Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að umfang fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda á Austurlandi gæfi tilefni til að vera vel á varðbergi gegn mögu- legum þensluáhrifum þeirra á efnahagslífið. „En það er á hinn bóginn argasta öfugmælavísa að tala um að þarna sé á ferðinni ein- hver sérstakur voði eða vá sem kalli á skyndiákvarðanir í ríkisfjár- málum eða við stjórn peningamála á þessari stundu,“ bætti hann við. Ráðherra sagði að aðalatriði máls- ins væri það að ef til þess kæmi að grípa þyrfti til einhverra sérstakra aðhaldsaðgerða vegna Kára- hnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði þá væru slíkar aðgerð- ir einungis tímabundnar. Ávinn- ingurinn af fjárfestingunni yrði hins vegar til langs tíma og að hann væri verulegur. Hagkerfið allt myndi styrkjast. Hagvöxtur yrði meiri en ella, útflutningur yk- ist, atvinna sömuleiðis, ríkissjóður styrktist og byggðin á Austfjörðun efldist til muna. „Lífskjör þjóð- arinnar batna því óumdeilanlega og það er ábyrgðarleysi að standa gegn þessari miklu atvinnuupp- byggingu sem fram undan er á Austfjörðum.“ Ummæli þessi féllu í umræðum utan dagskrár um mótvægisað- gerðir vegna fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda á Austurlandi. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar en Davíð Oddsson var til andsvara. Ögmundur beindi nokkrum spurningum til forsætis- ráðherra, m.a. spurði hann að því hvort ríkisstjórnin hefði á prjón- unum mótvægisaðgerðir vegna framkvæmdanna, t.d. gagnvart skuldsettum aðilum, þ.e. einstak- lingum, fjölskyldum og fyrirtækj- um. Þá spurði hann að því hvernig ríkisstjórnin hygðist mæta hugs- anlegum svokölluðum ruðnings- áhrifum framkvæmdanna á efna- hagslífið. Vísaði hann þar til ummæla hagfræðinga um að fram- kvæmdirnar gætu verið þrándur í götu annars atvinnureksturs, sér- staklega smárra og meðalstórra fyrirtækja sem þyrftu að taka lán með hærri vöxtum en ella. Í því sambandi væri talað um ruðn- ingsáhrif, þar sem þessum fyrir- tækjum yrði hreinlega rutt úr vegi. Engin leið að sjá hvernig ástandið verður Forsætisráðherra lagði áherslu á að meginþungi fyrirhugaðra framkvæmda yrði á árunum 2005 til 2006. „Það er engin leið að sjá fyrir með neinni öruggri vissu hvert ástand efnahagsmála verður á þeim tíma. Það liggur t.d. ekki fyrir í dag hver þorskaflinn verður á árinu 2005, hverjar verða að- stæður á helstu útflutningsmörk- uðum okkar árið 2005 eða til dæm- is hvernig kjarasamningar munu ganga fyrir sig á næstu misserum. Allt eru þetta þættir sem miklu ráða um ganginn í efnahagslífinu. Það er því engan veginn við hæfi nú að lýsa því til hvaða aðgerða eigi að grípa í ríkisfjármálum. Slíkar ákvarðanir hljóta að verða teknar við vinnslu fjárlaga á árinu 2004 og á næstu árum þar á eftir. Sama gildir um aðgerðir í stjórnun peningamála. Þær hljóta að taka mið af efnahagsástandinu eins og það er á hverjum tíma og engan veginn er hægt að fullyrða um það hvort þróun vaxta verður okkur óhagstæð á þessum tíma.“ Nokkrir þingmenn tóku til máls í umræðunni og mátti finna hörð- ustu andstæðinga stóriðjufram- kvæmdanna meðal þingmanna VG. Jón Bjarnason, þingmaður VG, sagði m.a. að það væri mat flestra hagfræðinga sem hefðu tjáð sig um fyrirhugaðar framkvæmdir að þær myndu valda gífurlegri þenslu í efnahagslífinu. Aðrir landshlutar en Austfirðir og suðvesturhornið og aðrar atvinnugreinar „myndu blæða“ vegna hærri vaxta og hærra gengis krónunnar sem framkvæmdirnar myndu kalla fram. Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG, lagði m.a. áherslu á að glæsilegir þjóðgarðar sköp- uðu líka atvinnu, því eins og menn vissu væri ferðamannaþjónustan önnur stærsta atvinnugrein Ís- lendinga. Árni Steinar taldi líka ástæðu til að minnast á málflutn- ing annarra þingmanna í um- ræðunni. Um það sagði hann: „Maður undrar sig á málflutningi allflestra þingmanna hér, sem virðast greinilega vera komnir á álvagninn.“ Ýmsir þingmenn höfðu þó, eins og þingmenn VG, einnig áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda á efnahagslífið. Svanfríð- ur Jónasdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, innti ríkisstjórnina t.d. einnig eftir mótvægisaðgerð- um vegna umræddra framkvæmda og taldi að fjölmörg fyrirtæki myndu ekki ráða við þá gengis- þróun sem framkvæmdirnar hefðu þegar kallað fram. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagðist hafa mikl- ar áhyggjur af sínu kjördæmi, þ.e. hinu nýja Norðvesturkjördæmi. Þar væru ekki fyrirhugaðar neinar sérstakar framkvæmdir til mót- vægis við framkvæmdirnar á Aust- fjörðum. Hann kvaðst þó vona að framkvæmdirnar yrðu öllum til gæfu og gengis. