Alcoa hafi komið því vel til skila til stjórn- arinnar og lýst aðdáun og ánægju með allar aðstæður á Íslandi. Til samanburðar nefnir Siewert að Al- coa hafi ekki enn tekið loka- ákvörðun um verkefni í Kína sem fyrst var farið að skoða fyrir sjö ár- um. „Við erum ákaflega ánægðir með gang málsins hér. Stjórnin fékk góðar upplýsingar um stjórnmála- ástandið og alla löggjöf, sem í raun er mjög ströng, ekki síst hvað varð- ar umhverfismálin. Það hafði einn- ig sitt að segja að hér hafði talsverð vinna farið fram vegna áforma Norsk Hydro. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi Íslendinga, bæði úr röðum almennings og stjórnmálamanna,“ segir Siewert. Fjarðaál sf. áformar að hefja byggingu álvers eftir tvö ár. Að- spurður hvort hann reikni með aukinni andstöðu og baráttu um- hverfisverndarsinna á þeim tíma segir Siewert fyrirtækið gera það. Af þeim sökum sé ætlunin að starfa meira með fulltrúum þeirra og koma upplýsingum á framfæri um hvernig álverið verði starfrækt. Starfsmenn Alcoa áhyggjufullir Stjórnarmenn Alcoa ræddu fyrir helgi ekki einungs um álverið á Ís- landi heldur ekki síst um neikvæða afkomu fyrirtækisins og áform um sam- drátt í rekstri. Liggur þannig fyrir að segja upp átta þúsund starfsmönnum, en alls starfa um 127 þúsund manns hjá fyrirtækj- um Alcoa í 38 löndum. Þegar Siewert er spurður hvort tíðindi af nýju álveri á Ís- landi hafi ekki áhrif á starfsmenn Alcoa sem eiga jafnvel von á uppsagnarbréfi á árinu, ekki síst í Bandaríkjunum, segir hann þá skiljanlega vera áhyggju- fulla. Þeim sé þó vel kunnugt um erfitt rekstrarumhverfi. Í Banda- ríkjunum hafi þurft að loka nokkr- um álverum á síðustu árum sem hafi misst samkeppnishæfni sína sökum of mikils rekstrarkostnaðar, einkum óviðráðanlegs orkuverðs. Siewert segir að viðhorf starfs- manna eigi eftir að koma betur í ljós þegar álverið verður komið í framleiðslu árið 2007. Þá muni skýrast betur hvort og hvaða álver- um Alcoa hafi verið lokað. Þegar tilkynnt var um ákvörðun stjórnar Alcoa var haft eftir Alain Belda aðalforstjóra að Fjarðaáli væri ætlað lykilhlutverk í auknum umsvifum Alcoa í álframleiðslu í framtíðinni. Spurður nánar út í þessi ummæli forstjórans segir Siewert að til standi að notast við fullkomnustu framleiðslutækni sem völ sé á. Rafskaut verði ekki fram- leidd á staðnum, heldur flutt inn, tryggja eigi að ekkert frárennsl- isvatn komi frá álverinu og meng- andi úrgangur, til dæmis kerbrotin, verði ekki urðaður við Reyðarfjörð heldur fluttur úr landi. Öllum þess- um aðgerðum sé ætlað að draga sem mest úr umhverfisáhrifum ál- versins. Íslendingar ganga fyrir í störf Siwert segir fyrirtækið allan tímann hafa haft það markmið að láta Íslendinga ganga fyrir í þau störf sem álverið skapi. Það hafi gefist vel hjá Norðuráli á Grund- artanga og Alcan í Straumsvík. Fyrirtækið muni reka metn- aðarfulla starfsmannastefnu, en ekki sé heldur útilokað að síðar meir verði starfsmönnum gefinn kostur á að kynnast álverum Alcoa annars staðar. Sem kunnugt er átti ítalska verktakafyrirtækið Impregilo lægsta boð í gerð stíflu og að- rennslisganga Kárahnjúkavirkj- unar. Aðspurður segir Siewert að Alcoa hafi litla sem enga reynslu af því að starfa náið með Impregilo. Hann þekki ekki mikið til fyrirtæk- isins en starfsmenn Alcoa á Ítalíu beri því vel söguna. Það sé þó alfar- ið hlutur Landsvirkjunar að semja við Ítalana og Alcoa muni ekki hafa nein afskipti í þeim efnum. Talið berst næst að raf- orkusamningnum við Lands- virkjun, sem samþykkt hefur verið að undirrita í byrjun febrúar ef allt gengur eftir. Siewert segir fyr- irtækið geta verið sátt við orku- verðið en samningamenn Lands- virkjunar hafi vissulega verið erfiðir viðureignar. Sökum legu landsins hafi Landsvirkjun ákveðið forskot umfram sambærilegar orkuveitur á meginlandi Evrópu. Ekki sé t.d. fýsilegur kostur fyrir Alcoa í dag að semja um raf- orkuverð í Noregi. Orkuverðið hér sé áreiðanlega ekki hið ódýrasta í heimi en um leið ekki hið dýrasta. „Við erum þarna einhvers staðar um miðja vegu,“ segir Siewert og brosir en mikil leynd hefur ávallt hvílt yfir orkuverði í samningum Landsvirkjunar til stóriðju. Frekari fjárfestingar? Alcoa á stóran hlut í Elkem, sem er meðal helstu eigenda Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga. Aðspurður hvort Alcoa muni fjárfesta enn frekar í stór- iðjuverkefnum hér á landi segir Siewert engin sérstök áform uppi um það. Aldrei sé þó hægt að úti- loka það þegar álverið verði komið í gang. Þannig sé mögulegt að Al- coa fjárfesti með einhverjum hætti í fyrirtækjum á Austurlandi sem starfi í tengdum iðnaði eða þjón- ustugreinum. Fjarðaál muni í öllu falli eiga mikil viðskipti við verk- taka og þjónustufyrirtæki í grennd við álverið. Gæti orðið dýrasta álverið í sögu Alcoa Jake Siewert Alcoa er stærsti álfram- leiðandi heims en hefur ekki reist nýtt álver í ein 20 ár. Fulltrúar fyrir- tækisins eru enn á ný staddir hér á landi, m.a. til viðræðna við Lands- virkjun og borgarstjóra Reykjavíkur. Björn Jó- hann Björnsson ræddi við Jake Siewert, aðal- talsmann Alcoa, og komst m.a. að því að fyrirtækið útilokaði ekki frekari fjárfestingar hér á landi. AÐALTALSMAÐUR Alcoa, Jake Siewert, er tæplega fertugur New York-búi, heitir fullu nafni Richard L. Siewert. Hann hefur verið yf- irmaður almannatengsla- og kynningardeildar fyrirtæk- isins frá því í október árið 2001. Kom hann beint til Al- coa frá Hvíta húsinu í Wash- ington þar sem hann var meðal helstu talsmanna í tíð ríkisstjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Ferilinn í Washington hóf hann árið 1991 sem kynningarstjóri samtaka ríkisstjóra Demó- krataflokksins. Siewert útskrifaðist úr Yale-háskóla árið 1986 með gráðu í hugvísindum og stundaði laganám við Berke- ley-háskólann í Kaliforníu. Meðal helstu talsmanna Hvíta hússins í tíð Clintons Tölvuunnin mynd af fyrirhuguðu álveri Alcoa, Fjarðaáli, í Reyðarfirði. bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.