Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 27 ÉG hafði vonast til, að með auk- inni fræðslu og umræðu myndi draga úr fordómum gegn ofvirkum börnum og fjölskyldum og skiln- ingur á aðstæðum þeirra aukast úti í þjóðfélaginu. Þegar ég las svo grein í Morgunblaðinu 20. des- ember 2002 eftir Kristin Jóhann- esson sá ég að enn skortir á að svo sé. Fyrirsögn greinarinnar er: „Er- um við að dópa niður börnin okk- ar?“ Höfundur heldur því fram að svo sé þegar ofvirk börn eru annars vegar. Ég er enginn sérfræðingur í þess- um málum, en sem foreldri drengs sem hefur verið greindur með ADHD/athyglisbrest hef ég skoðað allar hliðar á sjúkdóminum, lesið allt efni sem ég hef getað náð í og talað við lækna sem hafa áralanga reynslu og menntun í þessum fræðum. Því held ég því fram, að skoðun Kristins eigi ekki við nein haldbær rök að styðjast. Kristinn segir ekki í greininni hvort hann hafi einhverja reynslu af ofvirkum börnum og því geng ég út frá því að svo sé ekki. Hann gefur í skyn að við foreldrar sinnum ekki okkar hlutverki og notum þá þessa greiningu til þess að fría okkur af allri ábyrgð. Hann opnar ekki einu sinni fyrir möguleikanum á að of- virkni/athyglisbrestur geti stafað af líffræðilegum orsökum, sé jafnvel ættgengur. Í greininni er Kristin duglegur að staðhæfa alla hluti og benda á alls konar rannsóknir um hitt og þetta. Hann staðhæfir að ritalín dragi úr vexti barna, dragi úr félagstengslum þeirra og dragi úr hvatvísi þeirra (forvitni). Mig langar aðeins að koma inn á þessar staðhæfingar Kristins. Fyrst vil ég nefna að nýjar rann- sóknir sýna að ritalín dregur ekki úr eða hægir á vexti barna. Ekki veit ég hvar Kristinn fékk upplýsingar um að ef þú gefur barni ritalín þá eigi barnið erfiðara með að mynda fé- lagstengsl, því ef lyfið virkar eins og það á að gera þá líður barninu betur og á þá auðveldara með samskipti við önnur börn/fullorðna. Svo er það þetta með hvatvísina. Barn með ADHD þekkir ekki hræðslu, skynjar ekki hættur og stundum virðist sem almenna skynsemi vanti. Að taka ritalín dregur alls ekki úr forvitni barna gagnvart umhverfi sínu. Ef einhvað er þá gerir lyfið það að verk- um, að barnið stoppar aðeins til þess að sjá og skynja hvað er í kringum sig og nýtur þess betur. Þessi sjúkdómur kemur í mörgum myndum. Það er einkennilegt þegar fólk heldur því fram að þetta sé ný- tísku sjúkdómur. Það eru til heim- ildir um hann allt frá 1860 þegar þýskur læknir að nafni Heinrich Hoffman orti ljóð um barn sem til hans hafði komið með ofvirkniein- kenni. Næst var það um 1900 að breskur læknir að nafni George Still birtir grein þar sem hann lýsir of- virknieinkennum hjá 24 börnum. Ef við lítum 30–40 ár til baka hérna á Íslandi þá er ég viss um að einhver kannast við manneskju með ADHD. Jú, það var hann Jón í götunni/ bekknum sem var svo heimskur/eða óþekkur að allir voru sammála um að það yrði nú ekkert úr honum og þeg- ar hann Jón svo lenti í fangelsi/eit- urlyfjum þá urðu ekki margir hissa á því. Hann var alltaf svo misheppn- aður. Ef hann Jón hefði verið greind- ur strax í skóla þá hefði hann átt eins mikla möguleika og ég og þú til að verða nýtur þjóðfélagsþegn. Fólk heldur að börnin séu bara óþekk, óstýrilát eða ofstopafull og að þau börn sem hafa athyglisbrest séu illa gefin. En með réttri meðhöndlun fá þessi börn tækifæri til að komast til manns og eiga gott líf. Við, sem erum foreldrar ofvirkra barna, erum ekki frábrugðin öðrum foreldrum. Við elskum börnin okkar og viljum gera allt það besta fyrir þau. Þegar foreldrar hafa horft upp á barnið sitt þjást, já, lesendur góðir, þessi börn þjást mikið fyrir að vera „ekki eins og allir hinir“, þá grípa þeir til þeirra lausna sem í boði eru. Málið er að engin tvö börn eru eins. Ofvirkni/ADHD og allt sem þetta er nú kallað kemur ekki eins fram í öll- um börnum sem þýðir, að það er ekki til ein stöðluð meðferð fyrir alla. Það er ekkert að því að leita og prófa aðrar meðferðir, t.d. breyta mat- aræði barnsins, gefa því vítamín sem gæti virkað, nýjar uppeldisaðferð- ir … svona mætti lengi