Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERÐLAUNIN eru veitt árlega þeim náms-mönnum sem hafa unnið framúrskarandistarf við úrlausn verkefnis sem styrkt var afNýsköpunarsjóði námsmanna. Þau voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og eru því veitt nú í áttunda skipti. Sjóðnum bárust á síðasta ári 269 umsóknir um styrki fyrir sumarið 2002. 108 verkefni hlutu styrk og voru þau unnin af 125 stúdentum. Dómnefnd tilnefnir þrjú verkefni til verðlaunanna í ár. Sjóðurinn hefur 34,8 milljónir króna til úthlutunar og í ár voru veittir færri styrkir en á síðasta ár en til lengri tíma. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði. Sjóðurinn er fjármagn- aður með framlögum frá ríki, Reykjavíkurborg, Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og Akureyrarbæ, auk þess sem önnur sveitarfélög hafa tekið þátt í fjármögnuninni. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaðu 1992 til þess að útvega háskólanemendum suma við krefjandi rannsóknaverkefni. „Allir háskóla geta sótt um styrk til sjóðsins og er hlutfall ums takt við fjölda nemenda í hverjum háskóla,“ seg Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri N unarsjóðs námsmanna. Þrjú verkefni tilnefnd til nýsköpunarverðlauna fors Styrkumsóknir í Á hverju sumri vinnur á a styrktum af Nýsköpunar verkefnin 108 talsins en þr veitt verða af forse Í VERKEFNI sínu sem til-nefnt er til nýsköp-unarverðlaunanna skoðaðiJenna Stefánsdóttir læknanemi virkni svokallaðra T-eitilfrumna hjá börnum sem höfðu farið í hjartaaðgerð sem ungbörn. Skoðuð voru tíu börn og höfðu flest þeirra gengist undir týmustöku samhliða að- gerðinni, en týmus er líffæri sem situr ofarlega í brjóstholinu. Týmus er oft nefndur hóstakirt- ill. Niðurstaða rannsóknarinnar var m.a. sú að týmustakan virt- ist ekki hafa áhrif á heilsufar. „Þessi rannsókn er sú fyrsta sem kannaði virkni ónæmiskerf- isins nokkrum árum eftir hjarta- aðgerð í frumbernsku,“ segir Jenna um nýsköpunargildi rann- sóknarinnar. „Mjög fáar rann- sóknir hafa verið gerðar um sama efni og hafa þær þá jafnan verið gerðar stuttu eftir aðgerð- ina.“ Jenna er á öðru ári í fram- haldsnámi í læknisfræði í háskól- anum í Trieste á Ítalíu. „Eftir grunnnámið vildi ég helst læra barnalækningar og sérhæfa mig annaðhvort í fötlunum barna eða meltingarsjúkdómum.“ Rannsóknin var þannig gerð að við hvert barn sem gengist hafði undir hjartaaðgerð í frum- bernsku var parað eitt barn sem ekki hafði gengist undir slíka aðgerð. Tekin var blóðprufa og heilsufarssaga barnanna skoðuð, meðal annars hvað varðar sýk- inga og ofnæmissjúkdóma. Áhrif á heilsufar í lágmarki T-eitilfrumur eru mikilvægar í frumubundnum ónæmissvör- unum en ásamt B-eitilfrumum bregðast þær við framandi efn- um í líkamanum og leitast við að eyða þeim. Týmus er eitt af stofnlíffærum ónæmiskerfisins og í honum á sér stað þroskun T-eitilfrumna sem síðan fara út í blóðrásina. Þegar ungbörn gangast undir hjartaaðgerð er týmusinn venju- lega tekinn allur eða að hluta til þar sem hann er fyrir aðgerð- arsvæðinu. „Við mat á virkni ónæmiskerf- isins kom í ljós tölfræðilega marktæk fækkun á eitilfrumum sem endurspeglaðist í fækkun á T-eitilfrumum,“ segir Jenna um niðurstöður verkefnisins. Í nið- urstöðunum segir einnig að þeg- ar undirflokkar T-eitilfrumna voru skoðaðir sérstaklega sást að þessi fækkun var hjá T-hjálparfrumum en ekki hjá T-drápsfrumum en þroskaferli T-hjálparfruma á sér stað í týmus. Tölfræðilega marktæk fjölgun mældist á B-eitilfrumum og einnig vísbending um fækkun á óreyndum T-frumum og fjölg- un á svokölluðum neutrofílum og nýskriðnum T-drápsfrumum. „Ekki kom fram breyting á öðr- um tegundum blóðfrumna og þar að auki virtust áhrif á heilsufar vera í lágmarki,“ segir Jenna um niðurstöðurnar. Aðspurð hvort eitthvað í rann- sókninni hefði komið sérstaklega á óvart segir Jenna: „Fyrst og fremst voru það viðbrögð barnanna og foreldra þeirra en þau voru mjög áhugasöm og tilbúin að taka þátt í rannsókn- inni.