Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SENN rennur upp sá tími að einstakling- ar þurfa að fara að huga að skattframtali sínu enda verða framtalseyðublöð send í hús í byrjun mars. Skilafrestur liggur ekki fyrir en Indriði H. Þorláksson rík- isskattstjóri segir líklegt að hann verði 24. eða 25. mars. Um 75% af öllum fram- tölum var skilað inn á rafrænu formi í fyrra og er búist við svipuðu í ár. Þeim sem skiluðu framtölum sínum á rafrænan hátt í fyrra var boðið upp á að afþakka pappírsframtöl í ár og sagði Indriði tölu- verðan sparnað hljótast af þessu þar sem tugir þúsunda hafa afþakkað pappírs- framtölin. Forskráning á skattframtölin hefur færst mikið í aukana og sagði Indriði að hún yrði með svipuðum hætti og í fyrra þar sem 90% allra launagreiðslna kæmu fram, bætur, lífeyrissjóðir, bifreiðir, fast- eignir og margt fleira. „Við vonum að fleira bætist við þótt það verði ekki ör vöxtur á því,“ sagði Indriði og tók fram að engar stórvægilegar breytingar lægju fyrir. Fresti úthlutað með tölvukerfi Eins og undanfarin tvö ár má sækja um viðbótarfrest á Netinu og úthlutar tölvu- kerfi þeim fresti er henta þykir hjá hverj- um og einum. Íslandspóstur sér um dreifingu fram- talanna en tilboð verða gerð í dreifingu framtalsleiðbeininganna. Netframtelj- endur afþakka pappírinn Skattframtölin verða send út í byrjun mars ÞESSIR kátu drengir léku sér við Giljaskóla á Akureyri síðdegis í gær. Fyrsti snjórinn frá því löngu fyrir jól féll í höfuðstað Norðurlands aðfaranótt mánudagsins og féll satt að segja í mjög góðan jarðveg, ekki síst var yngsta kyn- slóðin glöð. Snjórinn var ekki mikill og hann tók fljótt upp en við skóla og á öðrum leik- svæðum nýttist hann vel sem byggingarefni. Drengirnir voru til að mynda að reisa stórt og mikið virki. Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir dálítilli snjókomu eða éljagangi norðan- og austanlands með kvöldinu og á morgun. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjórinn fellur í góðan jarðveg á Akureyri Á SÍÐASTA ári fóru 16,7% færri flugvélar um íslenska flugstjórn- arsvæðið en á árinu 2000. Sé mið- að við árið 2001 er samdrátturinn 9% milli ára en alls flugu 79.460 flugvélar um svæðið í fyrra. Í nóv- ember í fyrra var flugumferð í kringum Ísland 26% meiri en í sama mánuði árið áður og var mesta aukningin á milli ára í þeim mánuði. Mesti samdráttur milli ára var í apríl í fyrra þegar 30% færri flugvélar flugu um flug- stjórnarsvæðið miðað við árið 2001. Árið 1982 fóru um 40 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórn- arsvæðið en þær voru komnar í rúmlega 92 þúsund árið 2000. „Það er mat manna að það hafi dregið verulega úr áhrifum vegna hryðjuverkanna árið 2001 á flug- umferð,“ segir Heimir Már Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar Íslands, en hann bendir einnig á að samdráttur hafi verið byrjaður fyrr. „Áður en til þeirra kom gætti efnahagssam- dráttar og það dregur úr flugi. Þess gætir enn og sést hve mikil fjölgun hefur verið í farþegafjölda lágfargjaldaflugfélaga.