Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ kemur upp í hugann þegar Holland er nefnt? Tréskór og túl- ípanar og gömlu vindmyllurnar. Þær standa margar enn en hafa lít- ið annað hlutverk en að gleðja aug- að. Ekki langt frá þeim hafa risið aðrar myllur, sem framleiða raf- magn, stórir stálrisar, sem öllum finnast ljótir. Úr þessu ætla Hol- lendingar að bæta. Verið er að gera tilraunir með nýja vindmyllu, „borgarmylluna“, sem svo er kölluð, en henni á að koma fyrir á húsþökum og hún er hönnuð þannig, að sem minnst fari fyrir henni. Hún er létt og ákaflega hljóðlát og sérstaklega löguð að ókyrru loftinu yfir borgum. Hafa tilraunir með nýju rafmagnsmyll- una gengið svo vel, að fyrirhugað er að koma þeim upp í stórum stíl strax á þessu ári. Hollensku orkufyrirtækin, til dæmis Nuon og Eneco, hafa sýnt þessu mikinn áhuga en nú til að byrja með kosta myllurnar frá rúmlega 600.000 ísl. kr. og upp í tæpa milljón. Er framleiðslugeta þeirra á bilinu 3.000 til 7.000 kíló- vattstundir á ári en meðalnotkun hollensks heimilis er 3.500 kílóvatt- stundir. Í Bandaríkjunum getur rafmagnsnotkun einstakra heimila hins vegar farið upp í 10.000 kíló- vattstundir. Gert er ráð fyrir, að í fyrstu verði vindmyllunum komið fyrir á byggingum í eigu fyrirtækja og hins opinbera en minnsta myllan vegur um 200 kíló og mjög auðvelt er að koma henni fyrir. Mikill áhugi annars staðar Þjóðverjar, Finnar og Danir hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga en það kemur ekki á óvart, að Hol- lendingar skuli hafa riðið á vaðið. Það gera landþrengslin en litla Holland með sínar 16 milljónir íbúa er þéttbýlasta land í Evrópu. Hol- lendingar eiga varla land undir stóru myllurnar eða önnur orkuver og þess vegna hafa þeir og aðrir lengi látið sig dreyma um „full- valda“ byggingu; þ.e. hús, sem er sjálfu sér nógt um orku. Þeir sem standa að smíði „borgarmyllunn- ar“ leggja ofuráherslu á, að alls ör- yggis sé gætt enda gæti eitthvert óhapp orðið til að hræða fólk. Þeir eru hins vegar mjög bjartsýnir og benda á, að í tækniskólanum í bæn- um Ede sé mylla, sem fæstir vita um eða hafa tekið eftir. Er hún tengd bæjarkerfinu og matar það stöðugt á rafmagni. Auk þessa er verið að hanna smámyllur fyrir björgunarbáta, götuljós og litlar rafstöðvar, sem menn geta borið með annarri hendi. Bylting boðuð í vindmyllulandi „Borgarmyllan“ gerir hús og heimili sjálfum sér næg um orku AP „Borgarmyllan“ á þaki Tækniskólans í Ede í Hollandi. Framleiðslugeta myllnanna er á bilinu 3.000 til 7.000 kílóvattstundir, en meðalraf- orkunotkun hollensks heimilis er 3.500 kvs. Amsterdam. AP. NORÐUR-Kóreustjórn kallaði opinberlega á stuðning frá Suður-Kóreumönnum í gær, er Bandaríkjamönnum virtist ætla að verða vel ágengt í að fylkja þjóðum heims í eindregna and- stöðu við kjarnorkuvopnaáætlun kommúnistarík- isins. Sendinefnd háttsettra erindreka Norður-Kór- eustjórnar kom í gær til Seoul, höfuðborgar Suð- ur-Kóreu, þar sem þeir munu í fjóra daga eiga viðræður við suður-kóresk stjórnvöld um bætt samskipti ríkjanna og mannúðarmál, en erind- rekarnir að norðan létu engan vafa leika á því hver aðalskilaboðin væru sem þeir bæru frá Pyongyand. „Því sterkari sem