Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 33 Í dag kveðjum við bróður okkar Eirík Pétursson sem lést í Sjúkra- húsi Neskaupstaðar þriðjudaginn 7. jan. sl. Hugurinn reikar til vorsins 1933. Faðir okkar hafði þá nýlega keypt stærri vélbát. Ætlunin var að gera bátinn út frá Hornafirði á vetrarver- tíðinni sem byrjaði í febrúar. Eins og stundum var gert var farinn einn róður áður en ákvörðun var tekin um útgerðarstað. Þegar í ljós kom að reytingsafli fékkst í þessum róðri, en tregur afli á Hornafirði, ákvað pabbi að fara annan róður og þá fékkst einnig ágætur afli. Veðráttan var hagstæð og róðrum því haldið áfram heima. Örlagadagurinn í fjölskyldunni var 26. apríl 1933 en þann dag fórst Pét- ur með bát sínum í Norðfjarðarflóa. Hann var formaður á bátnum og með honum fórust einnig 3 sjómenn. Frá þeim degi gerðist Eiríkur, þá 15 ára, fyrirvinna fjölskyldunnar ásamt tveimur bræðrum næst í aldursröð- inni 13 og 11 ára. Svo sem kunnugt er var heimskreppan mikla þá í al- gleymingi og kom hún mjög hart nið- ur á sjávarþorpum, fiskverð hrapaði og söluerfiðleikar fóru vaxandi. Góðir vinir pabba sáu elstu strákunum tveimur fyrir vinnu við beitningu og fiskaðgerð fljótlega eftir slysið. Afla- brögð voru ágæt. Eiríkur var að sjálfsögðu fyrirliðinn, öflugur strák- ur miðað við aldur, þrælaði mest sjálfur til að hlífa yngri bróður, báðir kunnu nokkuð til verka. Til að auka tekjur heimilisins fóru Eiríkur og næstelsti bróðirinn fljótlega að stunda kolaveiðar í net í firðinum fyr- ir og eftir langan vinnudag við beitn- ingu og fiskaðgerð, sá þriðji í röðinni 11 ára, seldi bæjarbúum aflann og gerði netin klár fyrir næstu lögn. Hann kunni líka nokkuð til verka. Pabbi hafði nýlega búið sig undir þennan veiðiskap sem aukabúgrein í kreppunni og kennt elstu strákunum handtökin. Töluverðar tekjur urðu af þessum veiðum. Þetta hélt áfram næstu sumur. Eiríkur var duglegur að útvega sér meiri vinnu við ferm- ingu og affermingu flutningaskipa og ýmislegt fleira. Pabbi hafði komið sér upp sauðfjárstofni og tvær mjólkandi kýr voru í fjósi. Eiríkur var hneigður fyrir búskap, það þurfti að heyja. Ei- ríkur og mamma sáu um það með yngri börnunum. Umönnun kind- anna bættist við önnur störf Eiríks. Árin liðu, afkoma heimilisins var þol- anleg. 1941 keyptu elstu bræðurnir alvöru fiskibát og hófu útgerð á vetr- arvertíð á Hornafirði og sumarróðra heima. Nokkrum árum síðar var stór sænskur síldarbátur keyptur. Svein- þór bróðir var skipstjórinn. Eiríkur var við síldveiðarnar næstu ár, sum- ar og haust, en landróðrar voru stundaðir á þeim bát frá Hafnarfirði á vetrum fram til 1952. Þá var bát- urinn seldur og bræðraútgerðinni hætt. Eiríkur stundaði áfram sjó- mennsku á bátum frá Norðfirði til 1960, fór þá að vinna við fiskverkun ca. 10 ár í Frystihúsi Kaupfélagsins og síðan hjá Síldarvinnslunni til árs- EIRÍKUR PÉTURSSON ✝ Eiríkur Péturs-son fæddist í Neskaupstað 19. apr- íl 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Neskaup- staðar 7. janúar síð- astliðinn. Hann var elstur sjö barna hjónanna Guðrúnar Eiríksdóttur, f. 9.9. 1897, d. 5.4. 1994, og Péturs Sveinbjarnar- sonar, formanns og útgerðarmanns í Neskaupstað, f. 15.12. 1894, d. 26.4. 1933. Systkini Eiríks eru Ragnar, f. 21.10. 1919, Sveinþór, f. 5.4. 1922, Hallgrímur, f. 9.11. 1925, Jens Gunnar, f. 1.1. 1928, d. 17.1. 1998, Nanna Hlín, f. 4.8. 1930, og Pétur Ragnar, f. 26.8. 