Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 19. jan. kl. 14. örfá sæti 26. jan. kl. 14. laus sæti 2. feb. kl. 14. laus sæti 9. feb. kl. 14. laus sæti Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimír Bouchler. Sérlega skemmtileg fjölskyldusýning sýn. lau. 18. jan. kl. 19 sýn. sun. 26. jan. kl. 15 sýn. lau. 1. feb. kl. 19 sýn. sun. 9. feb. kl. 15 sýn. lau. 15. feb. kl. 19 Aðeins þessar sýningar. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Aukasýning í kvöld UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 kl 20 græn kort UPPSELT 5. sýn fö 24/1 kl 20 blá kort Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 19/1 kl 20, Su 26/1 kl 20, Fi 30/1 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 19/1 kl 14 Su 26/1 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 PÍKUSÖGUR-GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER á íslensku, færeysku og dönsku Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Birita Mohr, Charlotte Böving Lau 25/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 18/1 kl 19, Fö 25/1 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 18/1 kl 21, Su 26/1 kl 21 Ath. breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Fö 17/1 kl 20, Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Lau 18. jan, kl 20, nokkur sæti fim 23. jan kl. 19, ath breyttan sýningartíma Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Allra síðustu sýningar Fim. 16. jan kl. 21, forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, UPPSELT. Föst. 17. jan. kl. 21, frumsýning, UPPSELT. Lau. 25. jan. kl. 21, nokkur sæti. Lau 1. febr. Föst. 7. febr. Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 18/1 kl 21 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Frumflutningur og tryggingar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Charles Ives er vafalaust þekktasti tryggingasölumaður tónlistar- sögunnar.Tónlist hans var svo langt á undan samtíðinni að hann gat engan veginn lifað á henni. En í dag lifa tónverk hans hins vegar góðu lífi. Á tónleikunum verður Flautu- konsert nr. 2 eftir Hauk Tómasson frumfluttur. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í bláu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 16. janúar kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov Einleikari: Sharon Bezaly Kór Langholtskirkju Béla Bartók: Divertimento Haukur Tómasson: Flautukonsert nr. 2 Charles Ives: A Symphony: New England Holidays ROBIN og Barry Gibb segja hugs- anlegt að læknamistök hafi leitt til dauða bróður þeirra, Maurice Gibbs, á sunnudag en hann lést eftir að hafa gengist undir uppskurð vegna garnaflækju. Þá segjast þeir efast um að ráðlegt hafi verið að skera hann upp þar sem hann hafi fengið hjartaáfall skömmu fyrir að- gerðina. „Við teljum að mistök hafi átt sér stað og að dýrmætum tíma hafi verið sóað,“ sagði Robin Gibb, tvíbura- bróðir Maurice, í viðtali við BBC. Maurice Gibb, sem var 53 ára er hann lést, hafði verið lagður inn á Mount Sinai-sjúkrahúsið í Miami, vegna meltingartruflana fjórum dög- um áður en hann lést. Hann fékk síð- an hjartaáfall á sjúkrahúsinu. Barry Gibb segir að þeir vilji að rannsakað verði hvernig dauða Maurice bar að. „Við ætlum að leita upplýsinga um hvert einasta atriði, sem átti sér stað síðustu stundirnar í lífi hans. Við hættum ekki fyrr en allt verður komið í ljós,“ sagði hann. Maurice var söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar Bee Gees sem naut mikilla vinsælda á áttunda ára- tuginum. Hljómsveitin kom m.a. níu lögum í fyrsta sæti bandaríska vin- sældalistans og er fimmti söluhæsti flytjandi allra tíma. Þá sá hljóm- sveitin um tónlist í myndinni Sat- urday Night Fever en tónlistin er söluhæsta kvikmyndatónlist allra tíma. Hljómsveitin var skipuð Gibb- bræðrunum þremur en yngri bróðir þeirra Andy Gibb naut einnig heims- frægðar sem söngvari. Hann lést ár- ið 1988, þrítugur að aldri … Breska söngkonan Ms Dynamite hefur upplýst að hún er komin fjóra mánuði á leið. Faðirinn er lífvörður stjörnunnar, Dwayne Seaforth. Parið kynntist fyrir ári síðan og býr- saman. Hún á von á barninu í júní. Ms Dynamite er mjög sátt við til- veruna en er sögð ætla að taka sér frí næstu mánuðina til að einbeita sér að fjölguninni í fjölskyldunni … Útgáfumógúllinn Thomas Mottola, yfirmaður Sony til margra ára, hefur sagt starfi sínu lausu en hann hyggst setja á laggirnar eigin hljóm- plötuútgáfu. Á árum sínum hjá Sony hefur Mottola átt stóran þátt í vel- gengni listamanna á borð við Bob Dylan, Bruce Springsteen, fyrrum eiginkonu sinnar Mariuh Carey og nú síðast Jennifer Lopez. Orðrómur er á kreiki um að slegið hafi í brýnu milli hans og annarra yfirmanna Sony, vegna slælegs gengis hljóm- plötuútgáfunnar undanfarið og kostnaðarsamra deilna við nokkra af dýrmætustu listamönnum Sony, þ.