Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAMENN við St. Vincent’s- spítalann í Sydney í Ástralíu skýrðu frá því í gær að þeir hefðu notað stofnfrumur úr mús og manni til að lagfæra skaddaðar heilafrumur í mús með heila- og mænusigg, öðru nafni MS-sjúkdóm. „Enn eru nokk- ur ár í að hægt verði að lækna fólk með þessum hætti en sú staðreynd að við gátum notað stofnfrumur úr fullvöxnum einstaklingum er afar mikilvæg með tilliti til þróunar á raunhæfri lækningu á ýmsum heila- sjúkdómum,“ sagði forstöðumaður taugalækningadeildar spítalans, Bruce Brew. MS-sjúkdómurinn er ólæknandi sjúkdómur sem ágerist með aldrin- um, hann hefur áhrif á taugakerfið og getur gert fólk farlama. Heili sjúklingsins glatar æ fleiri frumum er nefnast oligodenrocyte en þær eiga þátt í að skapa veikan raf- straum í taugaendunum. Stofnfrumur eru frumur sem geta tekið að sér mörg mismunandi hlut- verk í líkamanum og sérhæft sig. Vísindamenn telja að þær verði ein- hvern tíma notaðar til að gera við skemmd líffæri og vinna bug á ólæknandi sjúkdómum eins og sum- um tegundum krabbameins, sykur- sýki og Parkinsonsveiki. Ástralarnir tóku stofnfrumur úr beinmerg heil- brigðrar músar og manns og dældu þeim í heila sjúku músarinnar. Koma í stað sýktra vefja Ekki hefur fyrr tekist að fá stofn- frumur úr fullvöxnum einstaklingi til að koma í stað skaddaðra heila- frumna. Brew sagði að með tíman- um myndu læknar ef til vill geta ein- angrað stofnfrumur úr beinmerg sjúklinganna, lagað þær að verkefn- inu og dælt þeim aftur í sjúklinginn með það í huga að þær leiti uppi sýkta og ónýta vefi sem ætlunin væri að lækna. Fréttavefur BBC skýrði einnig frá því í gær að hópur vísindamanna við bandaríska alríkisstofnun er fæst við taugasjúkdóma og hjarta- áföll hefði rannsakað sýni úr látnum konum sem fengið hefðu græddan í sig beinmerg úr körlum. Hefði kom- ið í ljós að óþroskaðar frumur úr mergnum gætu farið alla leið inn í heilann og orðið þar fullburða heila- frumur er störfuðu eðlilega. Notuð var sú aðferð að leita í sýnunum að heilafrumum með svonefndan Y-litning. Hann er aðeins í erfðaefni karla og frumurnar með honum hljóta því að vera úr beinmergsgjaf- anum en ekki konunni. Áður hafa verið gerðar dýratil- raunir sem sýndu fram á að stofn- frumur úr beinmerg gátu borist með blóðinu og umbreyst í ýmiss konar frumur. En þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á að hið sama geti átt við um menn. Frumurnar með Y-litningum voru margar og í klösum. Það er sagt benda til þess að þær hafi hald- ið áfram að skipta sér eftir að þær voru búnar að umbreytast úr stofn- frumum í heilafrumur. Telja vís- indamennirnir niðurstöðurnar geta orðið hvatningu að nýjum úrræðum gegn heilasjúkdómum á borð við Alzheimersveiki og Parkinsonsveiki. Deilan um fósturvísa Flestir vísindamenn telja að nota verði stofnfrumur úr fóstrum, úr fósturvísum sem verða „afgangs“ við glasafrjóvgun eða nota stofn- frumur úr naflastreng ef menn ætli sér að nota frumurnar til lækninga. Skiptir þetta miklu vegna deilunnar um það hvort heimila beri að frumur úr fósturvísum séu notaðar í lækn- ingaskyni. Stjórnandi rannsókn- anna vestra, Eva Mezey, bendir á að kosturinn við að nota stofnfrumur úr sjúklingnum sjálfum sé m.a. að nóg sé af þeim. Einn hugsanlegur galli á aðferðinni sé að með því að dæla nýj- um frumum inn í heilann geti hættu- legar veirur borist í hann. Verður hægt að lagfæra ónýtar heilafrumur? Nýjar rannsóknir benda til að stofnfrumur úr fullvöxnum beinmergsgjafa geti orðið nothæfar til lækninga á heilasjúkdómum Sydney. AFP. Ástralskir vísindamenn hafa not- að stofnfrumur til lækninga á mús með MS-sjúkdóm. SMÆRRI ríki Evrópusambandsins (ESB) hafa lýst yfir andstöðu við fransk-þýzkar tillögur um að æðsta forysta sambandsins verði í framtíð- inni í höndum tveggja forseta, kjör- inna til tveggja og hálfs eða fimm ára, annars vegar fyrir ráðherra- ráðinu og hins vegar fyrir fram- kvæmdastjórninni. Stóru ESB-ríkin hafa aftur á móti lýst stuðningi við þessar hugmyndir. Mjög hefur skipzt í tvö horn hvað varðar afstöðu aðildarríkjanna til þýzk-frönsku tillagnanna, sem kynntar voru eftir samráðsfund Ger- hards Schröders Þýzkalandskanzl- ara og Jacques Chiracs Frakklands- forseta