Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 A 45 ÞAÐ var ekki bara í Viseu, þar sem riðill Íslands fer fram, sem allmiklir hnökrar voru á framkvæmd heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik. Mönnum þótti nóg um þegar rafmagnið fór af þegar hálf níunda mínúta var til leiksloka og komst ekki á fyrr en að rúmum hálftíma liðnum. Blaðamönnum danskra og sænskra dagblaða þykir fram- kvæmd mótsins ekki vera upp á marga fiska þar sem landslið þeirra leika, í bænum Sao Joao de Madeira skammt frá Portó.  Ole Ravn, blaðamaður BT, skrifar m.a. í blað sitt í gær: „Marka- taflan var óvirk, leikklukkan einnig og liðin svo slök að ekki sæmir heimsmeistarakeppni. Þannig hófst HM í handknattleik í þessum litla bæ,“ segir Ravn í grein sinni um fyrsta leik D-riðils þar sem mættust Brasilía og Alsír. „Það eru þrjú ár liðin síðan Portúgölum var úthlutað keppninni og því er ekki til of mikils mælst að ýmis tæknileg atriði væru í lagi. En því miður þá er það ekki svo og viðkvæðið hjá heimamönnum er, það sem ekki er í lagi dag kemst í lag á morgun eða hinn.“ Ravn segir að öll umgjörð leiksins hafi verið fábreytt og framkvæmd hans fyrir neðan allar hellur enda hafi liðið ein klukkustund og fimm- tíu mínútur frá því hann hófst og þar til flautað var til leiksloka. Reyndar hafi verið um 1.000 skólabörn á með- al áhorfenda. Þau hafi sett sinn svip á leikinn í íþróttahöll sem tekur um 5.000 áhorfendur með því að styðja við bakið á Brasilíu. „Leikurinn var hins vegar hroðalega lélegur og minnti á leik í dönsku 2. deildinni frekar en kappleik á HM. Steininn tók úr þegar fullskipað lið Brasilíu brá á það ráð að taka markvörð sinn með sem sjöunda mann í sóknina. Það endaði með að hinn seinheppni markvörður sendi boltann beint í hendur leikmanns Alsír sem þakkaði fyrir sig með því að kasta boltanum í tómt markið.“  Blaðamaður Jyllands-Posten tekur í sama streng og félagi hans á BT þegar hann lýsir viðureign Bras- ilíu og Alsír um umgjörð leiksins á háðulegan hátt. Hann segir m.a.: „Það er eitt af grunnatriðum hvers handknattleiksmanns að geta gripið boltann og sent hann skammlaust frá sér aftur. Á löngum köflum í leiknum voru leikmenn liðanna ekki einu sinni með þessi atriði á hreinu. Brasilía lék 3/2/1 vörn sem var lík- ari götóttu sigti en nokkru öðru. Als- írbúar sýndu hins vegar nýjar hliðar í handknattleiksíþróttinni þegar þeir stilltu fjórum leikmönnum upp við miðjuna og hugðust verjast þar. Þeim varð ekki kápan úr því klæð- inu og leikurinn varð tómt rugl.“ Þá gerir blaðamaður óspart grín að því að hvorki leikklukka né markatafla hafi verið í lagi allan leikinn. Tekur hann reyndar fram að önnur markatafla hússins hafi virkað í um hálfa mínútu í fyrri hálf- leik og þegar það átti sér stað hafi það nærri því slegið leikmenn Bras- ilíu og Alsír endanlega út af laginu.  Í hinu sænska Aftonbladet segir m.a. að erfitt sé fyrir erlenda gesti að taka keppnina alvarlega þegar heimamenn geri það ekki. Svíar léku við Egypta á sama stað og Alsír og Brasilía. Blaðamaður Aftonbladet segir að auk þess sem nær engir áhorfendur hafi verið á leikjum rið- ilsins þá hafi verið hrollkalt í íþrótta- höllinni, markatafla og leikklukka hafi ekki komist í gang fyrr en kom- ið var nokkuð fram í þriðja og síð- asta leik dagsins – milli Dana og Slóvena. Þá hafi sænska landsliðið verið stöðvað fyrir utan íþróttahöll- ina af öryggisvörðum sem hafi neit- að að hleypa því inn fyrr en eftir nokkurt stapp. Hvað segja blöðin? SÆNSKUM blaðamönnum þykja Portúgalar ekki standa sig sem skyldi við að halda heimsmeist- arakeppnina í handknatt- leik. Í Aftonbladet er m.a. fjallað um fyrirkomulag keppninnar sem þykir ein- kennilegt og m.a. sagt að mótið sé hreinlega „katastrofa“, enginn viti hvert skal halda í leiki 16 liða úrslitanna og í raun geti það verið verra upp á framhaldið að lenda í fyrsta sæti síns riðils í fyrstu umferð en verða í þriðja sæti, ef úrslit inn- byrðisleikja verði óhag- stæð. Úrslit sumra leikja bæti síðan gráu ofan á svart og meðal annars er bent á fjörutíu marka sig- ur Íslands á Ástralíu því til staðfestingar. Þá er spurt hvers megi þá vænta í Túnis