Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í BRÉFI til Morgunblaðsins hinn 19. janúar spyr Ingi Fjalar Magnússon nokkurra spurninga um rekstur lág- fargjaldafélagsins Iceland Express. Hann spyr um ábyrgð á því að hann fái þá flugþjónustu sem hann hefur borgað fyrir og hvað gerist ef flugvél seinkar eða ferð fellur niður. Um ábyrgð og skyldur gagnvart farþegum Iceland Express gilda ná- kvæmlega sömu reglur og hjá öðrum áætlunarflugfélögum. Breska flug- rekstrarfélagið Astraeus annast flug- ið og tekur á sig allar þær skyldur sem því fylgja. Líkt og hjá öðrum flugfélögum er séð fyrir farþegum ef til seinkunar kemur. Iceland Express leggur ennfremur áherslu á að halda farþegum vel upplýstum í slíkum til- fellum og er með eigin starfsmenn á þeim flugvöllum sem félagið flýgur til. Þar sem Astraeus rekur fimm Boeing 737 þotur, þá getur félagið brugðist við með skjótum hætti ef til bilunar kemur. Allar nánari upplýsingar um ábyrgð og skilmála Astraeus og Ice- land Express er að finna á vefsíðunni www.icelandexpress.is. Iceland Express hefur gert lang- tíma samning við Astraeus um flug- reksturinn og tryggt sér þjónustu fé- lagsins með fyrirframgreiðslum. Rekstrarhorfur Iceland Express eru afar góðar og undirtektir viðskipta- vina fyrstu vikuna sýna mikla eftir- spurn eftir þessum valkosti í milli- landaflugi. Ingi Fjalar segir áhyggjur sínar m.a. byggjast á fullyrðingum Vil- hjálms Bjarnasonar í Morgunblaðs- grein um að fjöldi flugfélaga og ferða- skrifstofa hafi á undanförnum árum ,,boðað fagnaðarerindi um lággjalda- ferðir til útlanda, en endað í gjald- þroti“. Þarna er fullyrt um of, því að- eins tveir aðilar hafa boðið lág fargjöld í millilandaflugi. Annar þeirra var Go, sem ekki varð gjald- þrota heldur hætti næturflugi og sá sér ekki fært að fljúga lengur til Ís- lands. Hinn aðilinn var Samvinnu- ferðir-Landsýn, sem stóð fyrir ,,Flug- frelsi“ í leiguflugi með júmbóþotum. Meðalfargjöld í þessu flugi voru mjög lág, sem aftur kallaði á háa sætanýt- ingu á þessum 470 sæta vélum. Þær áætlanir gengu ekki eftir, m.a. vegna þess að brottfarir voru aðeins einu sinni til tvisvar í viku. Iceland Ex- press flýgur hins vegar daglega, not- ast við afar hagkvæma flugvélar- stærð og byggir rekstraráætlanir á raunhæfum meðalfargjöldum og sætanýtingu. Samanburður í þessum efnum er því agljörlega óraunhæfur. ÓLAFUR HAUKSSON, talsmaður Iceland Express. Réttindi flugfarþega Frá Ólafi Haukssyni GRÍGORÍ Paskó situr í fangelsi dæmdur fyrir að ljóstra upp um losun rússneska flotans á kjarnorkuúr- gangi. Árið 1993 starf- aði Grígorí Paskó sem fréttamaður fyrir Orrustu- vaktina (Boyev- aya Vakhta), mál- gagn Kyrra- hafsflota Rúss- lands. Það ár tók hann upp kvik- mynd sem sýndi rússneskt herskip losa kjarnorkuúr- gang í Japanshaf. Sú mynd, sem hét ‘Sérlega hættulegt svæði’, var síðar sýnd á japanskri sjónvarpsstöð og í sjónvarpi í Rússlandi. Í þessari mynd og ýmsum greinum sem Grígorí Paskó skrifaði fyrir Orrustuvaktina sýndi Paskó fram á hættuna sem staf- aði af kjarnorkuúrgangi í rússneska flotanum. Úrganginum var hent í sjó- inn nærri borginni Vladívostok og ógnaði íbúum strandhéraða Rúss- lands, en einnig íbúum Japan og ann- arra þjóða í nágrenninu. Í nóvember 1997 var Paskó hand- tekinn af öryggislögreglu Rússlands og ákærður fyrir landráð og njósnir. Réttað var yfir honum í herdómstóli, sem dæmdi hann sekan um að hafa misnotað sér opinbera stöðu sína. Amnesty International lýsti yfir al- varlegum áhyggjum sínum vegna málsmeðferðarinnar. Paskó áfrýjaði máli sínu og það gerðu saksóknarar einnig. Árið 2001 hófust ný réttarhöld yfir Paskó, sem enn standa yfir. Enn á ný ákærðu saksóknarar hann fyrir land- ráð og njósnir, og í desember það ár var hann dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir þær sakir að láta erlendum fréttamanni í té upplýsingar sem sköðuðu bardagagetu Kyrrahafsflot- ans. Paskó afrýjaði þeim úrskurði, sem og ákæruvaldið. Grígorí Paskó situr nú í gæsluvarðhaldi, uns ákvörð- un hefur verið tekin um áfrýjun á máli hans. Það sem gerir mál Paskó eftirtekt- arverðara er að athæfi hans var í full- komnu samræmi við stjórnarskrár- ákvæði Rússnesku stjórnarskrár- innar, sem segir að: „Það brýtur í bága við stjórnarskrá Rússlands að leyna upplýsingum um ástand um- hverfisins, eða atburði og hamfarir sem stofna mannslífum í hættu...“ Þær upplýsingar, sem Paskó lét fjöl- miðlum í té varða einhverja alvarleg- ustu ógn við umhverfið, gáleysislega losun kjarnorkuúrgangs. Athæfi Paskó samræmdist því ekki aðeins fyllilega ákvæðum rússnesku stjórn- arskrárinnar. Segja má að hann hefði brotið gegn stjórnarskránni ef hann hefði ekki upplýst um þetta athæfi rússneska flotans. Þann 23. janúar næstkomandi verður tekin fyrir beiðni Paskó um lausn úr fangelsi, en síðasta desember hafði hann afplánað tvo þriðju af dómi sínum. Samkvæmt rússneskum lög- um eiga menn rétt á að losna úr fang- elsi að slíkum tíma loknum hafi hegð- un þeirra í fangelsi verið viðunandi. Ástæða er til að hvetja fólk til að leggja Grígorí Paskó lið. Hægt er að hjálpa honum með því að senda bréf til forseta Rússlands, en uppsetningu á slíku bréfi er að finna á heimasíðu Amnesty International. Vefslóðin er: http://web.amnesty.org /web/ content.nsf/pages/gbrpasko TORFI JÓNSSON, félagi í Íslandsdeild Amnesty International. Refsing án glæps Frá Torfa Jónssyni Torfi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.