Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 13
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
8
3
0
4
/ sia
.is
HOL&LARA
Ef þú ert að spá í línurnar getur þú notið þess að smyrja með fitulitlu viðbiti
sem bragðast líkt og smjör. Létt og laggott – þyngdarlausa viðbitið.
Dóminíska lýðveldið
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til
Dóminíska lýðveldisins, eins fegursta staðar í Karíbahafinu, á
hreint ótrúlegum kjörum. Beint flug Heimsferða þann 16.
febrúar á þennan fagra stað þar sem þú nýtur lífsins í heila viku
í besta loftslagi í heimi. Á meðan á dvölinni stendur getur þú
valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða.
Þú getur valið um flugsæti eingöngu, stökktu tilboð, þar sem
þú færð að vita gististaðinn 4 dögum fyrir brottför eða valið um
okkar vinsælustu hótel, Capella
Beach eða Colonia.
Verð kr. 59.950
Flugsæti með sköttum fyrir fullorðinn.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 79.950
Stökktu tilboð með sköttum, m.v. 2 í
herbergi. Þú færð að vita gististaðinn
4 dögum fyrir brottför.
Verð kr. 99.950
Barecelo Colonia, 4 stjörnur, með
morgunverði. Flug, gisting, skattar.
Þú kemst í
Karíba-
hafið
16. febrúar
frá kr. 59.950
Aðeins 31 sæti í boði
VERÐ fiskaflans í heild í viðskiptum
innan lands hefur hækkað um 58,5%
frá janúar 1997 til nóvember 2002,
samanborið við 25,4% hækkun vísi-
tölu neysluverðs. Á sama tíma hefur
botnfiskafli í heild hækkað um 68,7%
í verði, loðna um 15,6% og síld um
18,3%. Þessi hækkun þýðir í raun að
tekjur útgerðar og sjómanna hafa
hækkað um hið sama, en þá er ekki
tekið tillit til hækkana á útgerðar-
kostnaði.
Árstíðarsveifla einkennir verðvísi-
tölur fiskaflans, verðið er hæst um
hver áramót og lækkar síðan fram að
miðju ári. Miklar sveiflur hafa verið
á verði loðnu og síldar; verðið var
nokkuð hátt á árunum 1997 og 1998
en féll í ársbyrjun 1999. Í upphafi árs
2001 fór verðið aftur að hækka og
hækkaði mjög mikið fram til miðs
árs 2002 en hefur lækkað síðan.
Það er Hagstofa Íslands, sem birt-
ir vísitölurnar, en þær eru sýndar
eftir mánuðum og frá ársbyrjun
1997. Þær eru tvískiptar, annars
vegar er sýnd verðvísitala þess afla,
sem seldur er samkvæmt beinum
samningum útgerðar og sjómanna
við fiskverkun, og hins vegar verð-
vísitölur þess afla sem seldur er á
fiskmörkuðum. Verðvísitölur eru
sýndar fyrir heildarafla á fiskmark-
aði og í beinum samningum, fyrir
botnfisk á fiskmarkaði og í beinum
samningum, og fyrir loðnu og síld en
báðar þessar fisktegundir eru ein-
göngu seldar í beinum samningum.
Verðvísitölur þessar eru fengnar
úr gögnum Verðlagsstofu skipta-
verðs sem vinnur þær úr gögnum
Fiskistofu. Þessi skýrslugerð hófst í
ársbyrjun 1997 og er verðvísitalan
miðuð við þann upphafspunkt.
Magngrunni verðvísitölunnar er
breytt árlega og alla jafnan notað
magn næsta árs á undan. Í grunni
verðvísitölunnar er magn allra fisk-
tegunda ársins á undan í fiskverkun
annars vegar og á fiskmörkuðum
hins vegar.
Fiskverð hækkar mikið
!!
EFNT verður til ráðstefnu á Akur-
eyri föstudaginn 24. janúar næst-
komandi þar sem gerð verður grein
fyrir stefnumótunarvinnu vegna
framtíðar þorskeldis á Íslandi. Fyr-
ir réttu ári var haldinn umræðu-
fundur á Akureyri um þorskeldi og
sýndi aðsókn hversu mikill áhugi er
á greininni hér á landi.
Einnig var efnt til samstarfsverk-
efnis sjávarútvegsráðuneytisins,
sjávarútvegsdeildar Háskólans á
Akureyri, Hafrannsóknastofnunar-
innar og sjávarútvegsfyrirtækja í
þeim tilgangi að leggja mat á sam-
keppnishæfni þorskeldis á Íslandi
og benda á leiðir sem eru vænlegar
til árangurs. Starfsmaður verkefn-
isins Þorskeldi á Íslandi – stefnu-
mótun og upplýsingabanki, er
Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávar-
útvegsfræðingur, og á ráðstefnunni
á Akureyri munu hann og Guð-
brandur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Brims og formaður verkefn-
isstjórnarinnar, kynna stöðu
verkefnisins og þá framtíð sem
þorskeldi er talið eiga hér á landi.
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, mun flytja ávarp við upp-
haf ráðstefnunnar á Akureyri. Eins
og áður segir verða framsögumenn
þeir Valdimar Ingi Gunnarsson og
Guðbrandur Sigurðsson en að auki
verður Norðmaðurinn Jørgen
Borthen sérstakur gestur ráðstefn-
unnar. Borthen er framkvæmda-
stjóri átaksverkefnis í norsku
þorskeldi og mun hann gera grein
fyrir stöðu greinarinnar í Noregi og
þeim árangri sem þegar hefur náðst
þar í landi. Ráðstefnan er opin öllu
áhugafólki um þorskeldi. Hún verð-
ur haldin í matsal Útgerðarfélags
Akureyringa hf. og hefst kl. 13. Að
loknum framsögum verða almennar
umræður og fyrirspurnir en ráð-
gerð ráðstefnulok eru kl. 16.20.
Þorskeldisdagurinn á Akureyri
Kynning á stefnu-
mótun í þorskeldi
á Íslandi