“ Áhugavert verkefni Jenna segir að þegar hún hafi sótt um sumarvinnu hjá Lyfjaþróun hafi leiðbeinendur hennar, Jóna Freysdóttir og Helga Ögmundsdóttir, þegar skipulagt verkefnið en rannsókn þessi er framhaldsrannsókn á fjórðaársverkefni læknanema. „Mér fannst verkefnið mjög áhugavert og aðþað væri góð reynsla fyrir mig.“ Verkefnið var unnið á göngu- deild Landspítalans, rannsókn- arstofu í ónæmisfræði og hjá Lyfjaþróun í ágúst og september 2002. Jenna Stefánsdóttir Læknisfræði í háskólanum í Trieste á Ítalíu Jenna Stefánsdóttir læknanemi kannaði í rannsókn sinni virkni eitil- frumna í börnum sem höfðu farið í hjartaaðgerð. Hér er hún ásamt stál- hraustum systursyni sínum, Magnúsi Jóhanni Gylfasyni. Virkni eitilfrumna barna könnuð EFTIR AÐ hafa unár á verðbréfamákvað Rósa Helað venda sínu k kross og fór í Listaháskóla Hún útskrifaðist sl. vor úr t íldeild og langaði þá að hal áfram að þróa hugmynd að bæði formið og efnið sem h úr. Hún fékk til þess styrk sköpunarsjóði námsmanna við að gera sýniseintak af t í haust. Taskan var síðan á verks- og hönnunarsýning Spor í Hafnarborg í nóvem og nú í mars verður hún á h unarsýningunni Rundetårn Kaupmannahöfn. Rósa seg næsta skrefið sé að freista koma töskunni í fjöldafram og vonandi opni sýningin í mannahöfn leiðir í þá átt. Þróaði efni og for „Ég var með nokkrar hu um hvernig ég gæti búið ti hannað formið sem ég vild töskunni,“ segir Rósa um u nýsköpunarvinnunnar sl. s En verkefnið var að hanna tösku með nýstárlegu útlit nýju efni sem þróað var að kvæði Rósu. Uppistaðan í e unnar er efnisblandan akra þrykklitur, þykkt dakron-e puff-plastik bindiefni. Útlit efnisins er lífrænt o gúmmíkennt. Form töskun kúla sem er mótuð í tvær h og samansett með burstuðu ásamt lás og löm. „Ástæðan ég byrjaði að þróa efnið se kúlunni má rekja til þess að sem skiptinemi til Design A of Eindhoven í Hollandi, þa iðnhönnun er orðin mjög þ námsgrein. Þar komst ég í við þessi efni sem ég síðan töskuna. Ég hellti mér algj skólann og náði góðum ára með tilraunir á hinum ýms og formum.“ Rósa segir að efnisþróun verið langt ferli og í raun le heldur en hún hafði gert sé Rósa Helgadótti Textíldeild Lista Rósu Helgadóttur finnst g sinni og taskan sem hún v Handta nýstárl FRUMKVÆÐI SAMHERJA SEKTIR OG SALAMIPYLSUR Sýslumannsembættið á Kefla-víkurflugvelli byrjaði nýlegaað sekta ferðamenn, sem koma með ákveðnar tegundir matvöru til landsins. Innflutningur ferðamanna á þessum vörum, sem eru einkum ósoðið kjöt og ostar úr ógeril- sneyddri mjólk, hefur verið bannað- ur árum saman og hefur varan verið gerð upptæk ef til hennar næst, en nú er skyndilega ákveðið að byrja að beita sektum. Jóhann Benediktsson sýslumaður benti í Morgunblaðinu sl. föstudag á að margir ferðamenn þekktu ekki reglur um innflutning matvæla. Það getur ekki talizt neitt skrýtið, enda er nú verið að sekta fólk fyrir að flytja til landsins vörur, sem í ýmsum tilvikum fást í verzlunum í Reykja- vík. Þessar vörur, t.d. þurrkuð skinka og ostar, fást í sælkeraverzl- unum á flugvöllum erlendis og ekk- ert er eðlilegra en að fólk telji sig geta flutt þær með sér milli landa. Jóhann Benediktsson bendir á það hér í blaðinu sl. laugardag að það sé óþægilegt að framfylgja reglum, sem almenningur skilji ekki. Eins hljóti það að vera grunnforsenda að fólk viti hvenær það er að brjóta af sér og hvenær ekki. „Það skilja allir hvers vegna við stöðvum menn með fíkni- efni en almenningur á að mínu viti rétt á að fá skýrari upplýsingar um hvers vegna þetta eftirlit þarf að vera svona strangt,“ segir sýslumað- urinn á Keflavíkurflugvelli, sem ekki virðist alsæll með hina nýju fram- kvæmd reglnanna. Það er heldur ekki að undra. Eitt grundvallaratriðið við alla lagasetn- ingu er að tilgangur laga og reglna sé skýr og ljós í augum almennings. Annars er hætt við að fólk