Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 49 Roger Ebert Kvikmyndir.is HL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I Hún var flottasta pían í bænum Sýnd kl. 5 Ísl. tal. / Sýnd kl. 6 og 9.15 enskt tal. / Sýnd kl. 5 Ísl. tal. Vit 468  1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 5, 7, 8 og 9. / Sýnd kl. 10. / Sýnd kl. 8 . / Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15 / Sýnd kl. 7, 9 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8 og 10.15. B. I. 16. Robert DeNiro, BillyCrystalog LisaKudrow(Friends) eru mætt aftur í frábæru framhaldi af hinni geysivinsælu gamanmynd AnalyzeThis. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 3.45 íslenskt tal. / Sýnd kl. 5 og 6 íslenskt tal. / Sýnd kl. 6 íslenskt tal. ÁLFABAKKI AKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI / KEFLAVÍK  ÓHT Rás 2 11.01. 2003 3 3 0 3 2 0 8 7 0 8 3 12 13 15 24 18 08.01. 2003 12 19 28 30 37 47 13 38 Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ÞAU eru alls níu leigumyndböndin sem koma út í vikunni, þrjú þeirra myndir sem frumsýndar voru í bíó- húsum landsins, en sex koma fyrir sjónir landsmanna í fyrsta sinn. Ber fyrst að nefna að í gær kom út nýjasta mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Fálkar. Myndin skartar bandaríska leikaranum Keith Carr- adine og, að því er virðist, eftirsótt- ustu íslensku leikkonunni um þessar mundir, Margréti Vilhjálmsdóttur, en hún lék einnig stór hlutverk í Mávahlátri og Reykjavik Guest House – Rent a Bike, sem báðar eru fáanlegar á myndbandaleigum. Fálk- ar er um þessar mundir á góðu há- tíðaskriði og keppir m.a. síðar í mán- uðinum á Gautaborgarhátíðinni, þar sem Nói albínói verður einnig. AF þeim myndum sem frumsýnd- ar eru á myndbandi þessa vikuna er líklega athyglisverðust The Man From Elysian Fields, gamandrama frá síðasta ári sem hlaut mikið lof gagnrýnenda vestanhafs og var af sumum þeirra, m.a. Roger Ebert, tal- in með þeim betri sem frumsýndar voru á árinu. Andy Garcia leikur aðal- hlutverkið, rithöfund sem verður fyr- ir miklum mótbyr og neyðist til að leita á önnur mið til að geta fram- fleytt fjölskyldunni. Hittir hann fyrir náunga, leikinn af Mick Jagger, sem býður honum óvænt tækifæri til að ná sér í skjótfenginn gróða með því að gerast fylgdarsveinn hjá þjónustu sinni sem kallast Elysian Fields. Nauðugur viljugur slær rithöfundur- inn til og afleiðingarnar eru athygl- isverðar eftir því. Aðrar athyglisverðar frumsýning- ar á myndbandi eru Piñero, þar sem Benjamin Bratt (Law & Order) leik- ur Miguel Piñero, ljóðskáld, leikrita- höfund og leikara, utangarðsmann og glæpamann, sem skrifaði leikritið Short Eyes er hann afplánaði dóm í Sing Sing-fangelsinu á 8. áratugnum. Texas Rangers er síðan vestri með James Van Der Beek (Dawson’s Creek), Dylan McDermott (The Practice) og Ashton Kutcher (That 70’s Show). Aðrar myndir sem koma út í vikunni eru gamanmyndirnar Buying the Cow, Van Wilder Party Liason (báðar með Ryan Reynolds úr Two Guys and a Girl), Max Keeble’s Big Move og Marine Life og spennu- myndin R.S.V.P. með Jason Mewes, betur þekktur sem Jay, félagi þögla Bobs, úr myndum Kevins Smiths. Af listanum yfir vinsælustu mynd- bönd liðinnar viku er það annars að frétta að Bad Company heldur topp- sætinu og tvær nýjar myndir koma inn, spennumyndirnar Unfaithful með Richard Gere og Diane Lane og The Business of Strangers með Juliu Stiles og Stockard Channing. Nýtt og væntanlegt á myndbandaleigurnar Rithöfundur gerist fylgdarsveinn Mick Jagger þykir sýna mjög góðan leik í The Man from Elysian Fields.                                                                    !"   !" #  #  $%&  #   '  #    !"   !"  '  #   '  ( #   !"  '   '   '  ( #  '  ) ) ) $   $   $   ) ) $   $   ) $   $   ) $   $   ) *  ) )                   !       "     !    # ## "  $      %    !   ! &    %    '  (  ' !        Krókódílamaðurinn (The Crocodile Hunter) Fjöskyldumynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn John Stain- ton. Aðalhlutverk Steve Irwin, Terri Irwin. STEVE Irwin er lang, langþekkt- asti stjórnandi dýralífsmynda sem um getur í dag. Það er samt langur vegur milli hans og Davids Attenbor- oughs því á meðan fas síðarnefnda einkennist af værð og yfirvegum þá virðist fyrrnefndi alltaf við það að vera að fara yfir um af ákefð. Þann- ig er hann engan veginn allra þessi ofuráhugasami ástralski dýravinur en þeir sem kunna að meta hann ættu að geta haft veru- lega gaman af þessari mynd, sem er létt blanda af dýraglensi og mein- lausum njósnahasar. Það sem meira er þá eiga þeir hinir sömu eftir að fræðast heilmikið um hegðan dýr- anna og – þökk sé smitandi ástríðu Irwin fyrir viðfangsefni sínu – öðlast aukin áhuga á dýralífsmyndum. Ef það telst ekki hollt og gott veganesti með afþreyingarmyndbandi þá veit ég ekki hvað gerir það.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Bráð- smitandi dýraglens James Dean  Fín sjónvarpsmynd um sárkvalda goðsögn, James Dean, sem túlkaður er af stakri snilld af hinum unga og efnilega James Franco. Næsti Dean? Nei, trúlega ekki nógu kval- inn. Loforðið / The Hard Word  Svolítið reffilegur ástralskur krimmi með hinum mjög svo dæmigerða ruddalega ástralska húmor. Guy Pierce góður. Amerísk rapsódía / An American Rhapsody Heilmikil saga, brokkgeng á köflum, en á heildina litið vönduð og áhuga- verð kvikmynd um menningarleg umskipti innflytjendafjölskyldu til Ameríku. Smoochy skal deyja / Death to Smoochy  Lofandi hugmynd, fínt leikaralið en útkoman þó rétt yfir meðallagi góð mynd, skondin, á stundum beitt en hamagangurinn þó fullmikill. Sökin er Robins Williams – ekki í fyrsta sinn. Þegar Kermit bjó í mýrinni / Kermit’s Swamp Years  Ekki eins fyndin og gömlu góðu Prúðuleikararnir en fjölskylduvænni ef eitthvað er. Óvænt skemmtun. Móðursýkisblinda / Hystercal Blindness  Ofurraunsæ lýsing á ólánsömum konum í leit að lífsförunauti. Vel leik- in en svolítið ýkt, einkum vegna of- leiks Umu Thurman. GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.