í síðustu viku. „Það sem Evrópu vantar alveg örugglega ekki um þessar mundir er nýr forseti,“ sagði Gijs de Vries, hol- lenzkur fulltrúi á Ráðstefnunni um framtíð Evrópu, e.k. stjórnlagaþingi ESB sem er að endurskoða grund- vallarlög sambandsins og á að ljúka fyrir mitt næsta sumar uppkasti að e.k. stjórnarskrá ESB, þar sem kveðið verður á um framtíðarstjórn- skipun þess. „Þetta myndi hafa nei- kvæð áhrif á jafnvægið milli stofnana sambandsins,“ sagði Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu. En fulltrúar Bretlands og Spánar hafa fagnað þýzk-frönsku tillögun- um, enda stuðningsmenn hugmynd- arinnar um embætti ESB-forseta, með það í huga að slíkt myndi auka áhrif ríkisstjórna aðildarríkjanna í stjórnskipulagi sambandsins. Minni aðildarríkin óttast hins veg- ar að valdamikið embætti forseta ráðherraráðsins, sem skv. tillögun- um á að koma í stað þess að aðild- arríkin skiptist á um formennskuna á hálfs árs fresti, myndi reynast verða stóru ríkjunum nýtt verkfæri til að ráða för í stefnumótun sam- bandsins. Deilt um þýzk-franskar tillögur um framtíð ESB Smærri ríkin andmæla Brussel, París. AFP, AP. FJÖLMENNI fylgdist með er topphluti Spírunnar (the Spire), hæsta mannvirkis Írlands, var híft á sinn stað í O’Connell-stræti í miðborg Dyflinnar í gær. Uppruna- lega stóð til að lokið yrði við smíði Spírunnar alda- mótaárið 2000, en eftir margvíslegar tafir á fram- kvæmdum tókst það loks í gær, með hjálp hæsta krana í Evrópu. Spíran er 120 m hátt stálmastur. Smíðin kostaði sem svarar tæpum fjórum milljörðum króna. AP Hæsta mannvirki Írlands GERÐ var skotárás á bifreið tveggja miðaldra Bandaríkja- manna í grennd við Doha-herstöð- ina í Kúveit í gærmorgun og dó annar þeirra en hinn særðist al- varlega. Mennirnir tveir, báðir óbreyttir borgarar, voru á ferð í Toyota-jeppa en þeir voru verk- takar fyrir bandaríska herliðið í Persaflóaríkinu. Þar munu nú vera um 17.000 bandarískir hermenn. Herstöðin er um 5 km norðan við Kúveitborg. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn, sem flúði af vettvangi, var einn að verki en tal- ið að hann hafi falið sig bak við runna við veginn. Lét hann skot- unum úr Kalashnikov-riffli sínum rigna yfir bílinn þegar hann stans- aði við umferðarljós. „Við fordæmum þetta hryðju- verk sem hefur með hörmulegum hætti kostað saklausan Banda- ríkjamann lífið,“ sagði sendiherra Bandaríkjanna í Kúveit, Richard Jones. Sagðist hann treysta því að stjórnvöld í landinu legðu sig fram við að upplýsa málið. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Saud al-Faisal, sagði atburðinn hörmulegan. „Brjálað fólk grípur til aðgerða af þessu tagi. Við send- um bandarísku þjóðinni samúðar- kveðjur og vonum að samskipti ríkja okkar bíði ekki skaða af at- burðinum.“ Kúveitar hafa leyft Bandaríkjamönnum að nota her- stöðvar í landinu í árás á Írak ef til hennar kemur en ekki Sádi- Arabar. Skotinn úr launsátri Bandaríkjamenn segja árás í Kúveit hafa verið hryðjuverk Kúveitborg. AP, AFP. Reuters Kúveizkir lögreglumenn skoða sundurskotinn jeppa Bandaríkjamannanna. ÍSLÖMSK samtök í Kasmír á Ind- landi hafa hótað að drepa allar músl- ímskar konur, sem ekki hætta að vinna fyrir hið opinbera. Kemur hót- unin fram á veggspjöldum, sem hafa verið hengd upp í borginni Rajauri. Indverska blaðið The Statesman sagði frá því, að samtökin Harkat-ul Jehad-e-Islami stæðu á bak við hót- unina en þau skipa einnig öllum múslímskum fjölskyldum að gifta strax burt stúlkur eldri en 15 ára og banna konum að baða sig í ám og vötnum. Þá er þeim bannað að fara einar út úr húsi. Í Kasmír er lítið um eiginleg bað- herbergi á heimilum fólks og því er það siður að baða sig í næsta fljóti eða vatni. Á veggspjöldum íslamist- anna segir hins vegar, að verði konur staðnar að því að baða sig utandyra, verði þær drepnar. Múslímskar konur í Kasmír hafa hingað til ekki falið sig undir kufli en önnur samtök, Lashkar-e-Jabbar, sem aðsetur hafa í Pakistan, höfðu fyrir skömmu í hótunum við þær, sem ekki tækju upp þann búning. Þá hafa þriðju samtökin, Al-Badr, hafið baráttu gegn því, að ungar stúlkur og konur fái að njóta menntunar. Dauða- sök að baða sig utandyra Nýju-Delhí. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.