1932. Útför Eiríks verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ins 1996. Þá hætti hann að vinna 78 ára. Árið 1998 flutti hann á Elli- heimilið í Neskaupstað. Eiríkur söng í kirkju- kór Norðfjarðarkirkju og samkór Neskaup- staðar yfir 40 ár. Söng- ur var hans áhugamál. Aðstandendur senda læknum og öðru starfs- liði Sjúkrahússins og Elliheimilisins alúðar- kveðjur og þakkir fyrir frábæra umönnun og vinsemd sýnda Eiríki. Að leiðarlokum kveðjum við systkinin góðan bróður og þökkum honum samfylgdina. Nanna Hlín, Ragnar, Svein- þór, Hallgrímur, Pétur. Kæri mágur. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og minningabrotum. Margt hefur drifið á dagana í þessi 38, ár sem við höfum þekkst. Vel tókst þú á móti mér þegar við Jens bróðir þinn hófum búskap og vorum í kjallaranum á Kvíabóli ásamt þér. Þá komst ég að því hve mikið ljúfmenni þú varst og snyrti- menni. Svo þegar sonur okkar fæddist gekst þú svo hljóðlega um til að vekja ekki barnið. Mikið varst þú nú barn- góður Eiki minn, þú ljómaðir alveg þegar ég kom svo heim með dóttur okkar og sagðir að nú væri ég rík og var það orð að sönnu. Því nú eru börnin sem þú sást ekki sólina fyrir vaxin úr grasi og bæði búsett á er- lendri grund. En svo stór þáttur varst þú í lífi þeirra að þau spurðu alltaf hvernig þú hefðir það þegar þau töluðu við mig í síma og báðu að heilsa þér. Mikið var ég glöð þegar þú baðst mig einu sinni að koma með þér að vitja um kolanetin var vel í netunum og ýmislegt fleira en átti að vera, verst fannst þér að fá þarann. Svo var róið í land og hluti af aflanum settur í damm og svo farið með heim í soðið. Drjúgur varst þú við kartöflu- ræktina, var gaman að sjá hvað þú varst ákveðinn og formfastur hvern- ig ætti að setja niður svo vel væri. Þegar tekið var upp á haustin var uppskeran borin saman úr görðunum okkar og var mér mikið í mun hvað þú segðir um árangurinn. Mikill vinnuþjarkur hefur þú verið á þinni lífsleið og mörg voru störfin, sjómennska, verkamaður við erfið störf, margan kolapokann barst þú á bakinu upp bryggjuna frá skipshlið upp í pakkhús. Ófáir eru fiskarnir sem þú flakaðir í þinni íshúsvinnu og síðast varst þú í saltfiskinum til 78 ára aldurs. Varst þú þá búin að skila löngum og ströngum vinnudögum. En nú er komð að leiðarlokum kæri vinur, þakka ég þér samfylgd- ina og um leið og ég votta systkinum þínum og þeirra vandamönnum sam- úð mína bið ég guð að vera með þér Þín mágkona Alfa. Eiki frændi á Kvíabóli er dáinn. Horfinn er yfir móðuna miklu sér- stakur öðlingur.Við áttum margt sameiginlegt. Báðir hétum við eftir afa okkar Eiríki. Báðir fæddumst við í Neskaupstað og báðir vorum við elstir í systkinahópunum. Eiki var sérstakur, indæll maður. Síðast þegar ég hitti hann, var hann orðinn lúinn, eldri maður, sem þurfti að nota heyrnartæki og átti því í erf- iðleikum með að ná tali manna. Þetta gerði hann leiðan, en hann kvartaði samt ekki fremur en áður. Alla tíð var hann einhleypur. Eiki var með- almaður á hæð, nokkuð þunnhærður, kraftalegur, handstór og handhlýr og með afskaplega góðlegt bros og kím- in augu. Hlátur hans og talandi var mildur og af honum geislaði góðvild- in. Hann mátti ekkert aumt sjá. Hann var afskaplega hlédrægur og feiminn. Þessi frændi minn gekk göt- ur sínar hægt og frekar örðulaust. Lítið lagðist hann í ferðalög. Hann barst lítið á og var því nægjusamur á veraldlegan auð og dvaldi nær alla tíð sína á heimaslóðum.Vegna hógværð- ar sinnar náði hann ekki fram til met- orða, enda var það ekki hans vani að trana sér fram. Fyrir mér gæti hann verið fyrirmynd þeirra, sem fundu upp heitið drengur góður. Mér þótti alltaf vænt um þennan frænda