Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 52
A SIAN Dub Foundation heimsótti Ísland á Reykjavík Music Festi- val árið 2000 og sama ár kom út platan Community Music, sem var lofuð mjög. Sveitin, eða öllu heldur hópurinn, er um margt sérstakur en rætur hans liggja í samtökum sem heita ein- mitt Community Music og eru í London. Tveir meðlima unnu þar sem kennarar en markmið samtakanna var að fá ungt fólk frá ólíkum áttum til að vinna saman að tónlist. Þetta var árið 1993 og í kjölfar námskeiðsins varð sveitin til og er platan nýja fjórða breið- skífa hópsins. Tónlist A.D.F. er kröftug samsuða ólíkra tónlistarstefna sem endurspegla viðhorf og speki stofnlima hennar; rokk, hipp-hopp, tæknó, pönk, ragga, döbb og indversk tónlist eins og bhangra og bollywood. A.D.F. er hörku tónleikaband og ofurpólitískt og kallar það sveitir eins og Public Enemy og The Disposable Heroes of Hiphoprisy fram í hug- ann. Þá eru meðlimir virkir í málefnum tengdum rasisma og eðlilega eru málefni tengd asísk- um innflytjendum í Bretlandi þeim ofarlega í huga. Brandari að vera asískur Þið verðið þéttari og öruggari með hverri plötu, virðist vera? „Já, það mætti segja það. Ég er ánægður að hún hljómi þannig.“ Þrátt fyrir allnokkra bið eftir þessari plötu þá hafið þið haft nóg að gera frá því að Comm- unity Music kom út? „Jú, mjög. Við erum búin að flækjast út um allan heim. Við fórum til Kúbu m.a. og spil- uðum þá undir myndinni La Haine í Barbic- an-höllinni í London árið 2001 í tengslum við verkefnið „Only Connect“.“ Hvernig myndir þú sjálfur lýsa nýju plöt- unni? Þið eruð með tvo gesti, Sinéad O’ Conn- or og Ed O’Brien (gítarleikara Radiohead). Eruð þið að sækja á einhver ný mið? „Já ... það eru þarna nokkrir hlutir sem við höfum ekki reynt okkur við áður. Það eru lög með sterkum kvenröddum og svo erum við að rannsaka bhangra-tónlistina svolítið. Þá er titillagið nokkuð hefðbundið dansklúbba-lag.“ Gætirðu upplýst lesendur Morgunblaðsins um ástand mála í Bretlandi, hvað asísk- ættaða íbúa landsins varðar? „Hlutirnir hafa breyst nokkuð. Asísk- ættað fólk er til muna sýnilegra í dag en það var. Þegar ég var að alast upp í enda áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda var það brandari að vera asískur – þetta var upp- spretta skrýtlna. Þannig er það ekki í dag. En ástæður rasismans eru enn til staðar – ójafn- ræði, fátækt og ranghugmyndir. Þá hefur 11. september sett strik í reikninginn, múslímar og litað fólk hefur orðið fyrir aðkasti í kjölfar- ið. Þannig að það mætti segja að við höfum farið tvö skref áfram og tvö skref aftur á bak.“ „Gott“ og „slæmt“ Það eru ekki margar sveitir að gera sömu hluti og þið. T.d. hvað pólitíkina varðar, þá virtist þetta vera hálfgerð tíska fyrir ca. tíu árum ... „Tíska er eitthvað sem við vitum ekkert um. Við höfum engan áhuga á slíku. Við vitum ekki hvað er „inni“ eða „úti“, við pælum hins vegar mikið í því hvað er „gott“ og „slæmt“.“ Værir þú til í að sjá fleiri hljómsveitir taka afstöðu eins og þið? „Já ... en á sama tíma gagnrýnum við ekki fólk fyrir að gera það ekki. Maður á að „skrifa“ um það sem manni er næst hverju sinni. Við erum að tala um hluti sem við erum að velta fyrir okkur frá degi til dags.“ Nú er mikið talað um eitthvað sem menn kalla „Asian underground“ í menningu og list- um í Bretlandi? „Að kalla þetta „Asian underground“ er töluverð einföldun og grefur undan marg- breytileikanum sem er að koma fram. En það er vissulega mikið að gerast núna hjá fólki sem er af asísku bergi brotið í Bretlandi, það er rétt.“ Hvað er svo fram undan hjá ykkur? „Við leggjumst í ferðalög. Það verður gott að komast út og komast í tengsl við ólíkt fólk og breiða út boðskapinn um leið.