telja. Ritalín er ekki undrameðal sem lagar allt. Gefið er lyf til að halda sjúkdómnum niðri í bland við mark- vissar uppeldisaðferðir, agastjórnun og atferlismótun. Foreldrar leggja mikið á sig til að læra hvernig best sé að aga og ala upp börnin sín. Það getur ekki verið eftirsóknarvert að leitast við að fá þann stimpil á barnið sitt að það sé „gallað“, eins og Krist- inn segir í greininni. Rannsóknir sýna að fólk verður ekki háð lyfinu í þeim skömmtum sem mælt er með gegn ofvirkninni. Við foreldrar setj- umst ekki niður og segjum: „Æi, barnið er svo erfitt, elskan, ættum við ekki að athuga hvort við getum ekki DÓPAÐ það niður smávegis, ha?“ Við, sem höfum séð og fundið hvernig lyfið hefur breytt lífi barnanna okkar, hljótum að vera sammála því, að svona greinar eins og Kristinn skrifar ættu ekki að hafa mikil áhrif á okkur og halda ótrauð áfram að gera það sem við getum til að börnunum okkar líði sem best. Við erum ekki að dópa niður börnin okkar Eftir Önnu Mariu Arnold „Að taka ritalín dreg- ur alls ekki úr forvitni barna gagn- vart umhverfi sínu.“ Höfundur er dagforeldri og móðir. skattskerfisins að því hærri sem tekjurnar séu þeim mun hærra hlut- fall af tekjunum fari til greiðslu tekjuskatts“. Eftir framangreinda breytingu á skattalögunum fær þessi fullyrðing ekki staðist. Stór hópur einstaklinga nýtur nú þeirra forréttinda að með hækkandi tekjum lækkar skatthlut- fallið! Búið er sem sagt að innleiða stiglækkandi tekjuskatt hér á landi fyrir þennan forréttindahóp. Þeir hljóta að vera fáir sem telja að stig- lækkandi skattur sé sanngjarn skatt- ur og enn færri munu telja eðlilegt að slík skattaregla gildi um tiltekna samfélagshópa en aðra ekki. Einstaklingur sem starfar við eig- in rekstur í félagsformi greiðir tekju- skatta í samræmi við svokölluð reikn- uð laun en þau eru háð samþykki skattyfirvalda. Samkvæmt gildandi lögum og eðli máls hljóta skattyfir- völd að gæta hófsemdar í slíku mati. Löng reynsla sýnir að góð menntun og starfshæfni, oft samfara löngum vinnutíma, skila eigendum yfirleitt fjárhagslegum ávinningi sem er meiri, og oft mun meiri, en reiknuð laun ná að mæla. En þegar reiknuðu laununum sleppir hrapar skatthlut- fallið í 26,2% eins og að framan segir. Ljóst er að fjölmargir þessara ein- staklinga geta nú lækkað skatta sína um hundruð þúsunda á ári hverju. Hátekjuskattur á Jón Eins og áður segir er hátekju- skattur lagður á launatekjur umfram visst mark. Í mjög góðri grein í Morgunblaðinu 17. desember sl. var fjallað um það óréttlæti sem skattabreytingarnar í lok árs 2001 munu hafa í för með sér og þar er sérstaklega rætt um hátekjuskatt- inn. Yfirskrift greinarinnar er: „Stefnir í að launþegar muni standa nær einir undir hátekjuskattinum.“ Margir af tekjuhæstu einstakling- um landsins eru í hópi þeirra er starfa hjá eigin félögum. Vill einhver halda því fram að það sé eðlileg og sanngjörn skattheimta að sleppa þessum hópi að mestu úr neti há- tekjuskattsins en láta launþega sitja áfram í súpunni? Gjör rétt, þol ei órétt Umræddar lagabreytingar byggð- ust fyrst og fremst á röksemdum um samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja gagnvart erlendum aðilum og hugmyndum um að unnt sé að laða erlend fyrirtæki til landsins með lækkun skatta. Ég leyfi mér að hafa þá skoðun að þessar röksemdir eigi ekki við um starfsemi verulegs hluta þeirra þúsunda einkahlutafélaga sem stofnuð hafa verið að undanförnu. Ég kem ekki auga á neitt sem réttlætir að leggja miklu hærri skatta á Jón en séra Jón. Allir landsmenn hafa sama rétt til að njóta þjónustu ríkis og sveitarfé- laga í skólum, sjúkrastofnunum og á öðrum sviðum. Álagning skatta verð- ur einnig að hvíla á jafnréttisgrunni. Þess er að vænta að ráðandi stjórnmálaöfl beiti sér fyrir leiðrétt- ingu á því mikla misrétti sem hér hef- ur verið fjallað um. Stjórnmálamenn hljóta að vera á einu máli um mik- ilvægi þess „að gera rétt og þola ei órétt“ í skattamálum. Stjórnmála- menn hljóta að minnast þess að vald sitt sækja þeir fyrst og fremst til hinna stóru hópa launafólks og eft- irlaunaþega. Ólíklegt er að þessir hópar sætti sig til lengdar við þá stórfelldu mismunun í skattamálum sem gerð er grein fyrir hér á undan. