Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  ÁSTRALAR voru heldur fljótari að skora gegn Þjóðverjum í gær en gegn Íslendingum í fyrradag. Taip Ramadani, línumaður frá Kjelsås í Noregi, minnkaði muninn í 4:1 eftir rúmar 7 mínútur gegn Þýskalandi. Það tók Ástrala 13 mínútur að skora gegn Íslandi og þá minnkuðu þeir muninn í 10:1.  HEINER Brand, þjálfari Þjóð- verja, var ekki sáttur við sína menn í síðari hálfleiknum gegn Ástralíu. Þegar staðan var 34:13 tók hann leikhlé og hundskammaði sína menn fyrir kæruleysi.  GRÆNLENDINGAR hafa bæst í hóp þeirra sem eru ekki ánægðir með framkvæmd mótsins í Portúgal. „Portúgal er Evrópuþjóð en samt er ýmislegt hér ekki eins og við eigum að venjast. Skipulagið er ekki upp á það besta og margt virðist handa- hófskennt,“ skrifaði Kurt Lauritsen, fararstjóri Grænlendinga, í dagbók grænlenska landsliðsins á veraldar- vefnum.  AÐEINS þrír leikmenn græn- lenska liðsins komust á blað í leikn- um við Íslendinga í gær. Jakob Lar- sen, leikmaður GOG í Danmörku, skoraði 11 mörk, Hans Peter Mots- feldt, fyrrum leikmaður FH sem spilar með Gelnhausen í þýsku 2. deildinni, skoraði 5 og línumaðurinn Rasmus Larsen skoraði 1.  GUNNAR BERG Viktorsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru ekki í íslenska leikmannahópnum gegn Grænlandi í gær. Þeir voru heldur ekki með gegn Áströlum í fyrradag.  ÍSLAND hefur einu sinni leikið gegn Portúgal í HM. Það var í Frakklandi 2001 og fögnuðu Íslend- ingar þá sigri, 22:19. Af þeim leik- mönnum sem leika nú á HM, léku þeir Guðmundur Hrafnkelsson, Ein- ar Örn Jónsson, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stef- ánsson, Aron Kristjánsson, Róbert Sighvatsson, Gústaf Bjarnason og Heiðmar Felixson þann leik. Róbert og Duranona skoruðu flest mörk, fimm hvor.  LASSE Boesen, landsliðsmaður Dana í handknattleik og leikmaður Kolding, hefur aþakkað tilboð frá spænska liðinu Portland San Anton- io, sem um þessar mundir er í þriðja sæti spænsku deildarinnar. Boessen segir félagið ekki hafa boðið sér nógu góð laun.  TRYGGVI Guðmundsson tryggði Stabæk sigur í fyrsta æfingaleik sín- um á árinu í norsku knattspyrnunni. Tryggvi skoraði sigurmarkið gegn 1. deildarliði HamKam, 1:0, í gær, með skalla.  HARALDUR Axel Einarsson, markahæsti leikmaður Víðis í 2. deildinni í knattspyrnu síðasta sum- ar, er genginn til liðs við 1. deildarlið Keflavíkur.  BRASILÍSKI landsliðsmarkvörð- urinn Marcos gengur að öllum lík- indum til liðs við ensku meistarana í Arsenal í vikunni. Arsenal hefur boðið 2,4 milljónir punda í leikmann- inn sem leikur með Palmeiras í heimalandi sínu.  BOBBY Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, sem hefur hug á að kaupa enska landsliðsmanninn Jon- athan Woodgate frá Leeds á sjö millj. punda, er tilbúinn að berjast við Terry Venables, knattspyrnu- stjóra Leeds, um kaup á brasilíska landsliðsmanninum Kleberson, 23 ára, frá Paraneanes.  MATTHEW Upson, varnarmaður Arsenal, er aftur kominn til Birm- ingham til æfinga, en hann neitaði að fara til liðsins á dögunum, eftir að Arsenal var búið að semja við Birm- ingham um sölu upp á þrjár millj. punda. Upson mun ræða nánar við Steve Bruce, knattspyrnustjóra Birmingham.  LEEDS hefur sýnt Upson áhuga og er tilbúið að kaupa hann, ef Jon- athan Woodgate verður seldur til Newcastle. FÓLK GUÐMUNDUR Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari hand- knattleiksliðsins, segir að allt gangi samkvæmt áætlun hjá sín- um mönnum en nú fari virkilega að reyna á liðið enda fram undan mjög erfiður leikur á móti heima- mönnum í Portúgal annað kvöld í Viseu. „Það má segja að fyrsta hluta verkefnisins sé lokið hjá okkur. Við erum búnir að spila við and- stæðinga sem voru miklu slakari en við en ég er ánægður með hvernig strákarnir afgreiddu þá leiki. Við ætluðum okkur að kom- ast fljótt í þá stöðu í leikjunum að geta hvílt lykilmenn og spilað á mörgum mönnum og það gekk allt saman eftir. Leikurinn í kvöld við Grænlendinga var kannski enginn glansleikur af okkar hálfu en við unnum hann með 13 marka mun og ég get í raun ekkert beðið