Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Vandaður 80 gr fjölnotapappír 500 blöð í búnti 298.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x 1.458.- Bréfabindi A4 7 cm kjölur Ýmsir litir 138.- stk Á tilboði núna PORTÚGAL hefur krafizt trygginga af hálfu framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, um að jafnvel þótt eitthvað verði látið undan kröfum Ís- lands og Noregs um bætur fyrir missi markaðsaðgangs fyrir sjávarafurðir í Austur-Evrópuríkjum verði tollar á þurrkuðum saltfiski ekki lækkaðir undir neinum kringumstæðum. Ástæða þessarar kröfu Portúgals er að þar í landi starfa 2.000 manns við að þurrka saltfisk og er 3,9% tollur á honum einkum hugsaður til að vernda þau störf. Á ráðherraráðsfundi Evrópusam- bandsins í Brussel í síðasta mánuði var samþykkt umboð til fram- kvæmdastjórnarinnar til samninga við EFTA-ríkin um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB. Í samningsumboðinu er m.a. fjallað um kröfur Íslands og Noregs um að þeim verði bætt það upp að fríverzlunar- samningar þeirra við nýaðildarríki ESB falla niður þegar ríkin ganga í sambandið en í staðinn taka gildi ákvæði bókunar 9 við EES-samning- inn, þar sem tollar eru á ýmsum sjáv- arafurðum. Portúgalski utanríkisráðherrann lagði fram sérstaka yfirlýsingu við samþykktina, þar sem segir að Portú- gal geti því aðeins samþykkt umboðið að framkvæmdastjórnin ábyrgist að hugsanlegar uppbætur til Íslands og Noregs verði aðeins fyrir missi nú- verandi tollfrelsis í viðskiptum. „Saltaður, þurrkaður þorskur er ekki á meðal þeirra tegunda/vara sem fluttar eru til umsóknarríkjanna og jafnvel þótt EFTA-ríkin leggi fram beiðni varðandi saltaðan, þurrkaðan þorsk, ætti að hafna henni vegna þess að hann hafi ekki verið fluttur út til umsóknarríkjanna,“ segir í yfirlýs- ingunni. Í skjali, sem samtök í sjávarútvegi hafa sent utanríkisráðuneytinu vegna samningaviðræðnanna, kemur fram að þurrkun á saltfiski hafi verið tals- verð hér á landi áður fyrr en nú sé einungis vélþurrkað í mjög litlum mæli fyrir markaði í Ameríku. Þurrk- un á saltfiski sé hins vegar mikill iðn- aður í Portúgal og starfi við hann a.m.k. 2000 manns. „Í þessu sam- hengi má geta þess að Portúgal er langstærsti saltfiskmarkaður heims og hefur undanfarin ár verið með 40% af heimsneyzlunni á saltfiski. Allur sá saltfiskur er seldur þurrkaður,“ segir í skjalinu. Portúgal hafnar lægri tolli á þurrk- aðan saltfisk ALÞJÓÐLEGUR gagnabanki með fingraförum verður tekinn í notkun á morgun, miðvikudag, í öllum löndum ESB auk Íslands og Noregs. Eru þetta þau ríki sem standa að svoköll- uðu Dublinarsamkomulagi frá 1997. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, skrif- stofustjóra hjá dómsmálaráðuneyt- inu, hefur fram til þessa sá vandi fylgt afgreiðslu hælisbeiðna, að erfitt hefur reynst að sanna deili á fólki vegna skilríkjaleysis og þess, að ekki hefur legið fyrir hvort hælisumsókn hafi verið lögð inn í öðru ríki á und- an. Að sögn Stefáns er tilgangurinn með gagnabankanum því sá að auð- velda stjórnvöldum að bera kennsl á hælisleitendur og flýta um leið fyrir því að þeir fái meðferð í réttu landi. Með réttu landi er t.d. átt við það land sem gaf viðkomandi einstak- lingi vegabréfsáritun, eða þar sem hann dvalist ólöglega í tiltekinn tíma. Leiti t.d. útlendingur hingað til lands eftir hæli eru tekin af honum fingra- för og upplýsingar úr bankanum kallaðar fram á grundvelli þeirra. Komi þá í ljós að honum hefur verið hafnað í öðru ríki er unnt að vísa honum strax úr landi. Sé ekkert skráð um hælisleitanda í bankanum ber íslenskum stjórnvöldum að fjalla um hælisumsóknina. Fingraför hælisleit- enda sett í gagnabanka EYÞÓR Stefánsson myndlistar- maður hlaut á dögunum önnur verðlaun í stærstu alþjóðlegu teiknisamkeppni sem haldin er ár- lega á vegum stofnunar Aydin Dog- an, stærstu menningar- og