Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 5.30 og 9.30. DV RadíóX Sýnd kl. 5, og 8. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI YFIR 70.000 GESTIR Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Sýnd kl. 6, 8 og10 Sýnd kl. 6 og 11.15. B.i. 16 ára ÞEKKTUR framleiðandi, Steven Haft, hefur tekið að sér að framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni kvik- mynd byggða á skáldsögu Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Haft er þekktur framleiðandi en hann framleiddi m.a. óskarsverð- launamyndina Dead Poets Society. Framleiðandi myndarinnar er fyr- irtæki Sigurjóns Sighvatssonar, Palomar Pictures. „Ég hef þekkt Jonna Sighvats lengi. Við þekkjumst mjög vel,“ segir Haft í samtali við Morgunblaðið. Hann rifjar upp eftir örlítið hik að þeir Sigurjón hafi þekkst frá því um 1980. „Ég þekkti hann áður en hann og Steve Golin fóru að gera myndir saman,“ segir hann. Haft þekkir ennfremur Ólaf Jó- hann, sem ásamt tengslunum við Sig- urjón útskýrir af hverju hann ákvað að koma að myndinni. „Ég hef þekkt hann í um sex ár. Ég er mikill aðdá- andi verka hans. Reyndar ber ég mikla virðingu fyrir því hvernig hann lifir lífi sínu og hversu miklu hann hefur komið í verk miðað við okkur hin, sem erum heppin að hafa hæfi- leika á einu sviði,“ segir hann. Haft segir að Ólafur hafi leitað til sín varðandi Slóð fiðrildanna áður en hún var gefin út. „Hann lét mig fá handritið til yfirlestrar. Þetta var vin- argreiði. Þá var ekkert búið að tala um kvikmyndun sögunnar,“ segir hann. Eftirsótt hlutverk Hann segist hafa strax frá upphafi hrifist af aðalsöguhetjunni, Ásdísi Jónsdóttur. „Þetta er saga nútíma- konu, saga konu, sem hefur ekki farið hefðbundar leiðir og er tilbúin til að taka afleiðingum gjörða sinna,“ út- skýrir Haft. „Það er auðvelt að sam- sama sig slíkri persónu.“ „Hún er ekki alltaf samkvæm sjálfri sér,“ segir hann og bendir á að það sé ekki í samræmi við hefðbundn- ar leiðir í Hollywood. Haft segist fast- lega búast við því að margar leikkon- ur eigi eftir að sækjast eftir hlutverki hennar því það sé dýpra en venja sé til í kvikmyndaborginni. Unnið með stórstjörnum Haft hefur um tveggja áratuga skeið verið meðal mikilvirkustu kvik- myndaframleiðenda í Hollywood. Hann hefur unnið með fjölmörgum stórstjörnum og kunnum leikstjór- um. Myndir sem hann hefur framleitt hafa m.a. hlotið sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna og átta tilnefningar til Emmy-verðlaunanna. Þá hefur hann hlotið bresku BAFTA-verð- launin. Á meðal mynda er hann hefur framleitt eru Emma með Gwyneth Paltrow í titilhlutverki, Last Dance með Sharon Stone og Beyond Ther- apy, sem Robert Altman leikstýrði. Þá hefur hann framleitt mynd með John Huston. Ennfremur lauk nýver- ið tökum á nýjustu framleiðslu hans, The Singing Detective, með Mel Gib- son og Robert Downey Jr. Liv Ullman leikstýrir Framleiðsluferlið er einungis á byrjunarstigi en gengið hefur verið frá því að Liv Ullman leikstýri mynd- inni. „Liv ætlar að leikstýra myndinni og ég get ekki hugsað mér neinn hæf- ari til verksins,“ segir Haft. Höfundur handrits er Eileen Atk- ins og er hún hálfnuð með fyrsta upp- kast handritsins, að sögn Hafts. „Hún er búin að skrifa nokkrar sen- ur, sem hún hefur sýnt okkur Liv, Ólafi og Jonna,“ segir hann. Ullmann er líklega þekktust sem leikstjóri fyrir mynd sína Trolösa en hún er einnig vel kunn leikkona. Tro- lösa var valin var besta norræna mynd ársins á Kvikmyndahátíðinni í Lübeck 2000, var í aðalkeppninni um Gullpálmann í Cannes árið 2000 og var tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna sama ár. Myndin var valin meðal tíu bestu kvikmynda ársins 2001 í ýmsum fjöl- miðlum vestra, þar á meðal New York Times og Time. Næsta skref um páskana Haft telur að nokkurra mánaða vinna sé framundan áður en næsta skref verði tekið. Hann segir