þrýstingurinn er utan frá og ástandið alvarlegra, þeim mun mikilvægara er að við vinnum saman að því að komast í gegn um erfiðleikana og móta framtíðarstefnu þjóðarinn- ar,“ sagði sendinefndin í yfirlýsingu sem hún gaf út strax eftir komuna til Seoul. Stjórnvöld í Pyongyang undirstrikuðu boð- skapinn í n-kóresku ríkisfjölmiðlunum. Í for- ystugrein í dagblaðinu Rodong Sinmun, mál- gagni kommúnistaflokksins, sagði að allir Kóreumenn, í norðri sem í suðri, ættu að snúa bökum saman „til að bjóða glæpsamlegu árás- arstríði Bandaríkjamanna birginn“. Norður-Kóreumenn gáfu frá sér þessar óvenjulegu yfirlýsingar er allt benti til að við- leitni Bandaríkjamanna til að skapa samstöðu meðal ríkja heims um andstöðu við kjarnorku- vopnaáætlun N-Kóreumanna virtist vera að skila árangri svo um munaði. Rússar á sveif með Bandaríkjamönnum Stjórnvöld í Rússlandi, einum nánasta banda- manni Norður-Kóreu, lýstu því yfir í gær, að þau styddu undanbragðalaust viðleitni Bandaríkja- manna til að fá Norður-Kóreumenn til að hætta við öll áform um smíði kjarnorkuvopna. „Við höf- um sama takmarkið: að Samningurinn gegn út- breiðslu kjarnorkuvopnatækni [NPT] sé virtur,“ sagði Georgí Mamedov, aðstoðarutanríkisráð- herra Rússlands, í sjónarpsfréttaviðtali í Moskvu. Þessa yfirlýsingu gaf aðstoðarutanríkisráð- herrann daginn eftir að Alexander Losjúkov, sérlegur erindreki Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta, átti sex klukkustunda fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, þar sem hug- myndir Rússa um lausn deilunnar voru ræddar. Losjúkov er fyrsti erlendi erindrekinn sem Kim Jong-il hefur rætt við frá því að deilan hófst fyrir fjórum mánuðum. Kínastjórn, sem ásamt Rússum eru einu bandamenn N-Kóreu, hafði áður aukið enn á ein- angrunartilfinningu ráðamanna í Pyongyang með því að láta það spyrjast að hún væri ekki mótfallin því að deilan um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna yrði tekin fyrir á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður- Kóreustjórn hefur hingað til ekki viljað að SÞ hefðu nokkur afskipti af málinu. Fokið í flest skjól fyrir Norður-Kóreustjórn í kjarnorkuvopnamálinu Biðja Suður-Kóreumenn um að standa með sér Seoul, Moskvu. AFP, AP. SEGWAY-skutlan, rafknúið og mengunarlaust farartæki fyrir einn, sem kynnt var með lúðra- blæstri og söng fyrir rúmu ári, hef- ur nú verið bönnuð í San Francisco. Nær bannið að vísu aðeins til gang- stétta borgarinnar en segja má, að það jafngildi algeru bannið þar sem skutlan á ekkert erindi í umferðina. Kemur hún raunar ekki á almennan markað fyrr en eftir rúman mánuð en búið var að fá bráðabirgðaleyfi fyrir henni í 33 ríkjum Bandaríkj- anna. Að sögn höfundarins, Dean Kamens, átti hún alveg sérstaklega að gagnast póstburðarfólki, öldr- uðum og öðrum, sem ýmist þurfa að ganga mikið eða eiga erfitt með gang, en borgaryfirvöld í San Francisco segja, að skutlan sé bein- línis hættuleg á gangstéttunum. Hraðinn sé þrefaldur gönguhraði, hún vegi rúmlega 30 kíló og hafi engan búnað til að vara aðra veg- farendur við. Í tilraunum með hana hafi síðan margir fengið slæma byltu. Hér er sjálfur höfundurinn að leika listir sínar á skutlunni