“ Sveiflur vegna veðurs Heimir Már segir að einnig sé hægt að rekja sveiflur milli ára í flugumferð til veðurfars. Vindar geta legið þannig að umferð leitar út fyrir íslenska flugstjórnarsvæð- ið. Heimir Már segir margt benda til þess að flugumferð fari að aukast á ný. Hann bendir á að flugvélum sem fara um íslenska flugumsjónarsvæðið hafi fjölgað síðustu þrjá mánuði síðasta árs en óvissa er þó talin mikil um fram- vindu mála. Flugumferð yfir Íslandi minnkar <# 2 # = 4  = < <    7 # 8 # 6# > ,==: 8 1 ,==, +,#"", ,$#*-&              ,==: ,==, & #    #  " &#"$ ! *!,==:',==, '  # +  .%#&&& .&#&&& +#&&& -#&&& *#&&& %#&&& & Aukning í nóv- ember og mesta fækkun í apríl SIGURÓLI Jakobsson frá Keldunesi í Kelduhverfi hélt sig sjá ofsjónir 17. des- ember sl. Hann var þá að líta eftir skepn- um og ók eftir veiðimannavegi niður með Litlá sem fellur úr Skjálftavatni. Þar rakst hann á grágæs með fjóra stálpaða unga. „Á einum staðnum liggur slóðin alveg við árbakkann og ég varð alveg rasandi hissa þegar gæsin spratt upp, flaug út á ána, en ungarnir fjórir, um það bil þriggja vikna gamlir, forðuðu sér á hlaupum að ánni og syntu til móður sinnar. Hér hefur að vísu verið ótrúlega góð tíð, en á svona átti ég ekki von. Ég hef lengi fylgst með lífríkinu hér um slóðir og þetta er að mínu viti einstakt,“ sagði Siguróli í samtali við Morgunblaðið. Siguróli sagði að grágæsin væri hreinn farfugl í Kelduhverfi, ein og ein gæs sæti eftir á haustin en það væru særðir fuglar eftir skotveiðimenn. Stundum hefði hann séð ófleyga lóuunga í september, en aldrei neitt í líkingu við þetta. Þekkir ekki dæmi Guðmundur A. Guðmundsson, dýravist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, sagðist ekki muna eftir dæmum sem þessum þótt einhverjir kollega hans kynnu að hafa heyrt af slíku. Alltént væri um verulega óvenjulegan atburð að ræða og líklegast að skýringin lægi í óvenju- hlýju árferði. „Miðað við aldur gæsarung- anna hefur þessi fugl orpið í lok septem- ber, en þá eiga allir eðlilegir farfuglar að vera farnir,“ sagði hann. Það er verulega ólíklegt að svona heppnist reglulega, en þessir ungar gætu svo sem komist á legg ef veður verða ekki of válynd, það er nóg að bíta og brenna þarna,“ sagði Guð- mundur. Hlýindin rugla ekki aðeins gróðurinn Grágæs með fjóra unga í Kelduhverfi HIN sögufræga sveit The Yardbirds kemur hingað til hljómleikahalds 20. mars næstkomandi og mun leika í Broadway. Hljómsveitin, sem var upprunalega stofnuð árið 1963, var endurreist árið 1992 og hefur verið virk síðan. Gildi sveitarinnar fyrir rokk- söguna liggur ekki síst í því að með henni störfuðu þrjár gítarhetjur, þeir Eric Clapt- on, Jeff Beck og Jimmy Page. Þar fyrir utan var sveitin í fararbroddi bresku blús- bylgjunnar ásamt sveitum eins og Rolling Stones og gaf út vinsæla smelli eins og „For Your Love“ og „Heart Full of Soul“. Sveitina skipa nú Gypie Mayo, John Idan, Alan Glen og upprunalegu meðlim- irnir Chris Dreja og Jim McCarty. Yardbirds í árdaga. The Yard- birds til Íslands  Uppeldisstöð/46 ♦ ♦ ♦ „ÞESSI samdráttur þarf að vera stöðugur og viðvarandi til að hafa þau áhrif að Flugmálastjórn dragi úr þjónustu vegna minni tekna,“ segir Heimir Már Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar Íslands. Hann segir að greiðslur flugfélaga fyrir að fljúga um íslenska flugstjórn- arsvæðið miðist við kostnað Flug- málastjórnar við að veita þjón- ustuna. Því færri flugvélar sem fljúgi um svæðið þeim mun hærri gjöld þurfi hver og ein að greiða. Því verði Flugmálastjórn ekki af tekjum til skamms tíma. Óbreytt þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.