fari að sniðganga reglurnar og að þar með dragi úr virðingu fyrir lögum og reglum almennt. Það er augljóslega tilfellið í þessu máli. Umræddar reglur eru ekki settar til að vernda fólk fyrir matarsýking- um, heldur fénað gegn dýrasjúkdóm- um. Í fljótu bragði a.m.k. er hættan, sem íslenzkum búfjárstofnum stafar af þessum innflutningi, ekki augljós. Það virðist full þörf á að yfirdýra- læknisembættið, sem setur reglurn- ar, fari í upplýsingaherferð meðal al- mennings til að útskýra hvers vegna sé nauðsynlegt að meðhöndla þá, sem kaupa sér ost eða skinku í útlöndum, eins og glæpamenn. Hver eru hin vís- indalegu rök, sem hér liggja að baki? Allir vita að umræddur innflutningur hefur átt sér stað árum saman og tollverðir gera þrátt fyrir allt ein- ungis upptækan lítinn hluta þeirrar matvöru, sem fólk flytur með sér til landsins. Eru einhverjar vísindaleg- ar sannanir fyrir því að svo mikið sem hæna hafi veikzt hér á landi af því að éta salamipylsu eða ost? Menn hljóta líka að spyrja hvernig tíma og starfskröftum tollgæzlunnar sé skynsamlegast varið. Er ekki nær að tollverðir einbeiti sér að því að stöðva hinn stórhættulega fíkniefna- innflutning og bjargi þannig manns- lífum en að þeir eyði tíma sínum í að gramsa í innkaupapokum í leit að Parmaskinku án innflutningsvott- orðs til að geta svo sektað eiganda hennar? Þessar reglur og framkvæmd þeirra fara eingöngu í taugarnar á al- mennum borgurum, sem skilja ekki tilganginn með þeim. Þær eru aukin- heldur dæmi um þann tvískinnung, sem við Íslendingar sýnum stundum í viðskiptum við aðra. Erlendir ferða- menn eru hvattir til þess hér á landi að kaupa íslenzka matvöru og taka með sér heim. Hún stendur þeim m.a. til boða á efri hæðinni í Leifsstöð, á meðan tollgæzlan gerir landbúnaðar- vörur frá öðrum löndum upptækar á neðri hæðinni og sektar grunlausa ferðamenn. Samherji hf. hefur tekið mikilvægtfrumkvæði í uppbyggingu fisk- eldis á Íslandi. Þótt það eigi sér tölu- verða sögu og margir hafi lagt þar hönd á plóginn er ljóst að Samherji er að hefja stórrekstur á sviði fisk- eldis. Fyrirtækið stuðlar þannig að því, að Íslendingar verði virkir þátt- takendur í atvinnugrein, sem aug- ljóslega á sér mikla framtíð. Það hef- ur lengi verið ljóst, að það mundi skipta miklu máli fyrir okkur Íslend- inga, sem fiskveiðiþjóð, að eiga aðild að þeirri þróun, sem er að verða í fiskeldi. Til marks um vaxandi um- svif Samherja í fiskeldi er sú stað- reynd, að framleiðsla fyrirtækisins og tengdra aðila nam á sl. ári um 3.300 tonnum af laxi og bleikju. Gert er ráð fyrir að tvöfalda þetta fram- leiðslumagn á yfirstandandi ári. Í Morgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt að Samherji hefði gert víð- tækan samstarfssamning við norskt fyrirtæki, sem er eitt af stærstu og öflugustu fyrirtækjum heims á þessu sviði. Samstarf fyrirtækjanna verður í fiskeldi og sölu sjávarafurða. Samhliða þessum samningi hefur Samherji fjárfest í hinu norska fyr- irtæki og keypt þar hlut fyrir 320 milljónir króna. Norska fyrirtækið fær kauprétt á helmingshlut í fisk- eldisstarfsemi Samherja. Þá mun norska fyrirtækið gera kröfu til þess að fóðurverksmiðjur, sem það skiptir við, kaupi fiskimjöl og lýsi af Sam- herja. Augljóst er að þetta samstarf er mjög mikilvægt fyrir okkur Íslend- inga. Við erum því miður langt á eftir Norðmönnum á þessu sviði. Með fjárfestingu Samherja í norska fyr- irtækinu og samningi um víðtækt samstarf er líklegt að mikil þekking á sviði fiskeldis færist inn í landið. Fiskeldi á Íslandi hefur gengið í gegnum miklar raunir á undanförn- um áratugum. Frumherjarnir færðu miklar fórnir til þess að byggja at- vinnugreinina upp og sköpuðu með því bæði þekkingu og reynslu hér innanlands. Nú er mikil endursköpun að verða í þessari atvinnugrein. Framtak hinna dugmiklu forystumanna Sam- herja hf. í fiskeldi er mikið fagnaðar- efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.