en hún á að kosta nærri 400.000 ísl. kr. AP Segway- skutlan bönnuð OSAMA bin Laden, leiðtogi hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda, beitti mjög einföldu bragði til að sleppa frá Tora Bora-hellasvæðinu fyrir rúmu ári þegar bandarískir leyniþjónustu- menn reyndu að fylgjast með ferðum hans með háþróaðri njósnatækni, að sögn embættismanna í Marokkó. Embættismennirnir segja að bin Laden hafi einfaldlega látið lífvörð sinn, Marokkómanninn Abdallah Tabarak, hafa farsíma sinn til að villa um fyrir Bandaríkjamönnum sem hleruðu símann og fylgdust með honum til að komast að því hvar hryðjuverkaforinginn væri staddur. Tabarak fór síðan frá bin Laden og föruneyti hans þegar þeir flúðu og notaði símann til að villa um fyrir Bandaríkjamönnum og gera bin Laden kleift að komast undan. „Hann féllst á að deyja eða hætta á að vera handtekinn,“ sagði einn embættismannanna um Tabarak. Orðinn leiðtogi fanganna Núna, rúmu ári síðar, er Tabarak orðinn að „emír“ eða leiðtoga rúm- lega 600 meintra félaga í al-Qaeda og talibana sem haldið er í fangelsi í bandarískri herstöð í Guantanamo- flóa á Kúbu, að sögn embættismanna sem hafa farið tvisvar í herstöðina til að yfirheyra fanga frá Marokkó. Tabarak, sem er 43 ára, er sagður njóta mikillar virðingar meðal fang- anna vegna þess að hann umgekkst bin Laden daglega, ávann sér traust hans og hjálpaði honum að komast undan. Margir telja að Bandaríkjamenn hafi reitt sig um of á afganska her- menn þegar reynt var að króa bin Laden og liðsmenn hans af á Tora Bora-svæðinu og þannig misst af besta tækifærinu til að handsama hann. Tabarak var enn með farsímann þegar hann var handtekinn. Banda- ríkjamenn sendu yfirvöldum í Mar- okkó myndir af Tabarak og fleiri föngum og Marokkómennirnir báru strax kennsl á hann. Tabarak hefur neitað að veita upp- lýsingar um bin Laden eða al-Qaeda, segist aðeins hafa verið í Afganistan til að selja vefnaðarvarning. Bin Lad- en beitti einföldu bragði til að sleppa Rabat. The Washington Post. LÖGREGLA í Noregi greindi frá því síðdegis í fyrradag að í húsi Våga í sveitarfélaginu Sveio á Hörðalandi, norður af Haugasundi, hefði fjórir einstaklingar fundizt látnir, allir úr sömu fjölskyldu. Haglabyssa fannst á vettvangi. Netútgáfa Aftenposten hefur eftir Terje Tonning, lögregluvarðstjóra í umdæminu Haugalandi og Sunn- hörðalandi, að banamannsins væri ekki leitað utan veggja hússins. Lík- in sem fundust eru af tólf ára fjölfatl- aðri stúlku, átján ára systur hennar og foreldrum, 48 og 50 ára. „Það lítur út fyrir að karlmaðurinn hafi notað haglabyssuna til að taka sitt eigið líf. Ég vil ekki láta hafa neitt eftir mér um dánarorsök hinna,“ tjáði lög- reglufulltrúinn Tor Buberg Aften- posten í gær. 21 árs gömul eldri syst- ir systranna sem fundust látnar býr í Haugasundi og er nú sú eina sem eft- ir lifir af þessari fjölskyldu. Um helgina fannst einnig par á þrítugsaldri látið í íbúð í Bodø í Norður-Noregi. Að sögn lögreglu féllu þau bæði fyrir skotum úr skammbyssu, sem annað hinna látnu hleypti af. Hafa fregnirnar af þessum harm- leikjum helgarinnar vakið óhug í Noregi. Harmleikur á Hörðalandi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.