um meira. Það örlaði á smá einbeitingarleysi af og til en það er bara hlutur sem alltaf má reikna með í ójöfnum leikjum,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur sá Portúgalana sigra Katarmenn með tíu marka mun í gærkvöld og hann segist reikna með hörkuleik gegn þeim á fimmtudagskvöldið. „Portúgalarnir voru í strögli framan af en þeir sigldu svo hægt og bítandi fram úr. Við bú- um okkur undir mjög erfiðan leik enda Portúgalarnir með mjög sterkt lið. Vörn þeirra og mark- varsla er mjög góð, hraðaupp- hlaupin skæð og í þeirra röðum eru hörkugóðar skyttur. Ég tel hins vegar að ef við spilum vel og náum að laða fram það besta í leik okkar þá eigum við góða möguleika á að leggja þá að velli. Ég kem til með að undirbúa strákana mjög vel og ætla að fara yfir leiki portúgalska liðsins frá a-ö með þeim þannig að það verði ekkert sem komi þeim á óvart. Portúgalarnir eru reynslumikið lið sem náði mjög góðum árangri á EM í fyrra. Það lenti í 9. sæti og ég veit að það er til mikils ætlast af þeim á heimavelli í þess- ari keppni svo það verður hart tekist á.“ Að sögn Guðmundar eru allir íslensku leikmennirnir heilir heilsu og ef eitthvað er þá eru þeir sem áttu við smá hnjask að stríða búnir að hrista það af sér í fyrstu tveimur leikjunum. Guðmundur Þ. Guðmunds- son landsliðsþjálfari. Allt á áætlun hjá Guðmundi HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handknattleik er hafin í Portúgal með ýmsum flugeldasýningum, eins og ótrúlegum tölum úr leik Íslands og Ástralíu, 55:15! Það vissu allir, sem þekkja til, að boðið yrði upp á ýmsar uppá- komur á HM, þar sem mörg landslið, sem taka þátt í keppn- inni, eiga langt frá því heima í hópi þeirra bestu. Sitt sýnist þó hverjum – til dæmis mátti heyra sjónvarpsmenn hrósa leik Ástr- ala. Ekki virðist þekkingin á íþróttinni mikil þar á bæ. Þegar HM fór fram í Frakk- landi fyrir tveimur árum vökn- uðu menn upp við vondan draum – voru óhressir með hve mikið var um miðlungsleiki og leiki þar sem mikill munur var á liðum. Það er ótrúlegt að með í loka- keppni HM séu þjóðir, sem ekki eru með deildakeppni í sínu landi – handknattleikur er þar aðeins skólaíþrótt. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að sumar Arabaþjóðir hafi „keypt“ HM- sæti með því að bera fé á dómara og aðra. Það vita allir, sem vilja hand- knattleiknum vel, að það er orðið löngu tímabært að fækka föstum sætum hjá álfunum fyrir utan Evrópu úr þremur í tvö. Menn eru sammála um að það þurfi að gera eitthvað róttækt til að hressa HM við, ef keppnin á ekki að falla í skuggann af sterkri Evrópukeppni, eins og hún var í Svíþjóð í fyrra, með sextán sterk- ustu landsliðum álfunnar og um leið heims. Það verða leiknir 60 leikir í riðlakeppninni í Portúgal og það er vitað að aðeins örfáir þeirra, tólf til fimmtán, verða athygl- isverðir. Áhorfendur fjölmenna ekki á leiki á HM og sérstaklega ekki á mót, sem er illa skipulagt og óaðlaðandi. HM í Portúgal stendur yfir í tíu daga – frá mánudeginum 20. jan- úar til miðvikudagsins 29. janúar, áður en alvaran hefst og loka- spennan stendur stutt yfir. Þá leika þær átta þjóðir, sem komast lengst, fjóra leiki á fimm dögum! Eitthvað hljóta tölur um frétta- menn á HM að vera ofreiknaðar, enda ótrúlegt að um hundrað fréttamenn séu mættir á staðinn frá Þýskalandi. Þeir hafa þá ver- ið fleiri en áhorfendur á leik Þýskalands og Katar, sem voru vel undir 100. Flestir áhorfendur sáu leik Portúgals og Grænlands – um 400, en á öðrum keppn- isstöðum í Portúgal var fátt um manninn. Tómahljóð heyrðist í keppnishöllum. Gárungar sögðu að þegar Ís- land vann Ástralíu 55:15 hefði verið skorað eitt mark fyrir hvern áhorfanda sem var á leikn- um! Sagt er að um 700 fréttamenn séu á staðnum. Ef svo er þá er lít- ið gert til að þjónusta þá. Upplýs- ingaflæði á HM er afar lélegt, enda endurspeglar framkvæmdin vinnubrögð alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF, sem er áratugum á eftir handknattleiks- sambandi Evrópu, EHF, í hugs- unarhætti og vinnubrögðum. Það geta menn best séð með því að fara inn á heimasíður