Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 11 BJÖRN Guðmunds- son, fyrrverandi flug- stjóri hjá Flugleiðum og formaður Félags ís- lenskra atvinnuflug- manna um árabil, lést á Landspítalanum 19. janúar síðastliðinn. Björn fæddist í Grjót- nesi í Presthólahreppi í N-Þingeyjarsýslu hinn 16. júní 1926. Foreldrar hans voru Þórey Böðv- arsdóttir húsmóðir og Guðmundur Björnsson, bóndi og skjalavörður. Björn lauk gagnfræða- prófi frá MA árið 1945 og flugmanns- prófi til almenns flugs auk loftsigl- inga frá Air Service Training í Englandi árið 1948. Ári seinna varð hann flugmaður og síð- ar flugstjóri hjá Flug- félagi Íslands, síðar Flugleiðum. Á starfs- ferli sínum vann hann að félagsmálastörfum fyrir Félag íslenskra atvinnuflugmanna og var formaður félagsins á árunum 1971 til 1974 og 1975 til 1979. Eftir að flugmannsferli Björns lauk árið 1989 hóf hann störf á skrif- stofu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og vann þar til dauðadags. Björn lætur eftir sig eiginkonu, Þor- björgu Guðmundsdóttur, og þrjú uppkomin börn, barnabörn og barnabarnabarn. Andlát BJÖRN GUÐMUNDSSON FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi ekki sett fram neina fyrirvara í til- boði sínu í Kárahnjúkavirkjun, en sumir andstæðingar virkjunar- framkvæmda hafa haldið því fram. Friðrik segir að í tilboðinu séu gefnar ákveðnar forsendur, t.d. um að ákveðinn hluti mannskaps sem kemur að verkinu sé íslenskur og ákveðinn hluti komi annars staðar að. Einnig sé þar að finna verklýs- ingu á því hvernig þeir hyggjast vinna verkið. Hann vill ekki ræða nánar einstaka þætti samningavið- ræðnanna enda geti það spillt fyrir þeim á þessu stigi. Skipst á fyrirspurnum Sem kunnugt er hljóðaði tilboð Impregilo í stíflu og aðrennslis- göng við Kárahnjúka upp á 44 milljarða króna. Tilboðið var sex milljörðum undir kostnaðaráætlun. Friðrik segir að hvorugur aðili hafi sett fram neinar kröfur, farið hafi verið yfir einstaka þætti til- boðsins og skipst á fyrispurnum um hvaða áhrif það hafi á tilboðið ef menn vilji breyta einstökum þáttum þess til hækkunar eða lækkunar. „Við höfum verið að óska eftir svörum við ákveðnum atriðum og þeir hafa líka lagt fram hugmyndir og spurt okkur og svona gengur þetta fram og til baka,“ segir Frið- rik. Friðrik segist ekki eiga von á að viðræðum við ítalska fyrirtækið ljúki fyrr en eftir mánaðamót. Mál- ið sé flókið og mikil vinna að fara yfir alla þætti þess. Viðræður Impregilo og Landsvirkjunar Hvorugur setur fram neinar kröfur NORSKIR útgerðarmenn hafa reif- að samskiptin við Ísland innan sinna raða í tengslum við hugsanlegar að- ildarviðræður við ESB, segir Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna. „Samvinna Íslands og Noregs er eðlileg ef báðar þjóðirnar ætla sér að sækja um aðild að Evrópusamband- inu,“ sagði Maråk í norska ríkisút- varpinu (NRK) í gær en tók jafn- framt fram að hugmyndir Norsku utanríkismálastofnunarinnar (NUPI) um svæðisbundna fiskveiði- stjórnun Noregs og Íslands á Norð- austur-Atlantshafi væru alveg nýr vinkill í málinu. Í frétt ríkisútvarpsins norska seg- ir að hugmyndir NUPI um sameig- inlega fiskveiðistjórnun Íslands og Noregs hafi komið norskum útgerð- armönnum nokkuð í opna skjöldu en samtökin séu einmitt að vinna að því þessa dagana að móta stefnu sína vegna hugsanlegrar aðildar að ESB. Samskiptin oft verið stirð Maråk segist að vísu vera jákvæð- ur gagnvart því að menn setji fram nýjar og óhefðbundnar hugmyndir á þessu sviði en engu að síður sé nauð- synlegt að þær dragi dám af þeim raunveruleika sem blasi við. „Miðað við það sem ég þekki til þeirra sem sitja í rannsóknarhópnum efast ég um að þeir hafi til að bera nógu góða þekkingu í málefnum sjávarútvegs- ins. Og ég hugsa að í Háskólanum á Íslandi þekki menn betur til málefna sjávarútvegsins en hjá NUPI hér í Noregi.“ Þá minnir Maråk á að sam- skipti Íslendinga og Norðmanna á sjávarútvegssviðinu hafi ekki alltaf verið slétt og felld; þá gangi fisk- veiðistefna Íslendinga meira eða minna þvert á þá stefnu sem bæði Noregur og ESB hafi lagt sig eftir. Grundvöllur fyrir samvinnu land- anna sé heldur ekki mjög góður þeg- ar horft sé til afstöðu Íslands í Smugudeilunni, um veiðar við Sval- barða, í Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndinni og á fleiri sviðum. Samstarf eðlilegt ef báð- ar þjóðir sækja um aðild Sameiginlega fiskveiðistjórnun í Norðaustur- Atlantshafi til skoðunar GAGNRÝNI Lyfjastofnunar á starfsaðferðir lyfjafræðinga í apótekum, sem kemur fram í bréfi sem stofnunin sendi frá sér, á engan veginn rétt á sér, segir Sigríður Pálína Arnardóttir, formaður Lyfjafræðingafélagsins og starfandi lyfjafræðing- ur í apóteki. Í bréfinu segir að ekki geti