að það megi búast við því að fyrsta uppkast- ið að handritinu verði tilbúið um páskana og þangað til verði unnið að frekari undirbúningi myndarinnar. „Eftir það tekur Liv við og má bú- ast við því að þá verði farið að ráða í hlutverk og frekari framkvæmdir,“ segir Haft, sem minnist á það undir lokin að hann sé að læra íslensku. „Ólafur er að kenna mér,“ segir hann. Handritshöfundurinn Atkins skrif- aði einnig handritið að Mrs. Dalloway með óskarsverðlaunahafanum Van- essu Redgrave í aðalhlutverki en myndin er byggð á skáldsögu Virg- iniu Wolf. Hún er ennfremur þekkt fyrir feril sinn sem leikkona og var á meðal upphafsmanna að sjónvarpsþáttaröð- inni vinsælu Húsbændur og hjú. Slóð fiðrildanna kallast The Journ- ey Home á ensku og kom fyrst út hjá Vöku-Helgafelli árið 1999. Bókin hef- ur notið mikilla vinsælda síðan og hefur útgáfurétturinn verið seldur til ellefu landa. Steven Haft framleiðir kvikmyndagerð Slóðar fiðrildanna Frá tökum á kvikmyndinni Last Dance frá árinu 1996 en þarna má sjá leik- konuna Sharon Stone ásamt framleiðandanum Steven Haft. Hefur staðið að gerð óskarsverðlaunamynda EIN sögufrægasta hljómsveit rokksins, The Yardbirds, er væntanleg til Íslands og heldur eina tónleika á Broadway fimmtudagskvöldið 20. mars. The Yardbirds var stofnuð árið 1963 og var í upphafi í fararbroddi bresku blúsbylgjunnar, ásamt hljómsveitum eins og The Rolling Stones og náði heimsfrægð með sérstæðum vinsældasmellum á borð við „For Your Love“ og „Heart Full of Soul“, en markaði síðan tímamót er þeir þróuðu svokallað sýrurokk eða „psych- edelic“ rokk með t.d. „Shape of Things“ og sömdu popp undir áhrifum gregoríansks munka- söngs með „Still I’m Sad“. Af þeim þremur stofnendum The Yardbirds sem störfuðu með hljómsveitinni þar til hún hætti árið 1968 er einn látinn, Keith Relf söngvari, en hinir tveir, gít- arleikarinn Chris Dreja og trommuleikarinn og söngvarinn Jim McCarty fara enn fyrir sveit- inni sem þeir endurreistu á síð- asta áratug eftir að hún var inn- vígð í Frægðarhöll rokksins (The Rock and Roll Hall of Fame). The Yardbirds var á 7. ára- tugnum uppeldisstöð fyrir helstu gítarhetjur rokksögunnar. Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page léku til skiptis með sveit- inni, þar til sá síðastnefndi stofn- aði Led Zeppelin, sem upphaflega hét The New Yardbirds. Aðalgít- arleikari The Yardbirds núna er Gypie Mayo, sem var gítaristi og einn helsti lagahöfundur hljóm- sveitarinnar dr. Feelgood. Aðrir liðsmenn The Yardbirds, sem hingað koma, eru bassaleikarinn og söngvarinn John Idan og munnhörpu- og ásláttarleikarinn Alan Glen, sem starfað hefur með ýmsum helstu blússveitum Breta undanfarin ár og var tilnefndur besti blúsmunnhörpuleikari Bret- lands árið 2001. Friðrik Þór Friðriksson leik- stjóri er einn þeirra sem stendur að innflutningi sveitarinnar. Hann segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að hann lagði í þetta verkefni, aðra en þá að hann er mikil aðdáandi sveitarinnar. „Þegar ég var barn að aldri fór ég í sveit með plötuspilara sem gekk fyrir rafhlöðum og 45 snún- inga plötu með Yardbirds. Þar voru lögin „Heart Full of Soul“ og „Steeled Blues“ og þetta spil- aði ég í gegn.“ Þess má að lokum geta að í lok apríl kemur út ný hljómplata frá The Yardbirds, sú fyrsta í 35 ár. Hún mun heita Birdland, verður með bæði nýju og klassísku efni og leikur fjöldi frægra gestaspil- ara með sveitinni, eins og Jeff Beck, Brian May, Steve Vai, Slash, Jeff „Skunk“ Baxter o.fl. Á tónleikunum á Broadway munu The Yardbirds bæði flytja sígilda smelli sína og efni af nýju plöt- unni. Forsala aðgöngumiða hefst í dag á Broadway. The Yardbirds heldur tónleika á Broadway í mars Uppeldisstöð helstu gít- arhetja rokksögunnar Rokkhetjur spila á Íslandi: The Yardbirds eins og hljómsveitin er nú skipuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.