Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 17 Mazda6, bíll ársins í: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið i kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. Komdu og reynsluaktu þessum margverðlaunaða bíl. HJÁLPARSTOFNANIR Sameinuðu þjóðanna telja að hungursneyð vofi yf- ir hartnær sjö milljónum af 11,4 millj- ónum Simbabvebúa vegna þurrka og efnahagslegrar óstjórnar. Efnahagur Simbabve er í kaldakoli, verðbólgan er nú 200% og um 70% vinnufærra Simbabvebúa eru án at- vinnu. Hefur þurrkum verið kennt um hungursneyðina en margir segja Ro- bert Mugabe, forseta landsins, eiga mesta sök á ófarnaðinum vegna þess að hann hafi eyðilagt landbúnaðinn með því að taka bújarðir af hvítum bændum og afhenda þær stuðnings- mönnum sínum sem kunni ekki að reka búin. Fergal Keane, fréttaritari breska útvarpsins BBC, kynnti sér hörmung- arástandið í Simbabve nýlega í þriðju ferð sinni á einu ári til landsins. Hann þóttist vera venjulegur ferðamaður til að komast hjá því að lögreglan eða njósnarar Mugabe stöðvuðu hann. Þeir sem staðnir eru að því að taka myndir án leyfis í Simbabve eiga yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. Keane sá soltna Simbabvebúa bíða í röðum við kirkjur þar sem naumum matarskömmtum var úthlutað. Aldrað fólk og börn voru með einkenni lang- varandi vannæringar. Margir Simbabvebúar hafa yfirgef- ið heimili sín til að leita að mat og at- vinnu og í dreifbýlinu keppir fátæk- asta fólkið við villidýr um villtar plöntur sem menn leggja sér aðeins til munns í harðæri. Samt eru mörg bændabýlanna, sem hefðu getað séð þessu fólki fyr- ir matvælum, auð vegna þess að hvítir bændur hafa verið hraktir frá þeim og þeir sem fengu jarðirnar hafa ekki hafið búrekstur. Stjórnarandstæðingar pyntaðir Mugabe stjórnar landinu með harðri hendi og eftir því sem efna- hagsástandið versnar eykst kúgun- in. Í höfuðborginni, Harare, eru andstæðingar hans pyntaðir, þeirra á meðal þingmenn og mannrétt- indalögfræðingar. Að sögn fréttastofunnar AP var þingmaðurinn Job Sikhala handtek- inn í vikunni sem leið og sakaður um að hafa tekið þátt í því að kveikja í rútu ríkisrekins flutninga- fyrirtækis í Harare. Hann sagði lögregluna hafa barið hann og gefið honum raflost. Sikhala var leystur úr haldi eftir að hafa komið fyrir rétt og er nú á sjúkrahúsi vegna pyntinganna. Mannréttindalögfræðingurinn Gabriel Shumba hefur sömu sögu að segja. „Þeir gáfu mér raflost á kynfærin, tærnar, munninn og sögðu: þetta er kjafturinn sem þú notar til að verja mannréttindi.“ Keane segir að allir sem hann ræddi við telji að breytingar verði á stjórnarfarinu. Spurningin sé að- eins hvort þær verði með friðsam- legum hætti eða blóðsúthellingum. Hungursneyð vofir yfir Simbabvebúum Kúgunin eykst eftir því sem efnahagsástandið versnar Reuters Beðið í röð eftir matvælum í dreifingarmiðstöð í Buhera. ÞÓTT milljónir manna svelti í Simbabve fór Robert Mugabe, forseti landsins, í versl- unarferð til Singapúr nýlega og kom heim með raftæki og annan varning sem fyllti fimmtán farangurshandvagna, að sögn suður-afríska dag- blaðsins Sunday Tribune. Greg Mills, for- stöðumaður Alþjóða- málastofnunar Suður- Afríku, kvaðst hafa orðið agndofa þegar hann sá all- an þennan farangur merktan Mugabe á flug- vellinum í Singapúr þar sem forsetinn var á ferð með eiginkonu sinni og átta manna föru- neyti. „Það gekk fram af fólki sem sá Mugabe að hann skyldi taka sér frí og fara í versl- unarferð til Austurlanda á meðan svo margir svelta í Simbabve vegna stefnu hans,“ sagði Mills. Áður hafði suður-afríska dagblaðið Sunday Times birt frétt um hálfs mánaðar versl- unarferð upplýsingamálaráðherra Simbabve, Jonathans Moyo, til Jóhannesarborgar. Blað- ið fylgdist grannt með innkaupum ráðherr- ans og sagði hann hafa fyllt lúxusjeppa sinn, Mercedes-bifreið og tvo tengivagna af ýms- um munaðarvarningi og matvælum. Moyo varð æfur yfir þessari frétt og lýsti Suður-Afríkumönnum sem „skítugum og ruddalegum villimönnum“. „Guð hjálpi þess- um mönnum ef þeir halda að þeir geti stjórn- að afrískri endurreisn,“ sagði Moyo. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, tók þessa sneið til sín þar sem hann hefur oft talað um „afr- íska endurreisn“ í ræðum sínum um nýja samstarfsáætlun um þróun í Afríku, NEPAD. Suður-Afríkustjórn mótmælti ummælunum harðlega við sendiherra Simbabve. Hermt er að Mugabe hafi ávítað Moyo, enda lítur hann á Mbeki sem öflugasta bandamann sinn. Agndofa yfir kaupæði Mugabes Robert Mugabe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.