“ Pólitíski tónlistarhópurinn Asian Dub Foundation er upprunninn í Bretlandi og hefur vaxið að styrk með hverju ári og hverri plötu. Arnar Eggert Thor- oddsen ræðir við gítarleikarann Chandrasonic um Enemy of the Enemy, nýjasta verk hópsins. Asian Dub Foundation, 2003. Tvö skref áfram – tvö skref aftur á bak Ný plata frá Asian Dub Foundation Enemy of the Enemy kemur út 3. febrúar næstkomandi. arnart@mbl.is 52 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DV Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.  ÓHT Rás 2 Yfir 57.000 áhorfendur Sýnd kl. 8 og 10.05. H.K. DV GH. Vikan SK RadíóX SV. MBL GH. Kvimyndir.com Sýnd kl. 6.10. H.TH útv. Saga. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B i 14 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. ísl tal Kl. 6. Une Hirondelle a Fait Le Printem - Stúlkan frá París Kl. 8. La Répetition - Æfingin Kl. 10. Beau Travail- Gott Starf HL MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.15.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10. B.i. 16. Forsýnd kl. 8. ÁLFABAKKIÁLFABAKKI/ EFLAVÍK ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI / KEFLAVÍK / / / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 7, 9 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / / / Robert DeNiro, BillyCrystal og Lisa Kudrow (Friends) eru mætt aftur í frábæru framhaldi af hinni geysivinsælu gamanmynd AnalyzeThis. / / E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I KEFLAVÍK EIN allra athyglisverðasta popp- plata síðustu ára verður að teljast meistaraverk Portishead frá 1994, Dummy. Á henni vann sveitin með tónlistarstefnu sem kölluð hefur verið „trip-hop“ (Tricky, Massive Attack) á um margt nýstárlegan hátt, t.d. var tónlistin furðulega að- gengileg og rataði þannig um víðan völl, líkt og Björk Guðmundsdóttir hefur gert með sína tónlist. Vinnu- semi Portishead hefur hins vegar verið í öfugu hlutfalli við mikilfeng- leik hennar og næsta plata kom ekki út fyrr en 1997 og olli jafn- framt dálitlum vonbrigðum. Síðan hefur ekkert nýtt efni borist frá sveitinni, ef frá er talin hljóm- leikaplatan Roseland New York frá 1998. Það er því fagnaðarefni að söng- spíra sveitarinnar, Beth Gibbons, gaf út sólóplötu seint á síðasta ári og kallast hún Out of Season. Á henni vinnur hún með tónlistar- manninum Paul Webb, sem kallar sig Rustin Man en hann var áður meðlimur í framsæknu poppsveit- inni Talk Talk, sem á ekki síður glæsta tónlistarsögu að baki en Portishead. Gibbons og Webb hafa verið vinir lengi, allt síðan sú fyrrnefnda sótti um að fá að hjálpa Webb við verk- efnið ’O’rang, band sem hann stofn- aði eftir að Talk Talk sofnaði svefn- inum langa. Einnig kemur Adrian Utley, Portishead-vinur, að málum og meðlimir í tónleikaútgáfu Port- ishead, trymbillinn Clive Dreamer og píanóleikarinn John Baggott að- stoða einnig. Lee Harris og Simon Edwards, sem störfuðu með Talk Talk á sínum tíma, hjálpa líka til en sá er hljóðblandar er Phill Brown, en hann vann meðal annars að frá- bærum plötum Talk Talk, Spirit of Eden og Laughing Stock og hefur unnið með jafn ólíkum listamönn- um og Bob Marley, Dido, Bark Psychosis, Joan Armatrading, Captain Beefheart og Herbie Han- cock. Þá gaf hann út plötu sjálfur árið 1998, eignuð Allinson/Brown hvar hinn sjaldheyrði leiðtogi Talk Talk, Mark Hollis á m.a. innslag. Á Out of Season fellir Gibbons sérstaka rödd sína að lágstemmd- um, rómantískum og stundum myrkum stemmum og er útkoman á stundum ægifögur. Hér er farið frá tölvutöktum og trip-hoppi og dufl- að við lífrænni nótur, heyra má áhrif frá Nick Drake, Joni Mitchell, Nico, Billie Holiday og Nina Sim- one. Andrúmsloftið er hljótt og nakið þar sem dulmögnuð rödd Gibbons er í forgrunni. Þá er gaman að segja frá því að Beth okkar er um þessar mundir að vinna að nýrri Portishead plötu ásamt Geoff Barrow, fóstbróður sínum í þeim herbúðunum. Á öðrum stað Beth Gibbons, söngkona Portishead, gefur út sólóverk Beth Gibbons er á innhverfu nótunum á Out of Season.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.