Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR í Staðahverfi segjast langþreyttir á aðgerðarleysi borg- aryfirvalda varðandi uppbyggingu skólahúsnæðis í hverfinu. Þeir segj- ast hafa verið dregnir á asnaeyr- unum í málinu og nýjar áætlanir um uppbyggingu í borginni beri það ekki með sér að yfirvöldum sé al- vara með að byggja skóla í hverfinu á næstu árum. Boðað hefur verið til borgarafundar um málið næstkom- andi mánudag. Sem kunnugt er hefur skóli fyrir hverfið verið starfræktur í bráða- birgðahúsnæði að Korpúlfsstöðum frá árinu 1998. Að sögn Bergþóru Valsdóttur, formanns foreldraráðs Korpuskóla, er mikil ólga meðal foreldra vegna málsins. „Fólki finnst það hafa verið svikið um sinn hverfisskóla samkvæmt deiliskipu- lagi. Það tók meðvitað þá ákvörðun að búa aðeins út úr borginni en sá það sem mikilvægt atriði að þarna yrði leikskóli og grunnskóli. Hvor- ugt er komið.“ Jón Bender, foreldri sem átti sæti í hönnunarhóp vegna nýja skólans, tekur undir þetta. Þau segja að það sem hafi fyllt mælinn núna sé að í drögum að byggingaráætlun borg- arinnar fyrir árið 2003 sé einungis gert ráð fyrir fimm milljónum króna í hönnun Staðaskóla. „Það getur ekki þýtt neitt annað en að þeim er ekki nein alvara með fram- kvæmdirnar,“ segja þau. Ljóst sé að með slíkri áætlun sé ekki ætlunin að standa við áður gefin loforð um að nýr skóli verði tilbúinn ekki seinna en 2005 eða 2006. 12 eða 14 skólar á undan Þá hafi Stefán Jón Hafstein, for- maður Fræðsluráðs Reykjavíkur, sagt á fundi með fulltrúum foreldra í nóvember síðastliðnum að búið væri að ákveða að ljúka fyrst þeim framkvæmdum sem liggja á borð- inu áður en hafist verður handa við nýjar. „Það eru framkvæmdir á borð við Klébergsskóla og Hlíð- arskóla, framkvæmdir sem hafa dregist von úr viti og nú á að taka til í því,“ segir Bergþóra. „Að okkar mati er óviðunandi að klúður á ein- um stað í borgarkerfinu verði til þess að aðrir séu bara látnir bíða – við erum í raun og veru að súpa seyðið af annarra manna klúðri.“ Jón bætir því við að á þessum sama fundi hafi sterklega verið gef- ið í skyn að ekki væri víst að skólinn færi inn á fimm ára áætlun um upp- byggingu því 12 eða 14 aðrir skólar væru taldir meira þurfandi. „Það eru hins vegar skólar,“ segir Berg- þóra. „Þeir hafa hitt og þetta sem við erum ekki með því við erum í bráðabirgðahúsnæði.“ Í því sambandi benda þau á að fjölmargt við núverandi húsnæði svari ekki kröfum um skólabygg- ingar. „Það er ekki nægjanlega stórt, hvorki vindhelt né vatnshelt, ekki með aðgengi fyrir fatlaða, þar er ekki salur, ekki kennslustofa fyr- ir heimilisfræði, ekki aðstaða fyrir verklega raungreinakennslu, ekki möguleikar á mötuneytisaðstöðu og ekki íþróttaaðstaða. Börnin þurfa því að fara langar leiðir til að kom- ast í íþróttatíma.“ Börnin þurfi þannig að matast í venjulegum kennslustundum vegna þess hve langur tími fari í það að koma sér í og úr íþróttatímum. Það stytti aftur kennslutímann og þann- ig séu börnin í raun ekki að fá fulla kennslu. Að þeirra mati hafa foreldrar al- gerlega verið dregnir á asnaeyr- unum í málinu. Skipan hönn- unarhóps vegna skólans síðastliðið vor hafi einungis verið til að slá ryki í augu foreldra og halda þeim góðum fram yfir kosningar. Þau telja að málið hefði aldrei verið dregið svona lengi ef skólanum hefði upphaflega verið komið fyrir í lausum kennslustofum í stað Korp- úlfsstaða og benda á Ingunnarskóla í því sambandi. „Hann er núna í miklum forgangi af því að hann er í bráðabirgðahúsnæði. Við erum líka í bráðabirgðahúsnæði en það heitir Korpúlfsstaðir og er í byggingu sem er annars eðlis en færanlegar kennslustofur, sem þó eru að mörgu leyti hentugra skólahúsnæði. Hver er munurinn, spyrjum við?