Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 39 Innlausnarverð: 9.465.948 kr. 1.893.190 kr. 189.319 kr. 18.932 kr. 1. flokkur 1991: Innlausnardagur 15. janúar 2003 Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.996.268 kr. 299.627 kr. 29.963 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.666.101 kr. 1.333.050 kr. 266.610 kr. 26.661 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 13.129.502 kr. 2.625.900 kr. 262.590 kr. 26.259 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1993: Innlausnarverð: 12.923.454 kr. 2.584.691 kr. 258.469 kr. 25.847 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 3. flokkur 1993: Innlausnarverð: 11.901.830 kr. 2.380.366 kr. 238.037 kr. 23.804 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1994: Innlausnarverð: 10.396.212 kr. 2.079.242 kr. 207.924 kr. 20.792 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1995: Innlausnarverð: 10.040.155 kr. 2.008.031 kr. 200.803 kr. 20.080 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.778.624 kr. 177.862 kr. 17.786 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Rafrænt 96/2 1 1,77862407 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunn- ar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laug- ardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrðarstund í önn- um dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bæna- stund gefst þátttakendum kostur á létt- um hádegisverði. 12 spora fundur í kvöld kl. 19. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM-K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Fyrsti tími eftir jól. Bjarni Karlsson sóknarprestur fjallar um mannslíkam- ann í ljósi Biblíulegrar trúar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarsson, en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borg- ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst kl. 16.15–17.15. Starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur málsverður, helgistund, samvera og kaffi. KFUM&K í Digraneskirkju fyrir 10– 12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslu- salur opinn fyrir leiki kl. 16.30. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund í safnaðarheimili á þriðjudagsmorgun kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveiting- ar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakkar í Engja- skóla fyrir 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er í Hjalla- kirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorg- unn kl. 10 í safnaðarheimili Lindar- sóknar, Uppsölum 3. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðs- starf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkju- krakkar í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 125 kirkjuprakkarar 6–8 ára. Fyrsti fundur nýs árs, vorönnin kynnt. Sr. Þor- valdur Víðisson og leiðtogarnir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Skraf og ráðgerðir yfir kaffibolla um fyrirlesara á vorönn. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Aðaldeild KFUK. Fundur kl. 20. Kjartan Jónsson er gestur fundarins. Allar kon- ur eru velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf NÚ hefjum við leikinn að nýju öll þriðjudagskvöld í Laugarneskirkju. Kl. 20 eru tímar í fullorð- insfræðslunni. Í kvöld mun Bjarni Karlsson sóknarprestur halda áfram umræðu um hin ýmsu við- fangsefni tilverunnar í ljósi biblíu- legrar trúar. Í kvöld er yfirskriftin þessi: „Umgengni um náttúruna í ljósi biblíulegrar trúar.“ Að kennslu lokinni kl. 21 er „Þriðjudagur með Þorvaldi“ lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarssonar en sr. Bjarni flytur Guðsorð og bæn. Kl. 21.30 er fyrirbænastund í umsjá Margrétar Scheving sál- gæsluþjóns og hennar samstarfs- fólks í bænahópi safnaðarins. Þau sem koma til fullorð- insfræðslunnar ganga inn um litlar dyr á austurgafli kirkjunnar, en lof- gjörðarstundin kl. 21 er í sjálfu kirkjuskipinu, gengið inn um að- aldyr. Aðgangur er ókeypis og öll- um frjáls. Þess má að lokum geta að allt safnaðarstarf er nú komið á fullan skrið og fyrstu tímar ferming- arfræðslu og barnastarfs eru mið- vikudaginn 15. janúar. Áhrif atvinnumissis á líðan fólks MIÐVIKUDAGINN 15. janúar kl. 13.30 verður haldinn umræðu- fundur um atvinnumissi í safn- aðarheimili Dómkirkjunnar, Lækj- argötu 14a (gengið inn frá horni Vonarstrætis og Lækjargötu). Á undanförnum mánuðum hefur nokkur fjöldi fólks sem orðið hefur fyrir því að missa vinnuna komið saman, hlustað á fyrirlestra og hug- leiðingar, sem hafa skapað vett- vang til að glíma við erfiðleikana, sem geta fylgt í kjölfar atvinnu- missis. Þessir fundir hafa skipt marga miklu máli bæði andlega og félagslega, út frá því ætlum við að ræða saman um hvernig best verð- ur að hafa þessar samverustundir á næstu mánuðum. Kærleiksþjónustusvið bisk- upsstofu stendur fyrir fundinum og býður alla velkomna. Þess skal getið að kyrrðar- og bænastund er í Dómkirkjunni kl. 12.10. Á eftir er boðið upp á léttan hádegisverð. Tilvalið er að byrja á því að eiga samverustund í Dóm- kirkjunni og koma síðan út í safn- aðarheimili á fundinn. Fundarstjóri er Bryndís Valbjarnardóttir