minn. Ef til vill voru það nafntengslin, sem gerðu okkur nána, því báðir vildum við líkjast afa okkar, þó hvor á sinn hátt, en þráðurinn var sterkur og þrátt fyrir fjarlægðina milli okkar var hann óslitinn. Síðari árin var Eiki hálflasinn. Elliþreytan sótti á hann. Hann kvaddi fremur skyndilega, en hægt, þegar blæðingin hafði tært úr honum síðasta lífsneistann. Hans verður líklega ekki minnst í bókum. Samt var hann einn þeirra manna, sem hafa gert landinu okkar hvað mest gagn, án þess að nokkur hafi tekið eftir. Slíkir menn eru vand- fundnir en mikil gersemi. Allir mættu vera stoltir af að eiga slíkan frænda. Megi hann hvíla í guðs friði. Eiríkur Páll Sveinsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR STEINGRÍMSSON húsasmíðameistari, Fífuseli 10, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. janúar, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jóna Ólafsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ástríður Haraldsdóttir, Steingrímur Haraldsson, Þóra Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför GESTS ÞORGRÍMSSONAR myndhöggvara, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 17. janúar kl. 13.30. Sigrún Guðjónsdóttir, Þorgrímur Gestsson, Guðbjörg Árnadóttir Ragnheiður Gestsdóttir, Björn Þór Sigurbjörnsson, Guðjón Ingi Gestsson, Auður Óskarsdóttir Vatnsdal, Ingibjörg Þóra Gestsdóttir, Gylfi Björn Hvannberg, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og svili, BJARNI ÞRÖSTUR LÁRUSSON, Skien, Noregi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 17. janúar kl. 13.30. Halla Jörundardóttir, Lárus Bjarnason, Einar Bjarnason, Guðlaug Guðjónsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Þuríður Lárusdóttir, Ari Leifsson, Þórdís Lárusdóttir, Rúnar Lárusson, Erla Lárusdóttir, Jóhannes Lárusson, Guðrún Reynisdóttir, Sveinbjörn Lárusson Arnfríður Guðnadóttir, Hildur Jörundsdóttir, Stefán Þór Þórsson, Helga Jörundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Einar Jörundsson, Guðríður Haraldsdóttir, Sveinn Jörundsson, Gro Helen Aalgaard. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGVARS INGVARSSONAR, elliheimilinu Grund, áður Safamýri 25. Guðni Þór Ingvarsson, Matthildur Hjartardóttir, Sigurjón Ingvarsson, Magnús Þór Jónsson, Aðalheiður Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum hlýhug og vinsemd við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LARS TRANBERGS JAKOBSSONAR. Árni Jakob Larsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sveinn Björgvin Larsson, Þórunn Hjartardóttir, Gunnar Larsson, Valdís Sigrún Larsdóttir, Valgeir Berg Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar og frændi, KARL GEORG GUÐMUNDSSON frá Svarthamri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 13. janúar. Stella Guðmundsdóttir, Andrea Guðmundsdóttir, Ingimar Guðmundsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Viktoría Guðmundsdóttir og frændsystkin. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma, systir og mágkona, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Melahvarfi 6, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 11. janúar. Auður Pedersen, Valdimar K. Jónsson, Gunnar Valdimarsson, Anna María Valdimarsdóttir, Bjarni Brandsson, Sigrún Valdimarsdóttir, Þórir Ásmundsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Hörður Harðarson, Jón Valdimarsson, Guðrún Indriðadóttir, Valdimar Valdimarsson, Ólöf Jóhannsdóttir, langömmubörn, Ágústa Jónsdóttir, Kristinn Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.