Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 53
SINGAPORE Sling og Ensími munu leggja land undir fót í marsmánuði næstkomandi og stefna vestur um haf. Hljóm- sveitirnar hafa þegið boð um að spila á tónlistarhá- tíðinni SXSW – South by Southwest sem haldin er árlega í Austin, Texas. SXSW er með stærstu tónlistarhátíðum sem haldnar eru í Bandaríkj- unum en þar spila árlega nokkur hundruð hljóm- sveita sem koma víða að. SXSW snýst þó ekki bara um tónleika heldur er þetta einnig ráðstefna sem snýr að tónlistariðn- aðinum í heild sinni auk þess sem haldin er kvik- myndahátíð þar sem óháðum kvik- myndum er gert hátt undir höfði. Þess má geta að erlendir útgefendur og fjölmiðlar hafa sýnt þessum tveimur sveitum mikinn áhuga í kjölfar útgáfu á nýjum plötum þeirra síðastliðið haust og vel heppnaðra tónleika þeirra á Air- waves-tónlistarhátíðinni. Singapore Sling og Ensími hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi á síðustu misserum. Báðar sveitirn- ar gáfu út plötur á síðasta ári sem fengu fantagóða dóma og viðtökur. Það kom því fáum á óvart að sjá The Curse of Singapore Sling og Ensími á mörgum listum fjölmiðla yfir bestu plötur ársins 2002. Einnig er þess vert að geta að hljómsveitirnar eru báðar tilnefndar til Íslensku tónlist- arverðlaunanna í tveimur flokkum: Singapore Sling sem Bjartasta von- in og fyrir myndbandið við lagið „Listen“. Ensími sem Flytjandi árs- ins og fyrir myndbandið við „Bright- er“. Einnig hlutu hljómsveitirnar nokkrar tilnefningar til Tónlistar- verðlauna Radíó X og Undirtóna. Margar stórstjörnur hafa heiðrað South by Southwest með nærveru sinni, m.a. Beck, David Byrne, Johnny Cash, Philip Glass, The Strokes, Sonic Youth, Moby, Jurass- ic 5, Flaming Lips, Tom Waits og Neil Young. Skemmtileg hátíð Jón Örn Arnarson, trymbill Ens- ími, fór á þessa hátíð með Jet Black Joe á sínum tíma og ber henni vel söguna. „Við fórum þarna ’93 eða ’94. Ég er ekki alveg viss á árinu, einhverjar rokkskemmdir eru farnar að gera vart við sig (hlær).“ Jón, eða Jonni, segir hátíðina vera mjög blandaða, þarna sé alls kyns tónlist og bærinn sé undirlagður af henni á meðan hún fari fram. „Við sáum þarna mikið af djassi og blús t.d. Síðan rákumst við á Iggy Pop úti á götu og einhverjar fertug- ar, berbrjósta konur voru að troða upp! Þetta er mjög skemmtileg há- tíð, hiklaust sú skemmtilegasta sem ég hef farið á.“ Meðfram tónleikum eru haldnar ráðstefnur og fyrirlestrar fluttir. Allar hliðar „bransans“ eru settar í eina hrærivél ef svo má að orði kom- ast. En hvaða ávinningur getur ver- ið af svona ferðum? „Það geta alltaf einhver tækifæri rekið á fjörurnar en þetta er óskap- lega mikið happdrætti,“ segir Jón. „Það er bransalið að bardúsa eitt- hvað þarna, einhverjir karlar að skoða málin og leita að einhverju sniðugu.“ Jón segir þá ekki fara út neitt sér- staklega undirbúna, nema þá tónlist- arlega. „Vonandi verður þetta upphafið að frekari útrás Ensími í ár. Það hefur staðið til dálítið lengi að fara á flakk.“ En er Jón nokkuð orðinn leiður á bransanum en hann hefur verið við- loðandi hann í meira en áratug? „Já, algerlega. Ég er búinn að fá algert ógeð á þessu. Ég væri alveg til í að fara að vinna í pulsuvagni,“ segir hann. Er hann þá að fara að hætta þessu? „Nei,“ svarar hann ákveðinn. „Ég get ekki farið að bregðast félögun- um. Auk þess er skemmtilegt að fara í utanlandsferðir (hlær).“ Ensími og Singapore Sling í víking Á tónlistar- hátíð í Texas Morgunblaðið/Árni Torfason Hrafn Thorodd- sen, söngvari og gítarleikari í Ensími, á sviði. 