guð- fræðingur. Lindasókn – Alfa- námskeið ALFA-námskeið verður haldið á vegum Lindasóknar í Kópavogi í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3 (við Salaveg). Kynningarkvöld verður nk. mið- vikudag, 15. janúar kl. 20, en sjálft námskeiðið hefur göngu sína viku síðar, 22. janúar og hefst kl. 19. Alfa-námskeiðin bera undirtit- ilinn – Hver er tilgangur lífsins? en um er að ræða kennslu og opnar umræður um helstu atriði krist- innar trúar og lífið í trúnni. Hvert námskeiðskvöld hefst með léttum kvöldverði, þá er hálftíma fyr- irlestur og umræður á eftir. Nám- skeiðið spannar 10 miðvikudags- kvöld auk helgarferðar um miðbik námskeiðsins. Námskeiðsgjald verður hóflegt. Kennarar verða Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur og Mar- teinn Steinar Jónsson sálfræðingur. Nánari upplýsingar í símum 544 4477 (safnaðarheimilið), 864 0554 eða 554 4417. Þriðjudags- kvöld í Laugar- neskirkju KIRKJUSTARF TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina en engin alvarleg slys. Þó tókst að vera með allmikið eftirlit með umferð og ökumönnum, sem yfirleitt voru með allt í góðu lagi. Um helgina voru 16 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 31 um of hraðan akstur Haft var tal af ökumanni og far- þega bifreiðar sem var á bensínstöð í austurborginni. Þau heimiluðu leit á sér og í bifreiðinni. Í buxnavasa mannsins fundust um tvö grömm af hassi og eitt gramm af amfetamíni. Á sama stað var önnur bifreið stöðvuð vegna gruns um að þar væri verið að selja fíkniefni. Ökumaður við- urkenndi að vera með smávegis af amfetamíni. Hann og farþegi í bifreið- inni voru handtekin og flutt á stöð. Þrátt fyrir ágætis veður til útivist- ar voru fremur fáir á ferli í miðborg- inni aðfaranótt laugardags. Nokkuð fjölgaði þó er leið á nóttina. Nokkur ölvun var en þó ekki meira en búast mátti við. Í nokkrum tilfellum þurftu lögreglumenn að skilja menn að vegna slagsmála en þau mál leystust oftast án eftirmála. Fátt fólk var eftir í miðborginni þegar vakt lauk þar. Við leit í bifreið og á farþegum í Húsahverfi skömmu eftir miðnætti, fundust áhöld til fíkniefnaneyslu og umbúðir utan af fíkniefnum. Í annarri bifreið í Austurbænum fannst smávegis af ætluðu tóbaks- blönduðu hassi ásamt hasspípu. Öku- maður heimilaði leit og framvísaði þessu. Ökumaðurinn var fluttur á stöð, fyrir varðstjóra en sleppt að við- ræðum loknum. Bifreið var stöðvuð á Bústaðabrú þar sem ökumaður heimilaði leit í bif- reiðinni og fundust nokkrir lítrar af ætluðum landa sem lagt var hald á. Kýldur að tilefnislausu Síðari hluta nætur kom ökumaður á lögreglustöðina og sagðist hafa ver- ið að aka að gatnamótum Hafnar- strætis og Lækjargötu þegar maður hafi komið að bifreiðinni og spurt sig að nafni. Ökumaðurinn kvaðst hafa sagt honum nafn sitt en í sömu andrá hafi maðurinn slegið sig í andlitið með krepptum hnefa. Síðan hafi maðurinn farið aftur fyrir bifreiðina og sparkað í hana með þeim afleiðingum að dæld kom neðan við farangurslok bifreið- arinnar. Ökumaðurinn kvaðst ekki þekkja árásarmanninn og vissi ekki um tilefni árásarinnar. Eldur kviknaði í gámi við Arnar- bakka. Slökkviliðið slökkti eldinn en þar sem gámurinn var læstur og hætt við að glæður kynnu enn að leynast í honum, þá var hann fjarlægður. Gám- urinn var eitthvað tekinn að verpast og skemmast vegna hita. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot í verslun í Grafarvogi. Rúða var brotin í hurð og stolið geislaspilara, myndbandstæki og tölvuleikjum. Þá var tilkynnt um innbrot í versl- un í Síðumúla. Steini var kastað í gler- hurð og farið inn. Tekið var sjónvarp, tölva og peningar. Brotist var inn í gróðrarstöð síð- degis á sunnudag. Tilkynnt var um að maður væri grunaður um þjófnað á skáktölvu úr verslun við Laugaveg og að hann væri á Hlemmi að bjóða tölvuna til sölu. Maðurinn var handtekinn, færður á aðalstöð og vistaður í fangageymslu. Skáktölvunni var skilað í verslunina. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um innbrot í Mýrahverfinu. Farið hafði verið inn um glugga og mikið tekið af skartgripum. Um var að ræða erfða- gripi, nokkur armbandsúr og fleiri dýrmæta gripi. Seint á sunnudagskvöld var til- kynnt um að ölvuð kona væri liggj- andi utan við veitingahús á Lauga- vegi. Þegar lögreglu bar að var konan farin að blána, átti erfitt með öndun og var mjög köld. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild og var þá talsvert af henni dregið. Þegar lög- regla og sjúkralið voru að athafna sig á vettvangi bar þar að ölvaðan mann, sem hindraði störf þeirra. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa vettvang. Maðurinn var handtekinn og færður í fangamóttöku þar sem varðstjóri ræddi við hann en var frjáls ferða sinna að því loknu. Þá var tilkynnt um innbrot í Þing- holtunum. Spenntur var upp gluggi og stolið rafmagnsverkfærum, ljósa- krónu og fleiru. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Holt- unum. Þarna var spennt upp hurð og stolið eggjum, brauði, salati og fleiru matarkyns. Úr dagbók lögreglu – 10.–13. janúar Talsverður erill en engin alvarleg slys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.