Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN 20 ár hef ég átt tíðar ferðir til Vestfjarða; bæði vegna starfa minna sl. 11 ár á Al- þingi og einnig þar sem ættar- tengsl og uppruni hafa leitt æ meira þangað en til annarra átta. Vegir hafa verulega batnað á þessum umliðnu árum en mikið vantar enn á til þess að menn hafi komist nægjanlega að úrbótum við verstu hindranir, án þess að verið sé að gera lítið úr því sem vel hef- ur tekist til með. Framkvæmdir við Djúpveg hafa verið í gangi og einnig við veginn um suðurfirði Vestfjarða, má þar nefna veginn um Klettsháls og Kleifaheiði. Þegar skoðaður er árangur sam- gönguráðherra síðustu 12 ára er ljóst að munur er á loforðum og efndum. Halldór Blöndal sagði t.d. á fundi á Vestfjörðum um sam- göngumál 1991 að lokið skyldi fyr- ir árið 2000 við að leggja bundið slitlag á vegi um Ísafjarðardjúp. Mikil fyrirheit voru gefin bæði 1991,1995 og 1999 fyrir kosningar um varanlega vegagerð á Vest- fjörðum en það er eins og það eigi að gleymast. Þetta hlýtur að vera sú ályktun sem menn draga ef málin eru skoðuð. Hvað nú? Í lok desember kom fram ný áætlun frá samgönguráðherra um að varanlegri vegagerð verði lokið um Vestfirði árið 2014. Er að furða þó menn reki upp stór augu og trúi ekki því sem þeir heyra. Nú efna sjálfstæðismenn til umræðna og funda og fá jafnvel forystu- greinatilvitnanir í Mbl. m.a. Einar Oddur þegar hann fyrir prófkjör krafðist þriggja milljarða á næst- unni til átaks við vegagerð og tengingu suðurfjarðanna um V-Barðastrandarsýslu til Reykja- víkur. Einar K. Guðfinnsson efndi síð- an til sérstaks fundar 11. jan. sl. á Ísafirði og fékk út úr því pláss á miðopnu Mbl. Ekki var þar minnst á gömlu loforðin hvorki um sér- átak með 500 milljónum (loforð frá 1999) né annað. Nú liggur fyrir að stór slagorð þeirra sjálfstæðis- manna á að verða tengt varanlegri vegagerð á Vestfjörðum. Þá er bara spurningin, hvort ætla þeir sjálfstæðismenn að fara eftir áætl- un Sturlu Böðvarssonar síns for- ystumanns (slitlag fyrir 2014) eða ætla þeir að snúa á hann og gefa einhver önnur fyrirheit? Ég und- irritaður er svo sem ekki að gera lítið úr því að menn vilji vel en það er e.t.v. of mikið að fara svona af stað; eins og íbúar Vestfjarða muni ekki þau loforð og fyrirheit sem hafa verið gefin. Næstu þrjú ár Það er ljóst að í baráttuni um brauðið, ef svo má segja, hafa stjórnarliðar íhalds og framsókn- ar, þingmennirnir Einar, Einar og Kristinn H. og félagar þeirra í Norðvesturkjördæmi, ekki sýnt viðlíka árangur og bræður þeirra og systur í ríkisstjórn Davíðs í hinu nýja Norðausturkjördæmi, sem eru með tvenn jarðgöng, Fjarðarál og fyrirtækjaflutning á sínum afrekalista. Ég nota þetta tækifæri til að samfagna þeim ár- angri Dóra, Dóra, Jóns og Val- gerðar, því ég veit að það þarf stórkostlegar aðgerðir til að snúa byggðaþróuninni á réttan veg samanber reynslu okkar Vestlend- inga af uppbyggingu Grundar- tangasvæðisins. En áður en aðal þungi stórframkvæmdanna á Austfjörðum nær hámarki (eftir þrjú ár) þá verðum við sem vinnum að varnar- og sóknarað- gerðum byggðanna í Norðvestur- kjördæmi að sækja með hörku í allt það sem unnt er að fá til stórframkvæmda á okkar svæði. Þar fyrir