Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIMAR Erlendur var einu sinni frægur. Borgarlíf hans lá á nátt- borðum þjóðarinnar. Blöðin voru allt- af að tala við skáldið og birta af honum myndir, vel stórar. Flokkfor- ingjar gátu hans í ræð- um. Enginn dró í efa að þar færi höfundur sem líklegur væri til stór- ræða. Fólkið leit svo til að þarna færi herskár ungur maður. Fólkið vill hasar og átök. Þegar horft er til baka má spyrja hvort fólkið, sem vill hasar og átök, hafi ekki lesið út úr Borgarlífi eitthvað allt annað en í bókinni stóð. Höfundurinn var ekki að velta upp ómerkilegum dægur- málum, þó svo að hann tæki mið af ýmsu sem hann taldi sér nærtækt þá stundina. Hann var þvert á móti að leita svara við almennum lífssannind- um. Og raunar ekki í fyrsta skipti. Því smásaga hans, Þrjár líkistur, sem birtist í Lífi og list þegar hann var sextán ára, benti strax í sömu áttina. Í framhaldinu tók svo skáldið að yrkja og senda frá sér trúarljóð. Skáldið lét argaþras dægurmálanna lönd og leið en beindi sjónum að lífs- gildum þeim sem mölur og ryð fá eigi grandað. Og þá var sem við manninn mælt: Fjölmiðlarnir höfðu ekki leng- ur áhuga á skáldinu! Í Hvítuvötnum er meðal annars stuðst við táknmál trúarinnar. Kvæð- in fela þannig í sér margan lykilinn að líkingamáli helgra fræða. Hvítur er litur hins flekklausa, hreina, svo dæmi sé tekið. Vatnið er tákn lífsins. Fiskurinn, sem skýst gegnum vatnið, er ímynd orðsins. Djúpið vísar til hins óræða, þess sem liggur hulið bak við slæður tímans og vér fáum eigi skilið í þessu lífi. Rím er ekki notað til að auðvelda utanbókarlærdóm eins og fyrrum heldur til áhersluauka, en þó fyrst og fremst til að skerpa and- stæður. Orðaval er fjölskrúðugt, sumt gripið upp úr kristnum fræðum, annað úr daglegu tali. Þeir sem telja að trúarlegum kveðskap hæfi ein- ungis tiltekið hátíðlegt málfar kunna því að setja spurningarmerki við orðaval skáldsins á stöku stað. Und- irritaður telur sig ekki í þeim hópi, ekki beinlínis, en þykir skáldið þó stundum seilast til vafasamra hug- taka. En þess ber þá líka að geta – enda þótt Ingimar Erlendur noti rím og ljóðstafi – að þetta er engan veg- inn hefðbundin ljóðlist, allra síst neins konar sálmakveðskapur í venjulegum skilningi. Maður skyldi ekki hafa fyrir því að leita fyrir- mynda, hvorki í eldri kveðskap né samtímaljóðlist. Sú fyrirhöfnin yrði til lítils. Markmið skáldsins fara hvergi saman við hefð og venju. En þeim lýsir skáldið svo í ljóðinu Lífs- djúp: Lífsins vatn er lítið tár, sem laugar mannsins harma alla; streyma þaðan stærstu ár, og stjörnur guðs til botns þar falla um það lífsdjúp ljóð mín fjalla. Vatnið er hvarvetna grunnhugtak í ljóðun- um, stundum í harla óvæntum samböndum svo sem í kvæðinu Gluggakista: Regnið á rúðuna streymir sem reyni það eitthvað að segja allt það sem dropana dreymir, í drjúpandi regni má eygja glugga míns kista það geymir að gott sé í regni að deyja. Langan og mikinn ljóðaflokk yrkir skáldið um meistara Vídalín og nefn- ir: Síðari biskjupsferð um bláfjalla- geim. Fyrirsögnin vísar annars vegar til síðustu ferðar Vídalíns sem veikt- ist og andaðist í Biskupsbrekku á Kaldadalsleið en hins vegar til ferðar skáldsins sjálfs í fylgd með öðrum biskupi um sömu slóðir öldum síðar. Reikað við Réttarvatn heitir og afar sérstætt og minnisvert tilbrigði við kvæði Jónasar, ort undir sama brag- arhætti, heilar ljóðlínur reyndar teknar upp óbreyttar, en niðurstaðan vitanlega önnur, allt önnur. Kvæðin í bók þessari eru saman- lagt tvö hundruð og fjögur talsins. Eigi að síður er þetta einsleitur kveð- skapur. Skáldið er ekki leitandi. Trúarheimspeki hans er heildstæð og gengur vel upp, enda þótt henni sé alla jafna slegið upp með þversögn- um og staðhæfingum sem vísa út fyr- ir hversdagslega rökhugsun. Það er lífið sem er mótsagnakennt, ekki trú- in! Hvítuvötn minna á að öll trú er sprottin af tilhugsuninni um líf og dauða. Þar sem raunvísindin þrýtur tekur trúin við. »Ég trúi til að geta skilið,« sagði Anselm erkibiskup (1033–1109). Þau orð mega vel koma í hugann við lestur þessarar sérstæðu bókar. Skáldið kafar í lífsdjúpinu. Allt um það er þetta engin kenni- mannleg guðfræði heldur ljóðlist – ljóðlist sem lýtur eigin lögmálum fyrst og fremst. Ljóðið og lífsdjúpið Ingimar Erlendur Sigurðsson BÆKUR Ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. 278 bls. Útg. Sigurjón Þorbergsson. Prentun: Margmiðlun Sigurjóns & Jóhannesar. Reykjavík, 2002. HVÍTUVÖTN Erlendur Jónsson MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í Norðulandahúsinu í Færeyjum í dag og verða sýningar einnig á morgun og föstudag. Völuspá var frumsýnd á Listahá- tíð í Reykjavík 2000 og hefur síðan verið sýnd víða um land auk þess að hafa farið í leikferðir til Rússlands, Svíþjóðar, Kanada og Finnlands. Sýningar eru nú orðnar 110 talsins. Sýningin var tilnefnd til menn- ingarverðlauna DV fyrir árið 2000 og Þórarinn Eldjárn hlaut Vor- vindaviðurkenningu Barna og bóka – Íslandsdeildar IBBY árið 2001 fyrir handritið. Verkið byggist á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Leikstjóri er Daninn Peter Holst, sem rekur sitt eigið leikhús í Dan- mörku, Det lille Turnéteater. Guðni Franzson stýrði tónlistinni í verk- inu og leikmynd og búninga hann- aði Anette Werenskiold frá Noregi. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og Stefán Örn Arnarson sellóleikari. Heimsóknin er styrkt af Nor- rænu leiklistar- og dansnefndinni (Teater og Dans i Norden). Möguleik- húsið til Færeyja Morgunblaðið/Ásdís Pétur Eggerz og Stefán Örn Arn- arson í Völuspá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.