19 vikur á lista með 57 þúsund gesti og svo heimildarmyndin Hlemmur, sem situr í 16. sætinu. Önnur ný kvikmynd er á listanum, grínmyndin Juwanna Mann, sem fjallar um óstýrilátan körfuboltakappa, sem ákveður að leika konu, til að geta haldið áfram að spila. Harry Potter og leyniklefinn og Die Another Day eru báðar enn inni á topp tíu. Harry er í 10. sætinu og EMINEM er vanur því að vera á toppnum, hann átti vinsælustu plötu síðasta árs í Bandaríkjunum og mynd hans 8 Mile og tónlistin úr myndinni hafa notið vinsælda. Ekki ætti því að koma á óvart að þessi rapparaharðjaxl sitji á toppnum á ís- lenska bíólistanum eftir helgina. Enda þurfti ekkert minna til en eina stærstu stjörnuna í tónlistarheim- inum til að rúlla Hringadróttinssögu úr toppsætinu, þar sem hún hefur setið síðustu þrjár vikur. 8 Mile, sem byggð er að hluta til á ævi Eminems, fór beint í efsta sætið, sína fyrstu viku á lista. Eminem leik- ur Jimmy Smith, sem býr í fátæku hverfi Detroit, þar sem meirihluti íbúa er svartur. Kanínan, eins og Jimmy er kallaður af fjölskyldu og vinum, lætur engu að síður að sér kveða í rappklíkum bæjarins. Jimmy er reiður, ungur maður, sem þarf að kljást við eigin takmark- anir og umhverfisins til að geta tekið skrefið útfyrir mílurnar átta. Tveggja turna tal fer þó ekki neð- ar en í annað sætið, en hvorki fleiri né færri en 80 þúsund manns hafa nú séð hana á 24 dögum, sem er enn eitt aðsóknarmetið sem myndin slær. Stella í framboði stendur í stað í þriðja sæti listans en 24 þúsund manns hafa séð hana fram að þessu. Hinar tvær íslensku myndirnar á lista eru Hafið, sem er í 11. sæti eftir James Bond í því sjöunda. Einnig er vert að geta frönsku kvikmyndarinnar Sex is Comedy, sem er í 13. sæti listans. Myndin hef- ur greinilega vakið lukku en hún er sýnd á franskri kvikmyndahátíð All- iance Francaise, Film-Undurs og Góðra stunda, sem stendur yfir til 27. janúar í Háskólabíói. Hátíðin hefur fengið góðar viðtökur, mun betri en franska kvikmyndahátíðin sem haldin var í fyrra að sögn Christof Wehmeier frá Film-Undri. Því vill hann þakka góðri kynningu en þó fyrst og fremst betri myndum og fjölbreyttari. Eminem og Mekhi Phifer í hlut- verkum sínum sem vinirnir Rabbit og Future í 8 Mile. Eminem máttugri en Hringurinn                             !"!  #  $  %   & '   ' (   #  )$   *+ '  $    ,      !  -#                        !     "!# # $   %  & ' (   $     '!! $   ) !  &$                . / 0  * 1 2 3 4 5 .+  .0 .. ./ .1 .3 .* $ . 0 0 * . * 4 0 / 5 .5 1 . *. * 1 1 0 1                           ! $6789  78 :9 ;68789 78 ,$  $6789  6789 < 9    9 78 ,9 =   78 ,$ 9 ;68789 %   >9 ?>& $  6789 <   78 :9 $9 ,$   78 :9 $9 ,$ 9   7  6789 < 9 78 ,9  >& $9 =  9 ) 7  78 :9 $9 ,$ 9   79 ;6878  78 :9 $9 ,$ 9   79 ,   78 :9 $9 ,$ 9   79 ;6878 ;6878  78 :9 ?>& $ ;6878  78 :9 ) 7 ;6878 ;6878  678 ;6878 78 ,$  Sýnd kl. 5 Ísl. tal./ Sýnd kl. 6 enskt tal. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 8 og 10. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 og 10.15. B. I. 16. / / / Kl. 3.45 ísl. tal. / Kl. 4 og 5 ísl. tal. / Kl. l. 2 ísl. tal. / Kl. l. 2 og 4. ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5, 7, 8 og 9. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Kvikmyndir.isHL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I  ÓHT Rás 2  1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B. i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kos- tum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL Kvikmyndir.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.