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig fulla ástæðu til að ræða um mót- vægisaðgerðir vegna umræddra framkvæmda og benti m.a. á að ástæða væri til að koma af stað framkvæmdum í öðrum landshlut- um en Austurlandi. Stjórnarþingmenn fögnuðu hins vegar fyrirhuguðum framkvæmd- um og benti Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, m.a. á að með umræddu verkefni á Austfjörðum væri lagður enn frek- ari grunnur að íslensku velferð- arkerfi. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng. „Við erum að ráðast í framkvæmd sem hefur góð áhrif á efnahagslífið,“ sagði hún m.a. „Það er augljóst mál að ekki yrði ráðist í þessar fram- kvæmdir nema þær skiluðu arði fyrir eigendur og þjóðarbúið,“ bætti hún við. Þá sagði Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, að það væri und- arlegur málflutningur hjá þing- mönnum VG að tala um að aukin efnahagsumsvif kölluðu böl yfir þjóðina. Forsætisráðherra 2005? Í lok umræðunnar kom Ög- mundur Jónasson aftur í pontu og kvartaði yfir svörum forsætisráð- herra og sagði að þau hefðu verið rýr. Þá sagði Ögmundur: „Ég vil leggja áherslu á að þetta ítalska fyrirtæki, Impregilo [fyrirtækið sem var með lægsta tilboðið í gerð stíflu og aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar] er líka þekkt fyr- ir hneykslismál. Ég hvet menn til að fara á Netið og fletta upp Impr- egilo og scandal. Þá fyllist skjár- inn einhverra hluta vegna. Þetta fyrirtæki er þekkt fyrir að bjóða lágt en keyra síðan kostnaðinn upp frammi fyrir dómstólum.“ Í ræðu Ögmundar kom einnig fram að Impregilo hygðist flytja allt sitt vinnuafl inn til landsins. Davíð Oddsson tók síðastur til máls í umræðunni og ítrekaði m.a. það sem hann hafði áður sagt. Þegar Davíð hafði lokið máli sínu kallaði Ögmundur úr sæti sínu: „Hvernig væri að svara spurning- unum?“ Þessu svaraði Davíð með því að segja: „Ég skal gera það sem for- sætisráðherra hérna 2005,“ og uppskar við það mikinn hlátur þingmanna. Utandagskrárumræða á Alþingi um mótvægisaðgerðir vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi Ávinningur af fjárfest- ingunni er til langs tíma segir forsætisráðherra Morgunblaðið/Golli Ögmundur Jónasson alþingismaður vildi fá svör frá Davíð Oddssyni um til hvaða ráðstafanir yrði gripið til að draga úr neikvæðum skammtíma- áhrifum álvers- og virkjanaframkvæmda á efnahagslífið. Forsætisráð- herra taldi ótímabært að svara því og benti á að óvissa ríkti um stöðu efna- hagsmála á árunum 2005–2006, s.s. um fiskverð, kjarasamninga og fleira. Þingmenn hófu fyrsta þingfund Alþingis í gær, eftir jólahlé, á um- ræðum um fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Málið var rætt utan dagskrár samkvæmt beiðni þingflokks Vinstri grænna. Arna Schram fylgdist með umræðunum. Það sama gerðu fjölmargir andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar, á þingpöllum Alþingis. arna@mbl.is ADOLF H. Berndsen tók sæti á Alþingi við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. Hann tók sæti Vil- hjálms Egilssonar, þingmanns sjálfstæðismanna í Norðurlandi vestra, sem afsalaði sér þing- mennsku hinn 16. janúar sl. Adolf verður fjórði þingmaður Norður- lands vestra en Sigríður Ingv- arsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, verður við þessar breytingar fyrsti þingmaður Norð- urlands vestra. Í bréfi til þingsins sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, las upp á þingfundi í gær, þakkaði Vil- hjálmur Egils- son þingforseta og þingmönnum samstarfið á liðnum árum. „Ég óska ykkur öllum farsældar í störfum ykkar í framtíðinni,“ sagði Vilhjálmur ennfremur í bréfi sínu. For- seti þingsins bauð nýjan þingmann velkominn til starfa og óskaði Vil- hjálmi allra heilla á nýjum starfs- vettvangi. Nokkrar breytingar verða á skipan sjálfstæðismanna í þing- nefndum þingsins í kjölfar þess að Vilhjálmur hefur sagt af sér þing- mennsku og Adolf hefur komið í hans stað. Einar K. Guðfinnsson hefur sagt af sér formennsku í sjávarútvegsnefnd þingsins og mun í stað Vilhjálms taka við for- mennsku í efnahags- og viðskipta- nefnd þingsins. Árni R. Árnason hefur verið kjörinn formaður sjáv- arútvegsnefndar í stað Einars. Þá mun Gunnar I. Birgisson taka sæti Vilhjálms sem varamanns í utan- ríkismálanefnd þingsins. Adolf tekur sæti á þingi Adolf H. Berndsen BJÖRGVIN G. Sigurðs- son, annar varaþingmað- ur Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Margrétar Frí- mannsdóttur, en hún er í veikindaleyfi um óákveð- inn tíma. Björgvin hefur áður tekið sæti á Al- þingi. Samkvæmt tilkynn- ingu frá Samfylkingunni greind- ist Margrét nýlega með brjóstakrabbamein. Hún gekkst á föstudag undir aðgerð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Sam- kvæmt upplýsingum Samfylkingarinnar tókst aðgerðin vel. Forseti þingsins, Hall- dór Blöndal, sendi í gær kveðju til Margrétar með góðum óskum um skjótan bata. Margrét Frímanns- dóttir í veikindaleyfi Margrét Frímannsdóttir ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum at- kvæðagreiðslum eru fyrir- spurnir til ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.