Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMBÓTAÁÆTLANIR sem beinst hafa að því að bæta námsárangur nemenda grunnskólanna á Reykja- nesi hafa skilað árangri í stærðfræði en síður í íslensku. Meðaleinkunnir grunnskólanna á Suðurnesjum voru lægstar yfir land- ið í þremur samræmdum prófum og fjórum sem tekin voru í haust, að því er fram kom í skýrslu Námsmats- stofnunar sem sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær. Einkunnirnar voru áberandi lágar í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk og einnig var meðaleinkunn- in lægst á Suðurnesjum í stærðfræði í sjöunda bekk. Aftur á móti komu skólarnir á vel út í stærðfræði í 4. bekk, meðaltalið á Suðurnesjum var í því tilviki jafnt því sem best gerðist yfir landið. Þess ber að geta að árangurinn er ákaflega mismunandi milli skóla, jafnvel milli skóla innan sama bæj- arfélags eins og í Reykjanesbæ. Þannig eru meðaleinkunnir í sumum skólanna yfir landsmeðaltali í ein- stökum greinum en langt undir ann- ars staðar. Unnið að umbótum Árangur nemenda á Suðurnesjum hefur lengi verið í slakara lagi í þess- um greinum, þegar litið er á með- altalstölur. Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að á undanförnum árum hafi verið unnið að ýmsum verkefnum til að reyna að bæta námsárangur í þess- um greinum sérstaklega. Segir Ei- ríkur að árangur hafi náðst í stærð- fræðinni en síður í íslenskunni. Segist hann hvorki hafa skýringar á því né almennt á því hvers vegna meðaleinkunnir á Suðurnesjum séu lágar miðað við önnur svæði lands- ins. Eiríkur vekur athygli á að sérstök áhersla sé lögð á móðurmáls- og lestrarkennslu í leik- og grunnskól- um í starfsáætlun fræðslusviðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2003. Þar kemur fram að sérstök áhersla verð- ur lögð á móðurmálskennslu og efl- ingu málþroska leikskólabarna og í þeim tilgangi á að leggja hljóðkerf- isvitundarpróf og málþroskapróf fyr- ir öll leikskólabörn. Unnið verður að markvissri málörvun og örvun les- þroska í náinni samvinnu við for- eldra. Í umfjöllun um grunnskólana í starfsáætluninni kemur fram að móðurmálskennsla verður í brenni- depli í Reykjanesbæ á komandi ár- um. Sérstök rækt verður lögð við móðurmáls- og lestrarkennslu upp í gegnum allan grunnskólann og efl- ingu málþroska skólabarna. Ætlast er til að allir grunnskólar geri sér- staka áætlun um eflingu kennslu móðurmáls. Spennandi rannsóknarverkefni Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri Heiðarskóla í Keflavík, hefur heldur ekki einhlítar skýringar á námsár- angri á Suðurnesjum. Segir að það hljóti að vera spennandi rannsókn- arverkefni að fást við, til dæmis hver þáttur uppeldis og heimilanna sé og svo skólanna og kennslunnar. Hann nefnir að tiltölulega hátt hlutfall leið- beinenda við kennslu á Suðurnesjum geti haft áhrif en skýringanna sé þó örugglega að leita í mörgum sam- verkandi þáttum í umhverfi fólksins og menningu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa fjárfest verulega í húsnæði og búnaði grunnskólanna á undanförnum árum og víðast hvar eða alls staðar er ytri aðbúnaður með því sem best gerist. Eiríki og Gunnari ber saman um að það sé ekki nóg. Menn verði að setj- ast yfir þessar tölur og átta sig á því hvað gera þurfi til viðbótar. „Ég vona að þetta hafi þau áhrif að starfsfólk og nemendur skólanna bíti