Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 49
HÁTÍSKUVIKAN í París með hönnun fyrir næsta vor og sumar hófst á mánu- dag og er sýningum Valentino, Christ- ian Dior, Versace og Jean Paul Gaultier lokið. Ímyndunaraflið fær oftast að njóta sín til hins ýtrasta á hátískusýningunum enda geta flestir einungis ímyndað sér að eignast hátískuflík, þar sem þær eru dýrar. Flíkurnar minna oft jafn- mikið á listmun og nothæfa flík en raunverulega listin er sú að finna jafn- vægið þarna á milli. Harðkjarnarómantík hjá Dior John Galliano heimsótti Asíu í sýn- ingunni fyrir Christian Dior. Sýn- ingin var með leikhúsbrag, ævin- týraleg og var menningarstraum- um úr austri og vestri blandað saman. Notaðist hann m.a. við kín- verska dansara og sirkusfólk í sýn- ingunni. Galliano hefur sjálfur lýst sýning- unni sem „harðkjarnarómantík“ en hún var litaglöð og fötin efnismikil. Stjörnurnar hrífast af Valentino, sem kemur ekki á óvart því hann hannar klæðileg föt með gamaldags glæsibrag, sem eru eins og sköpuð fyr- ir rauða dregilinn. Hátískusýning hans var engin und- antekning og voru fötin glæsileg og kvenleg og sótti hönnuðurinn inn- blástur til Indlands. Gaultier á heimavelli Jean Paul Gaultier er á heimavelli hvað hátískuna varðar. Hann kann að blanda saman því fáránlega og fal- lega. Innblásturinn sótti hann til Forn- Grikklands og Atlantis. Neðansjáv- arbragur var á litunum og gyðjur á sýningarpöllunum. Versace-sýningin var óvenjuleg því áhorfendum var boðið til verslunar Versace í París þar sem sýndir voru tíu kjólar á gínum. Því gafst tækifæri fyrir viðstadda að skoða kjólana náið en sýningin einkenndist af dökkum lit- um næturinnar. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 49 Hátíska næsta vors og sumars í París Jean Paul Gaultier Dior A P Valentino Austræn áhrif Versace
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.