utan verðum við að beita okkur fyrir nýtingu höfuðauð- lindarinnar „hafsins með fisk- auðinn í fjöruborðinu“ í þágu byggðanna sem byggst hafa upp vegna fiskimiðanna. Með þessum orðum er ég að segja að nauðsyn er að skoða að nýju allar áætlanir um aðgerðir í samgöngumálum, fiskveiðistjórnun og nýtingu auð- æfa í sameign þjóðarinnar til sjáv- ar og sveita. Það verður best gert með því að slá af núverandi rík- isstjórn og kjósa Samfylkinguna til stjórnar á þjóðarskútunni eftir kosningar í vor. Vegagerð á Vestfjörð- um – loforð og efndir! Eftir Gísla S. Einarsson „Nauðsyn er að skoða að nýju allar áætlanir um aðgerðir í samgöngumálum, fisk- veiðistjórnun og nýt- ingu auðæfa í sameign þjóðarinnar til sjávar og sveita.“ Höfundur er alþingismaður og fram- bjóðandi Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi. Í UMRÆÐUM síðustu daga og vikna um málefni Reykjavíkur- borgar og þá ákvörðun borgar- stjóra að yfirgefa stólinn og hverfa til annarra starfa hafa ýmsir séð ástæðu til bæði í ræðu og riti að víkja að tímabilinu 1978–82 þegar þrír flokkar stóðu að meirihluta borgarstjórnar. Sumir hafa gert þetta á miður vinsamlegan hátt og af lítilli þekkingu og jafnframt reynt að gera lítið úr þeim sem þá fóru með stjórn borgarinnar. Menn gera það stundum af eins konar minnimáttarkennd að reyna að upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja aðra. Á árunum1978–82 var verðbólga um 40% árlega. Þrátt fyrir það versnaði skuldastaða borgarinnar ekki á þessu tímabili. Það er meira en sagt verður um næstu ár á eftir þegar skuldir jukust meira en dæmi eru til fyrr og síðar í sögu borgarinnar. Þá var Davíð Odds- son borgarstjóri. Á árunum 1978–82 voru fram- kvæmdir á vegum borgarinnar eðlilegar miðað við það fjármagn sem úr var að spila og síst minni en áður hafði verið. Í skipulagsmálum var mörkuð sú stefna að þétta byggðina. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa og tala um nauðsyn þess að þétta byggð- ina sem horfið var frá á valdatíma Sjálfstæðisflokksins á árunum 1982–94. Meirihlutinn sem myndaður var á vordögum 1978 ákvað í upphafi aðráða ópólitískan borgarstjóra og jafnframt að forseti borgarstjórn- ar stæði fyrir opinberum mót- tökum á vegum borgarinnar og kæmi fram út á við fyrir hennar hönd. Þetta var eðlileg ráðstöfun eins og málin lágu þá fyrir. Egill Skúli var því enginn veisluborgarstjóri. Hann var fram- kvæmdaaðili þeirra ákvarðana sem borgarstjórn samþykkti. Þau störf vann hann með ágætum og hefur án efa haft nóg að gera þó að hann þyrfti ekki að sinna opinberum móttökum. A.m.k. heyrði ég hann aldrei ýja að því að hann skorti verkefni og gæti þar af leiðandi svona í framhjáhlaupi brugið sér í framboð til Alþingis. Meirihlutasamstarf þríflokkanna árin 1978–82 var farsælt og árekstralítið. Góðu búi var skilað á vordögum 1982 þótt ýmsir leggi sig í framkróka við að halda öðru fram. Gunnar Smári og Páll læknir Ég má til með að víkja sér- staklega nokkrum orðum að tveim- ur aðilum sem nýlega hafa tjáð sig á opinberum vettvangi um meiri- hlutann í borgarstjórn árin 1978– 82. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri notaði orðið rugl um þetta tímabil í vikulegum föstudagsþætti í sjón- varpinu. Þeir sem eru alltvitandi þurfa auðvitað ekki að kynna sér málin eins og við hinir. En ekki finnst mér að sá sem talar með þessum hætti á opinberum vett- vangi sé vandur að virðingu sinni. Páll Gíslason læknir, mætur maður og fyrrverandi forseti borg- arstjórnar, blandar sér í þessa um- ræðu með grein í Mbl. Hann telur að þeir sem réðu í borgarstjórn á þessum tíma hafi niðurlægt borgarstjórann með því að hann þyrfti að vísa beiðni um opinbera móttöku til forseta borg- arstjórnar. Vitanlega er þetta mik- ill misskilningur hjá Páli. Þessi málsmeðferð var eðlileg og í sam- ræmi við þá verkaskiptingu sem ákveðin hafði verið og gerð er grein fyrir hér að framan. Hafi einhver viljað gera lítið úr Agli Skúla borgarstjóra á þessum árum þá held ég að Páll ætti að leita þeirra meðal eigin flokksbræðra. Borgarstjórnin 1978– 82 – skætingi svarað Eftir Kristján Benediktsson „Egill Skúli var því eng- inn veislu- stjóri. Hann var fram- kvæmdastjóri þeirra ákvarðana sem borg- arstjórn samþykkti.“ Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. FRAMUNDAN eru spennandi kosningar til Alþingis. Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt undanfarin misseri og mælist nú í síendurtekn- um skoðanakönnunum sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Innan Ungra jafnaðarmanna, ungliða- hreyfingar Samfylkingarinnar, hef- ur verið unnið hörðum höndum und- anfarið ár. Þegar núverandi fram- kvæmdastjórn tók við völdum fyrir rúmlega ári voru aðeins til þrjú virk aðildarfélög í Ungum jafnaðarmönn- um. Nú stefnir í að þau verði orðin ellefu talsins um allt land áður en starfsárinu lýkur. Til eru orðin landssamtök Ungra jafnaðarmanna. Skýrar línur í pólitíkinni Það skiptir máli hvað ungt fólk kýs í stjórnmálum. Það eru skýrar línur í pólitíkinni nú. Ungir sjálfstæðis- menn hafa ályktað að hækka skuli verulega skólagjöld í Háskóla Ís- lands og leggja niður Samkeppnis- stofnun, Fjármálaeftirlitið, Íbúða- lánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þessu hafna Ungir jafnaðarmenn algjörlega. Landsþing Ungra jafnaðarmanna verður haldinn helgina 24.–26. jan- úar á Selfossi, en þar er einmitt eitt nýstofnaðra félaga hreyfingarinnar. Á landsþinginu mun fara fram mál- efnavinna, undirbúningur fyrir al- þingiskosningar í maímánuði og kosning stjórnar Ungra jafnaðar- manna, en frekari upplýsingar má finna á politik.is. Heiðursgestir landsþingsins verða Össur Skarp- héðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Ég hvet ungt fólk til að koma á landsþingið og kynnast kraftmiklu starfi Ungra jafnaðarmanna. Landsþing 24.–26. janúar á Selfossi Landsþing Ungra jafnaðarmanna á Selfossi mun snúast um að marka skýra valkosti fyrir ungt fólk í kom- andi kosningum. Ungir jafnaðar- menn telja að heildstæða fjölskyldu- og neytendastefnu hafi vantað lengi. Ungir jafnaðarmenn álíta það ekki vera náttúrulögmál að Íslendingar þurfi að greiða eitt hæsta matvæla- verð í heimi. Fórnarkostnaður við að vera í námi hækkar stöðugt ásamt því að þrýstingur á skólagjöld eykst. Skólagjöld leikskóla eru sömuleiðis komin algjörlega úr böndunum og félagslega nauðsynlegar tómstundir hafa orðið að forréttindum á