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld 17. jan. heyrði ég í fréttum ummæli núverandi lögmanns Árna Johnsen þar sem vitnað var í mitt nafn með tilliti til refsilækkunar Árna í huga, sem taka á undir. Hinn 17. og 19. júlí 2001 var Fréttastofan á ferðinni með tilvitnun í þáverandi lögmann Árna Johnsen þar sem nafn mitt kemur við sögu. Ég fékk útskrift af þessum fréttum, en lét kyrrt liggja enda þótt farið væri rangt með. Nú get ég ekki orða bundist. Tilvitnun 17. júlí 2001 kl. 18.00. „Jakob Möller, formaður laga- nefndar Lögmannafélagsins, segir að í íslensku réttarkerfi séu fjár- dráttarmál og brot í opinberu starfi tekin mjög alvarlega. Það sjáist á ný- legum dómi í slíkum málum eins og t.d. þegar Eggert Haukdal, oddviti Vestur-Landeyjahrepps, var dæmd- ur í 3 mánaða skilorðsbundið fang- elsi í Hæstarétti fyrir að hafa dregið sér fé að upphæð 500 þúsund krón- ur.“ Síðar í fréttinni eru fyrrgreind orð aukin og endurtekin af lögmanni. Hinn 19. júlí er endurtekning á fréttum lögmannsins. Þá má vel vera að Jakob Möller hafi ekki fundist nóg að gert í dómum gagnvart mér, því hann bætir einum mánuði við fangelsisdóm minn í hvert sinn. Hefur þrjá mánuði að stað tveggja. Undirritaður hefur sannanlega verið talsmaður Ríkisútvarpsins og frétta þess og er svo enn. Ég á hins- vegar í fórum mínum margar út- skriftir af fréttum þar sem ekki er rétt með farið gagnvart mér. Þær bíða síns tíma. En af þessu tilefni þykir mér hlýða að taka eftirfarandi fram. Hinn 15. feb. 2000 voru mér birtar þrjár ákærur frá Ríkissaksóknara byggðar á skýrslu KPMG, án eigin rannsóknar embættisins. Hér var um að ræða ákærur vegna umboðs- svika og fjárdráttar að fjárhæð 2.212.360,00. I. ákæra nam 1.035.000,00. II. ákæra skiptist í 677.360,00 og 500 þúsund krónur = 1.177.360. Ég var sýknaður af I. ákæru og II. 6. feb. og 17. maí 2001 í Héraðsdómi og Hæstarétti. Áfram stóð dómur vegna II2 sem ræddur var hér að framan og Jakob Möller breytti úr tveim í þrjá mán- uði. Komið er eitt og hálft ár frá því að þessi frétt var flutt á öldum ljós- vakans án leiðréttingar. Þá er þess að geta að um svipað leiti og sýknað var vegna ákæru II dró ákæruvaldið hana til baka þar sem komið var í ljós að tvíákært var samkvæmt henni. Hefði málatil- búnaðurinn ekki þurft að vera vand- aðri? Þá þykir mér hlýða að þessu gefna tilefni að taka fram að engar sann- anir liggja fyrir um sekt mína varð- andi ákæru II2, þrátt fyrir marga dóma. Eftir að hafa stuttlega rakið vinnubrögð þess endurskoðanda sem vann bókhaldið, segir Stefán Svavarsson endurskoðandi eftirfar- andi orð sem liggja fyrir í gögnum málsins. „Fyrir þessa sök þurfti endur- skoðandinn að gera leiðréttingar á upphafsstöðu bókhalds í byrjun árs 1995 þegar hann vann að uppgjöri í lok þess árs. Þær færslur leiddu til þess að viðskiptastaða Eggerts í árs- lok 1995 samkvæmt ársreikningi var sú að hann var skuldlaus við hrepp- inn. Þrátt fyrir það, er því haldið fram að skuld hans hafi verið 500 þús. og gerð „leiðréttingarfærsla“ í bókhaldi 1996 til þess að koma hon- um í þá skuldastöðu. Engin grein er gerð fyrir efnis- þáttum þessarar skuldar á ársbyrj- un 1996, hvorki fyrir Héraðsdómi né fyrir Hæstarétti, heldur virðist „leið- réttingarfærslan“ tekin gagnrýnis- laust og látin ráða niðurstöðu um skuldastöðu Eggerts. Það sætir furðu að engar sannanir eru færðar fyrir því að Eggert hafi skuldað um- rædda fjárhæð, en þrátt fyrir það er hann fundinn sekur um auðgunar- brot á báðum dómstigum.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins Eftir Eggert Haukdal „Nú get ég ekki orða bundist.“ Höfundur er fv. þingmaður. RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Handfrjáls búnaður Mikið úrval Vertu með báðar hendur á stýri w w w .d es ig n. is © 20 03 SETRI‹ útsala! Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550-4150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.