á m. Michael Jackson, sem lýsti yfir á síðasta ári að Mottola væri djöfullinn, og sveitasöngkonurnar Dixie Chicks, sem gáfu út sölu- hæstu plötu Sony í lengri tíma Home. Þrátt fyrir ágreininginn hefur Mottola þegar gengið frá samstarfs- samningi milli Sony og nýja fyr- irtækis síns, enda í mikið í húfi fyrir Sony að hafa kauða góðan því talið er að hann þurfi ekki annað en að smella fingrum til að nokkrar af helstu stjörnum Sonys yfirgefi útgáf- una og fari yfir til gamla yfirmanns- ins síns. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu eftirmanns Mottola en hann heitir Andrew Lack, sem áður gegndi starfi forseta hjá NBC- sjónvarpsstöðinni. Þetta kemur á óvart þar sem Lack skortir allan bakgrunn í tónlistariðnaðinum … Hið magnaða „haltu mér/slepptu mér“ samband Britney Spears og Justin Timberlake varir enn. Nýj- ustu fréttir herma að Spears og Timberlake hafi eytt ástríðufullum klukkutímum saman um jólin, í íbúð Spears í New York. Af eða á? Það er stóra spurningin … FÓLK Ífréttum ÞAÐ þurfti litla og sæta rómantíska gamanmynd til að velta Tveggja turna tali úr toppsæti bandaríska bíó- listans. Nýja toppmyndin, mest sótta myndin vestanhafs um helgina, heitir Just Married og fjallar um ungt ný- gift par sem fer í misheppnaða brúð- kaupsferð til Evrópu. Hjónin nýbök- uðu eru leikin af Ashton Kutcher (Svona var það ’76, Dude Where’s My Car) og Brittany Murphy (Don’t Say a Word, 8 Mile) en þau eru par í al- vöru. Þrátt fyrir afleita dóma helstu dagblaða flykktist unga fólkið á myndina, sem spekingar segja að hafi gengið svona vel, einmitt vegna þess hve ólík hún er stórmyndunum sem öllu hafa tröllriðið undanfarið; Potter, Bond og Fróði og allt þeirra föru- neyti. Eftir þriggja vikna veru á toppnum er Tveggja turna tal því fall- in af toppnum, en ekki langt, því hún fer einungis niður um eitt sæti. Mynd- in er nú 17. tekjuhæsta mynd sögunn- ar í N-Ameríku og mun vafalítið fikra sig ofar á þann lista áður en yfir lýkur, jafnvel inn á topp tíu. Tvær nýjar myndir koma inn á lista utan toppmyndarinnar; fyrsta leik- stjórnarverkefni Óskarsverðlauna- leikarans Denzels Washingtons Ant- wone Fisher og Adaptation með Nicolas Cage en það er önnur mynd hins athyglisverða Spike Jonze sem gerði Being John Malkovich og nokk- ur af merkustu tónlistarmyndbönd- um sögunnar. Framleiðendur eru annars að setja sig í verðlaunastellingar þessa dag- ana því Golden Globe-verðlaunin verða afhent á sunnudag og tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna kunngjörð- ar 11. febrúar. Það þýðir að „vand- aðar“ myndir eru nú í meirihluta, og verða næstu vikurnar, en svo eru það þessar „léttvægari“ eins og topp- myndin, sem einmittt er beitt sem mótvægi og höfðar sterkt til yngri áhorfenda sem kæra sig kollótta um verðlaun og gagnrýni, vilja bara fá hreinræktaða stundarskemmtun. Mynd Washingtons byggist á sönn- um atburðum og segir frá reiðum ungum sjómanni sem gerist rithöf- undur. Myndin hefur víðast hvar hlot- ið mikið lof og þá sér í lagi Wash- ington sem menn eru sammála um að eigi bjarta framtíð fyrir sér í leik- stjórastólnum. Myndin er sýnd á til- tölulega fáum tjöldum, í kringum 500, rétt eins og Adaptation og söngva- myndin Chicago, sem þó nær 6. sæt- inu, enda hefur hún og fengið lofsam- lega dóma og þykir líkleg til að sópa að sér verðlaunum á Golden Globe- verðlaunaafhendingunni á sunnudag. Ætla má að hún taki þá gott stökk á listanum. Breytingar á bandaríska bíólistanum Hjónalífið hafði Hringinn                                                                                              !       "       #  $             %&'( %)'( %*'& +', +'- )'+ )'( )'( -'& .'/ %&'( .&-'+ %%/') ,&'/ .%'* %,'% &-', ))'% %(') /') Gamanmyndin Nýgift afrekaði um helgina að laða að fleiri bíógesti en Tveggja turna tal. fyrirtaeki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.