grunn- skólastigi. Þjónustugjöld á opinberri þjón- ustu hafa rokið upp úr öllu valdi síð- astliðinn áratug án þess að þjónusta hafi aukist að sama skapi. Lyfja- kostnaður venjulegs fjölskyldufólks getur hæglega sligað fjárhag heim- ilis, hvað þá fyrir öryrkja og aldraða. Húsnæðiskostnaður ungs fólks hef- ur sjaldan verið meiri og leiguverð hefur rokið upp m.a. vegna aðgerða stjórnvalda. Vaxtakostnaður er með því hæsta sem gerist í vestrænum heimi og skattbyrði einstaklinga hef- ur aukist í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Jaðarskattar ungs fólks, s.s. þeirra sem eru að koma sér upp hús- næði og fjölskyldu og greiða niður námslán, eru allt of háir. Skuldasöfn- un heimilanna er í sögulegu hámarki og verðtrygging lána kemur aftan að mörgum. Þessu vilja Ungir jafnaðarmenn breyta og því munu þeir hittast á Selfossi næstkomandi helgi. Valkostur ungs fólks Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. „Ungir jafn- aðarmenn telja að heildstæða fjölskyldu- og neytendastefnu hafi vantað lengi.“ TEKJUSKATTAR leggjast á launafólk og eftirlaunaþega með miklum þunga. Af tekjum yfir 70 þús. kr. á mánuði gleypir skatturinn 38,5%. Ónotaður persónuafsláttur millifærist þó að fullu frá maka. Sé launþeginn eftirsóttur í starfi og leggi hart að sér þannig að tekjur hans fari yfir 340 þús kr. á mánuði eða tekjur hjóna fari samtals yfir 680 þús. á mánuði tekur við svokallaður hátekjuskattur sem hrifsar hátt í helming viðbótartekna eða 43,5%. Margt ungt fólk sem er að byrja á vinnumarkaðnum er með gífurlegar skuldir á bakinu vegna námslána og íbúðarlána. Þetta fólk á mjög á bratt- ann að sækja alla ævina vegna þess að skatturinn hremmir allt of stóran hlut af vinnulaununum. Barnabætur og vaxtabætur geta verið smyrsl á sárin um hríð en þær bætur gufa að mestu upp með hækkandi tekjum auk þess sem hækkandi tekjum fylgja auknar greiðslur af námslán- um. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um að ýmsir þjóðfélagshópar með lágar tekjur, sem til skamms tíma voru undir skattleysismörkum, séu nú farnir að greiða sem svarar eins mánaðar launum í tekjuskatt. Eftirlaunaþegar eru nú í máli við ríkisvaldið varðandi skattalega með- ferð eftirlauna úr lífeyrissjóðum. Þessi harka gagnvart launafólki og eftirlaunaþegum stingur mjög í stúf við skattlagningu margra þeirra sem reikna sjálfum sér laun í ýmiss konar þjónustustarfsemi og öðrum eigin rekstri. Með fljótfærnislegri laga- breytingu í lok ársins 2001 fengu þúsundir einstaklinga í rekstri mikla himnasendingu í skattamálum. Þeim var gefinn möguleiki á að koma sér í þá forréttindastöðu að greiða einung- is 26,2% af tekjum umfram viss mörk í stað 38,5% eða 43,5% sem tekið er af launafólki og eftirlaunaþegum. Til skamms tíma hefði engum dott- ið í hug að lögfesta slíka mismunun í skattamálum. Stiglækkandi skattur á séra Jón Málsvarar ríkisvaldsins hafa svar- að vaxandi gagnrýni á skattbyrði launafólks og eftirlaunaþega með því að segja að rauntekjur hafi hækkað og „það sé einfaldlega eðli tekju- Skoðið skattamálin! Eftir Svein Jónsson „Ég kem ekki auga á neitt sem réttlætir að leggja miklu hærri skatta á Jón en séra Jón.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.