á jaxlinn og herði sig,“ segir Eiríkur. Gunnar bendir á að skólarnir í Reykjanesbæ séu að koma sér upp nokkurs konar vinaskólasambandi við grunnskóla í Reykjavík. Valdir hafi verið skólar sem hægt er að læra af og vonast hann til að slík samvinna geti orðið til að bæta árangur skól- anna. Meðaltal einkunna í samræmdum prófum lægst á Suðurnesjum Árangur hefur náðst í stærð- fræði en síður í íslensku Morgunblaðið/Þorkell Heiðarskóli er nýjasti skólinn í Reykjanesbæ og börnin virðast vera ánægð þar. Reykjanes VERKEFNIÐ Nýsköpun 2003, sem er samkeppni um viðskipta- áætlanir, heldur námskeið í Reykja- nesbæ í byrjun febrúar. Farið verð- ur yfir helstu atriði sem þarf að hyggja að við gerð viðskiptaáætl- unar. Verkefnið Nýsköpun 2003 var kynnt á fundi í Reykjanesbæ í gær. Fram kom að námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 4. febrúar í fundarhúsnæði Reykjanesbæjar í Kjarna, Hafnargötu 57, og stendur frá klukkan 17.15 til 20.30. Fyrirles- ari verður G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri samkeppninnar. Þátttakendur greiða 1.500 krónur fyrir kaffi og léttan málsverð í hléi en að öðru leyti er þátttaka ókeypis. Í fréttatilkynningu kemur fram að einfaldast er að skrá sig á heima- síðu verkefnisins sem er www.ny- skopun.is og fá skráðir þátttakend- ur sent leiðbeiningahefti og geisladisk með reiknilíkani og ýms- um fyrirlestrum sér að kostnaðar- lausu. Ekki krafist sérstakrar reynslu Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði sem þarf að hyggja að við gerð viðskiptaáætlunar. Ágúst fjallar um lausnina (viðskiptahug- myndina) og þörf fyrir hana, mark- aðsgreiningu og markaðssetningu og sölu. Lítið er farið yfir fjármálin enda fá allir þátttakendur ítarleg gögn og líkan til stuðnings við fjár- hagskafla viðskiptaáætlunar. Síðan er talsvert fjallað um undirbúning og verklag við gerð viðskiptaáætl- ana og að síðustu er fjallað lítillega um ferli fjármögnunar og fjárfesta- umhverfi. Fram kemur í fréttatilkynningu að þátttaka í námskeiðinu og raun- ar keppninni í heild kallar ekki á sérstaka reynslu eða menntun. Mestu skipti áhugi og trú á hug- myndir sínar. Þá eru fyrirtæki hvött til að taka þátt. Vaxandi nauð- syn sé á þekkingu í gerð viðskipta- áætlana innan fyrirtækja því fjár- málastofnanir geri nú orðið ríka kröfu um að fyrir liggi viðskipta- áætlun. Reykjanesbæjar styður framtak- ið og hvetur fólk og fyrirtæki til að huga að þessum möguleika. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, segir að ekki leiki vafi á því að óbeislaður kraftur sé á Suður- nesjum. „Ef okkur tekst að virkja hugmyndir fólks og setja þær í rétt mót sem er viðskiptaáætlun er það einn þátturinn í því að auka at- vinnumöguleika og fjölbreytni á svæðinu,“ segir Árni. Liður í Evrópukeppni Í samkeppninni eru veitt pen- ingaverðlaun fyrir bestu viðskipta- áætlanirnar sem berast í keppnina. Allir sem senda viðskiptaáætlun keppa jafnframt um að verða í hópi fjögurra aðila sem keppa fyrir Ís- lands hönd í sérstakri Evrópu- keppni hugmynda. Einnig geta keppendur sent stutta hugmynda- lýsingu og þannig freistað þess að komast fyrir Íslands hönd í Evr- ópukeppnina þótt ekki sé tími til að skrifa fullbúna viðskiptaáætlun. Að Nýsköpun 2003 standa Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins, KPMG, Háskólinn í Reykjavík, Morgunblaðið, Íslandsbanki