talist fagleg vinnu- brögð er apótekari bendi sjúklingi á að hann þurfi að greiða minna fyrir lyfjaglasið ávísi læknir stærri skammti af lyfinu. Ef læknir ávísar stærri skammti og sjaldnar greiðir sjúklingur minna fyr- ir lyfið en ef lyfseðill er gefinn út oftar og til skemmri tíma í hvert sinn. Munurinn getur numið nokkur þúsund krónum. Sigríður Pálína segir mjög algengt að fólk sem komi með lyfseðla inn í apótek hafi ekki hugmynd um hvaða reglur gilda um lyfjaverð, þ.e. eftir því hvort um sé að ræða 30 daga skammt eða 100 daga skammt. Mikill verðmunur Lyfjaverð er almennt reiknað þannig að sjúk- lingur greiðir fasta upphæð af lyfjaskammti, sama hvort hann sé til 30 daga eða 100 daga, t.d. 1.700 krónur og síðan hlutfall af þeirri fjárhæð sem um- fram er. Þá er einnig oftast þak á því gjaldi sem sjúklingur greiðir fyrir lyf og ef reiknað verð fer upp fyrir það, greiðir Tryggingastofnun ríkisins þá upphæð auk hlutfallsins á móti sjúklingi. Sem dæmi má nefna greiðir sjúklingur 2.693 krónur fyrir einn stauk af nefúðanum Nasonex sé ávísað 30 daga skammti en ávísi læknir 100 daga skammti, eða þremur staukum, greiðir sjúkling- urinn einungis 1.650 krónur fyrir staukinn. Mun- urinn á verði stauksins er því 1.043 krónur. Sigríður Pálína segir það oft koma fyrir að apó- tekari hringi í lækni til að athuga hvort breyta megi lyfseðli sem honum þykir óeðlilegur. „Lyfjaafgreiðsla getur verið mjög náin sam- skipti milli læknis, lyfjafræðings og sjúklings. Góð samvinna milli stétta getur stuðlað að lækkun lyfjakostnaðar,“ segir Sigríður Pálína. Þá segir hún það koma fyrir að lyfjafræðingur taki eftir því að sjúklingur komi í hverjum mánuði með sams konar lyfseðil, mánuð eftir mánuð. Lyfjafræðingur segi gjarnan slíkum sjúklingi frá því að hann gæti átt rétt á því að læknir ávísaði skammti til 100 daga í stað 30 og að það myndi spara sjúklingi bæði fyrirhöfn og kostnað. Þá komi það einnig fyrir að lyfjafræðingur fari fram á það við lækni að afgreiddur sé stærri skammtur af lyf- inu en segir á lyfseðli. Þá sé lækni stundum bent á, í þeim tilvikum þar sem ekki er heimild fyrir lög- um að skrifa stærri en 30 daga skammt, að sjúk- lingur gæti átt rétt á lyfjaskírteini. Þetta eigi t.d. við sum magalyf en lyfjaskírteini veitir sjúklingi undanþágu frá reglum og því megi ávísa á lyfið 100 daga skammti. Í bréfi Lyfjastofnunar segir að kvartanir hafi borist frá læknum um afskipti starfsfólks lyfja- búða af lyfjameðferð sjúklinga. Sigríður Pálína segist aldrei hafa heyrt um að læknir hafi brugðist illa við símhringingu frá lyfjafræðingi þar sem spurt er hvort breyta megi lyfseðli. Hún segir þátt lyfjafræðings í lyfjameðferð sjúklings mikilvægan þar sem hann hafi að loknu fimm ára háskólanámi öðlast sérþekkingu á lyfjum og verkun þeirra. Sigríður Pálína segir lyfjafræðinga aðgengi- legri sjúklingum en lækna og eðlilegt sé að apó- tekarar veiti upplýsingar um verð á lyfjum. Regl- ur um greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði séu flóknar og því eigi fólk erfitt með að átta sig á þeim. „Lyfjafræðingar eru vel í stakk búnir til að veita þessar upplýsingar til viðskiptavina og lækna,“ segir Sigríður Pálína. Formaður Lyfjafræðingafélagsins segir stærð lyfjaávísana skipta miklu máli Vísa á bug gagnrýni um leiðbeiningar um lyfjaverð sig á Tjörninni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá. Er hann öðrum iðkendum vetrar- íþrótta góð fyrirmynd, með hjálm á höfðinu, því ís- inn er harður ef maður dettur eða rekst á skauta- hlaupara í ærslunum. KULDINN, sem hefur hrjáð landsmenn síðustu daga, hefur sínar jákvæðu hliðar. Tjörnina í Reykjavík hefur til dæmis lagt og geta ungir sem aldnir nú brugðið þar á leik, farið á skauta eða látið draga sig á sleða. Þessi ungi sleðamaður virtist kunna vel við Morgunblaðið/Kristinn Brugðið á leik á Tjörninni RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra, að verja einni milljón króna til svokall- aðs V-dags (Vinnings-dagsins). V-dagurinn var haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 14. febr- úar í fyrra og þann dag voru formlega stofnuð samtök sem hafa það að markmiði að vinna gegn ofbeldi á konum á Ís- landi. Hinn 14. febrúar nk. verður V-dagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn hér á landi. V-dagurinn hefur nú verið haldinn víða um heim en að honum standa alþjóðleg sam- tök sem kennd eru við hann og stofnuð voru í Bandaríkj- unum 1998. Markmiðið með hinum ís- lenska V-degi er það sama og á hinum alþjóðlegu V-dögum, að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisofbeldi gegn kon- um og breyta hugarfari fólks varðandi nauðganir. Milljón til V- dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.