sam- bandanna á Netinu. Það er sorg- legt að bera saman heimasíðu HM í Portúgal og heimasíðurnar um EM á Ítalíu 1998, EM í Króat- íu 2000 og EM í Svíþjóð 2002. Þjónusta er lítil og nær eingöngu frá B-riðlinum, sem heimamenn leika í ásamt Íslandi, Þýskalandi, Katar, Ástralíu og Grænlandi. Sigmundur Ó. Steinarsson HM-tómahljóð Það tók Grænlendingana munskemmri tíma en Ástrala að finna netmöskvana hjá Íslendingum. Ólafur Stefánsson skoraði tvö fyrstu mörk íslenska liðsins en Grænlend- ingar jöfnuðu í bæði skiptin og stað- an eftir tveggja mínútna leik, 2:2. Patrekur Jóhannesson tók þá til sinna ráða. Hann skoraði 5 mörk í röð og Sigfús Sigurðsson eitt og staðan breyttist í 8:2 þegar rúmar áttu mínútur voru liðnar af leiknum. Grænlendingar létu ekki bugast og með stórskyttuna Jakob Larsen í broddi fylkingar náðu þeir að halda í horfinu en átta mörk skildu lið þegar egypska dómaraparið flautaði til leikhlés. Hnökrar komu fram Í síðari hálfleik fór að bera tals- vert á værukærð í herbúðum Íslend- inga. Sóknarfeilarnir ágerðust og talsverðir hnökrar komu fram á leik liðsins. Mönnum var tíðrætt um góða einbeitingu íslensku leikmannanna í leiknum við Ástralíu en það sama var ekki uppi á teningnum í gær. Mark- tækifærin voru illa nýtt og leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson og Patrek Jóhannesson gerðu sig seka um klaufaleg mistök. Eðlilegar skýring- ar á einbeitingarleysi kunna ein- hverjir að segja enda íslenska liðið að mæta annan daginn í röð veikum andstæðingum og ekkert skrýtið að í undirmeðvitundinni væru menn komnir með hugann við næsta verk- efni – leik við Portúgala annað kvöld. Grænlendingar bitu lengi vel frá sér í síðari hálfleiknum. Þeir náðu að halda muninum í 8–10 mörkum en góður endasprettur Íslendinga, þar sem Sigurður Bjarnason skoraði 3 af síðustu fimm mörkunum, tryggðu 13 marka sigur í leik sem fullur var af mistökum, einkum í síðari hálfleik. Líkt og í leiknum við Ástrala verð- ur íslenska liðið ekki dæmt af frammistöðu sinni. Til þess var getu- munur liðanna of mikill og erfitt að draga einhverja leikmenn út úr sem léku betur en aðrir. Patrekur átti ágætan kafla í fyrri hálfleik, skoraði sex af níu fyrstu mörkunum og virk- aði mjög sprækur en þegar líða tók á leikinn átti hann ótímabær skot og gerðist á kafla full kærulaus. Ólafur Stefánsson var ekki nema skugginn af sjálfum sér. Bæði átti hann slök skot og missti knöttinn klaufalega frá sér í sókninni. Ólafur fékk góða hvíld og verður því vonandi búinn að safna bæði þreki og kröftum fyrir baráttuna sem fram undan er enda lykilatriði fyrir íslenska liðið að hann nái sér á strik. Þrír leikmenn sáu um að skora öll mörk Grænlendinga. Jakob Larsen, Hans Peter Motzfeld og Rasmuss Larsen. Sá fyrstnefndi fór þar fremstur í flokki, skoraði 11 mörk og áttu íslensku varnarmennirnir í stökustu vandræðum með að stöðva hann. Þýðingarmikill leikur gegn Portúgal Nú má segja að „grínið“ sé að baki hjá íslenska liðinu og við tekur alvar- an. Leikurinn við Portúgala annað kvöld er geysilega þýðingarmikill og lykilleikur upp á framhaldið í keppn- inni – mjög þýðingarmikið er fyrir Ísland að ná sigri. Veganestið sem fara með í þann leik er vissulega gott en gefur þó ekkert þegar út í barátt- una við heimamenn er komið. Öruggir sigrar Íslendinga í tveimur fyrstu leikjunum á heimsmeistaramótinu Nú tekur alvaran við í Portúgal ÍSLENDINGAR létu sér nægja 13 marka sigur, 30:17, gegn grönnum sínum frá Grænlandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Vis- eu Portúgal í gær. Eins og vænta mátti höfðu Íslendingar tögl og hagldir í leiknum en mesti móðurinn var þó runninn af íslensku leik- mönnunum eftir heimsmetið sem þeir settu með sigrinum á Áströl- um í fyrrakvöld. Mistökunum í sókninni fjölgaði til muna, einbeit- ingin var ekki sú sama og fyrir vikið var leikurinn ekkert augnayndi af hálfu okkar manna.   5/! & ! !5/! & ! ! "! #$ "# " "$ % % &    # ' ( ( &)*+ ,-*)*+ $ ( (  $ " )*.&/01 ,2.*34501 )6)377%)37 0* *) 18 (              
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.