Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BUSH HVIKAR HVERGI George W. Bush Bandaríkja- forseti segir óþarfa að gefa vopnaeft- irlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna meiri tíma til að stunda vinnu sína í Írak, öllum eigi að vera ljóst að Sadd- am Hussein Íraksforseti hyggist ekki afvopnast. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, segir hins vegar að sá mikli þrýstingur, sem írösk stjórnvöld mega nú sæta, sé farinn að segja til sín. Saddam hafi ekki eins sterk tök á stjórnartaumunum í Írak og áður. Nýr vegamálastjóri Jón Rögnvaldsson hefur verið skipaður vegamálastjóri frá 1. mars nk. og til næstu fimm ára, í stað Helga Hallgrímssonar sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Jón er 63 ára og hefur verið aðstoðarvega- málastjóri frá árinu 1995. Hryðjuverk í Kúveit Bandarískur ríkisborgari lést í skotárás í grennd við Doha-herstöð- ina í Kúveit í gærmorgun en Banda- ríkjamenn segja árásina hafa verið hryðjuverk. Greinileg offjárfesting Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir greinilegt að offjár- fest hafi verið í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingarnar hafi verið að koma fram undanfarna mánuði, m.a. í miðbæ Reykjavíkur en þar hefur verslunum fækkað nokkuð. Lífskjör batna Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að lífskjör þjóð- arinnar myndu batna í kjölfar fyr- irhugaðra stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Ef grípa þyrfti til sér- stakra aðhaldsaðgerða vegna Kára- hnjúkavirkjunar og álvers við Reyð- arfjörð yrðu slíkar aðgerðir einungis tímabundnar. Ávinningurinn af fjár- festingunni væri hins vegar til langs tíma. Samtímalistasafn samþykkt Borgarráð hefur staðfest samning er felur í sér samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Péturs Ara- sonar um að opna almenningi aðgang að miklu safni innlendra og erlendra samtímalistaverka í eigu Péturs og konu hans, Rögnu Róbertsdóttur.  MAGNUM SRT-8  CRUISER FJ GENGUR AFTUR  FJALLASPORT Í SVÍÞJÓÐ JEPPAHORNIÐ  DRIFLÆSINGAR  SJÁLFSKIPT VECTRA  CITROËN C8 Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 33/37 Erlent 14/17 Bréf 40 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 41 Akureyri 19 Staksteinar 42 Suðurnes 20 Dagbók 42/43 Landið 21 Fólk 48/53 Listir 22/25 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 26/32 Veður 55 * * * STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur skipað Jón Rögn- valdsson í stöðu vegamálastjóra frá 1. mars nk. og til næstu fimm ára, í stað Helga Hallgrímssonar sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Jón var í hópi sex umsækjenda sem sóttu um stöðuna. Jón er á 64. aldursári og hefur verið aðstoðarvegamálastjóri frá árinu 1995. Hann hefur starfað hjá Vegagerðinni allar götur síðan árið 1966. Hann er með próf í bygging- arverkfræði, með vega- og brúar- gerð sem sérgrein, frá tækniháskól- anum í Stuttgart í Þýskalandi. Fimmti vegamálastjórinn Jón Rögnvaldsson er fimmti vegamálastjórinn frá því að fyrst var skipað í stöðuna árið 1918. For- veri þess starfs var embætti lands- verkfræðings sem fyrst var sett á laggirnar árið 1893. Miðar Vega- gerðin við það sem upphafsár í sögu sinni og er því í raun 110 ára á þessu ári. Sigurður Thoroddsen eldri var fyrsti landsverkfræðing- urinn og gegndi starfinu til 1904. Eftir það voru Jón Þorláksson og síðar Thorvald Krabbe í embætti landsverkfræðings, eða til ársins 1917 að embættið var lagt niður. Ári síðar var skipað í stöður vegamála- stjóra annars vegar og vitamála- stjóra hins vegar. Fyrsti vegamála- stjórinn var Geir G. Zoëga, sem var í embættinu í nærri 40 ár, eða til ársins 1956. Þá tók Sigurður Jó- hannsson við og var vegamálastjóri næstu 20 árin. Árið 1976 var Snæ- björn Jónasson skipaður vegamála- stjóri og gegndi hann embættinu til ársloka 1991. Frá ársbyrjun 1992 hefur Helgi Hallgrímsson verið vegamálastjóri hjá Vegagerðinni en lætur sem fyrr segir af störfum vegna aldurs 1. mars nk. er Jón tek- ur við. Jón Rögnvaldsson skip- aður vegamálastjóri Morgunblaðið/Þorkell Jón