þegar HM fer þar fram – úr því Evrópuríkið Portúgal geti ekki staðið betur að mál- um en raun ber vitni. Tún- is var tekið fram yfir Þýskaland þegar komið var að vali á leikstað fyrir HM 2005, þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi lagt fram ábyggilegar áætlanir um að halda glæsilegustu heimsmeistarakeppni sög- unnar. HM-keppnin er „katastrofa“ MAGAKVEISA herjar á sænska landsliðið í handknattleik í Portúgal og kom m.a. í veg fyrir að Tomas Svensson og Mattias Franzén gátu ekki tekið þátt í leiknum við Slóvena í gær, en leiknum töpuðu Svíar, 29:25. Kveisunnar varð í fyrrinótt og voru Magnus Wislander og hinn ungi leik- maður, Kim Andersson, settir í einangrun. Þegar leið á gærdaginn var ljóst að mark- vörðurinn Svensson hafði einnig gripið pestina og félagi hans, Franzén. Franzén og Andersson fóru þar með ekki með lið- inu á leikinn en Wislander og Svensson fóru. Svensson sat á bekknum allan leik- inn. Wislander kom inn á í síðari hálfleik en var ekki nema skugginn af sjálfum sér. Orsök magakveisunnar er ekki þekkt enn sem komið er en hennar hefur ekki orðið vart á meðal annarra þjóða sem búa á sama hóteli og sænska landsliðið. Magakveisa hrjáir Svía Mathias Franzén Danir voru svo bjartsýnir þegarþeir mættu til leiks á HM og reyndar nokkru fyrir mótið var þeim farið að dreyma um gullverðlaun. Víst er að þrátt fyrir sigurinn í gær- kvöld komust a.m.k. einhverjir leik- menn liðsins niður á jörðina með leiknum við Brasilíu. Fyrir viður- eignina hentu danskir fjölmiðlar gaman að framgöngu brasilíska liðs- ins gegn Alsír í fyrradag. Þóttu Brasilíumennirnir algjörir byrjend- ur og lítt til þess fallnir að standa í danska liðinu. Aðeins ein rödd í her- búðum danska liðsins varaði við bjartsýni, það var rödd hornamanns- ins Lars Christiansen, sem sagðist vel muna eftir vonbrigðunum með leikinn á móti Alsír á HM á Íslandi 1995 þegar danska liðið vanmat and- stæðing sinn illilega og var sent heim í kjölfarið með skottið á milli lapp- anna. Að þessu sinni var það varamark- vörðurinn Peter Nörklit sem bjarg- aði andliti Dana. Hann kom í markið í upphafi síðari hálfleiks og varði sem berserkur, einkum þegar líða tók á leikinn. Í fyrri hálfleik var við- ureignin í járnum og Danir voru að- eins einu marki yfir í hálfleik, 11:10. Fljótlega í síðari hálfleik tóku Bras- ilíumenn leikinn í sínar hendur og náðu m.a. þriggja marka forskoti, 16:13. Var þá brúnin á Dönum heldur tekin að þyngjast. Sóknarleikurinn var í molum gegn framliggjandi 3/2/1 vörn Brasilíumanna. Um síðir tókst að koma lagi á sóknina og Dönum að komast inn í leikinn og jafna, 20:20, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá sigldi danska liðið fram úr án þess að vottur af meistarabrag væri yfir liðinu, ef marka má um- sagnir danskra netmiðla í gærkvöld. Þeir sögðu að hið eina jákvæða við leikinn hafi verið að fleiri áhorfendur hafi mætt en á viðureigninni við Slóvena í fyrrakvöld. AP Ólafur Stefánsson skorar mark gegn Grænlendingum í Viseu í gær. Hann hefur farið rólega af stað á HM – skoraði eitt mark úr vítakasti gegn Ástralíu, en 4/1 mörk í gærkvöldi. Danirnir í basli DANIR lentu í kröppum dansi er þeir mættu Brasilíu í gærkvöld og máttu þakka fyrir að knýja fram sigur á lokakafla leiksins, 28:24, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 11:10, og þremur mörkum undir þegar síðari hálfleikur var nærri hálfnaður. Hressileg og fram- liggjandi vörn Brasilíu sló danska liðið algjörlega út af laginu um tíma.  MÖRK, mörk og aftur mörk. Íslendingar settu markamet á HM er þeir skor- uðu 55 mörk gegn Ástralíu í sigurleik í Viseu, 55:15. Þjóð- verjar hafa aftur á móti unn- ið leik með mestum mun á HM, eða 42 mörkum – 46:4 gegn Lúxemborg á HM 1958 í Þýskalandi.  Sigurður Bjarnason varð fyrstur til að rjúfa 50 marka muninn á HM og Íslendingar settu met í að skora mörk úr hraðaupphlaupum í leik, alls 32 mörk!  Mestur munur sem vitað er um í leik er 84 marka munur. Það eru Sovétmenn sem eiga það met frá 1981, er þeir rústuðu liði Afganist- an á móti herliða í Miskolc í Ungverjalandi, 86:2. Mörk og aftur mörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.