“ 153 leikskólabörn en enginn leikskóli Málið nær einnig til uppbygg- ingar leikskóla í hverfinu en að sögn Bergþóru eru 153 börn á aldr- inum 0–5 ára í hverfinu samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Þau segja engan leikskóla á svæðinu en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hafi gefið skriflegt loforð um að leikskóli verði kominn í hverfið næstkomandi haust. Hins vegar bóli ekkert á framkvæmdum í því sambandi. Í fyrrnefndum hönnunarhópi hafi komið til tals að byggja saman leik- skóla og grunnskóla í hverfinu þannig að nýta mætti saman ákveðna grunnaðstöðu fyrir báða skólana. Foreldrar hafi í sjálfu sér ekki tekið illa í þá hugmynd. „Hins vegar er ljóst að grunnskólabygg- ingin rís aldrei árið 2003. Hvernig á að leysa þetta og hver verður lausn- in?“ spyr Bergþóra. „Verður það bráðabirgðaleikskóli í bráðabirgða- skipulagi? Við erum orðin svolítið leið á þessu og erum að velta því fyrir okkur hvað „bráðabirgða“ tekur langan tíma.“ Jón og Bergþóra eiga von á góðri mætingu á borgarafundinn á mánu- dagskvöld enda brenni málefnið mikið á foreldrum. „Þetta eru ekki fáir aðilar sem eru í krossferð vegna málsins heldur finnum við, kjörnir fulltrúar foreldra, þrýsting- inn frá þeim því það er stöðugt spurt að því hvenær skólinn komi,“ segir Bergþóra. Fundurinn verður haldinn í Korpuskóla og hefst klukkan 20.00 á mánudagskvöld en framsögu- menn munu allir koma úr hópi for- eldra. Morgunblaðið/Sverrir Bergþóra Valsdóttir og Jón Bender segja foreldra í Staðahverfi hafa verið dregna á asnaeyrunum varðandi upp- byggingu skólahúsnæðis. Fundur verður í Korpuskóla á mánudag og eru borgarfulltrúar boðaðir á fundinn. Foreldrar í Staðahverfi hafa boðað til borgarafundar um skólamál en óánægja er með stöðu mála Segja borginni ekki alvara með skólaframkvæmdir Grafarvogur SUNNUHLÍÐARSAMTÖKIN hafa óskað eftir því að fá til ráðstöf- unar land sem er sunnan og vestan bygginga Sunnuhlíðar við Kópa- vogsbraut. Hafa samtökin hug á að nýta landið til uppbyggingar hjúkr- unarheimilis með 90 rýmum og er stefnt að því að framkvæmdir hefj- ist ekki síðar en árið 2007. Sunnuhlíðarsamtökin eiga og reka hjúkrunarheimili með 72 vist- rýmum fyrir aldraða og dagvist fyr- ir 18 aldraða vistmenn í grennd við Kópavogshæli. Byggingar samtak- anna voru reistar á síðustu 20 árum með stuðningi ríkisins, Kópavogs- bæjar og fleiri aðila. Þá hafa sam- tökin reist 108 íbúðir fyrir aldraða. Segir í bréfi Guðjóns Magnússon- ar, formanns Sunnuhlíðarsamtak- anna, til Kópavogsbæjar að hag- kvæmasti kosturinn varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma í bænum sé augljóslega að gera það í tengslum við núverandi hjúkr- unarheimili. Þar sé fyrir ýmis stoð- þjónusta, svo sem eldhús, sjúkra- þjálfun, skrifstofa, yfirstjórn og fleira. „Eini möguleikinn á stækkun hjúkrunarheimilisins er í vestur þar sem sambýli fyrir fatlaða er í dag. Það er því afar áríðandi að Sunnu- hlíð verði tryggt land vestan við nú- verandi hjúkrunarheimili til fram- tíðaruppbyggingar,“ segir í bréfinu. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðjón að fréttir af hugsanlegum kaupum Kópavogsbæjar á því landi sem heilbrigðisráðuneytið hefur til umráða á umræddu svæði hafi orðið til þess að ákveðið var að óska eftir lóð fyrir stækkun hjúkrunarheim- ilisins. Hann segir hugmyndina vera þá að byggja 90 rýma hjúkrunar- heimili sem byrjað yrði á ekki seinna en árið 2007. Upplýsingar frá Félagsþjónustu Kópavogs bendi til að þörf sé á vistunarrýmum í bæn- um en miðað við að þessar áætlanir standist ætti þörf Kópavogsbúa fyr- ir hjúkrunarými að vera fullnægt árið 2010. „Við erum sjálfseignarstofnun og þurfum langan tíma til að fjármagna þessar framkvæmdir sem við höfum verið í,“ segir Gunnar. „Ríkið hefur borgað 40 prósent og við höfum þurft að ná í 60 prósent og okkur hefur tekist það. Við erum nýbúin að klára stækkun og viljum halda áfram og ég tel að það sé mjög hag- kvæmt fyrir sveitarstjórnir og yf- irvöld í landinu að svona áhuga- mannafélög standi að slíku.“ Hann segir um fyrstu skref að ræða af hálfu Sunnuhlíðarsamtak- anna og að ekki hafi verið leitað eft- ir viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið eða aðra vegna málsins enn sem komið er. Óska eftir lóð fyrir 90 rýma hjúkrunarheimili Sunnuhlíðarsamtökin hyggja á stækkun húsnæðis árið 2007 Kópavogur MEÐ BLAÐINU Í DAG Blaðinu í dag fylgir sérblaðið Bílar Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.