og Byggðastofnun. Auk þess eru Sím- inn, Eimskip, Samherji og Nýherji stuðningsaðilar keppninnar. Skila- frestur viðskiptaáætlana og/eða hugmyndalýsinga er til 31. maí 2003. Nýsköpun 2003 heldur námskeið í Reykjanesbæ í gerð viðskiptaáætlana Mestu skiptir að hafa áhuga og trú á hugmyndum Ljósmynd/Víkurfréttir Nýsköpunarverkefnið kynnt. F.v. G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri, Hall- dór S. Magnússon, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, Una Steinsdóttir, úti- bússtjóri Íslandsbanka í Keflavík, og Árni Sigfússon bæjarstjóri. Reykjanes REYKJANESBÆR notar tæpan milljarð króna til framkvæmda á þessu ári. Kom það fram á opnum kynningarfundi Árna Sigfússonar bæjarstjóra með verktökum. Fundurinn var haldinn til að kynna verktökum á svæðinu hvaða framkvæmdir eru framundan hjá sveitarfélaginu. Hyggst Árni halda slíkan kynningarfund árlega og segir eðlilegt að gera það þegar búið er að samþykkja fjárhagsáætlun ársins. Á fundinum vakti bæjarstjóri máls á auknu atvinnuleysi á Suðurnesjum. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið að sveitarfélög geti hraðað framkvæmdum þegar svo standi á og það sé Reykjanesbær að gera nú. Til framkvæmda á árinu er áætlað að verja 998 milljónum króna og er stór hluti þeirra fjármuna tengdur framkvæmdum í Helguvík. Stærstu einstöku liðirnir eru sprengingar á klöpp á lóð fyrirhugaðrar stálröra- verksmiðju í Helguvík, 250 milljónir. Hluti grjótsins fer í sjóvarnir sem áætlað er að kosti 110 milljónir og grjótvörn í Njarðvík. Hluti framkvæmdanna í Helguvík er háður áformum IPT um byggingu stálröraverksmiðju þar. Unnt er að byrja á fyrsta áfanga sprenginganna því grjótið fer í grjótvarnargarð í Njarðvík sem er á hafnaáætlun. Stjórnendur fyrirtækisins hafa frest fram eftir maímánuði til að leggja fram tryggingar fyrir lóðar- framkvæmdunum en Árni segir að þeir stefni að því að ganga fyrr frá málinu. Fyrr en það hefur verið gert verður ekki byrjað á seinni áfanga sprenginganna. Árni átti viðræður við stjórnendur IPT um áramótin og segir hann að undirbúningur virðist ganga vel. Verja milljarði til fram- kvæmda Reykjanesbær HUNDAEIGENDUR hafa óskað eftir því við bæjarstjórn að fá afgirt hundasvæði í Reykjanesbæ, þar sem þeir geti hist og viðrað hundana. Fram kemur í erindi fulltrúa hundaeigendanna að þeir hafi farið með hundana á svæði milli Garðs og Keflavíkur en búið sé að loka því. Óskar fulltrúinn eftir því að fá afgirt svæði þar sem hægt yrði að sleppa hundunum. Tekið er fram að rusla- tunnur þurfi að vera á staðnum en hundaeigendur geti sjálfir smíðað þjálfunartæki. Settar eru fram hug- myndir um ákveðin svæði í Njarðvík. Bæjarráð Reykjanesbæjar fól bæjarstjóra að ræða við hundaeig- endur um málið. Óska eftir hunda- svæði Reykjanesbær VSÓ ráðgjöf ehf. átti lægsta tilboð í eftirlit með fyrsta áfanga tvöföldun- ar Reykjanesbrautar. Bauðst fyrir- tækið til að vinna verkið fyrir 15,5 milljónir kr. sem er tæp 85% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Næst lægsta tilboðið kom frá Línuhönnun hf., 16,6 milljónir kr. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs. Þau tvö fyrir- tæki sem áttu lægstu tilboðin voru jafnframt með hæstu einkunn í hæfnismatinu, eða 44 stig. Lægstu til- boð í eftirlit Reykjanesbraut ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.