lista- stofnunar Tyrklands. Fékk Eyþór 5 þúsund dollara í verðlaun auk styttu. „Ég hef fengið töluvert af tölvupósti með boðum um þátttöku í hinum ýmsu sýningum og keppn- um út um allan heim,“ segir hann aðspurður um frekari ávinning af árangrinum. Að þessu sinni kepptu 1.350 teiknarar frá 90 löndum og var mynd Tyrkjans Mamet Ates Gulc- uqil valin besta myndin. Þess má geta að Eyþór keppti einnig árið 2001 og hlaut þá sérstök velgengn- isverðlaun. Þema kepninnar að þessu sinni var hryðjuverk. Verð- launamynd Eyþórs, túss- og lit- blýsteikning, sýnir dreng frá Mið- Austurlöndum í nöturlegu um- hverfi skoða blað með hríð- skotabyssum í skini ljóss frá Coca-Cola-sjálfsala. Birtugjafinn, gossjálfsalinn, er að sögn Eyþórs tákn fyrir innihaldsrýra menningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyþór Stefánsson Vann önnur verðlaun í teiknisamkeppni FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík samþykkti í gærkvöldi einróma til- lögu uppstillingarnefndar um framboðslista félagsins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þar með urðu vinstri- grænir fyrstir stjórnmálaflokka til að kynna framboðs- lista í Reykjavík. Kynjahlutfall á listunum er jafnt og í norðurkjördæmi skiptast konur og karlar á að taka sæti á listanum, þ.e. kona er í fyrsta sæti, karlmaður í öðru og svo koll af kolli. Reykjavík – suður 1. Ögmundur Jónasson alþingismaður. 2. Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. 3. Kristín Njálsdóttir félagsráðgjafi. 4. Guðmundur Magnússon leikari. 5. Katrín Jakobsdóttir, formaður ungra vinstri-grænna. 6. Steingrímur Ólafsson rekstrarfræðingur. 7. Ásdís Sigmundsdóttir kennari. 8. Þorleifur Gunnlaugsson dúkalagningameistari. 9. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fjölmiðlakona. 10. Pétur Tyrfingsson sálfræðingur. 11. Erla Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Reykjavík – norður 1. Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður. 2. Atli Gíslason lögmaður. 3. Drífa Snædal háskólanemi. 4. Grímur Atlason, verkefnisstjóri Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. 5. Guðrún Kr. Óladóttir, starfsmaður Eflingar, stéttar- félags. 6. Óskar Dýrmundur Ólafsson forstöðumaður. 7. Guðlaug Teitsdóttir kennari. 8. Ármann Jakobsson íslenskufræðingur. 9. Eyrún Eyþórsdóttir nemi. 10. Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjarg- arheimilisins. 11. Kolbrá Höskuldsdóttir búfræðingur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinn Rúnar Hauksson og Ögmundur Jónasson alþingismaður spá í spilin á félagsfundi vinstri-grænna. Framboðslistar VG í Reykjavíkurkjördæmunum Ögmundur og Kolbrún skipa efstu sætin GERT er ráð fyrir að deild fyrir heilabilaða verði opnuð á ný á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi á Landa- koti í næsta mánuði en deildinni var lokað í sumar sem leið, þar sem rekstrarfé vantaði, og sjúklingar með heilabilun fluttir á aðrar deildir. Til stóð að opna deildina á ný 6. janúar, en það frestaðist um óákveð- inn tíma, þar sem til athugunar var að flytja húðdeild, sem hefur verið á Vífilsstöðum, í húsnæði deildarinnar á Landakoti. Í gær var hins vegar ákveðið að hætta við flutning húð- deildarinnar og opna heilabilunar- deildina aftur. Jón Snædal, yfirlæknir heilabilun- ardeildar, segir að opnun deildarinn- ar hafi verið vel rökstudd, en þar sem deildin hafi verið lokuð lengi sé allt starfsfólkið farið annað og því þurfi einhvern tíma, nokkrar vikur, til að koma deildinni í gang á ný. Að sögn Jóns liggur ekki fyrir hvað allt sviðið fær af fjármagni en aðalatriðið sé að sviðsstjórnin geti stjórnað sjálf hvernig því verði varið og hægt sé að skipuleggja hvernig þjónustan verði. Stefnt er að því að opna deildina með 18 rúmum með allt að 20 starfs- mönnum. Deild fyrir heilabilaða opnuð í næsta mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.