Rögnvaldsson, nýr vegamálastjóri, tók í gær við skipunarbréfinu úr hendi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hann hefur störf 1. mars. HARALDUR Örn Ólafsson undir- býr nú enn einn fjallaleiðangur í tengslum við sjötindaleiðangur sinn og hyggst ganga á áttunda tindinn í sjötindagöngunni, hversu undarlega sem það kann að hljóma. Skýring- anna er að leita í því að tveir tindar eru viðurkenndir sem einn hátind- anna sjö og fjallgöngumenn geta val- ið á milli þeirra þegar kemur að því að klífa hæsta tind hverrar heims- álfu. Um er að ræða hæsta tind Ástr- alíu, Kosciuszko 2.228 m og Carstensz Pyramid 4.884 m, hæsta tind Eyjaálfu. Sá síðarnefndi er langtum erfiðari uppgöngu og hugðist Haraldur klífa hann haustið 2001, en varð frá að hverfa vegna stjórnmálaólgu í Nýju-Gíneu. Fór hann þá til Ástralíu og gekk á Kosc- iuszko en hélt fast við þá áætlun að klífa Carstensz þótt síðar yrði. Haraldur heldur því utan 15. febr- úar og stefnir á að ná tindinum þann 24. Tindurinn er hömrum girtur og útheimtir töluverða klettaklifur- kunnáttu. Hann telst tæknilega erf- iðasti tindurinn í röðinni. Haraldur stundar nú æfingar en slæst í hóp er- lendra klifrara þegar út er komið. Stefnir á hæsta tind Eyjaálfu ARNAR Jónsson leikari fagnaði sextugsafmæli sínu í gær og lék um kvöldið í Veislunni á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins, en leikritiðfjallar einmitt um sex- tugsafmæli sögupersónunnar, Helga Klingenfeldt-Hansen. „Einhverjum fannst það sniðug hugmynd að skella afmælum okkar Helga ræfilsins saman,“ sagði Arnar þegar leikhúsgestir klöppuðu honum lof í lófa að lokinni sýningu. Stefán Baldursson, þjóðleik- hússtjóri og leikstjóri Veisl- unnar, færði Arnari blóm og hélt ræðu honum til heiðurs. „Arnar er afburðaleikari sem hverju leikhúsi er mikill fengur í. [...] Hann er einn þeirra leik- ara sem með leik sínum getur fengið mann til að gleyma stað og stund og gangast full- komlega á vald þeirrar persónu sem hann er að túlka í það og það skiptið,“ sagði Stefán. Þá sungu áhorfendur afmælissöng- inn og hrópuðu ferfalt húrra fyrir Arnari. Í leikritinu kemur ýmislegt heldur óskemmtilegt í ljós úr fortíð afmælisbarnsins, Helga Klingenfeldt-Hansen. Að- spurður sagði Arnar að hann væri „töluvert mikið feginn“ að þetta var ekki hans afmæli. „Það þarf kannski fremur geðs- lega persónu til að leika þetta hlutverk. Kannski hefði nú aldrei orðið svona uppákoma í minni veislu, ég ætla að vona ekki,“ bætti hann við. Veislan hans var haldin í anddyri Smíðaverkstæðisins að lokinni „Veislunni“. Þórhildur Þorleifsdóttir, eig- inkona Arnars, börn þeirra hjóna, tengdabörn og barna- barn voru meðal áhorfenda, en einnig forseti Íslands, biskup Íslands og borgarstjóri auk fjöl- margra úr leikhúsheiminum. Arnar segist ánægður með af- mælisdaginn. Hann hafi verið ákaflega tíðindalítill miðað við atburðina í leikritinu, en mjög góður. Morgunblaðið/Þorkell Arnari var klappað lof í lófa að lokinni sýningu. Hér er hann ásamt Ingu Maríu Valdimarsdóttur, Hilmi Snæ Guðnasyni og Tinnu Gunnlaugsdóttur sem leika með honum í Veislunni. Áhorfendur sungu afmælissönginn fyrir afmælisbarnið og hrópuðu fyrir honum ferfalt húrra. Haldið upp á tvöfalt sex- tugsafmæli í „Veislunni“ TVÖ aðsóknarmet voru sett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á nýliðnu ári. Aldrei hafa jafnmargir gestir heimsótt garðinn í október- og desembermánuðum. Alls heim- sótti 208.961 garðinn á síðastliðnu ári sem er annar mesti fjöldi á ári frá því opnað var árið 1990. Tíu ára afmæli nautsins Gutt- orms dró að sér 4.000 gesti í október, en alls komu 8.490 í þeim mánuði. Veðurblíðan í desember dró síðan að sér 7.737 gesti. Það er helst að frétta af Guttormi að hann hlaut sár á klauf vinstri fótar um síð- ustu helgi. Guttormur, sem er tæpt tonn að þyngd, er talinn hafa stigið á klakabrot sem skarst inn í klauf hans. Töluvert blæddi og haltrar Guttormur því næstu daga. Dýra- læknir skoðaði Guttorm og gaf honum pensilín. Aðsóknarmet í Fjölskyldu- garðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.